Morgunblaðið - 09.09.2004, Page 29

Morgunblaðið - 09.09.2004, Page 29
stemninguna í Grjótagötunni þegar Unna og systkini hennar voru ung og bjuggu þar ásamt foreldrum sín- um Stefáni og Sigrúnu. Margir af dáðustu listamönnum okkar Íslend- inga voru þá tíðir gestir á þessu listamannaheimili en handlagnari fjölskylda hefur varla fundist en fjölskyldan í Grjótagötu 4. Faðir Unnu var enda vinsæll teikni- og myndskurðarkennari á sínum tíma og hefur getað kennt börnum sínum ýmislegt. Sjálf lærði Unna bókbandsiðn og var mjög eftirsótt sem bókbindari langt fram á efri ár. Það að hún var iðnmenntuð og vann fyrir sér með iðn sinni auk þess sem hún giftist aldrei, á tímum þegar sjálfsagt þótti að konur helguðu sig fjölskyldunni og heimilisstörfum, segir sitt um að Unna var ekki hrædd við að fara sínar eigin leiðir. Þetta gerði það þó ekki að verkum að hún væri utan- garðs á neinn hátt, því þótt Unna hafi að mörgu leyti verið einfari þá var hún vinamörg enda traust og laus við alla dómhörku. Ein af vin- konum Unnu, Brynhildur Sörensen eða Bryna, er mér sérstaklega minnisstæð. Mér þótti ekki leiðin- legt þegar Bryna kom frá útlöndum og færði mér sælgæti og jafnvel gjafir en hún var einstaklega hress kona og mikill heimsborgari eins og Unna. Mér finnst eitthvað svo stutt síð- an að Unna sat við vinnu sína í kjall- aranum, baðaði sig með okkur í Brúará, bauð upp á dýrindis veit- ingar í Grjótagötunni eða sat með Brynu eða afa inni í stofu og ræddi málin. Það er þó ennþá styttra síðan ég gerði mér grein fyrr en að hún væri orðin gömul. Hún var 68 ára þegar ég fæddist en ég var orðin fullorðin þegar ég gerði mér grein fyrir að hún væri virkilega orðin gömul. Góð heilsa, sjálfstæði og stolt frænku minnar hefur væntan- lega komið í veg fyrir að ég gerði mér grein fyrir þessu fyrr. Ég er stolt af að hafa þekkt Unnu og bið Guð að geyma hana. Auður Þóra. Um áratuga skeið var minnsta menningarmiðstöð Reykjavíkur í húsi Stefáns Eiríkssonar – kennara Ríkarðs Jónssonar og Gunnlaugs Blöndals – í Grjótagötu 4. Þar réði ríkjum Unnur dóttir hans, bók- bandslistamaður, sem hafði þar einnig verkstæði sitt og systur sinn- ar Bentínu í 12 fermetra kjallara- herbergi, inngangur frá Aðalstræti. Þegar inn var komið í menningar- miðstöðina ilmaði af lími og litum, höfugur ilmur af oasis-geitarskinn- um af dýrustu gerð, ekta gylling- arborðar lágu á vinnuborði systr- anna, bunkar af bókum í vinnslu á ýmsum stigum. Hávaxinn stólkollur var í húsnæðinu fyrir gesti og þar sátu þeir og fabúleruðu, vinirnir og gestirnir: Jóhannes Kjarval sat þar löngum – gjörsamlega normal þar inni, Sigurður Benediktsson list- munasali numpaði þar um lífið og listina, leit inn daglega meðan hann lifði og leitaði slökunar í streði kífs- ins, Gunnar skipamiðlari Guðjóns- son, reisnarlegur og sjentilmann- læk, kom í Harris-Tweed Hunting coat með bækur til bands og Jón prófessor Steffensen muldraði lág- um rómi, hvernig hann vildi hafa frágang á bókum þeim, sem hann kom með. Einnig voru bræðurnir Vilhjálmur og Jón Ingvarssynir út- vegsbændur vinir og viðskiptamenn Unnar og menningarmiðstöðvarinn- ar. Og svo Magnús Kjaran stórsali og fagurkeri, sem varð tíðförult til þeirra systra og einnig fjallamað- urinn mikli og listaljósmyndarinn Þorsteinn Jósepsson, sem fól bók- bandsstofunni margvísleg verkefni alla tíð. Og ekki sízt Torfi Hjart- arson tollstjóri, sem kom með margan bókabunkann af sjaldfeng- um ritum, ábúðarmikill, en yfirleitt á hraðferð. Unnur Stefánsdóttir rak