Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 2

Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 VÍS býður öllum á völlinn Framarar Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana í þessum mikilvæga leik Fram Keflavík– BLÓÐSÚTHELLINGAR Mannræningjar í Írak hóta að drepa tvo Bandaríkjamenn og einn Breta, sem þeir halda í gíslingu, ef öllum kvenföngum í landinu verður ekki veitt frelsi. Þá biðu að minnsta kosti tuttugu Írakar bana í sjálfs- morðssprengjuárás í borginni Kirk- uk í gærmorgun og er þá tala fall- inna í Írak komin yfir 400 í þessum mánuði. Brot á varnarsamningnum Á sjöunda áratugnum komust lög- fræðingar Pentagon að því að ekki væri hægt að kalla orrustuþotur Bandaríkjahers heim án samþykkis ríkisstjórnar Íslands. Ef ekki fengist samþykki hennar jafngilti það broti á nokkrum greinum samningsins, einkum þeim sem snúast um stærð og samsetningu heraflans. Þetta kom fram í fyrirlestri Vals Ingi- mundarsonar sagnfræðings á ráð- stefnu um málefni smáríkja í gær- morgun. Stórbruni í Ólafsvík Hundraða milljóna tjón varð í stórbruna í Ólafsvík í fyrrinótt en þá brann fiskvinnsluhús Klumbu til kaldra kola. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn og ekki fékkst neitt við ráðið enda að- stæður erfiðar og mikill eldsmatur í húsinu. Norðanrok gerði illt verra. Hjá fyrirtækinu vinna 27 manns. Húsið er nokkuð komið til ára sinna og nokkrum sinnum hafði verið byggt við það. Það var enn end- urbætt í sumar og m.a. settur í það nýr lausfrystir. Mengandi slökkvitæki Um 6.000 slökkvitæki með Haloni, öflugasta ósoneyðandi efni sem þekkist, eru í umferð hér á landi. Bannað er að nota þau við slökkvi- störf og þau eru flokkuð sem hættu- legur úrgangur. Mikið af slíkum tækjum seldist þar til bann var sett við notkun þeirra árið 1993 en þau hafa aldrei verið innkölluð. Virkjun eyðileggur á Framkvæmdastjóri Hestasports- Ævintýraferða, sem hefur staðið fyrir vinsælum flúðasiglingum í Vestari- og Austari Jökulsá í Skaga- firði, segir að verði af Skata- staðavirkjun þýði það dauðadóm yfir starfsemi fyrirtækisins. Miðað við frumhönnun virkjunarinnar muni hún eyðileggja eina af flottustu ám Evrópu þar sem boðið er upp á flúðasiglingar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Auðlesið 46 Fréttaskýring 8 Dagbók 50 Forystugrein 32 Víkverji 50 Reykjavíkurbréf 32 Velvakandi 51 Þjóðlífsþankar 29 Staður og stund 52 Umræðan 34/40 Menning 53/61 Bréf 36/37 Ljósvakamiðlar 62 Hugvekja 41 Veður 63 Minningar 42/45 Staksteinar 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl ÓLYMPÍUMÓT fatlaðra, sem fram fer dagana 17.–28. september, var sett á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í fyrradag. Keppendur eru alls um fjögur þúsund auk um þrjú þúsund starfsmanna og dómara og fimmtán þúsund sjálfboðaliða. Keppendur fyrir Íslands hönd eru sundkonan Krist- ín Rós Hákonardóttir, sem tekur þátt í sínu fimmta Ólympíumóti, frjálsíþróttamaðurinn Jón Oddur Hall- dórsson og borðtennismaðurinn Jóhann R. Krist- jánsson. Alls er keppt í nítján íþróttagreinum á mótinu. Fyrsta Ólympíumót fatlaðra var haldið í Róm 1960 og hefur umfang og glæsileiki mótanna vaxið stöðugt síðan en mótið í Aþenu er hið tólfta í röðinni. Ísland tók í fyrsta sinn þátt í Ólympíumóti árið 1980 en þá var mótið haldið í Arnheim í Hollandi. Hafa íslenskir íþróttamenn notið mikillar velgengni á mótunum og unnið til fjölda verðlauna. Ljósmynd/Ólafur Magnússon Á mótinu keppa fyrir hönd Íslands Kristín Rós Hákonardóttir, Jón Oddur Halldórsson og Jóhann R. Kristjánsson. Ólympíumót fatlaðra sett í Aþenu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær karlmann um þrítugt í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna smygls á miklu magni af LSD til landsins. Efnið kom með pósti frá Hollandi. