Morgunblaðið - 09.09.2004, Side 21
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 21
borgararnir líta á þá sem samfélag-
lega byrði. Ungu fólki sem orðið
hefur öryrkjar af völdum geð-
sjúkdóma hefur fjölgað á síðustu
áratugum. Margir þeirra verja
mestum tíma einir og stefna ekki á
að komast af örorkubótum. Þeir
sem veikjast ungir upplifa fordóma,
hafa litla möguleika á menntun,
hvað þá vinnu sem höfðar til þeirra.
Þrátt fyrir alls konar fræðslu og
herferðir t.d. í Bretlandi virðast for-
dómar í garð geðsjúkra ekki dvína.
Atvinnurekendur vilja ekki ráða þá
til vinnu og fólk er enn hrætt við að
segja frá því hvað hrjáir það. Ef
geðsjúkir fá vinnu þá er hún oft illa
launuð og reynir ekki á hæfileika
þeirra eða reynslu. Ekki þarf heldur
að afla mikilla tekna til að missa ör-
orkubæturnar og fólk tekur ekki
slíka áhættu. Ef menn eru á annað
borð komnir á örorkubætur virðist
nær ógerningur að snúa til baka til
virkrar þátttöku í atvinnulífinu.
Ef sporna á við þessari þróun
þarf sameiginlegt átak margra að-
ila. Ef við viljum auka atvinnuþátt-
töku geðsjúkra verður að skapa
breiða fylkingu karla og kvenna.
Málefnið er líka á ábyrgð borg-
aranna en ekki eingöngu geðheil-
brigðisþjónustunnar. Geðheilbrigð-
isþjónustan hefur verið einangruð;
með eigin markmið, menningu, regl-
ur og gildi. Hún er sveipuð dulúð og
fáir útvaldir fara með völdin, fjár-
magnið, hugmyndafræðina, þekk-
inguna, vísindin og sannleikann. Við
borgararnir eigum að hætta að firra
okkur ábyrgð í málefnum geðsjúkra
og fara að horfast í augu við eigin
fordóma og sýna að þetta varðar
okkur öll og skiptir miklu máli.
Stjórnmálamenn, atvinnurekendur,
verkalýðsfélög, lífeyrissjóðir,
Tryggingastofnun, einkaaðilar, fag-
fólk, aðstandendur og geðsjúkir í
bata verða að taka þátt í stefnumót-
un ef eitthvað á að breytast. Ef auka
á þátttöku geðsjúkra í samfélaginu í
heild þarf nám, tómstundavinna og
vinnustaðir geðsjúkra að flytjast frá
geðheilbrigðisþjónustunni yfir í
borgaralegt samfélag. Geðsjúkir
verða alltaf á meðal okkar og engin
lausn felst í því að útiloka þá frá
heildinni. Við gætum líka sjálf þurft
að berjast við geðræna sjúkleika.
Þeir sem starfa við starfsendurhæf-
ingu eiga að skapa störf innan síns
geira til að sýna í verki að atvinnu-
þátttaka er möguleg fyrir geðsjúka.
Ef þeir sjálfir geta ekki unnið við
hlið geðsjúkra á jafnréttisgrundvelli
hvernig er þá hægt að ætlast til að
vinnumarkaðurinn sé tilbúinn til
þess.
Hugarafl er samstarfshópur geð-
sjúkra í bata og iðjuþjálfa sem ætla
að sýna fram á að geðsjúkir séu van-
nýtt vinnuafl. Hópurinn ætlar að
skapa atvinnutækifæri fyrir geð-
sjúka í verkefnum sem hafa þýðingu
og gildi fyrir þá. Hópurinn ætlar
m.a. að gera sýnilegt hvað það er í
umhverfinu og í einstaklingnum
sjálfum sem er batahvetjandi og efl-
ir færni fólks, atriði sem atvinnu-
markaðurinn og stjórnvöld geta síð-
an nýtt sér í framtíðinni.
Nauðsynlegt er að fá stuðning yf-
irvalda til að gera þetta að veruleika
og Nýsköpunarsjóður námsmanna
og heilbrigðisráðuneytið sýndu það í
verki í sumar með því að styrkja tvo
iðjuþjálfanema frá Háskólanum á
Akureyri til að verkstýra nýsköp-
unarverkefninu „Notandi spyr not-
anda“. Markmið verkefnisins var
þríþætt og einn þátturinn var að
skapa atvinnutækifæri fyrir geð-
sjúka sem gæðaeftirlitsmenn fyrir
geðheilbrigðisþjónustuna. Sem
gæðaeftirlitsmenn könnuðu þeir við-
horf geðsjúkra til þjónustunnar og
fengu bæði fram það sem vel er gert
og einnig það sem betur má fara.
Afar mikilvægt er að reglulegar út-
tektir séu gerðar á þeim stofnunum
sem almenningur heldur uppi með
skattfé sínu s.s. þeim sem sjá um
þjónustu við geðsjúka. Á það ekki
síst við hér á landi þar sem fólk hef-
ur lítið sem ekkert val um hvaða
þjónustu það getur sótt.
Notendaúttektir munu skapa at-
vinnutækifæri fyrir geðsjúka og
jafnframt koma á gagnvirku sam-
bandi milli þjónustuaðila og notenda
um það sem er árangursríkt í þjón-
ustunni og það sem ekki stenst.
