Morgunblaðið - 04.09.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.09.2004, Qupperneq 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á tján ára karlmaður hefur lagt fram kæru á hendur 28 ára gömlum karlmanni fyrir líkamsárás. Meint árás á að hafa átt sér stað laugardagskvöldið 3. júlí síðastlið- inn á heimili hins ákærða. Engin vitni voru að verknaðinum. Kær- andi segir að þeir hafi setið að drykkju á heimli ákærða þegar sá síðarnefndi reiddist og fór að láta öllum illum látum. Kærandi segir hann hafi kýlt sig ítrekað í magann og ógnað sér með hnífi. Kærandi óttaðist um líf sitt og sá sér vænst- an kost í stöð- unni að taka við höggunum án þess að hreyfa miklum mótmælum. Þegar ákærði hafði lamið nægju sína mun hann hafa sest niður, fengið sér viskí og boðið kæranda að drekka með sér. Kærandi sagðist þurfa að bregða sér á salernið en þaðan stakk hann af út um gluggann og komst við ill- an leik á bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Samkvæmt skýrslu vakthafandi læknis var kærandi í losti þegar hann kom á sjúkrahúsið en ekki var að sjá mikla áverka á honum. Hann var drukkinn og óstaðfastur í frásögn. Til að mynda sagði hann fyrst að ákærði hefði hafið barsmíðarnar í sófanum en síðar breytti hann framburði sínum og sagði að hann hefði dregið hann út á gólf og byrj- að að láta höggin dynja á honum. Lögreglan í Reykjavík hefur farið með rannsókn málsins en tal- ið er að um gannislag hafi verið að ræða og að kærandi hafi ákveðið að kæra til þess að ná sér niðri á ákærða. Ekki er þó vitað hver ástæða þess gæti verið. Þá ber að geta þess að kærandi var á þess- um tíma snoðklipptur og gaf það til kynna að hann hefði gaman af að slást. Ákærði neitar að um of- beldi hafi verið að ræða en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu til að láta vita af gannislagsmálunum og þykir hann staðfastur í frá- sögn.“ Nú býst ég fastlega við því að lesendur séu farnir að velta fyrir sér hvort viðhorfsdálkar séu nú notaðir undir fréttir fremur en skoðanir blaðamanna Morg- unblaðsins. Eða er þetta ekki ann- ars frétt? „Gannislagir“ voru (og eru eflaust enn) sérlega vinsælt tómstundagaman og þá einkum drengja. Stundum gengu ganni- slagirnir of langt og enduðu með því að einhver meiddi sig. Ganga- vörður eða kennari tók að sér að hugga og kyssa á bágtið og sá sem sársaukanum hafði valdið hrópaði vanalega: „Þetta var bara ganni- slagur. Í alvöru, þetta var alveg óvart.“ Sá slasaði samsinnti því milli ekkasoganna og allt varð gott að nýju. Með tímanum lærðu strákarnir betur á mörk hver ann- ars og það kom sjaldnar fyrir að einhver slasaðist í gannislag. Þrátt fyrir æfingar æskuáranna er ekki algengt að fullorðnir karl- menn leiki sér í gannislag nema þá kannski í þar til gerðum hringjum með mjúku undirlagi. Þess vegna heyrast aldrei fréttir líkt og þessi hér að ofan og þrátt fyrir að engin vitni séu að líkamsárásum er vana- lega ekki talið að fórnarlambið sé að ljúga. Það fer þó öðrum sögum ef fórn- arlambið er kona og ofbeldið kyn- ferðislegt (svipað á við um heim- ilisofbeldi en það er ekki umfjöllunarefni þessa pistils). Það er nóg að skoða sýknudóma héraðsdóma og Hæstaréttar til þess að sjá hversu undarlegar málsmeðferðir í kynferðisofbeld- ismálum eru. Sem dæmi má nefna sýknudóm í nauðgunarmáli. Þar kemur glöggt fram hversu mikið áfengi konan sem kærði hafði inn- byrt en vímuefnaneysla ákærða er ekki til umfjöllunar þrátt fyrir vís- bendingar um að hún hafi