Morgunblaðið - 04.09.2004, Side 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 37
að byggja upp það sem hrundi. Allt
eins og við höfum á liðnum árum
fengið að efla og styrkja samband
fjölskyldnanna beggja, en þó ekki
umlukt þvíumlíkri sorg sem nú hef-
ur knúið dyra.
Við fengum að verða þeirrar gæfu
og gleði aðnjótandi að vera heima
hjá og með Gógó, Pétri og börnum í
heilar þrjár vikur í Danmörku s.l.
vor á meðan Pétur sótti reynslu og
þekkingu til starfsbræðra sinna þar.
Við ætluðum að fara í ferðalag í
nokkra daga, frá Gógó og fjölskyldu,
en á öðrum degi snerum við til baka
– það var best að vera með þeim!
Tvíburarnir Sif og Helgi komu
stuttu eftir að við tókum hús hjá
Gógó, Pétri, Margréti Öldu og litlu
hnátunni Bergljótu Ástu. Aðeins
vantaði Georg, sem búinn er að
stofna fjölskyldu með Unu og Sögu
Matthildi, en hann barðist á sjónum í
sumar sem oft áður fyrir lifibrauð-
inu. Dagarnir með þeim voru hver
öðrum fallegri og dásamlegri – aldr-
ei skuggi, aldrei.
Okkar yndisfagra og netta Sif, var
ótrúleg stúlka á alla lund. Hún var
syskinum sínum einstök, bæði sem
fyrirmynd, stoð og talsmaður á erf-
iðum stundum, sem hún fékk sinn
skammt af á lífsleiðinni. Hún átti
líka góðan, styrkan vinahóp – í Bol-
ungarvík átti hún kærastann sinn,
hann Steina; og vinkonurnar Heiðu í
Bolungarvík, Huldu á Flateyri og
alla hina. Fjölmargir þessara vina
hafa ritað falleg minningarorð á mið-
il nútímans, Internetið, um Sif.
Í minningargrein sonar um föður
sinn og bróður, sem létust í snjóflóð-
inu á Flateyri haustið 1995, eru okk-
ur minnisstæð orð hans: „Hvers
vegna tókum við ekki oftar utan um
hvorn annan?“ Það vitum við sem
þekkjum, að Gógó og fjölskylda um-
vöfðu hvort annað oft á dag; ást og
umhyggja á því heimili er eitthvað
sem alltaf er til nóg af. Minning-
arnar fallegu sem þau eiga um Sif,
verða þeim vonandi sá hornsteinn
sem nú verður að leggja til uppbygg-
ingar framtíðarinnar. Það verður
okkur á Grundarstígnum heiður ef
við fáum að taka þátt í þeirri fram-
tíð.
Við vottum Magnúsi föður Sifjar,
Gógó, Pétri og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu hluttekningu í
sorginni og biðjum almáttugan guð
að kveikja nú það ljós sem lýst getur
framtíð þeirra.
Guðlaug og Eiríkur Finnur,
Auðunn Gunnar og Fanney,
Grétar Örn og Róslaug,
Smári Snær.
Svo ljós sem lýsandi perla
er leiftraði hrein og skær.
Svo pen sem postulíns-erla,
hin prúðlega yngismær.
Nú tárin á hvörmunum titra,
er treginn í hjartanu slær.
Láttu Guð ljósin þín glitra
á lífsveg þeirra’, er var hún svo kær.
Gunnhildur J. Brynjólfsdóttir.
Elsku Sif mín, ég trúi þessu svo
innilega ekki. Hvernig gat þetta
gerst? Við erum búnar að vera vin-
konur síðan ég man eftir mér. Ég
man hvað ég var glöð þegar þú flutt-
ir loksins til Flateyrar og eftir það
vorum við alltaf saman! Það var allt-
af svo gott að vera með þér og hlæja
með þér enda leið varla sá dagur að
við hittumst ekki eða færum í
gönguferð um þorpið saman við
tvær.
