Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 Ísl tal.
Þeir hefðu átt að láta hann í friði.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP
KL. 8 OG 10.20.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára.
S.V. Mbl.
HP. Kvikmyndir.com
S.V. Mbl.
HP. Kvikmyndir.com
Kemur steiktasta grínmynd ársins
SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN
ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA.
I I I I
Í I I .
G.E.
Ísland í bítið/Stöð 2
Kvikmyndir.com
S.K., Skonrokk
Ó.H.T Rás 3.
Ó.H.T Rás 3.
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.20. b.i. 12 ára
KRINGLAN
10. B.i 14 ára.
ÁLFABAKKI
kl. 8 B.i 14 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. b.i. 14 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.40, 8, og 10.20.
STÓRSKEMMTILEG
Ó.H.T Rás 2
O.O.H. DV
S.G. Mbl
S.V. Mbl
Ó.Ó.H. DV
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8.
Forsýning kl. 8.
Tom Hanks Catherine Zeta-Joness t ri t -J s
ALMENN miðasala
á tónleika Marianne
Faithfull hófst í gær
en þessi heimsfræga
söngkona mun halda
tónleika á Broadway
11. nóvember nk.
Einungis eru um 750
miðar í boði en mið-
arnir sem fóru í for-
sölu á mánudag ruku
að sögn út á svip-
stundu. Miðasala fer
fram á Hard Rock
Café og á Concert.is. Faithfull er á
leið í Skandinavíutúr og mun heim-
sækja Reykjavík, Kaupmannahaöfn,
Helsinki og Ósló. Hún varð fyrst
fræg árið 1964 fyrir flutning sinn á
„As Tears Go By“ eftir þá Mick
Jagger og Keith Richards. Samband
hennar og Jaggers á sjöunda ára-
tugnum varð frægt
en þekktasta sóló-
plata Faithfull er
Broken English frá
1979. Faithfull gaf
síðast út plötuna
Kissing Time árið
2002 þar sem m.a.
komu við sögu og
sömdu með henni
tónlist þeir Damon
Albarn úr Blur,
Billy Corgan, fyrr-
um Smashing
Punpkins-forkólfur, Jarvis Cocker
úr Pulp og Beck. Platan fékk fína
dóma hjá gagnrýnendum líkt og
reyndar flest hennar verk í gegnum
tíðina. Gert er ráð fyrir að Faithfull
muni taka lög af þessari nýjustu
plötu sinni auk eldri og kunnari laga
frá 4 áratuga löngum ferli.
Tónleikar | Miðasala hafin á Marianne
Faithfull
Fer vel af stað
Marianne Faithfull er í hópi
virtustu söngkvenna rokk-
sögunnar.
NOKKUÐ er um liðið síðan Heimir
Björgúlfsson sneri sér að mestu að
myndlist en hann er fráleitt hættur
í tónlistinni eins og sannast á nýút-
komnum plötum, annars vegar
nýrri breiðskífu hljómsveitarinnar
The Vacuum Boys og hins vegar
plötu sem Heimir gerir við þriðja
mann. Fleiri útgáfur eru svo í að-
sigi.
Ný breiðskífa The Vacuum Boys,
Space Breakdance Challenge, er
tekin upp á tónleikum í Þýskalandi
og Hollandi 2002. „Við ákváðum það
áður en sú tónleikaferð hófst að
spila „breakdance“-tónlist og þess
vegna er platan eins og hún er,“
segir Heimir, en gríðarlegur munur
er á tónlistinni á þessari plötu sam-
anborið við fyrstu plötu hljómsveit-
arinnar, The Vacuum Boys Play
Songs From the Sea of Love.
Eins og fram kemur er nokkuð
um liðið síðan upptökur fóru fram,
en Heimir segir að útgáfa hafi tafist
vegna þess hve eftirvinnsla tók
langan tíma. „Það var ákveðinn list-
rænn ágreiningur innan hljómsveit-
arinnar og svo er erfitt að koma
mönnum saman á sama stað og
sama tíma, við erum allir svo upp-
teknir í ýmsu öðru, hver í sínu
horni.“
The Vacuum Boys og Pimmon
Ekki er bara að Heimir kemur
fram með The Vacuum Boys á nýrri
plötu heldur er stutt síðan önnur
plata kom út þar sem hann hefur
um vélað, Still Important Somekind,
sem þeir gera saman hann, Helgi
Þórsson, liðsmaður Stilluppsteypu,
og ástralski tónlistarmaðurinn Paul
Gough sem kallar sig Pimmon.
Heimir segir að það eigi sér nokkuð
sérstakan aðdraganda.
„Sá sem stýrir Earational-
hátíðinni í Den Bosch bað Still-
uppsteypu að koma fram á hátíðinni
2003 og sem einskonar upphitun
bað hann mig og Helga að koma
fram á hátíðinni 2002, en þá var hún
með minna sniði, einskonar upp-
hitun fyrir 2003. Síðan gerðist það
að ég hætti í Stilluppsteypu en samt
stóð planið um að við Helgi kæmum
fram. Við vorum svo settir á sama
kvöldið og Pimmon, en þegar nær
dró óskuðu skipuleggjendur hátíð-
arinnar að við myndum koma sam-
an allir þrír, sem okkur leist bara
vel á,“ segir Heimir.
Þeir Heimir, Helgi og Pimmon
fóru í hljóðver kvöldið áður en þeir
áttu að koma fram og tóku upp hálf-
an þriðja tíma af tónlist og spiluðu
síðan í hálftíma daginn eftir, sem
einnig var tekið upp. Robert Hamp-
son, sem var að spila á sömu hátíð,
bauðst svo til að vinna upptökurnar
undir útgáfu, klippa þær til og
sníða, og Heimir segir að þeir hafi
treyst honum fullkomlega fyrir
verkinu, hafi ekkert skipt sér af því
sem hann gerði.
Heimsókn í aðsigi
Þess má geta að Robert Hamp-
son er svo væntanlegur hingað til
lands til tónleikahalds síðar á árinu
og þá kemur einnig hingað til lands
Jonas Ohlsson, myndlistar- og tón-
listarmaður, en Heimir gerði ein-
mitt með honum plöturnar Fur Yo-
ur Bears Only og Unspoken Word
Tour. Þriðja plata þeirra félaga er
svo í burðarliðnum, upptökum er
lokið og hún kemur út í janúar.
Ný Vacuum Boys-plata er svo í
vændum, því upptökur frá síðustu
tónleikaferð sveitarinnar, sem gekk
undir nafninu „Karibu Hatari“, eru
nú í vinnslu til útgáfu á næsta ári
undir nafninu The Vacuum Boys
Safari Adventure, aukinheldur sem
hljómsveitin vinnur við leynilegt
verkefni sem Heimir segir að felist
meðal annars í því að spila á hefð-
bundin hljóðfæri.
Brotnir taktar, brak og brestir
Plata er væntanleg með Heimi
Björgúlfs og Vaccum Boys.
Tónlist | Heimir Björgúlfsson hefur í nógu að snúast