Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 33
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 33 A b d h ð f K li G ð d i Ríkh ði Jó i 925 li ilf k 44 900 ERNA gull- og silfursmiðja. Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3, sími 552 0775. Opnunartími alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-14 1924 2004 Ætla má að hugmyndir Íslendinga umhollenska menningu breytist rót-tækt á næstu dögum, burt frá stað-almyndum um tréklossa og túl- ípana, en 9.–15. september verða Hollenskir dagar í Reykjavík með áherslu á listir. Á Hol- lenskum dögum gefst almenningi kostur á að kynna sér hollenska tónlist, kvikmyndir, bók- menntir og vídeólist. Meðal helstu atburða á Hol- lenskum dögum verður útgáfa bókarinnar Ást- araldin, sem einnig hefur gerð kvikmynd eftir, en hún verður sýnd í Regnboganum. Þá verða á föstudag og laugardag tónleikar með karnival- hljómsveitinni Van Alles Waat í miðbæ Reykja- víkur, sem leikur háværa og fjöruga tónlist í lit- ríkum búningum. Klukkan þrjú á sunnudag verða í Ráðhúsi Reykjavíkur fjölskyldutónleikar með Caput-hópnum, þar sem meðal annars verður flutt verk fyrir kúabjöllur. Þá verður hollenskur orgelleikari með tónleika í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöldið klukkan átta og er ókeypis að- gangur fyrir almenning. Hollenskir dagar eru haldnir í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Hallgrímskirkju, Ríkisútvarpið, Eddu, Regnbogann, SAFN nútímalistasafn og fleiri að- ila. Mun sendiherra Hollands á Íslandi, Erik Ader, sem hefur aðsetur í Osló koma í heimsókn hingað til lands af þessu tilefni. Bjarni Finnsson er aðalræðismaður Hollands á Íslandi og einn aðalskipuleggjandi Hollenskra daga. Segir hann komu hollenskra listamanna hingað til lands vera ánægjulegt upphaf að sam- skiptum sem vonandi muni fara vaxandi í framtíð- inni. Hvað finnst þér standa upp úr í atburðum há- tíðarinnar? „Það er vissulega erfitt að draga eitthvað eitt út úr, en útkoma bókarinnar Ástaraldin á íslensku er svo sannarlega stór viðburður, en höfundurinn Karel Glastra van Loon verður hér viðstaddur. Þá verða umræður um bókina og höfundinn. Síðan verður mjög spennandi að sjá „sögu hollenskrar videolistar“ í Listasafni Reykjavíkur. Einnig verður margt afar áhugavert á hvíta tjaldinu hjá Regnboganum og merkileg sýning á verkum Pie- ter Holstein, en eins og ég segi verður erfitt að gera upp á milli atburða.“ Hvernig er menningarsamskiptum þjóðanna háttað um þessar mundir? „Menningarsamskipti þjóðanna eru einkum þau að mikill fjöldi íslenskra listamanna stundar nám í Hollandi og hefur gert árum saman, þeim fjölgar frekar en hitt.“ Bjarni segist að lokum vona að þessi umfangs- mikla kynning verði til að auka hróður hollenskra bókmennta hér á landi. Dagskrá Hollenskra daga má nálgast á slóðinni www.holland.is Menning | Hollenskir dagar haldnir í Reykjavík með tilheyrandi pomp og prakt  Bjarni Finnsson er fæddur í Reykjavík árið 1948. Hann er mennt- aður garðyrkjufræð- ingur og kaupmaður. Bjarni rak Blómaval í 30 ár, þar til ársins 2000, en hefur síðan verið í ýmsum störfum, aðallega tengdum gróðurhúsarækt. Þá er Bjarni aðalræðismaður Hollands á