Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 36
MENNING 36 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ LAKKRÍSVERK, skúlptúrar og víd- eóverk, eru meðal þess sem Gjörn- ingaklúbburinn sýnir á annarri einkasýningu sinni í Gallerí i8, sem opnuð verður í dag. „Engir lifandi gjörningar að þessu sinni,“ segja þær Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir, en auk þeirra er Sigrún Hrólfsdóttir félagi í klúbbnum. Þetta verður þó ekki al-gjörn- ingalaus sýning, því vídeóverkið sem þær sýna, er upptaka af gjörn- ingi sem klúbburinn hefur framið nokkrum sinnum. Gjörningaklúbburinn hefur átt annríkt að undanförnu við sýn- ingahald erlendis, meðal annars á Listamessunni í Basel, í Gent, í Berl- ín og í New York. Í Basel vakti klúbburinn mikla athygli og voru verk hópsins seld til þekktra safn- ara í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. „Þetta ár er búið að vera mjög viðburðaríkt,“ segir Eirún. „Við höfum verið með ákveðið þema í gangi í sumar, en með mismunandi áherslum, og það sem við sýnum hér er hluti þess sem við sýndum í Ba- sel,“ segir Jóní. „Gjörninginn erum við búnar að vera að sýna í ár, en langaði til að taka hann upp núna og klippa, til að sýna á þessari sýningu. Við vildum líka eiga hann í þessu formi, og þó hann sé ekki sýndur „live“, þá verður hann alltaf í gangi, að nóttu sem degi, allan sólarhring- inn – og um helgar, og verður sýnd- ur í glugganum, þannig að gang- andi vegfarendur sjá hann líka. Það kemur í staðinn fyrir að sýna hann í lifandi flutningi.“ Sýninguna kalla þær Fjölleikahús hjartans, og eru verkin ólík. Hekl- aður sokkabuxnahamur er eitt þeirra. „Við erum svolítið í verk- fræði ömmunnar,“ segir Jóní, „og höfum verið að finna okkur í ákveð- inni handavinnu sem tengist henni, okkur til gagns og gamans. Það eru ákveðin efni sem við erum hrifnar af og líka ákveðin handavinnubrögð sem hafa tælt okkur. Þetta er eig- inlega fljúgandi sýning, loftfim- leikar í ýmsum skilningi.“ „Loftið og hraðinn er áberandi í nokkrum verkanna,“ bætir Eirún við. „Í lakkrísverkinu erum við á fleygi- ferð á miklum hraða í app- ollólakkrís-sportbíl gegnum stjörnuhimin Van Goghs.“ Eirún segir að nafnið á sýning- unni, Fjölleikahús hjartans, geti átt við um allt sem gerist í heiminum, gleði og sorg, og að það segi þá líka jafnframt að það sem Gjörn- ingaklúbburinn geri, komi frá hjart- anu og ástinni á viðfangsefnunum hverju sinni. „Kannski er þetta líka svolítið „lovlí“ óður til fjölleikahús- anna, sem hafa haft mikil áhrif á okkur síðasta árið,“ segir Jóní, og Eirún segir að þar þrífist einmitt alls konar furður og fyrirbæri, fólk og dýr, sem séu látin gera alls konar hluti. „Í fjölleikahúsunum er margt skrýtið og óraunverulegt, og sýn- ingin okkar endurspeglar það allt saman. Í hjartanu búa ekki bara fagrir, góðir hlutir, heldur líka skrýtnir hlutir; – öll hjörtu hafa eitt- hvað að segja og geta gert hluti af hjartans innlifun, ekki bara hjörtu Gjörningaklúbbsins,“ segja Eirún og Jóní. Gallerí i8 er á Klapparstíg 33 og er opið miðvikudaga til föstudaga 11–17, laugardaga 13–17 og eftir samkomulagi. Myndlist | Gjörningaklúbburinn opnar sýningu í i8 í dag Verkfræði ömmunnar í hekluðum sokkabuxnaham Morgunblaðið/Þorkell Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir. Á ljósmyndina vantar Sigrúnu Hrólfsdóttur, sem situr með þeim í appolólakkrísbílnum í baksýn. Í KETILHÚSINU á Akureyri, stendur yfir sýning á nýjum verkum eftir Óla G. Jóhannsson undir yf- irskriftinni „Smátt og stórt“. Sækir Óli í smiðju Cobra-hópsins (1948– 1951) sem skartaði listamönnum á borð við Karel Appel, Asger Jorn og Corneille. Cobra hópurinn á sér sterka sögu í danskri, belgískri og hollenskri myndlistarsögu og er gíf- urlegt framboð á verkum eftir gömlu Cobra-málarana og þeirra líka í þessum