Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 15
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 15 Kópavogur | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra leit í heimsókn til krakkanna í 6.Þ. í Snælandsskóla í gær ásamt fulltrúa Landverndar og ræddi við þau um þeirra helsta hugðarefni þessa dag- ana, leitina að þjóðarblóminu. Þjóðarblómið verður valið með skoðanakönnun í október, en 20 plöntur, sem þykja koma til greina, hafa verið kynntar landsmönnum í sumar. Krakkar í skólum landsins hafa einnig sitt að segja, og geta þau skilað inn sínum tillögum til 15. sept- ember, og er vonast til að hver skóli komi sér saman um eitt blóm til að tilnefna með lýðræðislegum hætti. Þóra Ragnarsdóttir, umsjón- arkennari 6.Þ., segir að krakkarnir hafi verið mjög ánægðir með heim- sóknina, og þau taki hlutverkið við að hjálpa til við að velja þjóð- arblómið mjög alvarlega. „Þetta var voðalega skemmti- legur og notalegur fundur,“ segir Þóra. Krakkarnir hafa mikið rætt um þjóðarblómið, og m.a. farið í Al- viðru, fræðslusetur Landverndar, þar sem þau tíndu sýnishorn af plöntum og settu á veggspjald. Kusu blóm innan bekkjarins „Þau [krakkarnir] voru alveg búin að mynda sér skoðun um hvaða plöntu þau myndu velja af þessum topp 20 plöntum sem eru á vegg- spjaldinu, en það er engin skylda að kjósa eina af þeim, auk þess sem einnig á að velja landshlutablóm,“ segir Þóra. Krakkarnir í 6.Þ. kusu á milli þeirra 20 blóma sem hafa verið tilnefnd, og segir Þóra greinilegt að skiptar skoðanir séu um þetta, þar sem þau blóm sem fengu flest at- kvæði, geldingahnappur og æti- hvönn, fengu ekki nema fjögur at- kvæði hvort, en 23 krakkar eru í bekknum. Í öðrum bekkjum segir Þóra að atkvæði hafi fallið öðruvísi, þar sem meirihluti hafi yfirleitt valið gleym-mér-ei. Þóra segir að lögð sé mikil áhersla á að þetta sé lýðræðislegt val, svo þeir krakkar sem myndu helst kjósa ákveðið blóm sem þjóðarblóm verði ekki óánægðir ef annað blóm verður fyrir valinu, heldur ánægð að hafa fengið að taka þátt í valinu. „Krakk- arnir í mínum bekk vildu hafa þetta eins og alvöru kosningar, þegar ver- ið er að kjósa forseta, þær yrðu í framboði og svo ætti að búa til fram- boðshópa í kringum hverja plöntu. Þannig mætti gera þetta skemmti- legt og eftirminnilegt,“ segir Þóra. Spjölluðu við ráðherra um þjóðarblómið Morgunblaðið/Golli Krakkarnir í 6. Þ funduðu með Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra. Breytingum á greiðslum frestað Reykjavík | Líklegt er að fresta þurfi breytingum sem fyrirhugað var að gera á fyrirkomulagi á nið- urgreiðslum Reykjavíkurborgar á félagslegum leiguíbúðum, en ráðgert var að taka breyttar reglur í notkun um næstu áramót. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um frestun. Breytingarnar eiga að felast í því að borgin hætti að greiða fasta upp- hæð með hverri íbúð eins og verið hefur, og greiði frekar viðbót á húsa- leigubætur fyrir þá sem þurfa að- stoðina. Svipað kerfi hefur verið í notkun til að stytta biðlista eftir fé- lagslegum íbúðum, og hefur gefist vel. Þar eru greiddar sérstakar húsaleigubætur fyrir þá sem leigja á opnum leigumarkaði, og eru þær 1.300 kr. fyrir hverjar 1.000 kr. sem einstaklingur er með í húsaleigubæt- ur. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur, segir að þó að ráðgert hafi verið að breyta kerfinu um næstu áramót sé vinna við breytingarnar líklega ekki komin nægilega langt til að það geti gerst. Hún segir að kynna þurfi breyting- arnar með góðum fyrirvara og því sé ólíklegt að það náist fyrir áramót, enda undirbúningur málsins kominn of stutt miðað við það sem sam- þykktir borgarinnar gerðu ráð fyrir. Róluvöllur um kyrrt | Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hef- ur synjað erindi þar sem íbúar húss við Blikaás fara fram á að róluvöllur sem stendur bak við hús þeirra verði fjarlægður vegna mikils ónæðis. Í fundargerð ráðsins kemur fram að staðsetning róluvallarins sé í sam- ræmi við gildandi deiliskipulag sem hlotið hafi vandaða málsmeðferð og lögformlega afgreiðslu, auk þess sem hönnun leiksvæðisins hafi verið unnin í fullu samráði við nágranna. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.