Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
MATTHÍAS Johannessen sendir í haust frá sér
bókina Málsvörn og minningar, en í bókinni lýsir
hann skoðunum á mönnum og málefnum og rifjar
upp atburði af löngum blaðamannsferli. Er bókin
ekki síst viðbrögð við fjölmiðlaáreitinu. Í bókinni
eru einnig ljóð, og sögur af gömlum ástum eins og
Matthías tekur sjálfur til orða.
„Eftir að Vatnaskil
komu út hélt ég áfram
að skrifa skáldskap en
freistaðist til að fylgj-
ast með umhverfi
mínu þótt ég væri
hættur blaða-
mennsku,“ segir
Matthías. „Það var
léttir að geta horft í
kringum sig án
ábyrgðar. Þá uppgötv-
aði ég það hvað mér
fannst margt brenglað
í samtímanum svo ég
lagði frá mér skáldskap í bili og sneri mér að öðrum
efnum, ekki síst fjölmiðlaáreitinu. Vinnuheiti þess-
arar bókar var Þvert á tímann og það segir í raun
allt um grundvallarefni hennar, því ég uppgötvaði
að hugmyndir mínar um samtíðina gengu einatt
þvert á tísku og vinsældir. Allir eru á höttunum eft-
ir vinsældum, en reynsla mín hefur kennt mér að
þær slæva kjark og dómgreind.“
Úr dagbók frá blaðamennskuárum
Matthías segist hafa skrifað bókina sem eins
konar sendibréf um skáldskap, trúmál og þjóð-
félagsafstöðu. „En inn í þessar hugleiðingar er
fléttað minningabrotum og tilvitnunum í dagbók
mína frá blaðamennskuárunum. Að öðru leyti verð-
ur dagbókin ekki birt að svo komnu máli. Annars
get ég best lýst bókinni með hliðsjón af eftirmála
hennar. Þar kemur fram að þetta er sögubók um
skáldskap, hugleiðingar um þjóðfélagsmál og þá
ekki síst fjölmiðla, málsvörn fyrir eitt og annað og
þess vegna svolítið sjálfhverft, en þó er þessi bók
ekki síst gömul ástarsaga og ljóðabók því að þarna
eru mörg kvæði sem stinga í stúf við textann og þá
módernísku kröfu hvernig á að yrkja. Fyrir mér
vakir að minna á að ljóðlist er fjölbreytilegur gald-
ur en ekki vængstýfð einstefna handa elítunni.“
Ný bók væntanleg eftir
Matthías Johannessen
Málsvörn og
minningar frá
blaðamannsferli
Matthías Johannessen
Málsvörn/Lesbók
FYRSTA frumsýningin á stóra sviði Borgar-
leikhússins í vetur er verkið Héri Hérason eftir
Coline Serrau. Guðjón Pedersen leikhússtjóri
segir þau ætla að glíma við framhjáhald, ást,
terrorisma og ýmsar klassískar spurningar á
sviðinu þetta leikár. Önnur verk sem verða
frumsýnd eru: Geitin – eða hver er Sylvía? eftir
Edward Albee, Híbýli vindanna eftir Böðvar
Guðmundsson í leikgerð Bjarna Jónssonar,
Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur,
Terrorismi eftir Presnyakov-bræður og
Draumleikur eftir August Strindberg.
Héri Hérason
í Borgar-
leikhúsinu
Leikhús/51
FJÓRAR bandarískar lögfræðistofur höfðuðu í
gær mál gegn deCODE Genetics í Bandaríkjunum.
Eru hópmálsóknir gegn fyrirtækinu þá orðnar
fimm talsins, allar áþekkar að gerð. Verð á bréfum
deCODE lækkaði um 5,28% á Nasdaq í gær en
verðið hækkaði í fyrradag þrátt fyrir málsókn
Lerach Coughlin sem þá var birt.
Fjögur ný mál
gegn deCODE
ÞAÐ var létt yfir Auði Laxness sem
var önnum kafin við að pússa fjöl-
skyldusilfrið í borðstofunni á
Gljúfrasteini í gær.
Þar var einnig hópur fólks að
leggja lokahönd á opnun safnsins
um Halldór Laxness á Gljúfrasteini í
Mosfellsdal.
Auður sagði morgundaginn leggj-
ast vel í sig en þá mun hún ásamt
Davíð Oddssyni forsætisráðherra
opna safnið formlega.
Athöfnin hefst kl. 14 í dag með
ávarpi Þórarins Eldjárns, formanns
stjórnar Gljúfrasteins. Auður Lax-
ness segir, að því búnu, fáein orð og
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Hljómská-
lakvintettinn flytja eitt lag.
Eftir opnunina mun Halldóra
Lena Christians, yngsta barnabarn
Halldórs og Auðar, opna margmiðl-
unarsýningu í móttökuhúsi og
Matthías Johannessen skáld opna
vef safnsins á slóðinni:
www.gljufrasteinn.is. Samningur
um starfsemina á Gljúfrasteini var í
fyrradag undirritaður af þeim Ólafi
Davíðssyni, ráðuneytisstjóra í for-
sætisráðuneytinu og Ragnheiði Rík-
arðsdóttur, bæjarstjóra Mosfells-
bæjar.
