Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 16
MINNSTAÐUR 16 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI FYRIR ATHAFNAFÓLK Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Blómaverslun í rúmgóðu, björtu og vel staðsettu húsnæði. Góð leiga. Góð staðfest velta og rekstraraf- koma. Láttu drauminn rætast og skapaðu listhneigð þinni og sjálf- stæði glæsilegt tækifæri. Verð – tilboð. *NÝTT Á SKRÁ* Mjög falleg 103,8 fm, 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli við Fálkahöfða. Tvö stór svefnherbergi, sjónvarpshol, stór stofa, eldhús m/borð- krók, sérþvottahús og baðherbergi m/kari og sturtu. Rúmgóðar svalir með miklu útsýni út á Sundin. Lánshæfi m.v. ásett verð og 80% lán, kr. 12.160.000. Eftirstöðvar kr. 3.040.000. Greiðslubyrði m.v. 40 ára lán með 4,2% vöxtum er ca. kr. 52.445 á mánuði án verðbóta. Verð kr. 15,2 m. Fálkahöfði – Mosfellsbæ HANA dreymir um að komast á Kaldbak. Og vonar innilega að sá draumur rætist nú í vetur. Að sitja í snjóbíl alla leið upp á topp og njóta útsýnisins þegar þangað er komið. Þetta er draumur Sesselju Benediktsdóttur, íbúa á Dalbæ á Dalvík. Hún varð 100 ára á laugardaginn var, 4. september. Æskuslóðir Sesselju eru á Grenivík og henni þykir vænt um heimaslóðirnar; horfir gjarnan þangað yfir, á þorpið sitt og fjallið þar sem hún situr í matsalnum á Dalbæ. Fylgist með úr fjarlægð. Sesselja fæddist að Grímsnesi á Látraströnd, næst elst fimm barna hjónanna Benedikts Sig- urðssonar sjómanns og Petreu Oddsdóttur hús- móður og fiskverkakonu. Elst var Elín, fædd 1902 og lést á níræðisaldri, þá Sesselja, bræður hennar voru Finnur, látinn og Oddur sem drukknaði 8 ára gamall en yngst var Anna María sem dó úr berklum. Fjölskyldan bjó fyrst í Búð á Grenivík en foreldrarnir byggðu svo húsið Sæborg og bjó Sesselja þar til 14 ára ald- urs er hún fór í kaupavinnu í Miðvík. Síðar var hún kaupakona á Möðruvöllum í Hörgárdal um 5 ára skeið en til Dalvíkur flutti hún ásamt 3ja ára gömlum syni sínum, Ólafi Níelssyni árið 1943. Son sinn, Pétur Benedikt Einarsson þurfti hún á láta frá sér, en hann dó 7 ára gamall úr berklum, árið 1942. „Ég vann ýmsa vinnu, var í síld og á frysti- húsinu,“ sagði Sesselja en hún var einstæð móðir og þurfti að sjá sér og syninum farborða með þeirri vinnu sem tiltæk var. Mæðginin bjuggu lengi að Bergþórshvoli, Bergó eins og húsið var kallað á Dalvík, en keyptu svo rað- húsíbúð við Brimnesbraut og bjuggu þar. Í febrúar árið 1998 lærbrotnaði Sesselja og flutt- ist þá á Dalbæ og hefur verið bundin hjólastól síðan. „Ég hef alltaf verið hraust og alltaf unn- ið mikið,“ sagði hún en m.a. skúraði hún í Kaupfélaginu þar til hún varð 75 ára gömul. Hætti eftir að hafa tognað í baki. Auk þess að hafa verið í síld og fiskvinnslu, farið á vertíðar suður, vann hún við slátrun, heyvinnu, laufa- brauðsgerð, þvoði þvotta og sá um hreingern- ingar fyrir fólk í bænum og hafði menn í fæði í sláturtíð. Sesselja hefur fótaferð á hverjum degi, fylg- ist með fréttum og horfir á sjónvarp, hefur m.a. ánægju af því að horfa á ameríska sápu- óperu um hádegisbilið. Áður fyrr hafði hún gaman af því að ferðast um landið og fór í skemmtiferðir með Slysavarnafélaginu og Ein- ingu. „Nei, ég hef aldrei komið til útlanda. Langar ekkert þangað. Vil bara vera á mínu landi,“ sagði hún. Hún segir vistina á Dalbæ ágæta, „mér líkar vel, gott að vera hérna, það eru allir góðir.