Morgunblaðið - 04.09.2004, Page 41

Morgunblaðið - 04.09.2004, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 41 ✝ Arnbjörg Krist-jánsdóttir fædd- ist í Laxárdal í Þist- ilfirði 21. september 1908. Hún lést á Dval- arheimilinu Nausti á Þórshöfn 25. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ingi- ríður Árnadóttir f. 23. febrúar 1887, d. 29. júní 1971 og Kristján Þórarinsson f. 14. maí 1877, d. 4. mars 1942. Þau Ingi- ríður og Kristján reistu nýbýlið Holt í Þistilfirði og hófu þar búskap árið 1913. Börn Ingiríðar og Kristjáns urðu ellefu: Arnbjörg, f. 1908, d. 2004, Þórarinn, f. 1910, d. 1990, Árni, f. 1912, d. 2003, Vilborg, f. 1913, d. 2001, Bergþóra, f. 1915, d. 1942, Guðrún, f. 1917, Ásmundur, f. 1920, d. 2001, Herborg f. 1922, d. 1989, Þórhalla, f. 1925, Guðbjörg, f. 1927 og Hólmfríður f. 1929. Arn- björg ólst upp í Laxárdal og síðar Holti en þar átti hún heimili sitt frá fjögra – fimm ára aldri og til dauðadags. Hún gekk í farskóla sveitar sinnar og unglingaskóla hjá einkakennara á heimili for- eldra sinna veturinn 1926-27. Þá lá leiðin í Alþýðuskólann á Laugum í S.-Þing. veturinn 1930-31. Einn vetur dvaldi Arnbjörg í Reykja- vík, m.a. við nám í handmennt. Eftir lát föður síns 1942 bjuggu þau systkin- in, Arnbjörg, Þórar- inn og Árni, í Holti í félagi við móður sína til ársins 1952. Upp frá því eru þau systk- inin skráðir ábúend- ur í Holti. Arnbjörg giftist ekki og eignað- ist ekki afkomendur en tók í fóstur Hörð Sigurðsson f. 16. júní 1952. Hann kvæntist Hólmfríði Arnar og eignuðust þau eina dóttur, Arn- björgu. Þau skildu. Eftir að Þór- arinn féll frá árið 1990 seldu þau Arnbjörg og Árni jörð og bústofn en byggðu sér snoturt hús við tún- fótinn í Holti. Síðustu tvö árin dvaldi Arnbjörg að mestu á Dval- arheimilinu Nausti á Þórshöfn. Útför Arnbjargar verður gerð frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þín mildhlý minning lifir, svo margt að þakka ber. Þá bjart og blítt var yfir, er brosið kom frá þér. Þú sólargeisla sendir og samúð, vinarþel. Með hlýrri vinar hendi mér hjálpaðir svo vel. Með hjartans þökkum hlýjum nú hrærð við kveðjum þig. Á lífsins leiðum nýjum sért leidd á gæfustig af Meistaranum mesta, sem mannkyn leysti hrjáð. Þín brúðargjöfin besta sé blessun Guðs og náð. (Guðríður S. Þóroddsdóttir.) Elsku Arnbjörg, hjartans þakkir fyrir kærleika, tryggð og vináttu sem var mér svo dýrmæt. Guð blessi minningu þína Hólmfríður (Lóa). Nú ertu horfin elsku amma mín aldrei framar strýkur höndin þín blítt svo blítt um sonardóttur kinn dapur að vonum er hugur minn. Elsku amma mín, þetta kom í huga minn er ég frétti að þú hefðir kvatt þetta líf. Þegar ég heimsótti þig á sjúkrahúsið á Húsavík með Birtu Lóu dóttur mína og við lágum í rúminu hjá þér og þú hélst utan um okkur og straukst á okkur vang- ana og vildir varla sleppa okkur. Það voru erfið spor að fara frá þér, ég var svo hrædd um að ég sæi þig ekki framar en sem betur fór hitt- umst við aftur. Styrmir kærastinn minn kom með mér í Holt, og þú varst svo ánægð með hann, sagðir mér að hann minnti þig á pabba minn. Þú varst svo glöð að heyra í Birtu Lóu minni í síma, hún söng fyrir þig. Vikulega töluðum við sam- an í síma, þú gafst mér