Morgunblaðið - 04.09.2004, Side 36

Morgunblaðið - 04.09.2004, Side 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sif Magnúsdóttirfæddist í Reykja- vík 30. ágúst 1986. Hún lést á Flateyri 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Gróa Guðmunda Har- aldsdóttir húsfreyja á Flateyri, f. á Ísafirði 25. ágúst 1961, og Magnús Guðmann Magnússon tækni- fræðingur á Akur- eyri, f. í Reykjavík 2. maí 1956. Fósturfaðir Sifjar er Pétur Björnsson lögreglu- varðstjóri á Ísafirði, f. á Akranesi 13. nóv. 1964, búsettur á Flateyri. Sif ólst upp á Ísafirði, í Kópa- vogi og á Flateyri. Hún stundaði nám við Menntaskólann á Ísafirði. Systkini hennar eru Helgi (tvíburabróðir), f. 1986, Margrét Alda, f. 1990, sammæðra eru Georg Rúnar Ragnarsson, f. 1982 og Bergljót Ásta Pét- ursdóttir, f. 2001 og samfeðra er Friðrik Vestmann, f. 1985. Sif verður jarð- sungin frá Ísafjarð- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarð- sett verður í Flateyrarkirkju- garði. Elsku Sifin okkar, þú veist að við elskum þig svo heitt og söknum þín mikið. Við skiljum ekki af hverju þú varst tekin frá okkur, en þú varst og munt alltaf vera Duggan okkar. Mamma, Pétur og Bergljót Ásta. Elsku besta systir mín. Núna ert þú farin í heimsókn til Guðs og ég vona að ég hitti þig ein- hvern tíma aftur, sömu Sif mína. Þú varst alltaf brosandi, hlæjandi; alltaf í góðu skapi og bara besta systir sem nokkur getur ímyndað sér. Manstu allar skemmtilegu stundirnar okkar saman. Það er ekki hægt að gleyma því þegar við vorum saman á Beni- dorm og út í Danmörku núna í sum- ar. Ég man líka þegar þú varst ekki komin til Danmerkur í vor, þá hugs- aði ég mikið til þín og Helga, oohh hvað ég saknaði ykkar. Mig langaði helst bara að koma til Íslands og bara beint til ykkar og faðma ykkur. Það var svo yndislegt að fá ykkur og vera með þér þá, þegar við vorum í Köben. Það voru svo sannarlega góðir tímar, svo manstu líka þegar við áttum heima í blokkinni og við ætluðum að fara í göngutúr, en svo fór ég í einhverja fýlu og varð reið og kýldi þig í nefið og þú fékkst blóð- nasir... ég vil biðja þig fyrirgefning- ar á því þótt það sé langt síðan það gerðist og kannski er það of seint. Ég man líka allt sem þú kenndir mér. Þú hjálpaðir mér oft með heimanámið þegar ég var í erfiðleik- um með það. Þú varst og ert svo dásamleg og örugglega langbesti engillinn minn og ég veit um fleiri sem þykir það, þú varst dásamleg- asta manneskja sem til var á jörðu. Ég sagði það kannski ekki nógu oft við þig, en ég elska þig ótrúlega mik- ið og þú varst ekki manneskja sem áttir að fara frá okkur; Guð tók óvart vitlausa manneskju, hann ætlaði að taka einhvern annan. En það segja margir að Guð taki þá sem hann elskar mest og þú hefur verið best hjá honum, sem er alveg satt, þú varst og ert besta manneskja í öllum heiminum. Ég ætla að gera fallegt minningarhorn um þig á litla borð- inu sem var alltaf inni hjá þér... ég mun líka skrifa þér bréf, vonandi sem oftast. Ég ætla líka að gefa þér geislaspilarann minn, en það er kannski of seint en... svona er bara lífið og maður verður að takast á við það eins og það er. En eitt skaltu vita, að seinustu orðin sem þú sagðir voru „Er það?