Í sumar vorum við í fyrsta skipti
aðskildar næstum allt sumarið, það
hafði ekki gerst síðan þú fluttir hing-
að. Núna finnst mér eins og þú gætir
hringt á hverri stundu og beðið mig
að koma út í göngutúr. Við höfðum
talað svo oft um það hvað það yrði
ómögulegt að vera hérna á Flateyr-
inni ef önnur okkar færi í burtu og
við gátum ekki hugsað okkur að vera
hérna án hvor annarrar. Þegar ég
eða þú höfðum farið í stuttan tíma í
burtu, bara í tvo, þrjá daga, var hin
alveg að farast því hún hafði ekkert
að gera hérna á eyrinni ein. Manstu
þegar við vorum að tala um það núna
um daginn hvað þetta hefði verið
dapurlegt sumar. Ég saknaði þín svo
mikið þrátt fyrir að við værum
stanslaust í e-mail- og SMS-sam-
bandi. Það var aldrei inni í myndinni
að þetta gæti gerst! Að þú myndir
hverfa alveg héðan og að ég sé núna
ein á Eyrinni. Úff … ég veit ekkert
hvað ég á að gera og hvernig ég get
komist af án þín. Við vorum búnar að
ákveða svo margt sem við ætluðum
að gera saman en hvernig á ég að
geta gert alla þessa hluti nú þegar
þú ert farin? Ég get ekki einu sinni
séð fyrir mér hvernig ég á að geta
farið án þín í skólann!
Manstu um daginn þegar við vor-
um að spá í það hvort okkar hefði
ekki verið saknað á Flateyri í sumar.
Gönguferðirnar okkar hljóta að hafa
verið orðnar frægar! Alltaf hlógum
við og hlógum sérstaklega þegar við
gerðum okkur að fíflum með því að
syngja og dansa eða fara í skugga-
leik úti á götu. Alltaf þurfti einhver
að sjá til okkar þegar við áttum alls
ekki von á því, en það var bara svo
gaman að gera svona hluti með þér.
Manstu bekkinn? Mamma þín og
Gulla héldu að það væru einhverjir
asnar sem voru alltaf að snúa bekkn-
um. Þær grunaði ekkert. Við ætl-
uðum að fara að segja þeim að þetta
værum við. Ég og mamma þín grét-
um og hlógum til skiptis þegar ég
sagði henni frá því að þetta hefðu
verið ég og þú en ekki einhverjir
asnar. Ég vildi óska þess að þú hefð-
ir verið hjá okkur. Svona erum við,
hver hefði getað tekið upp á svona
með mér önnur en þú! Ég bara trúi
því ekki að við eigum ekki eftir að
gera fleiri skemmtilega hluti saman.
Elsku Sif, við vorum svo góðar
vinkonur og gátum bókstaflega sagt
hvor annarri allt. Það var bara svo-
leiðis. Sama þótt eitthvað bjátaði á
þá fyrirgáfum við hvor annarri alltaf
allt. Núna get ég ekki ímyndað mér
hvernig lífið verður án þín. Við
þurftum engan annan, eins og þegar
við fórum í útileguna þegar allir voru
að fara á tónleikana. Við tvær með
misheppnaða kakóið að fíflast, taka
myndir og alveg vissar um að það
væri miklu skemmtilegra hjá okkur
en þeim sem voru á tónleikunum.
Það er svo margt sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa til þín, það
var svo margt skemmtilegt sem við
gátum hlegið að, til dæmis þegar
strákunum tókst að ljúga að okkur
að það væri búið að stela styttunni af
sjómanninum á Ísafirði. Hverjum
öðrum en okkur hefði tekist að trúa
þessu!
Ég gæti haldið endalaust áfram að
segja frá öllu sem fór okkur á milli
og hvað þú varst innilega fyndin og
yndisleg manneskja. Ohh … það var
svo gott að tala við þig og nú ertu
farin, Sif mín, alveg fyrirvaralaust
og án þess að vita það sjálf.
Elsku Sif mín, viltu lofa mér að
vera alltaf hjá mér, ég mun aldrei
hætta að sakna þín og geymi þig allt-
af í hjartanu mínu.