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, vildi ekki svara því hvort fleiri hefðu verið handteknir vegna máls- ins né hversu mikið magnið hefði verið. Það væri þó umtalsvert og mun meira en lagt hefði verið hald á undanfarin ár. Árið 1997 var lagt hald á um 3.000 skammta. Síðan þá hefur lögregla og tollgæsla yfirleitt lagt hald á fremur lítið af efninu og í fyrra fann lögregl- an í Reykjavík aðeins einn skammt. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ selst skammturinn af LSD á 2.000 krónur. „Það hefur ekki borið mikið á LSD undanfarin ár og það hefur heldur dregið úr LSD-neyslu,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ. Ólíkt flestum öðrum fíkniefn- um sé fátítt að menn neyti LSD um langan tíma, neyslan sé yfirleitt tímabundin og í tilraunaskyni. Með e-töflubylgjunni í kringum 1997 hafi neyslan tekið kipp. Á vef SÁÁ kemur fram að LSD sé ekki lífshættulegt vegna líkamlegra einkenna heldur er hætta á því að sturlaðir notendur efnisins fari sér að voða. Þórarinn segir að efnið hafi veru- leg áhrif á geðslag, menn verði gjarnan verulega þunglyndir meðan á neyslu stendur. Þá getur lyfið hrint af stað geðsjúkdómum hjá þeim sem veikir eru fyrir. Þriggja vikna gæsluvarðhald vegna LSD-smygls Miklu meira en náðst hefur í mörg ár JÓNATAN Garðarsson útivist- armaður leiddi í gær svokallaða förumannsgöngu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, og var nokkur hópur af göngumönnum sem slóst í för með honum. Gengið var frá Byggðasafninu í Hafnarfirði og endað í Skóla- vörðuholtinu í Reykjavík. Göngumenn komu við í Minja- garðinum í Garðabæ, þar sem þeir nutu leiðsagnar Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings um sögulegar minjar, en hún stýrði uppgreftri á svæðinu og gerð minjagarðsins. Morgunblaðið/Þorkell Förumenn skoðuðu fornminjar Íslandsbanki opnar fyrr á morgnana ÍSLANDSBANKI mun frá og með mánudegi opna öll sín útibú kl. 8.30, önnur en þau sem staðsett eru í verslunarmiðstöðvum og hafa því annan opnunartíma. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, segir að nýr opnunartími sé til að koma til móts við viðskiptavini og bæta þjónustuna. „Við höfum fundið fyrir því að viðskiptavinir vilja gjarnan geta skotist í banka áður en þeir fara til vinnu. Það er fyrst og fremst verið að lengja þjónustutímann sem þessu nemur, við munum eftir sem áður loka klukkan fjögur á dag- inn,“ segir Jón. Hann segir að opn- un frá klukkan 9:15 sé rúmlega 30 ára gömul hefð sem tók mið af þeim aðstæðum sem þá voru uppi. Breyttur opnunartími sé einnig í anda fjölskyldustefnu bankans og stefnu um sveigjanlegan vinnutíma. LANDSBANKI Íslands á nú í við- ræðum við fjárfesta tengda Norð- urljósum um sölu á hlut bankans í Og Vodafone, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Hlutur Landsbankans í fyrirtækinu er rétt rúm 15%. Forsvarsmenn Lands- bankans vildu ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið í gær. Fyrirtækið er tilkynningarskylt til kauphall- arinnar svo slík viðskipti þarf að til- kynna þangað. Landsbankinn vill selja í Og Vodafone UNGLINGAR á aldrinum 16–17 ára notuðu einnota myndavél til að gefa jafnaldra sínum rafstuð í hálsinn á Selfossi í gærkvöldi, með þeim af- leiðingum að hann fékk hjartsláttar- truflanir og var fluttur á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi. Lögregla seg- ir að þakka megi fyrir að ekki hafi farið verr, en drengurinn er nú búinn að ná sér. Unglingarnir tengdu flassið á myndavélinni þannig að hægt væri að gefa rafstuð. Tekin var skýrsla af þeim og foreldrar þeirra látnir vita. Rafstraumur úr svona tækjum er miklu sterkari en til að mynda úr stuðkylfum. „Þetta getur verið stór- hættulegt, ekki síst ef viðkomandi er veikur fyrir,“ segir varðstjóri. Gáfu unglingi rafstuð með myndavél

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.