Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 Yfir 40 þúsund gestir Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14 ára. Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 2. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Yfir 23.000 gestir! Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra- spennumynd! Ein besta ástarsaga allra tíma. EFTIR METSÖLUBÓK NICHOLAS SPARKS Mjáumst í bíó! Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd kl. 4. ísl tal. Sýnd kl. 8. Sýnd kl.4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.45. Ó.H.T Rás2 „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HJ. MBL S.K., Skonrokk S.K., Skonrokk HJ MBL Ein besta ástarsaga allra tíma. Sýnd kl. 10.15. Sýnd kl. 2. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Kem í bíó 10 sept "Fjörugt bíó" Þ.Þ. FBL Nicole Kidmani l i Sýnd kl. 2. B.i. 12 ára. Ný íslensk mynd gerð eftirsamnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa óvenjulega venjuleg stelpa DAGSKRÁRSTJÓRAR sjónvarpsstöðvanna eru um þessar mundir að slá smiðshöggið á dag- skrá vetrarins. Blaðamaður hafði samband við Björn Þóri Sigurðsson á Stöð 2, Helga Her- mannsson á Skjá einum, og Stein Kára Ragn- arsson hjá Popp Tíví og safnaði saman upplýs- ingum um nokkra athyglisverða þætti á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. STÖÐ 2 Reykjavíkurnætur – leiknir gamanþættir í anda Beðmáls í borginni (Sex & The City) og Vina (Friends), framleiddir af Baltasar Kor- máki verða meðal nýjunga á Stöð 2 vetur. Þá verður Eva María Jónsdóttir með þátt sem er í mótun. Einnig verður nýr íslenskur skemmti- þáttur kynntur bráðlega á Stöð 2. Aðrir inn- lendir þættir eru Svínasúpan 2, Idolið 2, Jói Fel 3, Lífsaugað 3, Sjálfstætt fólk sem Jón Ársæll Þórðarson stjórnar og Silfur Egils Helgasonar. Af erlendum þáttum má nefna örfá dæmi: The Grid, sem er þáttur frá BBC og FOX. Þættirnir greina frá hryðjuverkaárásum á Bandaríkin og Bretland og hvernig sérdeildir bregðast við þeim. Joey er þáttur sem er spunninn upp úr Friends og miklar væntingar eru bundnar við. Summerland er sagður hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum í sumar. Þátturinn er um hóp lækna sem fá útkall um undarlegan sjúkdóm í Sumarlandinu. Blind Justice segir frá rannsóknarlögreglu- manni sem missir sjónina í skotbardaga en berst þó fyrir því að halda vinnunni. LAX – Heather Locklear leikur flugvall- arstýru alþjóðaflugvallarins í Los Angeles í þessum þætti. Medium – Patricia Arquette leikur hér konu sem býr yfir skyggnigáfu sem gerir henni erfitt fyrir: Hún sér glæpi með augum morðingja. Revelations – Þetta er sex þátta mynd sem er ætlað að höfða til þeirra sem hafa áhuga á dul- mögnun líkt og í Da Vincí lyklinum. Efni þess- arar sögu á rætur að rekja í Opinberunarbók- inni. SKJÁR EINN Í haust fagnar Skjár einn fimm ára afmæli sínu með nokkrum nýjungum og góðum kunn- ingjum, hér eru örfá dæmi: Bingó – Vilhelm Anton Jónsson, verður bingóstjóri í Skjásbingóinu og er ábyrgur fyrir skemmtan allra fjölskyldumeðlima. Áhorf- endum býðst að spila með og freista gæfunnar á eigin bingóspjöldum sem hægt er að prenta út. Popppunktur – Ný þáttaröð af spurn- ingaþættinum Popppunktur hefur göngu sína með Felix Bergssyni og Gunnari Hjálmarssyni við stjórnvölinn. Á biðilsbuxum er þáttur um íslenska pip- arsveina sem leita sér maka og leyfa sjónvarp- inu að fylgjast með. Þættirnir er umfangsmesta verkefni Skjásins í vetur. Sunnudagþátturinn er umræðuþáttur um stjórnmál í umsjón Illuga Gunnarssonar og Katrínar Jakobsdóttur. Eldhús Völundar – Völundur Völundarson er íslenskur völundarkokkur sem freistaði gæf- unnar og lagði af stað út í heim. Hann opnaði veitingastað á Bahamaeyjum. Fólk með Sirrý – þáttur í umsjá Sigríðar Arnardóttur fimmta árið í röð. Innlit – útlit – þáttur í umsjá Valgerðar Matthíasdóttur. James Bond – Kvikmyndir um njósnara hennar hátignar, 007, verða á Skjá einum á sunnudagskvöldum í vetur. Survivor – Níunda (veruleika)þáttaröðin verður sýnd í vetur á Skjá einum. CSI – er sagður einn vinsælasti spennuþáttur í heimi. Hann á nokkra dótturþætti sem einnig verða á Skjá einum, kenndir við Miami og New York. America’s Next Top Model 2 – eða ofurfyr- irsætan. Önnur þáttaröðin um 12 stúlkur sem keppa um hver þeirra verður næsta ofurfyr- irsæta. Enski boltinn - Skjár einn hefur útsending- arréttinn á leikjum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, og sýnir því leikina grimmt í vet- ur. Fyndnir fimmtudagar – nokkrir gam- anþættir verða sýndir í röð á fimmtudögum: Malcolm In The Middle, Everybody Loves Ray- mond, King of Queens, og Will and Grace. The Word L er opinská þáttaröð um lesb- ískan vinkvennahóp í Los Angeles. POPP TÍVÍ 70 mínútur – Það sem ber hæst á Popp Tíví er þátturinn 70 mínútur og allt sem fylgir um- sjónarmönnum þáttarins. Þátturinn er alla virka daga frá 22:00 til 23:10. 17-7 er þáttur með þeim Önnu Katrínu og Heiðari Austmann og er á dagskrá alla virka daga milli 17:00 og 19:00. Idol Extra – Svavar Örn hárgreiðslumaður sér um þáttinn í vetur, en Popp Tíví leggur metnað sinn í að fræða fólk um hvað gerist að tjaldabaki í Idol, þættinum. Stripperella er teiknimynd úr smiðju Stan Lee sem skapaði X-men og Spiderman týp- urnar. Stripperella er fatafella á kvöldin og of- urhetja eftir vinnu. Ren & Stimpy-teiknimyndin er á fimmtu- dagskvöldum ásamt mörgum öðrum teikni- myndum. The Man Show er þáttur með karlahúmor í meira lagi sem konur horfa einnig stundum á. Comedy Central Presents er uppistand í þrjátíu mínútur í senn. Strax á eftir honum fylgir annar slíkur þáttur: Premium blend. Popworld 2004 er þáttur sem spannar það sem gerist í heimi tónlistarinnar. Sjónvarp | Gróska og hugmyndaauðgi hjá einkareknu stöðvunum í vetur STÖÐ 2: Vinurinn Matt LeBlanc heldur áfram í sjónvarpi með eigin þátt: JOEY. SKJÁREINN: WILL & GRACE – Sean Hayes, Debra Messing, Eric McCormack og Megan Mullally. POPPTÍVÍ: Svavar Örn mun í vetur hafa um- sjón með þættinum IDOL EXTRA. Vinsælir þættir á dagskrá guhe@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.