Morgunblaðið - 09.09.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.09.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 23 VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, hefur fyrirskipað uppstokkun á öryggisstofnunum eftir gíslatök- una blóðugu í grunnskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu. Sérfræð- ingar eru á hinn bóginn fullir efa- semda um að rússnesk stjórnvöld geti komið í veg fyrir frekari að- gerðir hryðjuverkamanna frá Tétsníu. Um liðna helgi ávarpaði Pútín rússnesku þjóðina og skýrði m.a. frá því að öryggisstofnanir hefðu brugðist gagnvart hryðjuverkaógn- inni. Hét hann því að öll starfsemi þeirra yrði tekin til endurskoðunar í því augnamiði að tryggja öryggi þegnanna. Yfirmaður lögreglunnar í Norð- ur-Ossetíu sagði af sér eftir blóðbað- ið í Beslan en sérfræðingar kveðast telja að rússneskar öryggisstofnanir séu trúlega ófærar um að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk. Benda þeir á nokkrar árásir hryðjuverkamanna frá Tétsníu á undanliðnum vikum sem þeir segja einkennast af mikilli dirfsku. Rússneskar leyniþjón- ustustofnanir hafi ekki megnað að koma upp um áform skæruliðanna. „Starfsemi FSB [rússnesku ör- yggislögreglunnar, arftaka KGB] miðast enn við sovét-kerfið. Hún er ekki fær um að takast á við svo um- fangsmikla hryðjuverkastarfsemi,“ segir Alexei Malashenko, sérfræð- ingur í málefnum Tétsníu, sem starfar við Carnegie-hugveituna í Moskvu. „FSB ræður hvorki yfir nauðsynlegum mannafla né reynslu. Þetta hefur komið á daginn eftir því sem hryðjuverkin hafa riðið yfir á undanliðnum vikum,“ segir hann í viðtali við AFP-fréttastofuna. Auk blóðbaðsins í Beslan létu tét- senskir hryðjuverkamenn til sín taka í Moskvu um mánaðamótin þar sem þeir myrtu tíu manns í sprengjutilræði. Nokkrum dögum áður höfðu hryðjuverkamenn frá Tétsníu grandað tveimur rúss- neskum farþegaþotum með 89 manns innanborðs. Frá því Pútín forseti ákvað að hefja hernað í Tétsníu á ný árið 1999 hafa hryðjuverkamenn ítrekað gengist fyrir sprengjuárásum á Norður-Kákasus-svæðinu og í Moskvu. Hafa þeir m.a. gert árás á jarðlestakerfið í höfuðborginni og staðið fyrir sprengjutilræði á rokk- tónleikum. Þá tóku hryðjuverka- menn frá Tétsníu um 800 manns í gíslingu í leikhúsi í Moskvu í októ- bermánuði árið 2002. Þeirri árás lauk með allsherjar blóðbaði þegar rússneskar sérsveitir réðust gegn skæruliðunum eftir að hafa dælt inn í bygginguna gasi sem varð um 130 gíslum að fjörtjóni. Sjálfboðaliða virðist ekki skorta Mörgum virðist sem skæruliðum í Tétsníu sé ekkert að vanbúnaði að herða enn frekar á aðgerðum sínum. Benda sérfræðingar á að hryðju- verkahópar hafi komið sér fyrir í Rússlandi og á Kákasus-svæðinu og svo virðist sem sjálfboðaliða skorti ekki til að taka þátt í aðgerðum. Þar ræðir m.a. um konur, „svörtu ekkj- urnar“ svonefndu, sem vitað er að framkvæmt hafa margar árásirnar með því að bera um sig sprengju- belti og fórna um leið lífi sínu. „Við stöndum nú frammi fyrir við- varandi hryðjuverkastríði. Hryðju- verkamenn hafa látið til skarar skríða fjórum sinnum í Rússlandi á tveimur vikum og öryggisstofnanir okkar eru þess ekki megnugar að bregðast við,“ segir Pavel Felgen- hauer í viðtali við AFP en hann er sjálfstætt starfandi sérfræðingur á vettvangi hernaðar og öryggismála. „Spilling er djúpstæð innan örygg- isstofnana og lögreglu. Stjórnendur þeirra eru vanhæfir og það hefur Pútín viðurkennt. En því miður er líklegast að viðbrögðin felist í auk- inni kúgun, múlbindingu fjölmiðla og skertum borgaralegum