verið þónokkur. Það þykir ýta undir trú- verðugleika hans að hann hafði samband við lögreglu að fyrra bragði og var samstarfsfús málið í gegn (það virðist ekkert þykja undarlegt að ákærði hafi séð ástæðu til þess að hafa samband við lögreglu!). Þá þykir dómurum mikilvægt að taka fram að allar skýrslur bentu til að ákærða þætti hann ekki hafa brotið á konunni en væri þó nokkuð stoltur yfir að hafa tekist að beita hana fortölum til þess að fá hana til samræðis við sig. Hins vegar þótti það ýta undir ótrúverðugleika konunnar að hún sagðist ýmist hafa staðið utandyra eða inni í anddyri á ákveðnum tímapunkti í frásögninni. Alveg ótrúlegt að kona í losti geti ekki sagt skilmerkilega frá, eða hvað? Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að innan við 2% af til- kynntum nauðgunum eigi ekki við rök að styðjast. Það er sama hlut- fall og í öðrum afbrotum. Engu að síður virðist umræða um nauðg- anir alltaf fyrst og fremst snúast um ábyrgð fórnarlambsins á því sem fram fór og nauðganir eru kallaðar meintar á meðan aðrir of- beldisglæpir fá ekki þetta fína við- skeyti. (Sjálf tengdi ég orðið meint alltaf við eitthvað agalega vont og hélt það þýddi að nauðgarinn hefði meint þetta …). Þrátt fyrir að fólk geti grætt á því að sviðsetja inn- brot í eigið húsnæði er það ekki það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar innbrot er tilkynnt. Hvers vegna það er öðruvísi með nauðganir og annað kynferðisof- beldi er erfitt að segja. Við viljum sjálfsagt ekki að svona vondir of- beldisglæpir séu til og við reynum að deila ábyrgðinni jafnt á brota- þola sem á ofbeldismanninn. Kannski er auðveldara að sætta sig við að einhver ljúgi svona ljót- um glæp upp á annan en að ein- hver fremji hann. Þrátt fyrir að manneskja liggi dauðadrukkin og nakin, innandyra eða utandyra, þá gefur það engum rétt til þess að stinga einhverju í hana, hvort sem það er hnífur eða typpi. Með von um að meintum gannislögum fækki og að lög- reglurannsókn byggist á réttlæti en ekki fyrirfram ákveðnum nið- urstöðum. Meintur „ganni- slagur“ …að ákærða þætti hann ekki hafa brotið á konunni en væri þó nokkuð stoltur yfir að hafa tekist að beita hana fortölum til þess að fá hana til samræðis við sig. VIÐHORF Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is Í MIÐJUM klíðum mikilvægrar baráttu framsóknarkvenna um jafn- rétti er umræðan fótum troðin í við- tölum fjölmiðla við Ingibjörgu Sólrúnu. Þar lýsir hún, „tals- maður kvenna“, vin- konu sína hæfari í stöðu ráðuneytisstjóra en þá konu sem ráðin hafði verið. Jafnréttishjólið snerist afturábak eina ferðina enn. Konur supu hveljur, karlar glottu. Ingibjörg er sér- hagsmunasinni sem telur jafnréttisumræð- una tilkomna henni sjálfri til fram- dráttar í stjórnmálum. Það er ekki öllum konum gefið að virða aðrar konur, drauma þeirra og dugnað, þótt þær tali þannig þá er það hentar þeim. Hver drap Kvennalistann? Í Samfylkingunni eru konur á borð við Bryndísi Hlöðversdóttur, Jó- hönnu Sigurðardóttur og Margréti Frímannsdóttur, sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum falla í skugga Ingibjargar Sólrúnar en bera hag annarra kvenna fyrir brjósti. Það þekki ég á eigin skinni. Jafnréttið hjá þeim á við um allar konur. Þær hvetja aðrar konur til dáða, sama hvar í flokki þær standa. Líkt og við eigum að gera. Ingibjörg Sólrún hafði nú sitt að segja í því að Kvennalistinn var lagður niður. Hafi henni staðið ógn af öðrum konum þá, má draga þá ályktun að nú