Íslandi. Bjarni er kvæntur Hildi Baldursdóttur og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. Fjölbreytt og fjörug dagskrá í boði Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Léleg þjónusta ÉG var fór að skoða Gullfoss, ásamt dóttur og barnabarni, um sl. helgi. Þegar við vorum búnar að skoða fossinn ákváðum við að fá okkur heitt súkkulaði, eins og auglýst var í þjónustumiðstöðinni á staðnum. Þegar við komum inn segir af- greiðslustúlkan við okkur: „Var ólæst, við erum eiginlega búin að loka.“ Þegar ég spurði hvenær væri lokað sagði stúlkan að það væri þegar „traffíkin“ væri búin. En þeg- ar við komum þar að var stór rúta að renna í burtu. Við fengum náð- arsamlega að kaupa ís handa barninu en gátum ekki fengið heitt súkkulaði, ekki einu sinni til að taka með okkur. Þetta finnst mér léleg þjónusta því ekki var auglýstur neinn af- greiðslutími. En við enduðum á Hótel Geysi og fengum þar mjög góðar móttökur. Helga Árnadóttir. Voru börnin nafnlaus? KÆRI Velvakandi, ég horfði á opn- un Þjóðminjasafns okkar í sjón- varpinu og sá tvö lítil börn, und- urfalleg bæði, með þjóðminjaverði og svo forsetahjónum okkar. Voru þessi börn nafnlaus eða eru börn ekki líka menn? 020533-4559. Gleraugu týndust í Fossvogi GLERAUGU týndust í Búlandi í Fossvoginum sl. sunnudagskvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 898 8890. Kettlinga vantar góð heimili VEGNA óviðráðanlegra orsaka þurfum við góð heimili fyrir 6 kassavana, blíða og fjöruga kett- linga; Tímóteus og Dósóteus eru steingráir högnar; Blettur, Flekkur og Skellur eru gráir og hvítir högn- ar og „Keli“ er svört og hvít læða. Upplýsingar í síma 690 0048 og 690 0047. Dylgjur og óhróður Víkverja VÍKVERJI réðist á dögunum ómaklega gegn því sem hann nefndi „metrósexúala“ en má frekar nefn- ast borgkynhneigð. Hann tók það upp hjá sjálfum sér að ráðast gegn snyrtimennsku. Þessu vil ég mótmæla. Falleg og slétt húð ber vitni um umhyggju fyrir sjálfum sér. Hrjúfur karl- mannleiki virkar aðeins fráhrind- andi og minnir á forna tíma þegar það þótti karlmannlegt að þegja. Ég held að Víkverji sé ekki í nógu miklum tengslum við sjálfan sig og finnst hann ætti að setjast niður og ræða við sjálfan sig á andlegu nót- unum. Kannski er hann á móti framförum? Borgkynhneigð búðarloka. SÝNING á verkum Höllu Gunn- arsdóttur verður opnuð í The New York Academy of Art í New York í dag. Hún lauk þaðan námi á síðasta ári og hefur síðan verið styrkþegi við skólann og starfað þar sem aðstoð- arkennari. Sýningin er afrakstur þess árs sem hún hefur notið styrks- ins. Halla er búsett í New York og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga þar og unnið til verðlauna, svo sem The Gerald Mennin Art Award og The Dahesh Museum Award. Heiti sýningarinnar er „Limbus“ sem er latneska heitið yfir limbó, og vísar það að sögn Höllu til fant- asíuheims, eða þess ástands sem ein- kennir hugann þegar hann er stadd- ur í millibilsástandi limbósins. Á sýningunni eru 25 verk sem saman mynda fjögur stór verk. Öll eru þau fígúratífir skúlptúrar, unnir í gifs. Myndlist | New York Academy of Arts Sýnir fígúratíva skúlptúra Eitt verka Höllu Gunnarsdóttur. NÝJASTA skáldsaga Birnu