“ og það var þegar Bergljót Ásta var að segja þér að ég og hún værum í feluleik. Þeim orðum mun ég aldrei gleyma. En hérna er lítið ljóð til þín: Þú varst besta systir mín með fallegu augun þín þú varst ávallt með bros á vör og nafnið Sif var með í för. Þú gafst mér af þínu hjarta sem gerði tilveruna svo bjarta ég mun alltaf verða þín elsku besta systir mín. Þú varst alltaf glöð og hýr og fyrir mér svo skýr en núna farin ertu mér frá og engin hef ég ráðin þá Þá segi ég bara bless, Sif mín, hagaðu þér eins og drottningin í höllinni. Ég sé þig seinna. Þín litla systir, Margrét Alda. Sviplega voru stöðvuð unglingsár, eilífðin kom með gíslatöku sína, höggið var þungt og heit þín tregatár, hjálpi þér Guð að bera reynslu þína. (Guðmundur Ingi.) Við erum harmi slegin. Engin orð geta lýst sorginni sem hvílir yfir fjöl- skyldunni og litla þorpinu okkar. Góður guð styrki Gógó, Pétur, Magnús, Georg Rúnar, Unu, Helga, Margréti Öldu, Bergljótu Ástu, Egil Steinar, Björn, Bergljótu og aðra ástvini. Amma, Jóna Guðrún, Björn Ingi, Júlía Bjarney og Víðir. Fyrir rúmum sex árum kom Sif inn í líf okkar eins og bjartur fagur sólargeisli. Nú hefur þessi geisli dofnað, en slokknað getur hann ekki því minningin lifir. Minning um yndislegt brúðkaup á Flateyri í ágúst 1998 þegar sonur okkar, Pétur, kvæntist Gógó. Sif og systkini hennar áttu stóran þátt í að gera þennan dag svo fallegan og eft- irminnilegan. Minning um góða, fallega stúlku sem veitti okkur hlýju og elsku. Minning um stúlku sem var dug- leg, hjálpsöm og gædd ríkri ábyrgð- artilfinningu. Minning um hljóðláta, prúða stúlku með svo geislandi fallegt bros að það hlýjaði um hjartarætur. Minning um hvað hún elskaði móður sína takmarkalaust og vildi allt fyrir hana gera. Minning um ástfangna unga stúlku sem hafði eignast frábæran kærasta. Þessar góðu minningar og svo ótal margar fleiri geymum við nú þegar sorgin nístir hjörtu okkar. Guð geymi þig, elsku Sif og varð- veiti og styrki alla ástvini þína. Bergljót og Björn. Elsku yndislega, fallega stelpan mín. Ég vil frá mínu brotna hjarta þakka þér fyrir allar stundirnar okk- ar saman. Öll skiptin sem við sátum og spjölluðum um alla heima og geima og fundum í hvorri annarri skilning. Um alla skemmtilegu tím- ana; piparkökubaksturinn, þar sem við hlógum þangað til við gátum ekki staðið. Við ætluðum sko alltaf að baka piparkökuhús fyrir jólin. Stundirnar þar sem ég kenndi þér að prjóna og horfði á hve stolt þú varst þegar þú varst sko búin að prjóna þína eigin húfu. Stundirnar þar sem ég fékk að greiða fallega, ljósa hárið þitt og smella kossi á kinnina þína, alltaf svo falleg og góð. Stundirnar þar sem þú leyfðir mér að vera til staðar fyrir þig. Enda- lausi tíminn sem þú gafst þér með Sögu Matthildi, sem hún á alltaf eft- ir að muna, stundirnar með elsku bestu Sif. Og allar hinar þar sem við bara sátum og létum okku líða vel og borðuðum nammi þangað til að okk- ur varð illt, en héldum samt áfram og hlógum svo að sjálfum okkur hvernig það væri nú hægt að þykja nammi svo óendanlega gott, og hvað það væri nú eins gott að enginn sæi til okkar. Mér finnst ég svo heppin að hafa fengið að þekkja þig, það er ekki oft á ævinni, sem okkur er gefið tæki- færi til að kynnast englum eins og þér. Ég á eftir að sakna brosins, sakna þess þegar þú varst allt í einu komin án þess að maður heyrði þig koma, fann bara hlýjuna og ljósið frá þér. Ég þakka fyrir að hafa óvænt