Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 1
NONNI OG MANNI YDDA /SIA.IS / NM13335 fiÚ fiARFT EKKI A? HAFA ÁHYGGJUR AFfiVÍA?VEXTIRNIR HÆKKI NÆSTU 40ÁRIN KB ÍBÚ?ALÁN ? kraftur til flín! Fjölbreytt útgáfa Dægurtónlistin blómstrar og fjöldi platna kemur út fyrir jólin | 38 Viðskipti | Bæta við sig í Tékklandi L50776 Michael Treschow í viðtaliL50776 KB færir út kvíarnar Úr verinu | Vistvæn veiðistjórnun L50776Hiti og sýking Íþróttir Körfubolti gegn Dönum L50776Þórey Edda stökk á Ítalíu Viðskipti, Úr verinu og Íþróttir í dag MARGIR erlendir starfsmenn óháðra hjálparstofn- ana í Írak hyggjast yfirgefa landið í kjölfar þess að vopnaðir menn rændu tveimur ítölskum konum sem störfuðu fyrir hjálparsamtök í Írak. Mannránið hef- ur einnig vakið sterk viðbrögð á Ítalíu og hélt Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í gær skyndi- fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar vegna málsins. Mikill ótti hefur gripið um sig meðal starfsmanna alþjóðlegra, óháðra hjálparsamtaka í Írak og segir Jean-Dominique Bunel, sem sér um að samhæfa starf þeirra í landinu, mörg þeirra ætla að hætta störfum í Írak og segja sínu starfsliði að hafa sig á brott. Rauði krossinn/Rauði hálfmáninn bregst aft- ur á móti ekki sérstaklega við þessum fréttum, að sögn Þóris Guðmundssonar en samtökin hafa sam- kvæmt Genfar-samningunum formlegt hlutverk á átakasvæðum. Menn hafi þó miklar áhyggjur af ítrekuðum mannránum og þess megi vænta að ör- yggismál verði skoðuð enn á ný. Vinna að lausn gíslanna Ítalskir fjölmiðlar sögðu að fundur Berlusconis með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar í landi væri sá fyrsti sinnar tegundar. Hrósuðu þeir honum fyrir að leita eftir stuðningi þeirra vegna málsins. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar, sem voru andvígir þátttöku Ítala í Íraksstríðinu, lýstu því yfir eftir fundinn að þeir myndu vinna með stjórninni að því að knýja á um að konurnar yrðu leystar úr haldi. Um tuttugu menn rændu konunum og tveimur Írökum þegar þeir réðust inn í hús hjálparstofnana í Bagdad í fyrradag. Hreyfing sem kallaði sig Ansar al-Zawahri, eða Fylgismenn al-Zawahris, sagðist hafa staðið fyrir mannráninu. Nafn hreyfingarinnar var áður óþekkt, en hún kann að vera kennd við Ayman al-Zawahri, nánasta samstarfsmann Osama bin Ladens. Reuters Fulltrúar ?Brúar til Bagdad?, hjálparsamtakanna sem ítölsku konurnar tvær, Simona Pari og Sim- ona Torretta, störfuðu fyrir ræða við blaðamenn í Bagdad í gær. Í forgrunni er mynd af Pari og Torretta með íröskum börnum. Óháð hjálp- arsamtök frá Írak? Bagdad, Róm. AP, AFP. HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir ljóst að hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópusambandsins gangi ekki upp. Hún leiði til ofveiði, slæmr- ar fjárfestingar, ríkisstyrkja og brottkasts. Hann hafnar aðild Ís- lands að Evrópusambandinu, meðan sú krafa er við lýði að hún kosti afsal yfirráða yfir fiskimið- um landsins. Hann segir að af- staða Evrópusambandsins gagn- vart fiskveiðiþjóðunum í Norður-Evrópu líkist mest nú- tíma nýlendustefnu. Þetta kom fram í setningar- ræðu Halldórs á alþjóðlegri ráð- stefnu Íslandsbanka um sjávar- útveg sem haldin var á Akureyri í gær. Halldór segir að nauðsyn- legt sé að Evrópusam- bandið taki tillit til hagsmuna og aðstæðna okkar, en svo virðist sem það eigi erfitt með að skilja það. ?Evrópusambandið getur hins vegar vel tekið tillit til aðstæðna fiskveiðiþjóðanna við Norður-Atlantshaf ef fyrir því er pólitískur vilji. Það er hægt að semja um leiðir sem báðir málsaðilar geta sætt sig við og ég hef bent á þær. ESB hefur hins vegar verið upptek- ið af inngöngu þjóða í Mið- og Austur-Evrópu inn í sambandið og ekki tekið tillit til hagsmuna okkar. Það liggur ljóst fyrir að undanþágur verða ekki gerðar frá hinni sameiginlegu fisk- veiðistefnu ESB, en það er hægt að semja um ákveðin fiskveiðistjórnunarsvæði. En eins og staðan er í dag kemur að- ild að ESB ekki til greina,? segir Halldór í samtali við Morgun- blaðið. ?