svo mörg heilræði elsku amma sem ég geymi í hjarta mínu. Þú varst einstaklega kærleiksrík, vönduð og hógvær. Mamma sagði mér að hún gleymdi aldrei hvað þú ljómaðir þegar þú hélst mér undir skírn í Holti og fékkst nöfnu. Ég man þegar þú varst að flétta á mér hárið og ég fékk að vaska upp og sulla og þú stóðst við hlið mér og brostir þótt allt væri blautt í kring. Eða bara þegar við sátum saman og þú hélst í höndina mína og við þögðum saman. Þú vildir alltaf vita hvað ég væri að gera, hvernig mér gengi, hvort ég borðaði hollan mat. Þú baðst mig að láta þig vita þegar ég væri búin að heimsækja pabba, segja þér hvernig hann hefði það og þakkaðir mér fyrir að hugsa um hann, því hann væri veikur. Minningarnar eru margar og dýr- mætar, elsku amma mín, ég þakka þér af öllu hjarta það sem þú gerðir fyrir mig og pabba minn. Minning þín er sem ljós á vegi mínum. Tárin fylla augu mín er ég minnist þín með þakklæti og virðingu og kveð þig með uppáhaldsversinu mínu. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þín sonardóttir Arnbjörg Harðardóttir. Í dag er til moldar borin Arnbjörg Kristjánsdóttir frá Holti í Þistilfirði eftir langa og farsæla ævi. Hún var elst í hópi ellefu systkina og kaus snemma að helga starfskrafta sína búinu í Holti. Má segja að hún hafi verið húsfreyja þar í nær sextíu ár. Lengst af var mannmargt í Holti og mörgu að sinna. Arnbjörg lét sitt ekki eftir liggja og í raun féll henni aldrei verk úr hendi alla sína löngu ævi – eða þar til heilsan bilaði. Þau Holtssystkin, Arnbjörg, Þórarinn og Árni, eignuðust ekki afkomendur en Ingiríður, móðir þeirra, og þau tóku börn í fóstur um lengri eða skemmri tíma. Meðal þeirra er Þór- unn Aðalsteinsdóttir, sem ólst upp í Holti frá blautu barnsbeini og er því nánast eins og yngsta systirin. Þá tók Arnbjörg í fóstur Hörð Sigurðs- son f. 1952 og ól hann upp. Arnbjörg naut ekki langrar skóla- göngu en hafði lag á því að nýta sér vel það sem hún lærði og bætti við þekkingu sína og færni eftir því sem aðstæður gáfu tilefni til. Heimilisstörf um miðbik síðustu aldar voru mun erfiðari en síðar varð. Við börn brottfluttu systkin- anna frá Holti, sem nutum þess að vera þar á sumrin, héldum reyndar þá að mörg þeirra starfa, sem Arn- björg sinnti, gerðu sig nánast sjálf og væru jafnvel hálfgerður óþarfi þótt við vitum betur nú. Hún bjó um rúmin fólksins á morgnana, sneri við þungum undirsængum, breiddi á rekkjuvoðir, hagræddi yfirsængum og loks rúmteppum. Hún fór í fjós, kvölds og morgna, gekk frá mjólk- inni, skildi hana í skilvindu og gerði smjör, skyr og osta. Hún sá um þvottana, hvíta tauið var soðið í þvottapotti sem kyntur var með sverði, sprekum eða kolum, þá þurfti að nudda það á þvottabretti, skola og hengja út. Síðan varð að fylgjast með veðri, taka inn, teygja og strauja þegar þurrt var orðið og ganga frá inni í skáp. Hún bakaði allt matar- og kaffibrauð, annaðist stofublóm, þurrkaði af og þvoði gólf. Hún sá um morgunmat, morgun- kaffi, hádegismat, miðdegiskaffi, kvöldmat og kvöldhressingu, hvern einasta dag sem guð gaf, helgan sem virkan, allan ársins hring. Þá var hún bráðsnjöll saumakona, saumaði m.a. fatnað sem heimilis- fólkið notaði bæði hversdags og spari, t.d. kjóla