Morgunblaðið - 09.09.2004, Side 27
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 27
mál væru í lagi. Alla vega skorti aldr-
ei hey í búskapartíð Hauks og ávallt
lagði hann mikla áherslu á að skepn-
urnar hefðu úr nógu að moða. Það
var honum mikið kappsmál að dýrin
væru vel haldin og sælleg.
Haukur hafði gaman af kveðskap
og voru stökur honum ofarlega í
huga. Þá var hann hafsjór af ýmiss
konar alþýðufróðleik og kunni sögur
af mönnum og málefnum. Þessari
þekkingu miðlaði hann til annarra og
oft var glatt í eldhúsinu á Helgafelli
þegar var verið að segja sögur og
fara með tækifærisvísur. Þennan
flóðleik drakk undirritaður í sig og er
Hauki ævarandi þakklátur fyrir.
Í dag kveð ég Hauk og geri mér
grein fyrir að með honum er genginn
merkilegur maður sem vildi öllum
vel og gerði sitt besta. Nú er hann
lagður upp í förina sem við öll förum
einhvern tíma eflaust glaður í bragði
eins og hann var alltaf þegar hann
lagði af stað í ferðalag; fróður um alla
áfangastaði langt út fyrir Mosfells-
sveitina. Minningin um Hauk lifir.
Helgi Sigurðsson.
Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi
því skal hann virður vel.
(Jónas Hallgrímsson.)
Afi Haukur var sannur sveitamað-
ur, unni gróðri og skepnum. Afkom-
endur Hauks eiga honum mikið að
þakka að Helgafell sé okkar fjöl-
skyldureitur. Hann hafði sérstakt
dálæti á kindum enda með eindæm-
um fjárglöggur. Okkur finnst skrítið
að eiga ekki eftir að sjá hann rölta
niður túnið með stóran heypoka á
bakinu og allar kindurnar hans í
halarófu á eftir honum. Já, það eru
forréttindi að búa í þéttbýli en þó í
sveit og hafa skepnur í nábýli. Sauð-
burðurinn, lömbin með sinn sjarma,
stelpurnar okkar og við fáum þvílíka
upplifun í gegnum þær. Það er verið
að hlaupa á eftir kindunum um öll
tún, rýja og gefa þeim og svo má nú
ekki gleyma þeim ófáu skiptum sem
við þurftum að reka þær út úr garð-
inum okkar og alltaf hvarf eitthvað,
blóm, grávíðir eða fjallafurur og þá
var nú ekki brosað.
Afi Haukur var nú ekki bara afi
heldur var hann vinur okkar allra.
Nærvera hans var mjög góð, allir
löðuðust að honum. Hann var fróður,
skemmtilegur og hafði góða frásagn-
argáfu. Við settumst gjarnan við eld-
húsborðið hjá honum og ræddum um
Mosfellssveitina, pólitíkina og hans
uppvaxtarár, þetta voru sögur sem
maður fékk aldrei nóg af og dýpkaði
skilning okkar á samtíð hans. Einnig
rölti hann oft til okkar að tilefnis-
lausu, það gladdi okkur mjög, bæði
litlu stelpurnar okkar og okkur. Ein-
kenni hans komu þá svo glöggt í ljós
rósemin og umhyggja hans fyrir öllu
lífi. Hann var sannkallaður sælkeri
sem passaði vel í okkar húsi. Við nut-
um stundanna. Já, árin með afa
Hauki eru okkur dýrmæt og við
lærðum heilmargt af honum. En nú
er þessari samleið lokið. Erfið veik-
indi að baki. Eftir stöndum við hnípin
og þakklát fyrir öll þessi góðu ár og
þökkum af einlægni samfylgdina.
Guð blessi þig
Halla Karen og Elías.
Elsku afi minn, sem við systkinin
kölluðum alltaf afa gamla, nú ertu
farinn frá okkur eftir slæm veikindi.
Alveg frá því ég man eftir mér,
man ég hvað það var gott að koma til
þín og ömmu þótt ég hafi nú bara
verið fimm ára þegar Anna amma dó.
Ég man svo lítið eftir henni. Það eina
sem ég man er þegar ég var inni í
eldhúsi með ykkur og amma var að
láta mig drekka nýmjólk en það vildi
ég ekki vegna þess að heima hjá mér
var aldrei til nýmjólk. Og ég sagði:
Mamma mín lætur mig aldrei drekka
svona mjólk. Ekki veit ég af hverju
ég man eftir þessu. Mér finnst svo
leiðinlegt að hafa kynnst henni svona
lítið. En frá öllum sem ég þekki hef
ég heyrt að hún hafi verið alveg frá-
bær í alla staði.
Ég er svo ánægð að hafa fengið að
kynnast þér svona vel. Þú varst alltaf
svo góður við okkur krakkana. Við
fengum alltaf kex og kók hjá þér sem
þú kallaðir alltaf pissíkóla.
Frá því þú veiktist komum við á
hverjum degi að gefa kindunum og
hjálpa þér að hugsa um þær. Ég naut
þess mjög og mér fannst það rosa-
lega gaman. Svo þegar lömbin komu,
kom ég nánast á hverjum degi að
fylgjast með þeim. Ég á eftir að
sakna þess mjög að geta ekki rennt
við hjá þér og sest inn í eldhús og
spjallað við þig um allt milli himins
og jarðar. Mér fannst svo notalegt að
koma í amstri dagsins og setjast inn
hjá þér í rólegheitin og við gátum tal-
að saman endalaust.