bók- bandsstofu í húsi fjölskyldunnar marga áratugi, lengi með Bentínu systur sinni, en eftir fráfall hennar var hún ein með reksturinn, unz hún lagði hann af vegna aldurs fyrir nokkrum árum. Stundum tók hún bókbandsnema um hríð, listfengar konur og unga menn, sem námu handverkið og listina af meistaran- um. Hún vann fyrir alla þekktustu bókamenn og bókasafnara landsins, einnig leituðu opinberir aðiljar, ráðuneyti og forsetar lýðveldisins til hennar, þegar færa þurfti stórgjafir erlendum höfðingjum. Hún var um áratugi viðurkennd bezti bókbindari landsins og hróður hennar barst víða. Leið mín til þeirra systra Unnar og Bentínu lá um garð Sigurðar Benediktssonar listmunasala fyrir óralöngu. Það var ævinlega upp- byggilegt og skemmtilegt að heim- sækja þær á vinnustofuna, þar sem þær stóðu og unnu að list sinni, ein- beittar og innlifaðar, en gáfu sér líka stund til að sinna gestum. Í hádeginu fóru þær systur oft prúðbúnar í ofurlitla heilsubótar- göngu um miðbæinn, bættu þá örlít- ið á rauðan kinnalitinn og skerptu á varalitnum og gengu virðulegar um gamla bæinn – og kíktu kannski í hádegiskaffi á Borgina í leiðinni. Stundum var vinkona þeirra, Bryn- hildur Sörensen sendifulltrúi í London, með í för, ef hún var stödd á landinu. Unnur Stefánsdóttir var sannsýn og heiðarleg manneskja, með leiftr- andi húmor, glæsileg á velli og hafði ótrúlega og lifandi þekkingu á per- sónugalleríi eldri Reykvíkinga. Hún lifði æðrulausu lífi, kröfur hennar voru litlar: sjerrístaup um helgar með vinum eða vinkonum, konjak með jólakaffinu, reglufesta í öllu dagfari og íheldin viðhorf til skjótra breytinga. Hún skilaði farsælu og fallegu lífsstarfi, fullu af list og fegurð, sem gleðja mun ókomnar kynslóðir. Blessuð sé minning Unnar Stefáns- dóttur. Bragi Kristjónsson. Unnur Stefánsdóttir var á 93. ári er hún lést hinn 30. ágúst sl. Lík- amsþrek hennar var þá mjög þorrið en sálarkröftum hélt hún allt fram á síðustu stundir. Minni var gott og skilningur á aðstæðum lítt skertur. Að baki átti hún merkan feril og langan sem frábær listamaður á því sviði, sem margir kalla handíðir eða iðnað. Á ég þar sérstaklega við bók- band hennar, sem sannarlega var allt í senn, fagurt, vandað og traust. Margar bækur hennar voru ekki að- eins vönduð handíð heldur gullfalleg listaverk, sem báru vott um ná- kvæma smekkvísi og sköpunargáfu. Þær kynntust fyrir áratugum kona mín, Sigrún og Unnur. Urðu þær vinkonur ævilangt og reyndar samverkamenn, því Sigrún nam bókbandslist af henni. Saman leystu þær svo gamlar og snjáðar skrudd- ur úr álögum. Þvoðu blöðin og slétt- uðu, bættu skemmdir á þeim og endurnýjuðu alskinnin á þessum fornminjum. Bættu spennsli og fegruðu og hættu ekki fyrr en ljóti andarunginn varð að fegursta svani. Ég veit um marga slíka, á reyndar fáeina sjálfur. Þorláksbiblía mín varð þannig til úr þrem görmum en er nú eins og ný – volg úr prent- smiðjunni á Hólum. Þetta settu þær stundum saman, vinkonurnar í áföngum uppi í Borgarnesi þar sem náttúrufegurðin blasti við augum þeirra, er upp var litið frá verkinu – og sopið á kaffibollanum. Þetta voru þeim góðar og glaðar stundir, sem síðar voru rifjaðar upp er þær hitt- ust hér syðra. Ég veit ekki fyrir víst hvenær ég kynntist Unni fyrst. Hún bjó í Grjótaþorpinu, rétt norðan Aðalstrætis en ég nálægt miðbæn- um, uppi í Suðurgötu. Oft fórum við strákarnir í hverfinu í bíó í Fjala- kettinum, sóttum brauð í bakaríið í Uppsalakjallaranum eða slóruðum þarna um nágrennið. Ég man þá eftir þeim Unni og