Markmið samningsins er að efla
Gljúfrastein og umhverfi sem minn-
ingarsetur um Halldór Laxness og
gera nánasta umhverfi safnsins að
útivistarperlu fyrir almenning.
Í samningnum segir m.a. að Mos-
fellsbær, forsætisráðuneytið og
stjórn Gljúfrasteins muni eiga með
sér reglubundið samráð um framtíð-
arskipulag, uppbyggingu móttöku-
húss, bílastæðis og annað er tengist
þróun starfseminnar á Gljúfrasteini,
sem miði að því að varðveita minn-
ingu Halldórs Laxness og byggja
upp ferðamannastað í Mosfellsbæ.
Pússar silfrið á Gljúfrasteini
Morgunblaðið/Kristinn
Í holtinu/Lesbók
Forsætisráðherra opnar minningar-
setrið um Halldór Kiljan Laxness í dag
NÝ rannsókn á vegum Norður-
skautsráðsins sýnir að meðalhiti
getur hækkað um 4–7 gráður á
norðurhveli jarðar næstu hundr-
að árin. Er það mun hraðari og
meiri hækkun en rannsóknir
nefndar Sameinuðu þjóðanna um
loftlagsbreytingar (IPCC) hafa
spáð, segir Auður H. Ingólfsdótt-
ir umhverfisráðgjafi. Samkvæmt
þeim hafi verið spáð að loftslag
jarðarinnar hlýni um 1,6 til 5,8
gráður til ársins 2100.
Auður heyrði fyrst af þessum
niðurstöðum fyrir nokkrum mán-
uðum og þá voru þetta nýjar töl-
ur fyrir henni. „Mér allavega brá
svolítið,“ segir hún og þessar
nýju niðurstöður hafi ekki verið
hraktar ennþá. Ef eitthvað hafi
aðrar rannsóknir styrkt þessar
niðurstöður.
Aðspurð segir hún svona hrað-
ar breytingar á lífríkinu geta haft
víðtæk áhrif víða um heim. Nátt-
úran nái ekki að aðlaga sig breyt-
ingum og t.d. geti plöntur dáið án
þess að nýjar komi í staðinn.
Visst jafnvægi tapist. Samfélags-
legar breytingar verði líka vegna
áhrifa af hlýnandi loftslagi.
Mannfólkið búi við ákveðið lífs-
munstur og skipuleggi líf sitt í
samræmi við aðstæður sem hafi
verið, t.d. húsbyggingar. Frum-
byggjar sem búi enn norðar en
Íslendingar séu þegar farnir að
finna fyrir miklum breytingum.
Aðlögun erfið
„Eftir því sem breytingarnar
verða hraðari því erfiðara er að
ráða við þær. Það er ekki endi-
lega alltaf vont að breytingar
verða, en ef þær verða svona
hraðar nær lífríkið kannski ekki
að ráða við þær,“ segir Auður.
Vísindahluti rannsóknar Norð-
urskautsráðsins (ACIA) er tilbú-
inn og að honum komu um 600
sérfræðingar á ýmsum sviðum.
Þetta er því mjög viðamikil rann-
sókn. Enn á eftir að móta stefnu-
mótunarhlutann, hvernig bregð-
ast eigi við þessari þróun, sem
lagður verður fyrir ráðið á ráð-
stefnu á Íslandi í nóvember nk.
Þar munu koma saman ráðherrar
þeirra ríkja sem eiga aðild að
ráðinu; Bandaríkjanna, Dan-
merkur, Finnlands, Íslands,
Kanada, Noregs, Rússlands og
Svíþjóðar.
Samtök frumbyggja eiga einn-
ig aðild að ráðinu auk þess sem
ýmis ríki, alþjóðasamtök og frjáls
félagasamtök eiga þar áheyrnar-
aðild.
Ný rannsókn Norðurskautsráðsins lögð fram á ráðstefnu á Íslandi
Loftslagið hlýnar hrað-
ar en áður var talið
ÆVISAGA Héðins Valdimarssonar, forstjóra Olíu-
verzlunar Íslands og formanns Dagsbrúnar, eftir
Matthías Viðar Sæmundsson
kemur út í haust. Matthías Viðar
lést í febrúar sl. Að sögn Jóhanns
Páls Valdimarssonar, útgefanda,
hafði Matthías Viðar upp á mikl-
um heimildum um ævi Héðins og
tíðarandandann í Reykjavík á síð-
ari hluta 19. aldar. „Matthías kaf-
aði eftir heimildum og fann til
gögn sem ekki hafa áður komið
fram í dagsljósið, til dæmis dóms-
skjöl sem varpa óvæntu ljósi á líf-
ið í Reykjavík á sögutíma bókarinnar. Gera má ráð
fyrir að efnistök Matthíasar í þessari bók eigi eftir að
koma ýmsum á óvart en þau eru afar nýstárleg.“
Ný ævisaga
um Héðin
Valdimarsson
Bríet/Lesbók
Héðinn
Valdimarsson