Morgunblaðið - 19.09.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.09.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Eru n‡ju íbúðalánin fyrir mig? Skráning: fiú getur skrá› flig á kynningarfundinn me› flví a› hringja í síma 410 4000 e›a með tölvupósti á kynning@landsbanki.is Landsbankinn býður „fjármálastjórum heimilanna“ á opinn kynningarfund um nýju íbúðalánin, á Hótel Héraði, Egilsstöðum, þriðjudaginn 21. september kl. 20.00 og á Ísafirði, í útibúi bankans, miðvikudaginn 22. september kl. 20.00. AKUREYRINGAR tóku daginn snemma og fjölmenntu í Íþrótta- höllina í gærmorgun, þar sem hald- ið var íbúaþing um framtíð og skipulag miðbæjarins. Á íbúa- þinginu gafst bæjarbúum sem og öðrum áhugasömum kostur á að leggja fram sínar hugmyndir um skipulag miðbæjarins. Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ og helsti hvatamaður verkefnisins „Akureyri í öndvegi“, sagði að bæj- arbúar hefðu tekið vel við sér en strax í gærmorgun komu 350–400 manns í Höllina til að taka þátt í íbúaþinginu, sem stóð fram eftir degi. Miðbær Akureyrar hefur átt undir högg að sækja en markmiðið með verkefninu er að vinna að nýrri stefnumörkun fyrir miðbæinn og miðar að því að koma Akureyri í öndvegi sem höfuðstað Norður- lands. Sérstök áhersla er lögð á að tengja saman skipulagsmál og at- vinnumál. Niðurstöður íbúaþingsins verða kynntar næsta miðvikudag, auk þess sem lokið verður við gerð keppnislýsingar fyrir alþjóðlega hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjarins. Akureyringar fjölmenntu á íbúaþing Morgunblaðið/Kristján Leitað lausna: Þátttakendur í íbúaþinginu fengu miða til skrifa á sínar hugmyndir um vandamál, drauma og lausnir í miðbænum á Akureyri og höfðu þeir ýmislegt til málanna að leggja. MIKLAR drunur kváðu við í mið- borg Reykjavíkur og vesturbæ laust fyrir klukkan tólf í fyrra- kvöld og var þar á ferð Boeing 757 vél Flugleiða í flugtaki frá Reykja- víkurflugvelli. Viðmælandi Morg- unblaðsins lýsti því svo að vélin hefði flogið mjög lágt yfir íbúða- byggð og að miklar drunur hefðu fylgt. Fremur sjaldgæft er að jafn- stórar vélar taki á loft frá Reykja- víkurflugvelli, einkum seint á kvöldin, eins og í þessu tilviki en sérstaka undanþágu þarf til að fara í loftið eftir klukkan 23:30 á kvöldin. Að sögn Heimis Más Pétursson- ar, upplýsingafulltrúa Flugmála- stjórnar, var þarna á ferð 170 manna hópur á vegum Lands- banka Íslands sem fyrr um daginn flaug til Egilsstaða í ferð upp á Kárahnjúka. Hópurinn sneri aftur til Reykjavíkur í fyrrakvöld en þaðan flaug vélin án farþega til Keflavíkur. Miklar drunur í miðborg- inni Boeing 757-vél skilaði af sér Landsbankafólki frá Kárahnjúkum EMILÍA Kofoed-Han- sen Lyberopoulos, ræðismaður Íslands í Grikklandi, lést á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn sl. föstu- dag, 61 árs að aldri. Emilía var fædd 1. maí 1943, en foreldrar hennar voru Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóri og Björg Sigríður Anna Axels- dóttir húsmóðir. Emilía var búsett í Aþenu í Grikklandi frá árinu 1971 og gegndi þar störfum ræðis- manns Íslands í ára- tugi. Hún aðstoðaði fjölda Íslendinga og núna síðast aðstoðaði hún Íslendinga sem tóku þátt í Ólympíuleik- unum í Grikklandi í sumar. Emilía lætur eftir sig eiginmann, Constantín Lyberopoulos og tvö uppkomin börn. Útför hennar fer fram í Reykjavík. Andlát EMILÍA KOFOED-HANSEN LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í nótt mann við Bald- ursgötu en þá hafði hann brot- ist inn í sjö bíla í hverfinu. Mað- urinn var á reiðhjóli til að komast hraðar á milli bílanna. Í gærmorgun var ekki ljóst hversu miklu hafði verið stolið. Maðurinn var vistaður í fanga- geymslum. Hjólaði milli bíla og braust inn TÓLF fyrirtæki frá Íslandi og fjög- ur frá Möltu tóku þátt í sameig- inlegri viðskiptasendinefnd Íslands og Möltu sem sótti Rússland heim í liðinni viku. