Morgunblaðið - 09.09.2004, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 11
Morgunblaðið/Ómar
Viktoría krónprinsessa heilsaði upp á persónur og leikendur í myndveri
Latabæjar í Garðabæ í gærmorgun. Var létt yfir hópnum eins og sjá má.
Expressen segir krónprinsessuna
hafa slegið nýtt met
Heilsaði 500 manns
á 40 mínútum
HÓPUR sænskra blaðamanna og
ljósmyndara auk fréttamanna frá
Noregi og Þýskalandi hafa fylgt
sænsku konungshjónunum og
krónprinsessunni eftir við hvert
fótmál í opinberri heimsókn
þeirra á Íslandi undanfarna daga.
Á vefsíðu sænska síðdegisblaðs-
ins Expressen í gær er birt frétt
þar sem greint er frá að Viktoría
krónprinsessa hafi sett nýtt met í
fyrradag þegar hún heilsaði 500
manns með handabandi í 40 mín-
útna heimsókn prinssesunnar og
sænsku konungshjónanna í Nor-
ræna húsið, þar sem þau hittu
Svía sem búsettir eru á Íslandi.
Óþreytandi
og síbrosandi
„Í 40 mínútur stóð hún –
óþreytandi og síbrosandi – og
heilsaði hverjum Svíanum á fætur
öðrum. Eftir um hálftíma ætlaði
hún að fara að yfirgefa svæðið en
herti sig upp og tókst að heilsa
500 manns með handabandi og
faðma nokkra,“ segir í fréttinni.
LEILA Freivalds, utanríkisráð-
herra Svíþjóðar, heimsótti Sólveigu
Pétursdóttur, formann utanríkis-
málanefndar Alþingis, á heimili
hennar í gær og ræddu þær utanrík-
ismál þjóðanna. Tjáði hún Sólveigu
að ýmis krefjandi mál væru fram
undan fyrir Svía meðal annars á
vettvangi Evrópusambandsins. Sví-
ar hefðu einnig lagt mikla áherslu á
að láta gott af sér leiða þar sem
slæmt ástand ríkti í heiminum.
„Ég kynntist henni vel þegar við
vorum báðar dómsmálaráðherrar,
en hún kom m.a. á fund norrænna
dómsmálaráðherra hér á Íslandi
ásamt fjölskyldu sinni,“ segir Sól-
veig og það hafi verið mjög ánægju-
legt að hitta hana aftur í þessu nýja
hlutverki. Það segi sig sjálft að hún
sé áhrifamikil kona í sænskum
stjórnmálum og heimsókn hennar og
konungshjónanna mikilvæg fyrir
tengsl þjóðanna.
Heimsótti
Sólveigu
Péturs-
dóttur
Morgunblaðið/Kristinn
Sólveig Pétursdóttir ásamt Leilu Freivalds utanríkisráðherra.
Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, buðu sænsku konungshjónunum og
krónprinsessunni til hádegisverðar í bústað forsætisráðherra á Þingvöllum að lokinni skoðunarferðinni.