Bentínu systur hennar, sem þá voru fagrar ung- meyjar, innan við tvítugt. Þær létu svo lítið að heilsa okkur strákunum, hlæja svolítið með okkur – og biðja fyrir kveðjur til mömmu. En með foreldrum okkar Unnar var löng og góð vinátta. Húsið Grjótagata 4 var í sameign Stefáns Eiríkssonar myndskera og Stein- unnar Thorarensen, afasystur föður míns. Bjó hún á efri hæðinni og þar dvaldi faðir minn hjá henni, er hann hóf menntaskólanám. Þeir urðu fljótt góðir vinir, Stefán og pabbi, þótt talsverður aldursmunur væri með þeim. Þeir héldu sambandi sín í milli meðan báðir lifðu. Svo var hann foreldrum mínum hugstæður að þau létu einn sona sinna heita Stefán, eftir þessum merka vini þeirra og kennara móður minnar. Unnur átti ekki langt að sækja listfengið og hagleikann. Stefán gerðist ungur tréskeri og myndlist- armaður. Fór hann utan að læra út- skurð og dráttlist. Að námi loknu í Danmörku fór hann til Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu til frekara náms og kynna. Þar ytra vann hann til verðlauna í samkeppni um gerð lágmyndar. Heim kominn hóf hann kennslu í myndskurði og teikningu. Varð það aðalstarf hans. Það verður þó að segjast að æski- legra hefði verið að Stefán gæti nýtt tíma sinn til sköpunar listaverka. Þau eru undrafögur en því miður ekki mörg. Brauðstritið við kennsl- una og skortur markaðar hér heima í fátækt og fámenni sá fyrir því. En nú er öldin önnur – sem betur fer. Samband okkar hjóna við Unni fór vaxandi eftir að við settumst að í Borgarnesi. Ég tók við bókasafni foreldra minna að þeim látnum. En þótt þetta væri smátt safn voru þó margar fágætar bækur í því, sumar komar úr safni afa míns á Gils- bakka. Augljóst var að margar þeirra þörfnuðust viðgerða og nýs bands. Kona mín, sem hafði lært undirstöðuatriði í bókbandi, vildi ekki láta við svo búið standa og hóf að bæta úr ýmsu þótt fornar bækur yrðu að bíða. Þá er það að við hittum Unni Stefánsdóttur og sögðum henni málavexti. Varð úr að hún tók að sér að koma í Borgarnes og dvelja þar öðru hverju í því skyni að hjálpa til við að lagfæra bækur okkar. Hún sá strax hve handlagin og smekkvís Sigrún er og ákvað að kenna henni aðferðir við listbókband. Þetta góða samstarf stóð í mörg ár og er gott að minnast margra stunda frá þess- um áföngum. Ég hef enga kunnáttu í bókbandi. En ég minnist þess að hafa horft á þætti þess starfs hjá Unni. Eitt efni þótti mér t.d. forvitnilegt að sjá. Það var hvernig hún bjó til kápuefni á bækur. Í stóran bakka setti hún vökva með Íslandsmosa, sem hún fékk í duftsformi frá Þýskalandi. Síðan voru notaðir olíulitir úr túp- um til þess að fá fram myndskreyt- inguna og loks voru blöðin hengd upp til þerris. Sigrún lærði þetta af Unni og notuðu þær ekki annað en þetta fagra kápuefni. En það er víst gagnslítið að vera að tala um bækur og bókband. Nú horfa allir í tölvur og sumir telja bækur úreltar. Ekki nema það þó. En hvað sem slíkum spám líður er víst og ábyggilegt að bækur unnar af Unni munu um langan aldur verða taldar listaverk og halda uppi nafni hennar. Við hjónin eigum góðar endur- minningar um öll kynni af Unni Stefánsdóttur. Ekki síst þeim stundum, sem hún dvaldi á heimili okkar í Borgarnesi. Það var heldur ekki ónýtt þegar þær stöllur slök- uðu á við bókband eða náttúruskoð- un og beindu kröftunum að mat- argerðarlist. Mér þóttu þær þá sanna kenningu móður minnar að matgerðin væri ein af perlum listanna. Og sjálfur var ég sýnilegt sönnungargagn um það að ég kunni að meta þá íþrótt. Sem persóna var