“ Á afmælisdaginn var móttaka henni til og barst henni fjöldi gjafa, blóma og skeyta, m.a. frá forseta Íslands. „Það var mikið, margt og gott,“ sagði hún um veisluna og gestina. Henni hefur líkað vel á Dalvík, en er ekki frá því að best sé að vera á Grenivík, „svona nálægt sjónum og sjóköllunum,“ eins og hún orðaði það. Í fyrrasumar vitjaði hún æskuslóð- anna og þá var ekið svo langt upp í Kaldbak sem vegurinn náði. Draumurinn er hins vegar að komast á toppinn. Á það er stefnt nú í vet- ur. „Já, ég gæti vel komist, ég er það hress,“ sagði hún. Sesselja sagðist ekkert vita um hverju hún gæti þakkað langlífið. Hún hefði samt alltaf verið hraust, jákvæð, glöð og viljug til verka. Sesselja Benediktsdóttir á Dalbæ hin sprækasta þrátt fyrir háan aldur Vill komast á Kaldbak Morgunblaðið/Kristján Sesselja Benediktsdóttir: Hundrað ára og þokkalega hress í blómahafi á herbergi sínu á Dalbæ á Dalvík. Engin illska | Haustið verður ágætt. Vissulega kominn tími haustvinda og vætu, næturfrosta og gráma í fjöllum, „en það verður engin illska í veðrinu“, segir í nýrri veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík. Spámenn þar á bæ vilja ekki að svo komnu segja fyrir um hvernig veturinn veður, fyrst þarf að sjá hvernig fyrsta vetrartungl fer að stöfnum. Gera má ráð fyrir vetrarspánni um miðjan næsta mánuð. Veðurklúbbsfélagar telja að haustið verði ágætt, svipað veður áfram en í næstu viku kviknar nýtt tungl í suðsuðvestri og þá gætu veður farið að skipast í lofti. Fram- haldið fari eftir því hvernig hann taki tunglinu. Búast megi við óstilltu veðri, rysjóttu og éljagangi í fjöllum verði suðvestan áttir ríkjandi, en meiri rigning og ef til vill slydda komi hann með norðan- átt.    Samhygð | Vetrarstarf Sam- hygðar er að hefjast og byrjar með fyrsta opna húsinu nk. fimmtudags- kvöld, 9. september, kl. 20.30 í safn- aðarsal Akureyrarkirkju. Gestur fundarins er séra Arnaldur Bárð- arson. Neskaupstaður | Halldór Ás- geirsson í Neskaupstað fær til sín á verkstæðið gömul eðal- húsgögn, hlustar eftir sögu þeirra og myndugleik og nostrar svo við að bólstra þau og laga uns líta út eins og ný. Svo kennir hann ungum Norð- firðingum að aka bíl þess á milli. Hann hefur rekið bólstrun- arverkstæði í bænum í tuttugu ár og á fjörur hans rekið allt milli himins og jarðar í hús- gögnum. Hann bólstrar skip- stjórastóla og skipssessur, gefur gömlum bílsætum yfir- halningu og núna síðast var hann uppi í Kárahnjúkum að klæða og setja saman fínasta billjarðborð í Landsvirkjunar- búðunum. Fiskiðjuverið rekið á saumavél bólstrarans heila loðnuvertíð Halldór er Breiðdælingur og fór suður árið 1975 til að nema bólstrun hjá Trésmiðjunni Víði. Eftir níu ár syðra kom hann austur aftur ásamt konu sinni og ungum syni og settist að í Neskaupstað. Síðustu árin hefur Halldór verið eini bólstrarinn á Austurlandi og hef- ur nóg að gera. „Ég er aldrei nokk- urn tímann verkefnalaus, fæ mikið sent til mín af verkefnum úr fjórð- ungnum, en heimamenn nota sér þjónustuna líka.