réttind- um. Og því meiri sem kúgunin verð- ur því meiri verður stuðningurinn við hryðjuverkamennina [í Tétsn- íu],“ bætir hann við. Þörf á ráðuneyti heimavarna Staníslav Lekarev, sem forðum var háttsettur innan rússnesku leyniþjónustunnar, telur að stjórn- völd í Moskvu verði að fara svipaða leið og Bandaríkjamenn hafa gert í baráttunni gegn hryðjuverkaógn- inni. Hann telur að Rússar eigi líkt og Bandaríkjamenn að koma sér upp ráðuneyti heimavarna til að samhæfa starfsemi hinna ýmsu leyniþjónustu- og öryggisstofnana. Hann telur þó enn meiri þörf á því að leyniþjónustan verði efld til að unnt reynist að afla upplýsinga um áform hryðjuverkamanna, að því er fram kemur í viðtali hans við vikublaðið Moskovskíje Novostí. „Öflun leyni- legra upplýsinga er mikilvægasti lið- urinn í hryðjuverkastríðinu. Við munum aldrei sigra í því ef okkur tekst ekki að koma upp neti njósn- ara sem afla upplýsinga en ef marka má rás atburða á undanliðnum vik- um í Rússlandi er slíkt net einfald- lega ekki til.“ Paul Beaver, virtur breskur sér- fræðingur á sviði varnarmála, telur öryggisstofnanir Rússa og stjórn- endur þeirra gjörsamlega hafa brugðist í Beslan. Ábyrgð þeirra sé mikil því þeim hafi engan veginn tekist að benda á möguleg skotmörk hryðjuverkamanna. Malashenko sem starfar við Carnegie-hugveituna telur að hertar gagnaðgerðir gegn hryðjuverka- mönnum muni duga skammt. Sú „harðlínustefna“ sem Pútín fylgi skapi frjósaman jarðveg fyrir hryðjuverkamenn á Kákasus-svæð- inu. Hryðjuverkamenn verði ekki upprættir nema leitað verði póli- tískra leiða til að kalla fram eitthvað sem nefna megi „eðlilegt ástand“ þar syðra. Fréttaskýring|Hryðjuverkin í Norður-Ossetíu og eftirmál þeirra Fá Rússar varist nýju ógninni?  !"!#$# %                                !    "  #$%& '(%&                   !  "   #   $    %&'!( ) *  ,       ! "  %) *+, -   #-./$ #$ %&'$''$ ! ( )$*+$  " ( )$,-$./+$) ' ,  $0.&1'( $1$( ) $$1 &$+ !!$')$  $$ '2 34$1$1')  &$ *!$ )$0.&1'$*+$!5 1+$1''(! ( 2 #*0    Margir sérfræðingar telja að rússnesk stjórn- völd standi nú frammi fyrir viðvarandi stríði við hryðjuverkamenn. Öryggis- og leyniþjón- ustustofnanir Rússa eru hins vegar sagðar ófærar um að bregðast við ógninni. Stjórnvöld í Moskvu herðanú mjög baráttuna gegnhryðjuverkamönnum ogþeim sem þau segja að styðji slík öfl. Rússneska ör- yggislögreglan, FSB, hét í gær hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar er dygðu til að gera tétsensku upp- reisnarleiðtog- ana Shamil Basajev og Aslan Maskhadov „óvirka“, 300 milljón- um rúblna, um 730 milljónum ís- lenskum krónum. Moskvustjórnin segir að þeir hafi báðir staðið á bak við gíslatökuna í Norður- Ossetíu í liðinni viku sem endaði með blóðbaði. Í yfirlýsingu FSB voru gefin upp símanúmer í Moskvu og Tétsníu sem fólk gæti hringt í ef það hefði slíkar upplýsingar og yrði það hægt allan sólarhringinn. Þess yrði vandlega gætt að ljóstra ekki upp um nöfn þeirra sem hringdu. Basajev hefur á netsíðu lýst á hendur sér ábyrgð á árás sem gerð var á lögreglu- stöðvar og opinberar skrifstofur í Ingúsetíu, grannhéraði Tétsena, í júní en alls féllu um 90 manns í þeim átökum. Mashkadov hefur með aðstoð talsmanns síns í London, Ak- hmeds Zakajevs, gefið út yfirlýs- ingu þar sem árásin á skólann í N-Ossetíu er fordæmd. Ekki sé hægt að réttlæta með nokkrum hætti „hryðjuverk gegn saklaus- um borgurum“ og enginn liðs- manna Mashkadovs hafi tekið þátt í árásinni. Mashkadov var kjörinn forseti Tétsníu 1997 eftir stríðið við Rússa 1994–1996 en tókst ekki að hafa hemil á ýmsum