Þín vinkona
Hulda María.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskar
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti.
(R.P.Ó.)
Sendum fjölskyldu Sifjar og vin-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Lilja Rut, Marta, Elín,
Stefanía og Eva.
Þegar rökkrið ríkir
á reynslunnar þungu stund
og brjóstið af ekka bifast
blóðug er hjartans und,
leitaðu á Drottins fund.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Á lífsleiðinni verða margir á vegi
manns. Sumir líða hjá og samskipt-
um lýkur um leið og þau hefjast.
Aðrir taka sér bólstað í hjarta
manns, án þess að það hafi verið ætl-
unin. Þannig var það með þig, elsku
Sif. Það var líka svo auðvelt, þú svo
falleg og kurteis. Fallegu stóru aug-
un þín og bjart brosið bræddi alla.
Frá því að við hittumst fyrst, þegar
þú komst heim með Thelmu, fannst
mér ég hafa þekkt þig alla tíð. Ég sá
svipbrigði og takta sem ég hafði
þekkt frá því ég man eftir mér frá
föðurfjölskyldu þinni. Þú varst svo-
lítið feimin og dul en það hvarf þó
fljótt af þér og prakkarinn kom í
ljós. Þið Thelma voruð saman öllum
stundum, í skólanum, sundi, kórnum
eða bara að leika og alltaf var gleðin
og húmorinn í fyrirrúmi. Þú varst
eins og ein af fjölskyldunni og það
kom fyrir að spurt var; Hvar er Sif?
ef þú varst ekki heima hjá okkur.
Það er sárt til þess að hugsa að hafa
ekki getað fylgst með þér alla daga
síðustu ár og þá sérstaklega síðast-
liðið ár þegar Thelma var í Banda-
ríkjunum.
Elsku Maggi, Helgi, Margrét,
Friðrik, Gógó, Georg, Pétur, Berg-
ljót Ásta og aðrir ástvinir, þið hafið
misst mikið, meira en orð fá lýst og
megi minningin um elsku Sif vera
ljósið í lífi ykkar.
Angrið sækir okkur tíðum heim
sem erum fávís börn í þessum heim
við skynjum fátt, en skilja viljum þó
að skaparinn oss eilíft líf til bjó,
að upprisan er öllum sálum vís
og endurfundir vina í paradís.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku Sif, ég mun ávallt geyma
minningu þína í hjarta mínu.
Guð geymi þig í ljósinu.
Þín
Kolbrún (Kolla).
Yndislega, broshýra vinkona mín
er dáin.
Ég er ekki enn búin að ná því að
við eigum ekki eftir fara í allar ferð-
irnar saman sem við vorum búnar að
ákveða, eða tala meira saman í sím-
ann á kvöldin áður en við förum að
sofa og á morgnana þegar við vökn-
um og stundum oft á dag líka ef við
náðum ekki að hittast. Ég gleymi
aldrei síðasta símtalinu okkar. Ég
talaði við þig seint kvöldið áður, við
vorum að plana skóladaginn, ætluð-
um að sækja stundaskrárnar og
kaupa okkur bækur og undirbúa
helgina, hvernig við ætluðum að
halda upp á afmælið þitt á laugar-
deginum, og þú varst svo ánægð. Ég
fór í skólann um morguninn og beið
en þú komst aldrei. Hulda sagði mér
að það væri verið að flytja þig á
sjúkrahúsið, síðan kom hrikalega
erfið bið þar sem enginn vissi neitt
og um hádegið var mér sagt að þú
værir dáin, hjartað hafði bara hætt
að slá.
Elsku besta Sif mín, ég á aldrei
eftir að gleyma þér og verð alltaf
þakklát fyrir að hafa kynnst þér og
eytt bestu dögum ævi minnar með
þér. Ég mun alltaf elska þig, hjart-
ans besta vinkona mín.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Gróa og Pétur, Helgi, Mar-
grét, Bergljót, Georg, Magnús, og
allir aðrir aðstandendur, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð og veit að
Guð mun vaka yfir elskunni okkar
og passa hana.