á yngri systur sínar eftir tískunni hverju sinni. Hún stjórnaði prjónavél heimilisins af hreinu listfengi og lengi vel voru ekki notaðar aðrar prjónaflíkur í Holti en þær sem hún hafði farið höndum um. Ótal, ótal önnur viðvik féllu í hennar hlut en of langt að telja upp hér. Mörg okkar, barna systkina Arn- bjargar, nutum þeirra forréttinda að fá að vera í sveit í Holti. Þar kynntumst við því besta sem sveita- menningin um og eftir miðbik síð- ustu aldar hafði fram að færa. Í Holti var ástríki, hófsemi, vinnu- semi og glaðværð jafnan ríkjandi. Þá var Arnbjörg frænka einkar ná- kvæm í því að fyllsta hreinlætis væri gætt og kenndi okkur hvernig bæri að haga sér í þeim efnum. Er þá ótalin sú ást og umhyggja sem hún veitti okkur af örlátu hjarta og gleymist ekki meðan við lifum. Ævistarf Arnbjargar í Holti varð í raun ótrúlegt afrek – þar sem keppst var við að koma sem mestu í verk á eins hljóðlátan hátt og mögu- legt var og aldrei hirt um endur- gjald. Við frændsystkin hennar og börn okkar minnumst hennar klökk- um en þakklátum huga. Hún hverf- ur héðan á braut með hreinan skjöld og á minningu hennar ber engan skugga. Um leið og við þökkum starfsfólkinu á Nausti fyrir nær- færna umönnun, sem hún var afar þakklát fyrir, sendum við systrum hennar, öðrum aðstandendum svo og sveitungum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum þeim guðsbless- unar. Óttar Einarsson. Abba varð eins konar amma okk- ar í Þistilfirði, ættmóðir, þó að hún ætti ekki börn önnur en Hörð. Það var engin eins og Abba, lítil og veik- burða en samt sterk, fáorð og hlé- dræg en ákveðin. Minnkaði stöðugt síðustu áratugina eins og konur í ættinni gera gjarnan. En hún var með stórar hendur sem höfðu unnið mikið og þær minnkuðu lítið, Abba var alltaf að. Hún var dugnaðar- kona. Í gamla daga í Holti var ekk- ert gefið eftir í myndarskap. Við gátum verið að undirbúa máltíðir eða taka saman eftir matinn allan daginn. Baka, elda, þvo, sópa, öll verk áttu það skilið að vera vel unn- in, allt var mikilvægt. Og manni fannst hún geta allt með þessum höndum. Við lærðum að þvo upp eft- ir kúnstarinnar reglum, þvotturinn hennar var snjóhvítur og hún var snillingur vonda brauðsins. Hvers- dagurinn var ekki síður merkilegur en sparidagarnir. Hún var fyrir hvíta litinn og bláa, einfaldleikann, hreinleikann og hollustuna. Hún ríkti í sínu ríki, hafði skoðanir á stóru og smáu sem heyrði undir hennar stjórn. Hún tók eftir öllu, velti hlutunum fyrir sér og fann sín ráð. Holtssystkinin voru róleg í tíðinni og laus við æsing. Aldrei hefði hvarflað að manni að nota orðin stress eða strit um störfin í Holti, það var frekar eins og það væri há- tíð að mega vinna verkin. Holt var sólskin og heiðríkja, víð- átta, fuglasöngur og flugnasuð. Friðsæld. Eilífð. Íbúarnir hljóðlátir og reglufastir en bjuggu yfir kímni og kátínu. Abba var lokuð en það bjó lífsglöð stelpa innra með henni. Hún átti auðveldara með að tala um hlutina þegar nálgaðist að hún kveddi þenn- an heim og maður skynjaði sorgina yfir erfiðum örlögum Harðar. Ætli maður tali ekki meira þegar maður er orðinn svona gamall, sagði hún. Hún sagði sögur á skemmtilegan og kjarnyrtan hátt. Mundi orðrétt, orðalagið oft skondið. Mundi allt þangað til síðustu vikurnar áður en hún dó. Hún varð í ellinni eins og svolítið loftkennd og heilög, rann saman við himininn og móana kæru, undi sér best heima. Ingiríður Sigurðardóttir. ARNBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Sara Símonar-dóttir fæddist á Siglufirði 30. ágúst 1923. