Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A
K
Ö
-H
Ö
N
N
U
N
/P
M
C
Skíðaferð Ferðaþjónustu bænda verður að þessu sinni farin á skíðasvæðið
Gastein sem er í Salzburger héraðinu. Brekkurnar eru samanlagt um
80 km langar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig
er mjög stutt í stærri skíðasvæði, s.s. Wagrain og Flachau. Svæðið er
snjóöruggt, nokkuð sem er mikilvægt á tímum hlýnandi veðurfars.
Hótelið er hreint út sagt frábært og fararstjórinn hefur bæði reynslu
og tungumál í farteskinu.
Skíðaferð
til Austurríkis
19. - 26. febrúar 2005
19. febrúar - 5. mars 2005
Fararstjóri: Sævar Skaptason
www.baendaferdir.is s: 570 2790
Valur Ingimundarson sagn-fræðingur sagði í fyrir-lestri í gær að sambandBandaríkjanna og Íslands
væri „brothætt og staðnað“, svokall-
að „öryggissamfélag“ ríkjanna væri á
því stigi að það væri að leysast upp og
„eigi að endurnýja það þarf til mun
víðtækari pólitíska og efnahagslega
skuldbindingu af beggja hálfu en
fjórar orrustuþotur“.
Valur sagði í fyrirlestrinum, sem
hann flutti á ráðstefnu um smáríki í
Norræna húsinu í gær, að öryggis-
stefna Íslands hefði verið í óvissu allt
frá lokum kalda stríðsins.
„Hún er byggð á hefðbundnum
hugmyndum um landvarnir eins og
kveðið er á um í varnarsamningi
Bandaríkjanna og Íslands,“ sagði
hann. „En hún er einnig undir áhrif-
um hins nýja viðhorfs um alþjóðlega
neyðarstjórnun, sem komu fram í
þátttöku í friðargæslu á Balkanskaga
og í Afganistan. Kjarnaþættir utan-
ríkisstefnu Íslands – aðildin að Nató
og varnarsamningur Bandaríkjanna
og Íslands – eru óbreyttir. En vegna
utanaðkomandi þrýstings – herfræði-
legt gildi Íslands fyrir Bandaríkin er
horfið – hefur streita skapast um
varnarsamninginn. Íslenskum
stjórnvöldum dugar ekki að veita
stefnu Bandaríkjamanna í utanríkis-
málum skilyrðislausan stuðning til
þess að halda því, sem þau telja lág-
markslandvarnir: fjórar orrustuþot-
ur. Og þrátt fyrir endurnýjaðan
áhuga á land- eða heimavörnum í
kjölfar 11. september hefur afstaða
Bandaríkjamanna ekki breyst.“
Gáfu eftir en upprunalega
markmiðið óbreytt
Valur sagði að kreppan í samskipt-
um Bandaríkjanna og Íslands á síð-
asta ári sýndi þetta greinilega. Til-
raunir stjórnar George Bush forseta
til að fjarlægja þoturnar fjórar án
samþykkis Íslendinga hefðu leitt til
þess að íslensk stjórnvöld hótuðu að
ógilda varnarsamninginn og bætti við
að „... þörfin til að fara fram á ystu
nöf með þessum hætti sýndi hversu
brothætt og staðnað hið tvíhliða sam-
band var orðið“.
Bandaríkjamenn gerðu sér hins
vegar grein fyrir því, að mati Vals, að
þeir þyrftu að umgangast banda-
menn sína af meiri tillitssemi ef þeir
vildu stuðning þeirra í stríðinu gegn
hryðjuverkum og öðrum hernaðar-
verkefnum: „Af þessari ástæðu gaf
stjórn Bush eftir, um sinn að minnsta
kosti. En hið upprunalega hernaðar-
lega markmið Bandaríkjamanna hef-
ur ekki breyst: að draga úr hernaðar-
umsvifum í Keflavík og kalla
hermennina og fjölskyldur þeirra aft-
ur til Bandaríkjanna. Í stað sam-
félags hermanna með útibúum frá
McDonald’s og annarri þjónustu, er
markmiðið að breyta Keflavík í fá-
menna stöð, sem er rekin með eins
fáum einhleypum hermönnum og
unnt er.“
Valur sagði að endalok kalda
stríðsins og stríðið gegn hryðjuverk-
um hefðu markað breytingar, sem
ekki hefðu orðið til að bæta samskipti
Bandaríkjanna og Íslands.