Ég vil ganga svo langt að segja að afstaða Evrópusam- bandsins gagnvart fiskveiðiþjóð- unum í Norður-Evrópu líkist mest nútíma nýlendustefnu. Evrópusambandið byggist á því að nota efnahagsleg verkfæri til að ná pólitískum markmiðum. Hin sameiginlega fiskveiðistefna þess snýr þessum grundvallarat- riðum við, þegar þau eru notuð til að ná yfirráðum yfir auðlindum nýrra aðildarríkja,? sagði Hall- dór í ræðunni. Eins og staðan er kemur ESB-aðild ekki til greina Utanríkisráðherra líkir ESB við nýlenduveldi sem reynir að kom- ast yfir auðlindir annarra þjóða L52159 Sakar/D1 Halldór Ásgrímsson HARALDUR Sig- urðsson, prófess- or í eldfjallafræði við háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum, hefur nýlokið vel- heppnuðum leið- angri til eyj- arinnar Sumbawa í Indónesíu. Eftir áralangar rannsóknir og leit fann hann þar þorp sem hvarf undir kviku frá sprengigosi í fjallinu Tambora árið 1815, mesta eldgosi á sögulegum tíma þar sem 117 þúsund manns fórust. Með Haraldi í för voru tveir vís- indamenn frá Indónesíu, 20 burð- armenn, matráðskonur, ljósmyndari og fimm manna tökulið sem hyggst gera heimildarmynd um rannsóknir Haraldar á fjallinu, til sýningar á sjónvarpsstöðinni Discovery Chann- el á næsta ári. Fundurinn á þorpinu hefur ekki spurst víða út en er samt farinn að vekja athygli í heimi jarðvísindanna. Hefur tímaritið National Geograph- ic falast eftir grein frá Haraldi með myndum ljósmyndarans úr ferðinni. Það tók Harald nokkur ár að und- irbúa og fjármagna leiðangurinn í sumar en hann mun halda upp- greftri áfram á næsta ári. L52159 Varla búinn/22?23 Haraldur Sigurðsson Fann þorp á eldfjallaeyju Hvarf í mesta gosi sögunnar 1815 SKÓLAFERÐALAG 10. bekkinga í Rimaskóla í Þórsmörk varð heldur lengra en það átti að vera því vegna vatnavaxta komust rúturnar ekki yf- ir árnar á Þórsmerkurleið í gær. Um 70 krakkar og þrír kennarar biðu í næstum átta tíma á milli Hvannár og Steinholtsár. Að sögn Jónínu Ómarsdóttur kennara, sem var með í för, var aldr- ei hætta á ferðum. ?Þetta var allt í öruggum höndum. Það var bara gaman hjá krökkunum. Hugmyndin á bak við ferðina er að hrista saman hópinn og nú er hann aldeilis sam- anhristur. Það var algjör bónus að fá þetta ævintýri í endann. Krakkarnir skemmtu sér konunglega. Þau létu sig fjúka í rokinu, fóru í gönguferðir, fleyttu kerlingar, sungu og grilluðu þann mat sem eftir var við mjög frumstæðar aðstæður. Það verður seint hægt að toppa þessa ferð,? seg- ir Jónína. Seinnipartinn var ákveðið að leita aðstoðar hjá Flugbjörg- unarsveitinni á Hellu og Björg- unarsveitinni Dagrenningu frá Hvolsvelli. Um einn og hálfan tíma tók að ferja krakkana yfir ána í rútu sem beið hinum megin. Hópurinn var allur kominn yfir ána um klukkan hálfníu og var þá brunað til Reykjavíkur. Súpa beið hópsins í Rimaskóla við heimkomu. Ljósmynd/Sunna Ösp Vel gekk að ferja hóp skólakrakka úr Rimaskóla yfir Steinholtsá í dimmviðrinu í gær, en rútur hópsins komust ekki yfir vegna vatnavaxta. Fimm ferðir þurfti til að koma hópnum yfir ána. Ekki var hætta á ferðum, en að sögn kennara sem var með í för var Þórsmerkurferðin mikið ævintýri. ?Seint hægt að toppa þessa ferð? STOFNAÐ 1913 245. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.