vígahópum og gerðu Rússar aftur innrás í héraðið 1999. Aðgerðir utan Rússlands? Forseti rússneska herráðsins, Júrí Balúevskí, sagði í gærmorg- un að Rússar myndu ráðast til at- lögu gegn hryðjuverkamönnum ekki síður utan landamæra Rúss- lands en innanlands. Í fyrstu fréttum af ummælum hans fór It- ar-Tass-fréttastofan rússneska þó rangt með þau og notaði orðalag- ið „á hvaða svæði sem er“. Balú- evskí mun hafa sagt að ráðist yrði á stöðvar hryðjuverkamanna á Kákasussvæðinu, í Mið-Asíu og á öðrum stöðum í grennd við land- ið. Herráðsforsetinn tók fram að ekki væri ætlunin að beita kjarn- orkuvopnum í þessum aðgerðum en ítrekaði fyrri yfirlýsingar rúss- neskra ráðamanna um að menn myndu ekki hika við að grípa til „fyrirbyggjandi aðgerða“. Mikið fé lagt til höfuðs uppreisnarmönnum Moskvu. AFP, AP. Reuters Myndbönd af fórnarlömbunum sem gíslatökumennirnir í Beslan skildu eftir sig hafa vakið óhug. Hér sést ógreinileg mynd sem virðist vera af vopnaðri konu er gæti verið ein af hinum svonefndu „svörtu ekkjum“ frá Tétsníu. Þær munu hafa staðið fyrir blóðugum hermdarverkum. Júrí Balúevskí hitinn var Við svona gjóskuflóð mdi flóð af . Þetta er óskuflóð- fer á 100 á klukku- tir. Svona di öllu og egir Har- rifum eld- um. ð óneitan- ilfinningu grafa það agrindur. í slíkum Árið 1982 á fjórum í eldgosi í na fórust, s og fleiri dið heilan uta til er ki nóg að að velta er undir. m um æv- árangur. og ég er varla búinn að átta mig enn á þessu,“ segir Haraldur. Dýrmætur fundur fyrir eldfjallafræðinga Næsta skref hjá Haraldi er að halda áfram skipulögðum rannsókn- um og uppgreftri á Tambora og varðveita þær rústir sem finnast. Ætlar hann að fara aftur til Indónes- íu í apríl á næsta ári, þegar regntím- anum lýkur, en það byrjaði að rigna á eldfjallinu síðasta dag leiðangurs- ins í síðustu viku. Að sögn Haraldar er þó ekki ætlunin að grafa allt þorp- ið upp, enda yrði það gríðarlegt verk, og bendir hann á að enn sé ver- ið að grafa upp Pompei, 200 árum eftir að sú borg fannst. „Mikið er eftir að rannsaka. Þarna hefur varðveist heil menning frá 1815 og dýrmætt fyrir eldfjalla- fræðinga að kanna nánar hvað gerð- ist í þessu gosi og hver áhrifin urðu,“ segir Haraldur, sem hefur notið mikillar velvildar heimamanna við rannsóknir sínar. Eru þeir bæði hrifnir og spenntir yfir fundi ís- lenska vísindamannsins. Áhugi er fyrir því að varðveita rústir úr bæn- um og koma m.a. upp aðstöðu fyrir ferðamenn. Þá hefur Haraldur hitt nokkra afkomendur þeirra eyjar- skeggja sem lifðu gosið af og hafa sumir afhent honum muni sem fund- ist hafa í fjallinu. Haraldur segir íbúa þorpsins hafa verið vel stæða á þessum tíma, í upp- hafi 19. aldar. Fluttu þeir inn skraut- muni frá Kína og Japan og stunduðu m.a. útflutning á timbri og hestum. „Þetta gat ég eftir allt saman“ Árangur Haraldar nú er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að fyrir tæpu ári var honum vart hugað líf. Lá hann meðvitundarlaus á spítala í Bandaríkjunum í rúman mánuð, eft- ir að hafa fengið eitrun í kjölfar að- gerðar þar. Í sjúkralegunni missti hann 22 kíló, þessi annars granni maður. „Þegar ég kom út af spítalanum með göngugrind hefði enginn spáð því að ég ætti eftir að fara aftur á Tambora, erfiðasta eldfjall heims, fara ofan í gíginn og upp úr aftur, og finna bæinn. Ég er því enn ánægðari með að hafa afkastað þessu. Þetta gat ég eftir allt saman, þótt gamall sé,“ segir Haraldur og brosir stoltur. osi sögunnar árið 1815 rian Breier m grafn- 15.          bjb@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.