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 27. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Sumarrós Pálsdóttir, f. 22.4. 1881, d. 19.10. 1952 og Símon Sveinsson, f. 12.8. 1884, d. 26.11. 1960. Sara var yngst sex systkina, þau voru Skarphéðinn og Kristín sammæðra, Anna Marta samfeðra, albræður voru Gunnar og Steinn og eru þau öll látin. Sara giftist 4.12. 1948 Helga Sig- urðssyni frá Vestmannaeyjum, f. 11.6. 1925. Foreldrar hans voru Elenborg Ólafsdóttir, f. 13.12. 1893, d. 11.12. 1944 og Sigurður Helgason, f. 11.12. 1888, d. 24.7.1935. Sara og Helgi eiga fjög- ur börn, þau eru: 1) Sigurður, f. 24.6 1946, lést af slysförum 12.6. 1968, var kvæntur Jóhönnu A. Sig- steinsdóttur, þau eiga tvö börn, þau eru: a) Sigsteinn, kvæntur Höllu Pálsdóttur og eiga þau Har- ald Boga og Jóhönnu Antoníu. b) Sigríður Sara, gift Guðmundi Björnssyni, þau eiga Alexander, Anton og Erlu. 2) Jóhanna er, f. 24.3. 1950, í sambúð með Guð- mundi Magnússyni. Var gift Torfa Steinsyni, þau eiga fimm börn, þau eru: a) Helgi Aage, kvæntur Hrafnhildi Báru Erlingsdóttur og eiga þau Jóhönnu Hrönn, Erling Hrafn og Söru Líf. b) Anna María, í sambúð með Snæbirni Sigurðs- syni og eiga þau Rík- harð. c) Sigurður, í sambúð með Svövu Júlíu Hólmarsdóttur. d) Heiða í sambúð með Sigurvin Jóni Halldórssyni, þau eiga tvíburana Haf- stein Pétur og Lindu Björk. Áður var Heiða í sambúð með Tryggva Þór Tryggvasyni, dóttir þeirra er Ósk. e) Esther Ju- dith. 3) Elenborg, f. 26.8. 1955, gift Guðmundi Þór Kristjánssyni. Þau eiga fimm börn, þau eru: a) Sara, b) Rakel, dóttir hennar Jóna Lára Ár- mannsdóttir. c) Helga Kristín, í sambúð með Elmari Jens Davíðs- syni, þau eiga Ásgeir Þór og Vikt- oríu Ýr. Yngst eru tvíburarnir Þór- ir og Þórey. 4) Símon, f. 29.1. 1963, kvæntur Helen Svölu Meyers, börn þeirra Eyjólfur Bragi, Edda Henný, í sambúð með Hrafnkeli Ingólfsyni og yngstur er Hilmar. Sara ól allan sinn aldur á Siglu- firði að undanskildum tveim árum sem þau Helgi bjuggu í Vest- mannaeyjum. Útför Söru fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Látin er nú fyrrverandi tengda- móðir mín Sara Símonardóttir, Sara amma eins og börnin mín og barna- börn kölluðu hana. Ég trúi því að á móti henni verði vel tekið í öðrum heimi af ættingjum og vinum sem horfnir eru, ekki síst af syni hennar Sigurði, sem hún missti fyrir 36 ár- um, aðeins 22 ára gamlan en hann var maðurinn minn. Það var mikil sorg hjá okkur öllum ekki síst Söru. Ef ég ætti að lýsa henni Söru þá var hún góð kona sem vildi allt fyrir alla gera. Hún var alltaf að þjóna öðrum en svo vildi hún helst ekkert láta gera fyrir sig. Þá var ekki gott að eiga við hana. Helgi var mikið á sjó enda eftirsóttur starfskraftur. Þegar krakkarnir voru litlir þá keypti hann oft mikið til heimilisins þegar siglt var út með fiskinn, bæði ávexti og fleira sem ekki var auðvelt að fá í þá daga. En það stoppaði