Unnur yndisleg manneskja. Hún var tíguleg ásýnd- ar, hófsöm í tali um menn og mál- efni og góðviljuð í annarra garð. Hún las mikið og mundi vel það sem hún las, enda vel gefin og gerð á alla lund. Oft rifjaði hún upp frásagnir sem foreldrar hennar höfðu sagt henni og laðaði hún slíkar minning- ar fram úr huga sér með blandi af húmor og svolitlum hlátri. Og nú er löngu og merku lífi lok- ið. „Mínir vinir fara fjöld“, sagði Bólu-Hjálmar. Við sem kynntumst Unni Stefánsdóttur þökkum vináttu hennar, traust og trygglyndi. Biðj- um henni blessunar og segjum: Far þú vel. Ásgeir Pétursson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 29 ✝ Sigríður Egils-dóttir fæddist á Galtalæk í Biskups- tungum 5. maí 1915. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. ágúst síðastliðinn. Foreldar hennar voru Egill Eg- ilsson, f. 8. ágúst 1870, d. 15. des. 1954 og Guðlaug Steinunn Guðlaugsdóttir, f. 19. maí 1879, d. 30. jan. 1967. Systkini Sigríð- ar voru: Egill, f. 14. júlí 1898, d. 9. janúar 1984, Jóhanna, f. 15. apríl 1900, d. 30. janúar 1987, Oddný, f. 14. maí 1902, d. 22. apríl 1990, Jóhannes, f. 29. ágúst 1904, d. 8. júlí 1991, Guðlaugur Her- mann, f. 10. febrúar 1906, d. 12. maí 1992, Lovísa Aðalbjörg, f. 7. september 1908, d. 8. febrúar 1994, og Guðmundur, f. 26. ágúst 1913, d. 6. nóvember 1991. Fyrri maður Sigríðar var Guð- mundur Rósenberg Bjargmunds- son, f. 28.4. 1916, d. 13.10. 1966. Börn þeirra eru: 1) Erling Rósen- berg, f. 28. júlí 1936, d. 8. sept- ember 1940. 2) Una Oddbjörg, f. 10. október 1937. Eiginmaður hennar er Þórir Skúlason, f. 17. ágúst 1937. Börn þeirra eru Sig- ríður, f. 26. ágúst 1961, Skúli, f. 4. apríl 1965 og Sæunn, f. 30. júlí 1967. Barnabörn Unu og Þóris eru tíu. 3) Erling Rósenberg, f. 28. júlí 1947. Eig- inkona hans er Vil- helmína Ísaksen, f. 11. ágúst 1948. Börn þeirra eru Guðmund- ur Reidar, f. 25. maí 1968 og Ómar Rósen- berg, f. 9. mars 1970. Barnabörn Erlings og Vilhelmínu eru sex. Seinni maður Sig- ríðar var Indriði Sal- ómon Friðbjarnar- son, f. 25.12. 1909, d. á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. júní sl. Indriði átt einn son með fyrri eiginkonu sinni, Aðalbjörn, sem lést skömmu eftir fæðingu. Fósturson áttu þau hjón, Eið, f. 10.2. 1936, d. 6.3. 1987. Dótt- ir Eiðs er Arnbjörg, f. 1.9. 1957. Sigríður ólst upp á Galtalæk í Biskupstungum, flutti að heiman um tvítugt og bjó lengst af í Reykjavík en bjó þó einnig nokkur ár á Selfossi. Hún sinnti ýmsum störfum um ævina, s.s. við fisk- vinnslu og var starfsmaður við sjúkrahús. Síðustu æviárin dvöldu Sigríður og Indriði á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Sigríðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú er amma okkar og langamma farin yfir móðuna miklu, við vorum svo heppnir að hafa ömmu með okkur öll okkar uppvaxtarár þá minnumst við þess þegar við heimsóttum og vor- um stundum marga daga hjá ömmu og Indriða á Selfossi í Landsbankan- um þar sem Indriði var húsvörður og fengum við að ganga með honum bak við afgreiðsluna sem var nú ekki lítið gaman fyrir litla stráka, leika okkur í garðinum aftan við bankann og svo var jú alltaf góður matur hjá ömmu og Indriða, saltfiskurinn var vinsæll hjá þeim og góður. Alltaf passaði amma uppá að við færum með bæn fyrir háttinn. Amma lét ljóð fylgja gjöf til okkar og það var svona; Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson.) Það voru forréttindi að fá að hafa þig svo lengi, amma. Ómar Rósenberg Erlingsson og börn. Guðmundur Erlingsson