sé ógnin að nálgast hryðjuverk á framabraut framtíðarformannsins. Valgerður, Sif, Jónína Bjartmarz og Þorgerður Katrín eru allar að sanna hæfileika sína á stjórn- málasviðinu. Samkeppni hefur að vísu ýmsar hliðar. Nú hampar Ingibjörg vin- konu sinni, Helgu Jónsdóttur borg- arritara. Helga hefur setið á hnjám hennar undanfarin ár, bæði hér heima og eins í London, þar sem þær dvöldu saman í vetur. Hún vogar sér að gagnrýna ráðn- ingu Ragnhildar Arnljótsdóttur lög- fræðings í starf ráðuneytisstjóra fé- lagsmálaráðuneytisins. Þessi skemmdarverk Ingibjargar Sól- rúnar og Fréttablaðsins á jafnrétt- isbaráttunni eru ekki ný af nálinni. Hún er ekki talsmaður kvenna heldur vinkvenna líkt og hún er ekki talsmaður jafn- aðarmanna heldur auð- manna. Reynslusaga Helga Jónsdóttir var sett í skítverk Ingi- bjargar á þeim tíma sem Planet Pulse var opnað í Austurstræti (gatan lokuð mánuðum saman) því Ingibjörg treysti sér ekki í óþægilega umræðu. Helga Jónsdóttir sýndi eigendum fyrirtækja við götuna slíka vanvirðingu að seint gleymist. Þá sýndi hún enga hæfileika í mannlegum samskiptum og var slétt sama þótt þarna ræddi fólk um aleigu sína sem og draum- inn um að gera miðbæinn líf- vænlegri. Hennar uppáhaldssetning er: „Það eru engin fordæmi fyrir því.“ Það voru heldur engin for- dæmi fyrir því að opna „spa“ í mið- borg Reykjavíkur, sem á þeim tíma státaði af því að kalla sig „Spa city Reykjavík“! Hún sýndi ótrúlegan dónaskap þeim sem með henni sátu fundinn. Hún var því að mínu mati vanhæf sem borgarritari. Mín fyrsta hugsun þegar ég sat þennan fund var; þetta þýðir ekkert, hún þolir mig ekki. Tilfinning sem margar konur þekkja en vilja seint viðurkenna að ráði ferð í sam- skiptum (samkeppni) sín í milli. Til- finning sem er sönn en skaðleg jafnréttisbaráttunni. Mannaráðningar R-listans Hverjir voru valdir til starfa hjá borginni í stjórnartíð Ingibjargar? Arkitektar, verkfræðingar, fjöl- miðlafólk, lögfræðingar, vinir og vandamenn eða þeir hæfustu? Fólk með reynslu og menntun? Vinir borgarstjóra voru sem dæmi fengnir til að gera ímynd- arauglýsingu fyrir leikskóla! Þá náði klíkugangur Ingibjargar há- marki sínu. Einnig var svo langt gengið í vinapólitík R-listans að ráða þekkta rjúpna- og gæsaskyttu til þess að vinna að kynningu á spa-hugmynd- inni. Hann ásamt Alfreð Þorsteins- syni og fleiri körlum hefur verið að kynna sér baðhús Ungverja, allt á kostnað borgarbúa. (Baðhús Ung- verja voru reyndar mjög „karllæg“ á sínum tíma. Þangað sóttu homm- ar.) Þessar konur ættu því að líta sér nær. Hver hefur fengið hvað á silf- urfati og fyrir hvað? Til hamingju, Ragnhildur! Ragnhildur Arnljótsdóttir er mæt manneskja og dugleg og fögnum við ráðningu hennar í félagsmálaráðu- neytið. Ragnhildur mun bera hag allra einstaklinga fyrir brjósti, því þannig er hún. Það leikur enginn vafi á hæfileikum hennar á mörgum sviðum. Konur geta ekki haldið trúverð- ugleika sínum í jafnréttisumræð- unni með þessu háttalagi Ingibjarg- ar Sólrúnar og Helgu Jónsdóttur. Okkur miðar ekkert áfram með forystukonur sem haga sér með þessum hætti. Konur vilja jafna ábyrgð í samfélaginu; á öllum svið- um þess, burtséð frá pólitík. Við viljum taka þátt í að móta framtíð barnanna okkar, sem er, þegar upp er staðið, það eina sem skiptir máli. Af hverju viljum við það? Jú, karlmenn eru greinilega og augljóslega ekki hæfir … einir. Samfélagið þarf jafnvægi kynjanna, aldrei frekar en nú. Kon- ur krefjast jafnréttis á öllum svið- um