eignast litla systur og góða vinkonu, þakka fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá okkur í vor, sá tími er nú dýr- mætari en nokkru sinni, þú munt alltaf eiga hluta af hjarta mínu. Sögu Matthildi finnst Guð á himn- um vera ótrúlega heppinn að fá svona fallegan og góðan engil til sín og í okkar huga ertu fallegasti eng- illinn á himninum. Megi góður Guð geyma þig og vernda ástin mín. Una. Laugardagurinn 21. ágúst var gleðidagur hjá Gógó systur og henn- ar fjölskyldu. Þetta var fermingar- dagur Margrétar Öldu, ættingjar komu til að fagna á þessum fallega degi. Hver hefði trúað því að fjórum dögum síðar, á sjálfum afmælisdegi Gógóar, yrði Sif, elsta dóttir hennar og besta vinkona, tekin frá henni svo snögglega? Við sitjum sem lömuð eftir, en henni hlýtur að hafa verið falið stórt og mikið hlutverk hinum megin. Hann er minnisstæður dag- urinn sem Gógó systir var flutt suð- ur þegar þau systkin fæddust og við fengum fréttirnar að hún hefði eign- ast tvíbura, strák og stelpu, Helga og Sif. Þau voru svo ólík í útliti, hann rauðhærður, hún ljóshærð, hann stríðnari en hún rólegri en alltaf svo mikill kærleikur á milli þeirra systk- ina og umhyggja til hvors annars. Elsku hjartans Sif, við trúum ekki að þú sért farin, þú varst svo glæsi- leg, svo falleg með stóru fallegu aug- un þín sem lýstu svo vel hvernig þér leið. Þið Ragnheiður Karítas ætluð- uð að gera svo margt alveg eins þeg- ar þið yrðuð stórar, báðar að læra hárgreiðslu, svo voru það tannlækn- ingar og svo breyttist það með hverjum vetrinum sem leið en nú varst þú búin að ákveða að þig lang- aði að verða gullsmiður. Svo má ekki gleyma því hvað þið töluðuð oft um hvað við mæður ykkar mættum vera stoltar af ykkur og þið ætluðuð að vera alveg eins og við, duglegar að skreppa í kaffi hvor til annarrar. Við Ragnheiður eigum svo góðar minn- ingar frá því fyrir tveimur árum þegar við komum ykkur að óvörum til Benidorm þar sem þið voruð í fríi og við mæðgur þreyttar eftir veik- indi Hjalla. Hvað þið tókuð vel á móti okkur og við áttum góðar stundir saman. Svona minningar ylja manni um hjartarætur. Elsku Sif, svona gæti ég endalaust rifjað upp yndislegar stundir með þér, því þú varst svo blíð og góð. Elsku Sif okkar, þín verður sárt saknað. Elsku Gógó, Pétur, Georg Rúnar, Helgi, Margrét Alda, Bergljót Ásta, Magnús og aðrir aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Kveðja Guðbjörg, Hjálmar, Sigurður, Haraldur og Ragnheiður. Hvernig á maður að skilja? Eins og hendi sé veifað stöðvast tíminn og sorgin hellist yfir. Sif er ekki lengur hér. Þegar Gógó og börnin hennar komu inn í fjölskylduna okkar hafði ég smáforskot á hina. Því upp úr dúrnum kom að ég hafði kennt tví- burunum Helga og Sif um tíma þeg- ar þau voru í 2. bekk á Ísafirði. Upp í hugann komu myndir af rauðhærð- um, feimnislegum strákhnokka og ljóshærðri stúlku með fallegt bros og hreinan svip. Ég þekkti þau og átti þegar svolítið í þeim. Þegar þau svo loksins stóðu á tröppunum á Reykjavíkurveginum gengu þau rakleitt inn í fangið og inn í hjarta mitt og fundu staðinn sem eins og hafði beðið eftir þeim. Sif var svo dæmalaust falleg og ljúf stúlka. Hún hafði svo ljúfa nær- veru. Brosið hennar, knúsið, húm- orinn. Það fór ekki mikið fyrir henni, hún hafði ekki hátt, en stóð á sínu og fékk sínu