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra fór fyrir nefndinni. Heimsóknin var skipulögð af Út- flutningsráði Íslands í samstarfi við sendiráð Íslands í Moskvu. Í frétta- tilkynningu frá sjávarútvegsráðu- neytinu kemur fram að fyrirtækin sem tóku þátt starfa m.a. á sviði sjávarútvegs, bankastarfsemi, fata- iðnaðar, upplýsingatækni, tónlistar og verktakastarfsemi. Viðskiptaráð- stefnur voru haldnar í St. Péturs- borg og Moskvu og fundir skipu- lagðir á báðum stöðum. Markmið ferðarinnar var að efla viðskipta- tengsl landanna sem hafi aukist á ný eftir mikla lægð undanfarin ár. Í tilkynningunni segir að viðskipta- fundirnir hafi gengið vel fyrir sig og eru menn vongóðir um árangur. Þá átti sjávarútvegsráðherra fund með sjávarútvegsráðherra Rússlands, Vladimir F. Korielsky, í Moskvu. Þeir ræddu m.a. um úttekt sem íslenska sjávarútvegs- og utan- ríkisráðuneytið vinna að um við- skiptatækifæri í rússneskum sjáv- arútvegi. Einnig ræddu ráðherrarnir ýmsa þætti er snúa að veiðum þjóðanna úr sameiginlegum fiskstofnum. Árni Mathiesen og Vladimir F. Korielsky, sjávarútvegsráðherra Rússlands, áttu fund í Rússlandi þar sem rætt var m.a. um sameiginlega fiskistofna. Vilja auka við- skipti við Rússland FULLTRÚAR Félags grunnskóla- kennara og launanefndar sveitarfé- laga funduðu áfram í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærmorgun og fram eftir degi. Fundað var til klukkan 23 á föstudagskvöld og komu skólastjórar saman um hálf- níuleytið í gærmorgun og grunn- skólakennarar um hálftíuleytið. Engar fregnir voru af gangi við- ræðna, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ríkissáttasemjara. Grunnskólakennarar hefja verk- fall að óbreyttu á mánudag, takist ekki að semja. Um 45 þúsund grunnskólabörn verða þá án skóla- fræðslu en verkfallið nær til um 4.300 grunnskólakennara. Áfram kennsla í einkaskólum Kennarar þiggja verkfallsbætur úr Vinnudeilusjóði kennara og nema eignir hans um 900 milljónum króna. Á fundi stjórnar sjóðsins í vor var samþykkt að verkfallsbætur í hugsanlegu verkfalli yrðu 3.000 krónur fyrir hvern verkfallsdag fyr- ir félagsmann í fullu starfi og hlut- fallslega fyrir hlutastarf, eða sem nemur um 90 þúsund krónum fyrir kennara í fullu starfi á mánuði. Bæturnar eru skattskyldar. Kennsla verður áfram í einka- skólum á höfuðborgarsvæðinu komi til verkfalls, sem flestir eru með sérsamninga við sína kennara. Í Ís- aksskóla fellur kennsla niður í nokkrum bekkjardeildum, í Tjarn- arskóla verður áfram kennt og sömuleiðis í Barnaskóla Hjalla- stefnunnar, Suðurhlíðarskóla og Landakotsskóla, en í þeim síðast- nefnda verða greidd atkvæði um hugsanlega verkfallsboðun eftir helgi. Viðræður við kennara halda áfram í dag SKJÁVÖRPUM og tölvubúnaði var stolið í innbroti í verkmenntahús Fjölbrautaskóla Suðurlands aðfara- nótt laugardags. Verðmæti ráns- fengsins var ekki ljóst þegar blaðið fór í prentun. Brotist inn í Fjölbraut DRAGNÓTABÁTURINN Benni Sæm GK var dreginn til hafnar í Keflavík á föstudag af systurskipi sínu, Sigga Bjarna GK. Skipin voru bæði að veiðum með dragnót í Faxa- flóa þegar Benni Sæm fékk drag- nótina í skrúfuna og varð stjórnlaus. Fékk nótina í skrúfuna ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.