Elsku afi gamli, ég á eftir að sakna
þín.
Selma Hauksdóttir.
Elsku afi minn er dáinn.
Hans verður sárt saknað.
Við systkinin vorum svo lánsöm að
fá að alast upp á sveitabænum
Helgafelli og búa öll í sama húsi. Við
fjögur systkinin og foreldrar á efstu
hæð og þú og amma á miðhæðinni.
Alltaf var hægt að fara niður, eins og
við kölluðum það, til ömmu og afa að
spjalla og fá hlýju og uppörvun á lík-
ama og sál. Þú varst bóndi allt þitt líf
og tilheyrðir þeirri kynslóð sem upp-
lifði að sjá bændasamfélag breytast í
bæjarsamfélag. Um tíma ætlaði ég
einnig að verða bóndi eins og þú, því
stór hluti af bernsku minni fór í að
vera með þér úti í fjárhúsum eða inni
í fjósinu að hugsa um kindurnar sem
ég hafði mestan áhuga á. Ég gleðst
mest yfir því að þú gast haft allt eins
og þú vildir í kringum þig þar til á
síðustu stundu, verið í húsinu þínu og
með kindurnar í túninu heima og un-
hverfið á Helgafelli næstum eins og
þegar þú komst í hlaðið sem lítill
drengur. Elsku afi minn, takk fyrir
mig og blessuð sé minning þín. Þín
sonardóttir,
Dís og langafabörn Hilmir,
Steinar og Anna Dís.
Fleiri minningargreinar
um Hauk Níelsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Anna, Helgi og
Steinunn, Högni Snær Hauksson,
Arnar, Harpa, Dagbjört Anna og
Arndís Eva, Sif og Elva Margrét
Elíasdætur, Brynleifur Stein-
grímsson, Gylfi Guðjónsson.
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR FRÍMANNSSON,
Bláhömrum 2,
lést á heimili sínu mánudaginn 30. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Dóra María Aradóttir,
Olga Ellen Einarsdóttir, Þorleifur Jóhannsson,
Ólafur Einarsson, Kaarina Rossi Einarsson,
Jóhanna S. Einarsdóttir, Guðfinnur Ólafsson,
barnabörn, barnabarnabörn,
tengdaforeldrar og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTRÓS REGINBALDURSDÓTTIR,
lést á heimili sínu sunnudaginn 5. september.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju laugar-
daginn 11. september kl. 13.00.
Svanur Freyr Hauksson,
Baldur Reynir Hauksson,
Sólveig María Hauksdóttir,
Anna Kristín Hauksdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HJÖRDÍS ODDGEIRSDÓTTIR,
sem lést miðvikudaginn 1. september, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
14. september kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Félag aðstandenda alzheimerssjúklinga í síma
533 1088 eða 898 5819.
Eva G. Þorvaldsdóttir, Björn Gunnlaugsson,
Óskar Már Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir okkar og mágur,
NJÁLL GUÐMUNDSSON
byggingatæknifræðingur
frá Böðmóðsstöðum,
Vesturhúsum 2,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstu-
daginn 10. september kl. 13.30.
Jarðsett verður í Miðdalskirkjugarði, Laugardal.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hins látna,
er bent á líknarstofnanir.
Ólafía Guðmundsdóttir,
Aðalheiður Guðmundsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir, Árni Sigfússon,
Valgerður Guðmundsdóttir,
Lilja Guðmundsdóttir, Ingimundur Einarsson,
Fjóla Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Árni Guðmundsson, Erla Erlendsdóttir,
Herdís Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigtryggsson,
Hörður Guðmundsson, María Pálsdóttir.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Erfidrykkjur
Salur og veitingar
Félagsheimili KFUM & KFUK
Holtavegi 28, 104 Reykjavík.
Upplýsingar í síma 588 8899.
www.kfum.is
www.englasteinar.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR,
Skriðustekk 1,
lést á heimili sínu mánudaginn 6. september.
Ólafur Rúnar Árnason, Ása Ásgrímsdóttir,
Guðmundur Árnason, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir,
Sigurður Árnason, Guðbjörg Skjaldardóttir,
Þráinn Árnason, Unnur Vilhjálmsdóttir,
Már Árnason, Valdís Axfjörð,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SVEINN VÍÐIR FRIÐGEIRSSON
skipstjóri,
Kríulandi 15,
Garði,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi mánu-
daginn 6. september sl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. september
kl. 15.00.
Nanna Ingólfsdóttir,
Þröstur Ingólfur Víðisson, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir,
Friðgeir Fjalar Víðisson,
Bjarnþór Elís Víðisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
DÓRA GUÐBJARTSDÓTTIR,
Aragötu 13,
Reykjavík,
sem andaðist föstudaginn 3. september, verð-
ur jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
14. september kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Thorvaldsensfélagið.
Kristrún Ólafsdóttir, Einar G. Pétursson,
Dóra Ólafsdóttir,
Ólafur Jóhannes Einarsson, Laurence van Wymeersch,
Guðbjartur Jón Einarsson.