Morgunblaðið - 09.09.2004, Page 28

Morgunblaðið - 09.09.2004, Page 28
MINNINGAR 28 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Unnur Stefáns-dóttir bókbindari fæddist í Grjótagötu 4 í Reykjavík 17. jan- úar 1912. Hún lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund við Hringbraut 30. ágúst síðastliðinn á 93ja aldursári eftir langa og farsæla ævi. Hún var dóttir hjónanna Stefáns Ei- ríkssonar mynd- skera, Stefáns hins oddhaga frá Fremra- seli í Hróarstungu í N-Múlasýslu, f. 4. ágúst 1862, d. 19. júní 1924 og Sigrúnar Gests- dóttur frá Fossi í Vopnafirði, f. 17. apríl 1874, d. 30. janúar 1929. Unnur var næst yngst af barna- hóp þeirra hjóna. Þau eignuðust 11 börn og komust 9 þeirra á legg. Þau voru í þeirri röð sem hér segir: Gestur, f. 1899 og lést hann sama ár. Tvíburarnir Soffía Sigríður Stefánsdóttir Hjaltalín, f. 16. júlí 1900, d. 20. apríl 1977 og Bergljót Aðalbjörg Stefáns- dóttir, f. 16. júlí 1900, d. 8. apríl 1977. Katrín Stefánsdóttir Arnar, f. 27. júní 1902, d. 25. apríl 1997. Tvíburarnir Eiríkur Stefánsson, f. 13. júlí 1903, d. 16. desember 1975 og Bentína Friðrika Stef- ánsdóttir, f. 13. júlí 1903, d. 27. september 1965. Andvana svein- barn fætt 1905. Sigurður Stefáns- son, f. 4. mars 1907, d. 28. júní 1970. Sigrún Hjördís Stefánsdótt- ir, f. 1. janúar 1909, d. 13. apríl 1982. Olga Stefánsdóttir, f. 6. ágúst 1913. Unnur var ógift og barnlaus. Hún stundaði nám við Miðbæjarskól- ann í Reykjavík og nam síðan bókband í Félagsbókbandinu og starfaði þar í yfir 20 ár þar til hún opnaði bókbands- vinnustofu ásamt Bentínu systur sinni í kjallaranum að Grjótagötu 4 árið 1954. Unnur fékk sveinsbréf í bókbandsiðn 1952 og meistarbréf í sömu iðn 1966. Hún starfaði við iðn sína og rak vinnustofu sína á sama stað í Grjótagötu 4 í tæp 50 ár eða til ársins 1999 er hún sökum aldurs gat ekki búið ein og sinnt starfi sínu og fluttist þá á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund við Hringbraut. Unnur var einstak- lega handlagin og eftir hana ligg- ur mikil og falleg vinna í bóka- söfnum í einkaeign og í bókasöfnum stærstu banka lands- ins svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að gera við gamlar bækur tók Unnur að sér að gera við mál- verk og myndir og má segja að hún hafi verið fyrsti forvörðurinn á Íslandi. Útför Unnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í dag verður jarðsett frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík ömmusystir okkar Unnur Stefánsdóttir eða Unna eins og við kölluðum hana. Hún var systir föðurömmu okkar Hjördísar Stefánsdóttur. Hún tók ástfóstri við föður okkar frá fæð- ingu og sömu væntumþykju og rausnarskap sýndi hún okkur systr- unum frá því að við litum fyrst dagsins ljós í þessum heimi. Unna var Reykvíkingur í húð og hár borin og barnfædd í hjarta borgarinnar í Grjótagötu 4, dóttir hjónanna Stef- áns Eiríkssonar myndskera og konu hans Sigrúnar Gestsdóttur, sann- kölluð miðbæjarrotta. Hún var fædd á því herrans ári 1912, gekk í Miðbæjarskólann og lærði handverk, bókband í Fé- lagsbókbandinu og starfaði þar í yf- ir 20 ár. Árið 1952 fékk hún sveins- bréf í iðn sinni og árið 1966 fékk hún meistarabréf í sömu iðn. Hún starfrækti frá árinu 1954 bókbands- vinnustofu í kjallaranum á Grjóta- götu 4 ásamt systur sinni Bentínu. Þær ráku vinnustofuna saman þar til Bentína lést árið 1965, en frá þeim tíma rak Unnur vinnustofuna ein þar til hún sökum aldurs 1999 fluttist á dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Grund við Hringbraut í Reykja- vík. Í tæp 50 ár var unnið fallegt handverk í kjallaranum á Grjóta- götunni og má segja að þau séu tæplega 100 árin ef starfsár föður hennar og bróður sem líka störfuðu í kjallaranum eru talin með. Faðir hennar starfrækti þar myndlistar- skóla, hafði í læri hjá sér marga af fremstu listmálurum landsins. Heimilið var stórt, barnmargt og við bættist að allir nemarnir voru í fæði á heimilinu. Eftir lát foreldra sinna hélt hún heimili með systkinum sínum. Lengst af hélt hún heimili með syst- ur sinni og bróður Bentínu og Sig- urði í Grjótagötunni og voru þessir einstaklingar og staður stór þáttur í uppvexti okkar