“ Skemmtilegast finnst Halldóri að gera upp gömul húsgögn. „Geti ég einbeitt mér að því. Þegar maður er einyrki í vinnu eru alltaf að koma inn verkefni sem þarf að klára í snarhasti og þá verður að leggja annað til hlið- ar á meðan, sem er stundum trufl- andi.“ Margur merkisstóllinn hefur farið um hendur Halldórs og hann segist sérstaklega muna eftir einum. „Það var þegar komið var með gamla bæj- arstjórastólinn hans Bjarna heitins Þórðarsonar. Það var gaman að fást við, þó ekki væri hann sérlega verð- mætur, en hann átti sér merka sögu. Svo var það nú þegar nýja fiskiðju- verið opnaði hér í Neskaupstað og loðnuvertíð hafin, að reimar á pakk- ara fóru að gefa sig hver af annarri. Ég var dag og nótt á vaktinni á þeirri loðnuvertíð við að sauma og líma reimarnar svo allt stoppaði nú ekki. Þeir sögðu gárungarnir að fiskiðjuverið sem kostaði milljarða, hefði verið rekið á saumavél bólstrarans þá ver- tíðina!“ Max hent á haugana en nú vilja allir eiga slík húsgögn Halldór er núna að gera upp gamalt Max-sett sem hann seg- ir vera eitt það skemmtilegasta sem hann geri. „Það var karl sem hét einmitt Max, sem skar þessi sófasett út í höndunum í Trésmiðjunni Víði, þar sem ég lærði, að vísu fyrir minn tíma. Ég var samt svo heppinn að fá að búa til tvö síðustu settin úr grindunum frá Max, sem ég held að hafi verið þýskur. Þessi sett eru til nokkuð víða um land og vilja allir eiga þau. Því miður var þeim hent í stórum stíl á tímabili, þegar húsgögn af þessu tagi áttu ekki upp á pallborðið hjá landanum. Fólki sem á svona í dag er virki- lega annt um þetta og vill láta gera settin almennilega upp. Þá er betra að gefa sér lengri tíma og gera hlut- ina virkilega vel.“ Halldór er inntur eftir því hvort hann sé ekki býsna vandlátur á setin í sínu húsi. „Þetta er nú eins og með bifvélavirkjana, þeir eiga alltaf bilað- ar druslur. Ég segi kannski ekki að húsgögnin mín séu mikið biluð, en það er eins og það sé alltaf það síð- asta á verkefnalistanum,“ segir Hall- dór og heldur áfram að nostra við gamla Max-stólinn. Eini bólstrarinn á Austurlandi og nostrar jafnt við gömul gæðahúsgögn sem billjarðborð í Kárahnjúkum Bjargaði loðnuvertíð með saumavélinni Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þessu var hent í stórum stíl en nú vilja allir eiga svona húsgögn: Halldór Ásgeirsson bólstrari við einn af gömlu öndvegisstólunum frá Max. AKUREYRI AUSTURLAND Skipulag á lóð Baldurshaga | Al- mennur kynningarfundur um skipu- lag á lóð Baldurshaga verður hald- inn í Ketilhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Umhverf- isdeild boðar til þessa opna fundar samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar en á fundinum verður kynnt tillaga að 12 hæða fjölbýlishúsi við Þórunn- arstræti norðan Lögreglustöðvar. Talsverðar umræður spunnust í bænum um þessa tillögu og því ætti fundurinn að vekja verðskuldaða at- hygli og verður vonandi vel sóttur af bæjarbúum, segir á vef Akureyr- arbæjar.   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.