og fjölskylda. Mig langar að þakka ömmu Siggu fyrir samfylgdina. Þakka fyrir góða ömmu með stórt hjarta. Þegar ég var lítil beið ég alltaf spennt eftir að sjá hvað amma Sigga gæfi mér í afmælisgjöf. Hennar gjafir voru svo sérstakar, einstakar eins og hún sjálf. Á unglingsárunum þegar mér fannst nafnið okkar nú heldur kerlingarlegt fyrir mig þá var ég samt þakklát fyrir að heita sama nafni og amma, því amma var sérstök og ég vildi vera þannig. Amma Sigga varð gömul í árum en alltaf ung í anda. Hún fylgdist vel með börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Henni fannst við kannski ekki alltaf skynsöm eða smekkleg og hún lá ekkert á skoðun- um sínum með það. Svo hló hún bara að öllu saman og við líka. Hún fylgdist ekki bara með okkur sem stóðum henni næst. Hún fylgdist líka vel með þjóðmálunum. Ég man að í vor fannst henni mesta vitleysa að fara út í for- setakosningar. Að láta svona við hann Ólaf eins og hún sagði. Henni fannst líka alltof mikið um stríð og hörmung- ar í heiminum. Hún var því alltaf fegin þegar ferðaglaðir afkomendur hennar komu heilir til baka úr utanlandsferð- um sínum. Amma Sigga var alltaf smekklega klædd og vel til höfð, vissi vel hvað var í tísku og ekki síður hvað var við hæfi. Hún skildi ekkert í því hvað við mamma vorum latar að fara á útsöl- urnar í sumar, hún hefði sko farið hefði hún getað. Ég á margar og bara góðar minn- ingar um ömmu. Ein er mér sérstak- lega kær. Fyrir nokkrum árum sagði hún mér að hana hefði alltaf langað að sjá kertafleytinguna á Reykjavíkurt- jörn, sem fram fer í ágúst ár hvert. Það væri auðvitað ágætt að sjá þetta í sjónvarpinu en ábyggilega betra að vera á staðnum. Svo við drifum okkur bara næst þegar kertum var fleytt og amma varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún gladdist eins og barn. Þá fann ég svo vel hvað það er gott að vera með fólki eins og ömmu Siggu sem kunni af öllu hjarta að gleðjast yfir litlu. Elsku amma Sigga, hún er yndisleg minningin um hlýtt handtak þitt, þeg- ar við kvöddumst í síðasta sinn. Guð geymi þig. Þín Sirrý. Elsku langamma Sigga. Þú varst alltaf glöð og skemmtileg. Þú varst alltaf í góðu skapi og alltaf tilbúin að taka á móti gestum. Ef ég ætti að lýsa þér í þremur orðum þá vantar mig fleiri orð. Þú varst mjög skemmtileg, góð, fín og svo margt, margt fleira. Ég mun alltaf muna hvað þér fannst gaman að fá heimsókn og hvað öllum fannst gaman að fara í heim- sókn til langömmu Siggu. Ég man seinustu heimsóknina mína til þín. Þá gaf ég þér eyrnalokka sem þú varst mjög ánægð með og baðst strax um að láta setja þá á þig. Elsku langamma Sigga, takk fyrir dagana og árin sem við áttum saman. Kveðja til þín, langamma, þinn Hjalti. Ég vil með örfáum orðum minnast móðursystur minnar Sigríðar Egils- dóttur, en hún er síðust systkinanna átta frá Galtalæk í Biskupstungum, sem yfirgefur þessa jarðvist. Í hugann koma minningar frá æskuárum er ég ungur drengur í Hafnarfirði ferðaðist inn til Reykja- víkur með móður minni, en þá var æv- inlega komið við hjá Siggu frænku en þær systur voru mjög samrýndar, gleði og léttleiki ávallt ríkjandi þegar þær hittust, sem hélst alla tíð á meðan báðar lifðu og ekki spillti fyrir ef vin- konur þeirra Setta og Gunna, syst- urnar frá Höfða, voru viðstaddar. Gjarnan var farið í gönguferðir í bæ- inn ásamt okkur börnunum, það voru sannarlega glæsilegar ungar konur sem gengu um Reykjavíkurgötur SIGRÍÐUR EGILSDÓTTIR SJÁ SÍÐU 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.