Elsku Sif mín, þakka þér fyrir allt
sem þú gafst mér.
Þín vinkona,
Heiða.
Skyndilegt og ótímabært andlát
yndislegrar vinkonu minnar, Sifjar
Magnúsdóttur, var reiðarslag fyrir
mig og alla í kringum mig.
Það er erfitt að sætta sig við að
eiga ekki eftir að sjá þig aftur í bráð
elsku Sif mín. Ég kynntist þér þegar
við byrjuðum í sex ára bekk í Grunn-
skólanum á Ísafirði. Við vorum van-
ar að leika okkur saman áður en
skólinn byrjaði og gerðum það alveg
þangað til þú fluttir suður. Síðan
lágu leiðir okkar aftur saman í 1.
bekk í Menntaskólanum á Ísafirði,
þar sem við vorum báðar á við-
skiptabraut. Þessi tvö ár voru eins
og tíu, svo margt var að gerast og
svo mikið að upplifa. Þú varst partur
af þessu ævintýri og fyrir það er ég
mjög þakklát. Allar góðu minning-
arnar sem ég á um þig og allt sem
við brölluðum saman er mér ómet-
anlegt. Það þurfti enga skemmtidag-
skrá þegar þú varst annars vegar,
nærvera þin var nóg. Þú hafðir
sterkan persónuleika og fórst þínar
eigin leiðir, hvort sem var í fatavali,
skopskyni eða öðru. Þegar ég skrifa
þetta heyri ég hláturinn þinn og sé
þig fyrir mér brosandi með nýju
strípurnar í hárinu, fallega eins og
alltaf.
Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir
viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan
dýrmætust.
(Epíkúros.)
Ég geymi þig í hjartanu mínu um
ókomin ár og á oft eftir að hugsa til
þín. Guð veri með öllum sem sakna
þín og veiti þeim styrk í þessari
miklu sorg.
Þín vinkona,
Kristín Ólafsdóttir.
Elsku Sif.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Ég elska þig – kossar og knús.
Þín vinkona að eilífu,
Thelma.
✝ Helga KristbjörgHermundardótt-
ir fæddist á Akureyri
6. júlí 1923. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsi Ísafjarðar að-
faranótt mánudags-
ins 23. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Her-
mundur Jóhannesson
trésmíðameistari, f. á
Nolli í Grýtubakka-
hreppi í Suður-Þing-
eyjarsýslu 6. ágúst
1879, d. á Akureyri
24. janúar 1953 og
Guðrún Halldóra Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. á Hafrafelli í Skutuls-
firði 19. apríl 1891, d. á Akureyri
20. febrúar 1976. Systkini Helgu
eru: Jóhannes Gunnar, f. 6. mars
1925, kvæntur Önnu Her-
mannsdóttur, f. 12. ágúst 1927,
kvæntur Ingiríði Jóhannesdóttur,
þau eiga þrjú börn. 5) Kristín, f. 15.
ágúst 1950, gift Erlendi Kristjáns-
syni, þau eiga fjögur börn. 6) Helga
Björk, f. 8. maí 1952 gift Ólafi Ingi-
mundarsyni, þau eiga þrjú börn. 7)
Hulda Gunnur, f. 13. september
1954, gift Einari Ólafssyni, þau
skildu, þau eiga þrjá syni.
Helga var í sambúð með Eyjólfi
Jónssyni, f. á Flateyri 2. ágúst
1918, d. 2. ágúst 2000. Dóttir þeirra
er Guðrún, f. 8. júní 1962, gift Guð-
mundi Grétari Níelssyni, þau eiga
tvö börn. Barnabarnabörn Helgu
eru 22.
Helga stundaði nám í hússtjórn-
arskólanum Ósk á Ísafirði. Á Ísa-
firði kynntist hún eiginmanni sín-
um, Gunnari, syni Guðmundar
Björnssonar, kaupmanns og k.h.
Aðalheiðar Guðmundsdóttur. Þau
giftu sig 16. nóvember 1941 á Ak-
ureyri. Hún fluttist til Ísafjarðar
þar sem hún vann ýmis störf sam-
hliða húsmóðurstarfinu. Helga bjó
síðan á Ísafirði allan sinn aldur.