systra. Unnur frænka okkar var glæsileg kona, hávaxin, teinrétt í baki, með fallegt dökkt hár, sterkan augnsvip, notaði ætíð rauðan kinnalit, rauðan varalit og dökkan augnbrúnablýant og passaði að fara aldrei út úr húsi án þess að vera búin að mála sig. Hún var hógvær, hreinskilin, sann- gjörn, heiðarleg, fróð með afbrigð- um, vel gefin og vel lesin, skipti sjaldan skapi, laus við fordóma, hvers manns hugljúfi, vel liðin og afskaplega virt fyrir handverk sitt af samferðamönnum sínum og yngri mönnum í seinni tíð. Hún stendur okkur fyrir hug- skotssjónum í kjallaranum í vinnu- stofu sinni í gulu klossunum sínum, í gula vinnusloppnum sínum með hvítu doppunum, hummandi að binda inn eða gylla á kili hlustandi á útvarpssöguna á meðan straumur af virtum mönnum og konum í sam- félaginu koma við og spjalla um daginn og veginn. Þar var líka alltaf afskaplega gott kaffi á kaffibrúsan- um og aldrei var farið í gegnum miðbæinn án þess að koma þar við. Vinnustofa hennar var viðkomu- staður margra og þar kynntumst við mörgum merkum og skemmti- legum mönnum þegar við vorum litlar og lærðum að hlusta á alla skapaða hluti. Þetta var þegar mið- bærinn iðaði af lífi. Unnur var ein af mörgum stúlk- um sem árið 1929 tóku þátt í fyrstu fegurðarsamkeppni á Íslandi, Teof- ani-keppninni og fannst okkur systrum það mjög merkilegt þegar við vorum yngri og skoðuðum myndir frá þessum tíma. Frænka okkar bar mikla virðingu fyrir heilsu sinni. Við lærðum það frá unga aldri að það besta sem hægt er að gera er að fara út að ganga. Unna byrjaði daginn á því að fara út að ganga í klukkustund áður en hún hóf vinnu á morgnana, síðan í hádeginu og svo aftur á kvöldin. Það var alveg sama hvernig viðraði, alltaf var farið út að ganga. Það er ekki sjálfgefið að verða 87 ára og hafa aldrei orðið veik og hafa aldrei farið til læknis og vorum við sann- færðar um að reglulegar gönguferð- ir um miðbæinn í yfir 60 ár væri besta forvörnin sem völ var á. Þegar við vorum litlar vorum við oftar en ekki þátttakendur í þessum göngu- ferðum, þá sérstaklega í hádeginu og var ferðinni þá heitið í Fiskhöll- ina að kaupa fisk, í Silla og Valda í Aðalstræti þar sem keypt var ný- malað kaffi og kannski sulta og kex og síðan brauð í Björnsbakaríi. Allt var þetta á sömu torfunni. Hún Unnur frænka okkar gerði þessar gönguferðir að sérstöku ævintýri. Það er ekki hægt að minnast frænku okkar án þess að minnast ferðalaga, lautarferða upp í Esju, bíltúra út á Reykjanes eða ferða- laga norður í land. Hvað þá ferð- anna í sumarbústað í Brekkuskóg sem hún hlakkaði til eins og lítið barn. Hún var þá ein af okkur! Þeg- ar við komum í Brekku var byrjað á því að fara niður að Brúará og fara í fótabað, síðan heim í bústað að drekka kaffi og taka síðan eitt gott spil. Frænka okkar var líka dugleg að ferðast til útlanda, sérstaklega til London að heimsækja vinkonu sína hana Brynu. Þegar hún kom heim kom hún með fullar töskur af öllu mögulegu sem ekki var hægt að kaupa í Reykjavík. Það voru alltaf jól þegar hún kom, sælgæti, ný föt sem keypt voru í búð og leikföng. Það var því afskaplega góð tilbreyt- ing þegar við fluttum til Bandaríkj- anna, nánar tiltekið til Boston, með foreldrum okkar og gátum tekið á móti henni þar og sýnt henni þar ýmislegt sem hún ekki hafði séð áð- ur og farið með henni í matarbúðir, á grænmetismarkaðinn, á ströndina og í sumarbústað í útlöndum. Við lærðum hjá henni að meta fallegt handverk. Hún kenndi okkur það sem hún kunni svo vel að bera virð- ingu fyrir því sem þú gerir í hönd- unum og að besta gjöfin er alltaf sú sem þú gerir sjálf. Hvort sem það var að hekla, sauma út eða sauma á saumavél, ramma inn myndir, búa til kort, búa til umbúðapappír, binda inn bækur, gylla á kili, gera við gamlar bækur, rifnar skruddur, laga og gera við gömul málverk allt þetta kunni hún best og miðlaði okkur af reynslu sinni. Þetta hafði hún allt saman fengið í vöggugjöf, handlagnari manneskja verður vandfundin. Jól með henni frá barnæsku voru hluti af uppvexti okkar, jólaboð í Götunni, hangikjöt, læri, ávaxtasal- at og baunir í uppstúfi og tartalett- um. Hún kenndi okkur að meta góð- an mat, var listakokkur, bjó