Önnu Björns- dóttur, Klisjukenndir, sem kemur út hjá Máli og menningu í októ- ber, hefur þegar verið seld til Þýskalands og kemur þar út á næsta ári. „Það er afar óvenjulegt að óút- komnar skáldsögur séu seldar til erlendra útgáfufyrirtækja en í kjölfarið á góðri sölu á þýskri þýðingu skáld- sögunnar Dís, sem Birna Anna skrifaði í félagi við Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur, ákvað útgáfu- fyrirtækið Bastei-Lübbe að gefa einnig út nýjustu bók Birnu Önnu,“ segir Kristján B. Jónasson útgáfu- stjóri. „Réttindastofa Eddu útgáfu gekk frá samningum þess efnis og nú er ljóst að þýsk þýðing bók- arinnar, sem hlotið hefur nafnið Stereotypisch á þýsku, kemur út á árinu 2005. Bókin greinir frá æv- intýrum Reykjavíkurstúlkunnar Báru sem á í afar stormasömu sambandi við tvo óvenjulega menn.“ Kristján segir að titill sögunnar sé í nokkru samræmi við stíl höfundarins. „Þetta er gamansöm og írónísk frásögn. Kenndir aðalpersón- unnar eru klisju- kenndar en mennirnir sem hún er í sambandi við eru einnig afar klisjukenndir.“ Skáldsagan Dís eft- ir Birnu Önnu Björnsdóttur, Odd- nýju Sturludóttur og Silju Hauks- dóttur kom út árið 2000 og var ein af metsölubókum þess árs. Höfund- arnir þrír skrifuðu einnig handritið að samnefndri kvikmynd sem Silja Hauksdóttir leikstýrir og er nú sýnd í kvikmyndahúsum. Dís kom út á þýsku árið 2003 undir heitinu Männer gibt’s wie Fisch im Meer í þýðingu Colettu Bürling og Betty Wahl. Bækur | Óútkomin skáldsaga Birnu Önnu seld til Þýskalands „Afar óvenjulegt“ HVAÐA aðferðir eru hentugastar við varðveislu fornleifa þar sem mark- miðið er jafnframt að hafa þær sýni- legar? Hvernig má varðveita hið upp- runalega hlutverk muna/minja um leið og þær eru settar í nýtt samhengi til að auðvelda gestum að sjá fyrir sér notkun þeirra og sögu? Þessar spurn- ingar eru meðal þeirra sem settar verða fram á málþingi um miðlun fornleifa í Snorrastofu í Reykholti á morgun, en það hefst um kl. 13.00 og stendur til 17.00. Að málþinginu standa Snorrastofa, Fornleifavernd ríkisins, Þjóðminja- safn Íslands og Háskólinn á Hólum. Tilgangur málþingsins er að stefna saman fulltrúum hérlendra stofnana sem fást við miðlun menningarminja, og þá einkum fornleifa, en mikil gróska hefur verið í fornleifarann- sóknum hin síðari ár. Markmiðið er að skapa umræðu um aðferðafræði og nálgun slíkra verkefna og verður miðlun skoðuð út frá ýmsum sjónarhornum. Munu stjórnendur fornleifarannsókna á Hólum, Skriðuklaustri og Reykholti skýra frá aðferðum og umfangi miðl- unar rannsókna á hverjum stað fyrir sig, en allir hafa þessir staðir hlut- verki að gegna í kirkjulegu samhengi. Allar tengjast rannsóknirnar ís- lenskri kirkjusögu og þróun þessara staða allt frá miðöldum. Einnig munu taka til máls fulltrúar frá stofnunum á sviði minjavörslu, ferðamálafræða og fyrirtækis á sviði miðlunar. Málþingið verður haldið í Skóla- húsinu í Reykholti og er öllum opið. Málþing um miðlun fornleifa Morgunblaðið/Kristinn Keldudalskirkjugarður. Við hægri hlið grafarinnar sem enn geymir bein má fyrst sjá örlitla gröf ung- barns og gröf barns sem bein hafa nú verið fjarlægð úr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.