Helga verður jarðsungin frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Kristín Friðriks, f. 15.
mars 1928, d. 16. mars
1931, og Kristín Frið-
riks, f. 23. desember
1930, gift Guðmundi
Kristjáni Kjartans-
syni, f. 20. febrúar
1931, d. 1. júlí 2004.
Helga giftist Gunn-
ari Bachmann Guð-
mundssyni, f. á Ísafirði
3. febrúar 1913, d. 20.
janúar 1959. Börn
þeirra eru: 1) Elísabet,
f. 24. apríl 1943, gift
Hreini Sverrissyni,
þau eiga tvo syni. 2)
Hermundur Gunnar, f. 16. mars
1944, d. 5. október 1982, kvæntist
Ingu-Lill Gunnarsson, þau eiga
þrjú börn. 3) Ólafur, f. 6. desember
1945, kvæntur Svanlaugu Halldórs
Árnadóttur, þau eiga þrjú börn. 4)
Björn, f. 29. nóvember 1947,
Það er alltaf sárt að kveðja þá
sem manni þykir vænt um og eru
manni svo mikils virði, eins og þú
varst mér, elsku amma Hedda mín.
Síðustu mánuði varstu orðin þreytt
og ég trúi því að nú sért þú umvafin
hlýju allra þeirra ástvina sem þú
hefur þurft að kveðja í gegnum tíð-
ina.
Sem stelpa kom ég, „brussan
þín“ eins og þú kallaðir mig alltaf
oft til ykkur Eyjólfs afa í Mánagöt-
una. Mánagatan var fyrir mér sem
eins konar ævintýrahöll enda ótal
herbergi, hvert öðru forvitnilegra
og allt í röð og reglu. Þannig að nóg
var að skoða fyrir misstóra fing-
ur… og já fikta. Toppurinn á tilver-
unni var svo þegar þú sendir mig út
í búð með brúnu budduna og ég
mátti eiga afganginn. Ekki er ég
viss um að ég hafi nú alltaf komið
með rétta vörutegund til baka eða
verið á góðum millitíma. En ég
hafði ekki miklar áhyggjur af því,
enda lærði ég fljótt að þú varst nú
ekkert að gera veður út af því.
Í seinni tíð fannst mér þú fremur
vera ein af vinkonum mínum en
amma. Við gátum talað um svo
margt og höfðum báðar gaman af
því að velta nýjustu tískustraum-
unum fyrir okkur. Hvað væri nú
„móðins“ eins og þú sagði alltaf og
hvað ekki. Þú lést heldur ekki þitt
eftir liggja, varst alltaf svo glimr-
andi fín enda hávaxin og glæsileg
kona.
Þeir feðgar, Ingiberg Ólafur og
Jón Ingi Ingibergsson sem staddir
eru nú á Spáni biðja fyrir kveðju til
þín, „ömmu Heddu“. En báðir voru
þeir í góðum tengslum við þig og
þótti vænt um.
Ég kveð þig með þökkum fyrir
alla samveruna, elsku amma mín.
Og megi lifa minningin um hjarta-
góða konu sem reyndist mér og
minni fjölskyldu vel, bæði í gleði og
sorg.
Þín
Inga Björk.
Mig langar að kveðja umhyggju-
sama móður og tignarlega konu
með þessu kvæði eftir Garðar Jóns-
son.
Líkama kvaddi með kossi
ennið kalt og svalt
signdi yfir með krossi
frá hvarmi tárið valt.
Minn vinur eftir liggur
allt er gafstu mér
vinarstundir, trúr og tryggur
í eldhúsi hjá þér.
Ég sakna stunda okkar
og gæti þeirra vel
þú vinurinn sem lokkar
fram allt, mitt vinarþel.
Njót alls þess besta á himni
ég bænir sendi þér
sem flöskuskeyti inni
í sólina hjá þér.
Þín
Helga Björk.
HELGA KRISTBJÖRG
HERMUNDARDÓTTIR