framgengt þegar þurfti, hún átti festu og mikla þolinmæði. Og hún kunni að svara fyrir sig þeg- ar henni fannst hún þurfa. Sendi þá föst skot, oft hlaðin ískrandi háði, og stakk upp í viðkomandi. Það var mikil guðsgjöf að fá að fylgjast með Sif vaxa og þroskast. Jól, páskar og sumarfrí á Flateyri, heimsókn til Danmerkur í sumar. Hún var ekki lengur barn heldur ung og glæsileg stúlka að taka sín fyrstu spor út í lífið. Sif er ekki leng- ur hér. Hvernig á maður að skilja? Við hliðina á sorginni sitja þakklætið og gleðin yfir því að Sif var hluti af lífi okkar. Farðu í friði, elsku vina og hafðu þökk fyrir allt … og allt. Ásta. Það er erfitt að skrifa kveðjuorð til ástkærrar frænku. Það er svo ósanngjarnt að Sif sé dáin. Af hverju er yndislega Sif tekin frá okkur svo snögglega? Allir sem kynnst hafa Sif vita hversu mikil perla hún var. Hún hafði stórt og fallegt hjarta og var alltaf góð við alla. Þeir eru heppnir sem hafa fengið að kynnast Sif og gleyma aldrei gullfallega brosinu hennar, smitandi hlátrinum og ólýs- anlegri fegurð hennar, að innan sem utan. Þær eru ófáar skemmtilegu minn- ingarnar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þau 18 ár sem ég fékk að eiga með Sif. Hlátursköstin í frystihúsinu á Flateyri sumarið 2003 eru ógleymanleg. Sif var vön að standa við hliðina á mér við flæðilín- una þegar þar var laust pláss og segja mér alla brandara sem hún kunni. Hún hafði mjög skemmtileg- an húmor og þó brandararnir hafi ekki alltaf verið fyndnir hló ég mig máttlausa bara við það að sjá og heyra hana segja þá. Hún gat sjaldnast klárað þá því henni fannst þeir svo fyndnir. Sif sagði mér fyrir tveimur vikum að hana langaði svo til að verða eitthvað, eitthvað merki- legt, og var gullsmiður henni ofar- lega í huga. Ég sé hana alveg fyrir mér sem gullsmið, hún var svo vand- virk og með fíngerða fingur. Þótt hún verði kannski aldrei gullsmiður vitum við að henni verður falið stórt og mikilvægt hlutverk og hún verður án efa fallegasti og hjartahlýjasti engillinn á himnum. Góðsemi Sifjar skein í gegn þegar hún var með Bergljótu Ástu. Það er erfitt að hugsa til þess að Bergljót Ásta eigi kannski ekki eftir að muna eftir Sif, en við sem þekktum Sif verðum dug- leg að segja henni Sifjar-sögur og Sifjar-brandara svo hún fái að kynn- ast því hversu mögnuð Sif var. Minningin um Sif mun lifa í hjarta okkar að eilífu. Elsku hjartans Sif, ég kveð þig með miklum söknuði og veit að Haddi afi og Gummi taka vel á móti þér. Elsku Gógó, Pétur, Georg Rúnar, Una, Helgi, Margrét Alda, Bergljót Ásta, Magnús, Gróa amma, Egill Steinar, Björn, Bergljót og aðrir að- standendur, megi góður Guð veita ykkur styrk. Þín frænka Inga Rún. Elsku hjartans Sif frænka. Við söknum þín svo mikið. Guð blessi þína minningu. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Elsku Gógó, Pétur, Georg Rúnar, Helgi, Margrét Alda, Bergljót Ásta, Magnús og aðrir aðstandendur. Vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Þínar frænkur Gunnhildur og Kristrún Una. Miðvikudagurinn 25. ágúst gekk í garð með sólskini og hlýjum andvara sem lék um fána skólans þar sem hann blakti við hún í tilefni af skóla- byrjun. Eftirvænting í andlitum ný- nema, spenna í lofti – endurfundir að loknu sumarleyfi. Skömmu síðar hafði fáninn verið dreginn í hálfa stöng og á