löndum, enda eftirspurnin mikil og aðdáendahópurinn stór. Óli hefur lengi tileinkað sér þetta mynd- mál og bætir í sjálfu sér litlu við það. Reyndar sjáum við nýjar áherslur á sýningunni í Ketilhúsinu frá síðustu sýningum hans hér á landi, þ.e. fíg- úrasjón og teikningu. En þetta eru ekki nýjar áherslur innan Cobra- málverksins. Aukin áhersla Óla á teikningu, þ.e. að teikna með máln- ingunni, er að skila mun trylltari verkum en ég hef áður séð frá lista- manninum. Má vera að aukin teikn- ing sé til komin vegna aukinnar framleiðslu. En hún er samt sem áð- ur að ganga betur upp en annað á sýningunni. Óli sýnir mikið magn málverka sem hanga jafnt innan húss sem ut- an. Ekki vil ég gera lítið úr vinnu- semi Óla, hún er svo sannarlega virðingarverð, en metnaðurinn virð- ist samt liggja í magni frekar en mynd. Engin marktæk úttekt virðist hafa verið gerð á málverkunum og enga rannsókn að sjá á myndmálinu, sem er miður þar sem að myndmálið er þetta viðtekið og margnotað og raun ber vitni. Magn frem- ur en mynd MYNDLIST Ketilhúsið Opið alla daga nema mánudaga frá 13– 17. Sýningu lýkur 12. september. MÁLVERK – ÓLI G. JÓHANNSSON Jón B.K. Ransu Áskriftarkort á 6 sýnigar Aðeins kr. 10.700 Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Í kvöld kl. 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9 MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 10/9 kl 20 Lau 11/9 kl 20 Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl. 20, Fö 10/9 kl 20, Lau 11/9 kl 20, fi 16/9 kl 20, fö 17/9 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐUNN SIGURRÓS ofl. Afmælis- og útgáfuhátíð Mi 15/9 kl 20 - Aðeins einir tónleikar Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200 Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Fim. 9. sept. kl. 19.30 Fös. 10. sept. kl. 19:30 Sun. 12. sept. kl. 19:30 SÍÐUSTU SÝNINGAR: ATH. 2 AUKASÝN. Vegna gríðarlegrar eftirspurnar Fös. 17. sept. kl. 19.30 Sun. 19. sept. kl. 19.30 Vegna mikils álags á símkerfinu viljum við benda á að hægt er panta miða með tölvupósti í miðasala@smaralind.is eða inn á www.fame.is. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Lau . 11 .09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI F im . 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 24.09 20 .00 AKUREYRI „Massa s tuð , svaka s temning , a l l i r s tóðu upp í lok in . M i g langa r a f tu r ! " - B j ö rk Jakobsdó t t i r l e ikkona - 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning Lau 11/9 kl. 18 NOKKUR SÆTI LAUS Lau 11/9 kl. 21 ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 12/9 kl. 20 NOKKUR SÆTI SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni fös 24/9 kl. 20 - sala í fullum gangi HÁRIÐ „tryggðu þér miða“ Erich Wolfgang Korngold ::: Robin Hood Jón Þórarinsson ::: Þrír mansöngvar Maury Yeston ::: Kyndarasöngurinn úr Titanic Marlcolm Arnold ::: Tam O´Shanter, op. 51 Jón Leifs ::: Björn að baki Kára úr Sögusinfóníunni Kurt Weill ::: Mackie Messer úr Túskildingsóperunni Stephen Sondheim ::: Broadway Baby úr Follies Richard Strauss ::: Till Eulenspiegels lustige Streiche HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einsöngvari ::: Maríus Sverrisson Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Glæsileg byrjun Starfsár Sinfóníuhljómsveitarinnar hefst á fimmtudaginn með glæsi- legum tónleikum þar sem kynnt er til sögunnar ný íslensk söngstjarna á hraðri uppleið: Maríus Sverrisson. Maríus hefur gert garðinn frægan í Þýskalandi undanfarið þar sem hann hefur m.a. verið í lykilhlutverki í verðlaunasöngleiknum Titanic, sem gekk fyrir fullu húsi í 10 mánuði samfleytt. Tryggðu þér miða og góða byrjun á menningarvetrinum! Hljómar um helgina Leikhúsgestir munið spennandi matseðil S: 568 0878

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.