ekki lengi við. Hvað varð af öllum kræs- ingunum? Jú, Sara gaf nágrönnun- um og vinum. Allir fengu eitthvað. Nóg til sagði hún. T.d. áttaði ég mig fljótt á því að segja ekki að mér þætti eitthvað fallegt sem hún átti. Þá var hún vön að segja, finnst þér það, þú mátt eiga það. Hún var alltaf að gefa. Hún var ekki fyrir að safna auði hún Sara. Það er margs að minnast eftir rúmlega 40 ára kynni sem við geym- um með okkur, ég og mín fjölskylda. Ég vil þakka bæði Söru og Helga fyrir hvað þau tóku mér vel þegar ég kom með Sigga á heimilið þeirra átján ára gömul uppburðarlítil og feimin. Ég vil líka þakka góð- mennsku í garð seinni eiginmanns míns Kristins og okkar dætra, en þau tóku þeim eins og þær væru þeirra eigin barnabörn. Ekkert gert upp á milli. Þakka fyrir góðu móttök- urnar á Sigló alla tíð. Sara var búin að vera lengi lasin af sínum sjúkdómi og hafði af þeim or- sökum ekki getað fylgst með öllum afkomendum sínum eins og hún hefði helst óskað. En hún hefði svo sannarlega verið hreykin af þessum myndarlega hópi. Við munum sárt sakna Söru ömmu og biðjum guð að vera með öllum hennar ástvinum. Jóhanna Antonía Sigsteins- dóttir, börn og barnabörn. Elsku amma er loksins búin að fá hvíldina, eftir margra ára sjúkdóms- legu. Við eigum fullt af góðum minning- um um ömmu. Sara drakk alltaf kaffi með ömmu úr konubolla, sem var lítill rósóttur bolli, þegar hún var lítil, rosalega ánægð með að fá að vera fullorðin. Þegar við komum á Siglufjörð beið amma alltaf með heita parta, sem við hlökkuðum til alla leiðina að fá. Það var yndislegt að koma á Sigló og vera hjá ömmu og afa. Amma var alltaf að sýsla eitthvað í eldhúsinu, baka lummur, pönnukökur og parta, smyrja brauð ofaní alla og elda. Það er okkur líka minnisstætt að þegar amma fór í bæinn, klæddi hún sig upp, þótt hún væri bara að fara að kaupa í matinn. Lýsandi dæmi um ömmu, eitt skiptið þegar við vorum á Sigló og Þórey og Þórir voru 5 ára og nýbúin að læra að skrifa stafi og þekkja þá, skrifaði Þórey nokkra á blað fyrir ömmu. Hún tók blaðið og las heila sögu af því. Þórey var alveg stein- hissa að loksins skildi einhver það sem hún skrifaði og varð alveg rosa- lega stolt. Þetta er bara lítið brot af okkar minningum því þær eru svo ótal margar góðar. Nú er amma komin til hans Sigga síns og líður örugglega loksins vel. Hvíl í friði, elsku amma, og takk fyrir allt. Þín barnabörn Sara, Rakel, Helga Kristín, Þórey og Þórir. Kveðja til tengdamömmu. Augað er brostið, bráin er föl, blómið er sofnað hið fríða, sopið er dauðans sárkalda öl sorg þarftu ei lengur að kvíða. Bikar þinn drakkstu í trausti og trú og tilbaðst þinn hjartkæra drottin, af því lifirðu í alsælu nú og ástar sérð skínandi vottinn. Dagsverk þitt vannstu svo vel og svo létt þótt væri margt erfitt að reyna, og pund það sem að þú yfir varst sett ávöxtinn gefur þér hreina. Ég græt ekki, vina mín, en gleðst nú af því að grædd eru sár þín og undir, ég vona að við fáum að finnast á ný í fögnuði um eilífar stundir. (Gísli Jónsson „skáldi“.) Ég votta Helga og fjölskyldunni mína dýpstu hluttekningu og bið Guðs blessunar. Guðmundur Þór Kristjánsson, Hnífsdal. SARA SÍMONARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.