þjóðlífsins því það eru mann- réttindi og hluti af velferð heimsins. Virðum konur sem ná árangri af drenglyndi og gleðjumst yfir ákvörðun Árna Magnússonar um valið á Ragnhildi. Konur eru flestar vel hæfar þótt þær hafi ekki elt Ingibjörgu Sólrúnu inn á vígvöll stjórnmálanna. Reynslusaga mín er vonandi bara einn slæmur dagur í lífi Helgu Jónsdóttur. Ég efa reynd- ar ekki að svo sé. Til hamingju með nýja starfið, Ragnhildur! Jónína Benediktsdóttir skrifar um jafnréttismál ’Þessi skemmdarverkIngibjargar Sólrúnar og Fréttablaðsins á jafn- réttisbaráttunni eru ekki ný af nálinni. ‘ Jónína Benediktsdóttir Höfundur er íþróttafræðingur. HINN 29. ágúst síðastliðinn birt- ist grein hér í blaðinu undir heitinu „Samfélagið þarf að standa sig bet- ur gagnvart geðsjúkum“. Það er margt gott sem þarna er skrifað og vissulega þarf samfélagið að gera betur. En í þessari grein er haft eftir Guðrúnu Einarsdóttur hjúkr- unarfræðingi og for- stöðukonu þjón- ustuíbúða við Sléttuveg að „það þarf að tryggja að ein- staklingar með geð- rænan vanda og í sjálfstæðri búsetu taki lyfin sín eins og læknar hafi sagt fyrir um“. Þetta eru stór orð. Ég trúi því ekki að þarna sé verið að tala um alla þá einstaklinga sem hafa verið, eða eru í þessari aðstöðu, því ef svo er þá er þetta alls ekki rétt. Ég hef verið í þessari aðstöðu og akkúrat þarna í mínu sjálfstæði þá tók ég lyf að fyrirmælum læknis, lyf sem áttu að hjálpa mér. Þessi lyf gerðu mig svo brjálaðan að ég hef aldrei verið eins hættulegur umhverfi mínu og þarna, og að- standendur mínir hafa aldrei verið eins hræddir við mig og á þessum tíma. Þarna sýndi ég alveg virkilega afbrigðilega hegðun. Auðvitað hætti ég á þessum lyfj- um sem gerðu mig svona brjálaðan og mér fór að líða bet- ur. En þetta vakti mig líka til umhugsunar. Ég hafði verið á geð- lyfjum í mörg ár, en þrátt fyrir það hafði ég oft fundið fyrir mikilli vanlíðan vegna sjúk- dómsins. En fyrst ég gat ákveðið það sjálfur að hætta á einu lyfi sem læknirinn ávísaði á mig og fundið það hjá sjálfum mér að mér leið miklu betur, þá hlyti ég að hafa eitthvað um það að segja hvort ég tæki önnur lyf eða ekki. Og vitið þið hvað? Mér líður miklu betur án þessara lyfja. Ég er alls ekki að segja það að öll lyf séu óþörf. Nei! Stundum er nauðsynlegt að vera á lyfjum en við verðum að hafa val. Það er heil brú í okkur, við erum ekki öll gangandi tímasprengjur. Stundum vitum við hvernig okkur líður og það verður að virða það við okkur að við segjum stundum satt og rétt frá. Vissulega þarf sam- félagið að standa sig betur gagn- vart geðsjúkum. En geðsjúkir, við getum líka staðið okkur betur gagnvart sam- félaginu, við getum oft gert miklu meira en við gerum. En það verður líka að leyfa okkur að gera það. Enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð. Ekki loka okkur inni af því að við gætum gert eitthvað af okkur, leyf- ið okkur að vinna með ykkur svo þið getið séð hvað við getum gefið af okkur. Við erum nefnilega ótrú- lega megnug þegar við sjálf ákveðum að gera eitthvað í okkar málum. Í Hugarafli fáum við að sýna hvað við getum og við gerum það að eigin vali. Gangandi tímasprengjur? Bergþór Grétar Böðvarsson skrifar um geðheilbrigðismál ’Við erum nefnilegaótrúlega megnug þegar við sjálf ákveðum að gera eitthvað í okkar málum.‘ Bergþór Grétar Böðvarsson Höfundur greindist með geð- hvarfasýki árið 1989. Hann er virkur meðlimur í notendahópi Hugarafls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.