’ Ef við viljum auka at-vinnuþátttöku geð-
sjúkra verður að skapa
breiða fylkingu karla og
kvenna.‘
Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi
geðsviðs LHS og lektor við HA.
tróna efst í hópnum. Þeir kunna að
glíma við aðra karlmenn, en hér
dugar e.t.v. ekki sama „taktík“. Ein
möguleg og mikið notuð lausn á
þessu máli í karlahópum (en í dag er
það litið hornauga á Vesturlöndum
að útiloka konur) er að handvelja
konur í hópinn, konur sem þegar
hafa lýst yfir aðdáun sinni á leiðtoga
karlahópsins og virðingu sinni á
goggunarröðinni. Þannig telst hóp-
urinn blandaður, en konur eru þar
velkomnar fyrst og fremst meðan
þær trufla ekki valdastrúktúr/
goggunarröð hópsins, og geta jafn-
vel fegrað ímynd hópsins út á við.
Kvennahópar hafa aðrar aðferðir við
val í goggunarröðina og er valdníðsl-
an almennt minni en í mörgum
karlahópum. Við skulum ekki
gleyma því að mestu glæpaverk sög-
unnar, hvort sem um litla hópa eða
heilar þjóðir er að ræða, voru fram-
kvæmd af karlahópum, þar sem kon-
ur voru yfirleitt í aukahlutverkum.
Valdníðsla er auðvitað þekkt í
kvennahópum, en aðferðirnar eru
oftast meira í formi andlegs ofbeldis,
s.s. útilokunar, frystingar, baktals
og ýmiss konar niðurlægingar. Karl-
ar, sem koma inn í kvennahópa, eru
einnig líklegir til að breyta valda-
strúktúr/goggunarröð kvennahópa
og virða konur á „vitlausum stað“ í
goggunarröðinni leiðtogunum til
skapraunar.
Blandaðir hópar almennt
heilbrigðastir
Það er heilbrigðismerki á hópi að
bæði kynin skiptast á leiðtoga-
hlutverkinu, eða a.m.k. keppi reglu-
lega um það hlutverk. Þeir hópar,
þar sem slíkt á sér ekki stað eru
skemmra á veg komnir. Sú arfleifð,
sem einkenndi (og einkennir enn)
marga hreina karlahópa, má kalla
„ákvarðanatöku í reykfylltum bak-
herbergjum“ virðist henta konum,
sem hópi illa. Hugtakið „reykfyllt
bakherbergi“ á hér við aðferðir við
ákvarðanatöku, sem ekki þola vel
ljósið. Þær eru því líklegri en karlar
til að „kjafta frá“, eins og kom fram í
hneykslismálum í Bandaríkjunum,
s.s. Enron, World Com o.fl. Karlar,
sem stunda „ákvarðanatökur í reyk-
fylltum bakherbergjum“ forðast að
hleypa konum of nálægt sér í met-
orðastiganum, nema þá helst að þær
séu yfirlýstir aðdáendur þeirra og/
eða „sauðtryggar“, en jafnvel það
nægir ekki alltaf.
Rétt er að minna á að hér er
gjarnan um ómeðvituð ferli í hópum
að ræða og goggunarröðin sem slík
er oftast ekki rædd, heldur verður
„einhvern veginn“ til.
Það er mikilvægt að hafa of-
annefnda þætti í huga þegar reynt
er að skilja hvers vegna konum (og
körlum) er hafnað þegar um valda-
stöður er að ræða þrátt fyrir mennt-
un og verðleika. Jafnframt eru les-
endur beðnir velvirðingar á því hve
hér er stiklað á stóru á svo víðtæku
efni.
’Það er heilbrigð-ismerki á hópi að bæði
kynin skiptast á leið-
togahlutverkinu, eða
a.m.k. keppa reglulega
um það hlutverk.‘
Höfundur er geðlæknir með
sálgreiningu hópa (group analysis )
m.a. sem sérsvið.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Í dag kl.17 er heilsuþátturinn vinsæli á dagskrá útvarps Sögu 99,4
Þátturinn í dag er í umsjá Einars Karls Haraldssonar sem ræðir m.a. við
Sigurð Björnsson, yfirlækni og Hákon Hákonarsson, framkvæmdastjóra hjá
Íslenskri erfðagreiningu, um ný krabbameinslyf, nýja von fyrir sjúklinga og
ný vandamál fyrir heilbrigðiskerfið.
Hlustendum er velkomið að senda spurningar og ábendingar til þáttarins
með rafpósti á heil@internet.is
Misstu ekki af íslenska heilsuþættinum
á Útvarpi Sögu 99,4!
Dömu öklaskór reimaðir
FIMMTUDAGS
TILBOÐ
Litur: Svört
Stærðir: 36-41
Litur: Hvítt og svart
Stærðir: 36-41
Suðurlandsbraut 54, sími 533 3109
Verð áður 4.995 kr.
Verð nú
2.995 kr.
Dömu stígvél reimuð
Verð áður 4.995 kr.
Verð nú
2.995 kr.
GNITAHEIÐI 12A - OPIÐ HÚS
Stórglæsilegt 174 fm raðhús með bílskúr á tveim hæðum og risrými.
Glæsilegt útsýni. Eignin skiptist í eldhús, gestasnyrtingu, stofu og borðstofu á
efri hæð. Þrjú svefnherb., baðherb. og þvottaherb. á neðri hæð. Í risi eitt opið
rými tilbúið til innréttinga. Fallegar sérsmíðaðar innréttingar og flísar og parket
á gólfum. Áhv. húsbréf 5,6 millj. Verð 27,9 millj.
Jón verður á staðnum frá kl. 17-19 í dag.
564 6464
Síðumúla 24 • 108 Reykjavík
hof@hofid.is • www.hofid.is
Guðm. Björn Steinþórsson
lögg. fasteignasali
Jón Guðmundsson sölustjórifasteignasala