sömu stundu féllu regndropar himinsins eins og tár til jarðar. Sif Magnús- dóttir, nemandi á viðskiptasviði fé- lagsfræðibrautar, hafði orðið bráð- kvödd á heimili sínu við Brimnesveg á Flateyri um það leyti sem nem- endur komu saman til skólasetning- ar. Himinninn grét. Við höfðum heyrt sjúkrabílana þjóta framhjá skólanum með væli og ljósagangi og ljóst var að eitthvað al- varlegt hafði gerst. Eins og alltaf þegar alvarlegir hlutir eiga sér stað í litlu samfélagi setti að okkur beyg. Ekki gat okkur þó grunað að þarna væri verið að flytja einn af nemend- um skólans á dánarstundu. Það högg varð þó ekki umflúið. Eftir standa ástvinir og félagar Sifjar, kennarar og samferðafólk höggdofa í spurn til almættisins: Hvernig getur annað eins og þetta gerst? Við þeim spurningum fást engin svör önnur en þau sem sálma- skáldið Hallgrímur Pétursson setti fram í sálminum ódauðlega um „blómstrið eina“ sem „upp vex af sléttri grund“. Maðurinn í smæð sinni er eins og blóm vallarins sem „á snöggu augabragði – af skorið verður fljótt“. Enginn fær í raun og veru skilið þau lögmál sem að baki liggja. Sif Magnúsdóttir var falleg stúlka, hæglát í fasi og hvers manns hugljúfi. Hún hafði prúða fram- komu, svolítið dul en brosmild. Sif hefði orðið átján ára hinn 30. ágúst og var að hefja sitt þriðja námsár frá og með þessu hausti. Hún stundaði nám sitt af samviskusemi og kost- gæfni og uppskar þess vegna velvild og vinarþel jafnt kennara sem nem- enda. Brotthvarf hennar úr hópnum er nemendum og starfsfólki Mennta- skólans á Ísafirði því mikið sorgar- og saknaðarefni. Ég vil fyrir hönd Menntaskólans á Ísafirði votta fjölskyldu hennar og vinum dýpstu samúð starfsfólks og nemenda á þeim erfiðu stundum sem nú fara í hönd. Guð blessi minningu Sifjar Magn- úsdóttur. Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari. Við á Grundarstíg 2 á Flateyri leyfum okkur að spyrja: Hvers vegna Guð, hvers vegna Sif? Sif vantaði aðeins nokkra daga í það að verða 18 ára þegar hún var kölluð til himna. Algjörlega óskiljanleg brott- kvaðning hjá höfundi tilverunnar – en okkur er víst ekki ætlað að skilja. Hún var fullkomlega hraust, allt í blóma, líkamlega sem andlega, geisl- andi af gleði og ást á fjölskyldu sinni og vinum. Sif átti að hefja skóla- göngu í MÍ, að nýju eftir sumarleyfi, þennan örlagaríka dag; stúlkan okk- ar Flateyringa sem við vorum svo stolt af, með brosið sitt einstaka og fagra. Þegar hún var vakin af móður sinni um morguninn varð ekki vart við neitt óeðlilegt. Ekki annað vitað en að hún færi glöð og kát til að sækja stundatöflu annarinnar. En þá greip höfundur tilverunnar inn í og þrátt fyrir baráttu Gullu og Heiðu fyrst í stað og síðan alls hins hæfa sjúkraflutninga- og lögreglu- liðs við að blása lífi í þessa yndislegu og fallegu stúlku, frænku okkar og vin, þá kvaddi hún þennan heim. Dagarnir sem hafa liðið frá and- láti Sifjar, hafa vissulega verið þung- búnir og erfiðir; en minningarnar! Já, minningarnar hlaðast upp og það sem öllu máli skiptir: þær eru svo bjartar, fallegar og skemmtilegar. Við hér á Grundarstígnum höfum átt þess kost að fá að deila sorginni með vinum okkar, foreldrum og systkin- um Sifjar, fengið að gráta hvert við öxl annars, og fengið að hjálpa til við SIF MAGNÚSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.