til bestu kæfu, rúllupylsu, fiskibollur og berjagraut. Þorláksmessa var sérstakur dagur í Grjótagötu 4 og líka 17. júní. Þessa daga var alltaf fullt úr úr dyrum hjá frænku okkar þar sem hægt var að fá sér kaffi og dýrindis veitingar svo sem eins og randalínu og fyrir suma sérrístaup. Við viljum þakka henni kærlega fyrir að hafa verið okkur sú Unna sem hún var okkur því að henni eig- um við svo margt að þakka. Þegar hún frænka okkar fór á Grund kvaddi hún miðbæinn. Eftir komu sína þangað voru það sunnu- dagarnir sem hún hlakkaði til. Þá fór hún heim til foreldra okkar á Hagamelinn, borðaði gjarnan kjöt- hring og fór í sunnudagsbíltúr. Þetta gerði hún eins lengi og hún treysti sér til en líkamlegri heilsu hennar hrakaði hægt og sígandi eft- ir að hún kom á Grund. Hún saknaði þess um síðustu jól að geta ekki far- ið á Hagamelinn og þá gerði hún sér grein fyrir að hún var orðin gömul. Líkaminn var búinn en hugurinn enn í fullu fjöri og á fleygiferð. Hún velti því fyrir sér að kveðja þennan heim sl. vetur en hætti svo við, sagði okkur að hún hefðir ekki haft réttan lykil að hliðinu. Hún fann lykilinn að kveldi 30. ágúst sl. og við systurnar erum vissar um að tekið hefur verið á móti henni með stæl og sagt: „Skál, af hverju varstu svona lengi á leiðinni? Vertu vel- komin.“ Minning hennar lifir með okkur, hafi hún þökk fyrir sam- veruna og megi góður guð geyma hana. Hjördís, Þorgerður og Bentína Pálsdætur. Unnur Stefánsdóttir frænka mín er fallin frá eftir langa og viðburða- ríka ævi. Eins og allir sem þekktu Unnu vita var hún hraust langt fram á gamals aldur, þótt síðustu 5–6 árin hafi heilsu hennar hrakað mjög hratt. Ég verð að að viður- kenna að það tók á að horfa upp á þessa stoltu og glæsilegu konu vesl- ast upp á þessu tímabili en nú þegar ég sest niður og rita þessar línur eru nær allar minningarnar sem koma upp í huga minn frá þeim tíma er ég var barn og Unna í fullu fjöri. Á þessum árum fórum við ósjaldan í heimsókn til Unnu í Grjótagötuna en þar bjó hún frá fæðingu og þar til að hún fluttist á Grund fyrir u.þ.b. 5 árum. Hef ég oft óskað þess að geta farið aftur í tímann til að upplifa UNNUR STEFÁNSDÓTTIR Móðir mín, tengdamóðir og amma, RAGNA HELGA RÖGNVALDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, lést miðvikudaginn 8. september. Jarðarförin auglýst síðar. Þóra R. Ásgeirsdóttir, Loftur Árnason, Ásgeir Loftsson, Susanne Kiær, Jóhannes Loftsson, Kristín Loftsdóttir, Rúnar Sigurjónsson, Finnur Loftsson. Okkar ástkæri, HALLGRÍMUR GÍSLI FÆRSETH, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 14. september kl. 14.00. Óla Björk Halldórsdóttir, Pálína Færseth, Davíð Eiríksson, Óskar A. Færseth, Ásdís Guðbrandsdóttir, Björgvin V. Færseth, Tinna Björk Baldursdóttir, Katrín Færseth, Guðjón Ólafsson, Hallgrímur G. Færseth, Gréta Lind Árnadóttir, Andrea Olga Færseth, Pálína G. Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA ÞÓRARINSDÓTTIR, áður Hólmgarði 49, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 5. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstu- daginn 10. september kl. 13.30. Oddný Ólafsdóttir, Ingvar U. Skúlason, Óli Sævar Ólafsson, Gréta Kjartansdóttir, Erling Ólafsson, Bergþóra Gísladóttir, Þórarinn I. Ólafsson, Guðný Björnsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓHANN VALDEMARSSON frá Möðruvöllum í Eyjafirði, sem lést föstudaginn 3. september, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. september kl. 13:30. Gerður Jóhannsdóttir, Kjartan Á. Kjartansson, Gunnar Jóhannsson, Heiðdís Norðfjörð, María Jóhannsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Garðar Karlsson, Jóhann Jóhannsson, Anna María Halldórsdóttir, afa-, langafa- og langalangafabörn. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, UNA KJARTANSDÓTTIR, Sjafnargötu 4, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi laugar- daginn 4. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. september kl. 15.00. Sigrún R. Jónsdóttir, Ólafur Emilsson, Kjartan Jónsson, Þrúður Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Guðný Jónsdóttir, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.