„Bandaríkjamenn vildu halda í
varnarsamninginn án þess að hafa
nokkurn hernaðarlegan áhuga á Ís-
landi lengur og þar með var „öryggis-
samfélagið“ komið á nýtt stig þar
sem það hafði greinilega verið sett
skör neðar þar sem líkur voru á því
að það leystist upp vegna minni sam-
skipta,“ sagði hann. „Íslensk stjórn-
völd höfðu ekki gert ráð fyrir þessu.
Þau treystu á að þau gætu tryggt
óbreytt ástand í Keflavík með því að
nota pólitísk áhrif sín í alþjóðlegum
stofnunum á borð við NATO.“
Valur rakti hvernig Íslendingar
hefðu ávallt stutt Bandaríkjamenn að
málum frá 1991, allt frá stækkun
NATO til innrásarinnar í Írak.
„Þau gengu meira að segja í
„bandalag hinna viljugu“ til að sýna
tryggð sína jafnvel þótt í því væri
fólgin mikil pólitísk áhætta í aðdrag-
anda þingkosninga og 80% Íslend-
inga væru andvíg stríðinu,“ sagði
hann. „En íslensk stjórnvöld van-
mátu eitt í sambandinu: vilja banda-
rískra stjórnvalda til að knýja fram
breytingar á alþjóðavettvangi að
kalda stríðinu loknu. Það er vissulega
ekki nýtt að Bandaríkjamenn vilji
kveðja brott orrustuþoturnar. Það
nær aftur til sjöunda áratugarins
þegar bandaríski flugherinn fyrst
vildi gera það. En utanríkisráðuneyt-
ið kom alltaf í veg fyrir það vegna
þess að þar var talið að það hefði nei-
kvæðar pólitískar afleiðingar á Ís-
landi. Frá sjónarhóli íslenskra ráða-
manna gegndu þoturnar því
hlutverki að sýna að stöðin þjónaði
ekki aðeins hernaðarhagsmunum
Bandaríkjamanna heldur einnig
vörnum Íslands. Með öðrum orðum
tengdust þær hugmyndum um full-
veldi Íslands.“
Valur sagði að stjórn Bills Clintons
hefði verið tilbúin að samþykkja að á
Íslandi yrðu minnst fjórar þotur, en
stjórn Bush hefði verið mun
ákveðnari í að kalla þær burt þegar
semja átti um endurskoðun samn-
ingsins 2001. Stjórn Bush hafi sagt að
hún væri áfram skuldbundin til að
verja Ísland, en vildi gera það með
viðbúnaði annars staðar en á Íslandi.
„Til þess að ítreka það voru Ísland,
Grænland og Azor-eyjar teknar af
listanum yfir þau svæði, sem talið var
nauðsynlegt að varnir Bandaríkj-
anna næðu til eftir 11. september;
herstöðinni í Keflavík er nú stjórnað
frá herstjórn Bandaríkjanna í Evr-
ópu, en ekki frá Bandaríkjunum sjálf-
um,“ sagði hann. „Hið nýja tískuvið-
kvæði er að deila byrðum – að
Íslendingar beri hluta kostnaðarins
af veru Bandaríkjanna.“
Höfnuðu hugmyndum
um lofthelgiseftirlit
Valur segir að um tíma á þessu ári
hefði stjórn Bush greinilega talið að
hægt væri að komast að málamiðlun,
sem fólgin yrði í því að gera svipað
samkomulag við Íslendinga um loft-
helgiseftirlit og gert hefði verið við
Eystrasaltsríkin og Slóveníu eftir að
þau gengu í Atlantshafsbandalagið.
„Lofthelgiseftirlit nær til eftirlits í
lofti, flugstjórnar og ratsjáreftirlits,
en ekki orrustuflugvéla,“ sagði Valur.
„Markmið Bandaríkjamanna var
greinilega að kveðja orrustuvélarnar
frá Íslandi og láta eitthvert annað
Nató-ríki sjá um lofthelgiseftirlit í
takmarkaðan tíma. En íslensk stjórn-
völd höfnuðu þessu af sömu ástæðu
og áður: það myndi gera að engu sér-
tæka skuldbindingu Bandaríkja-
manna til varna Íslands.“
Valur sagði að greinilegt væri að
Bandaríkjamenn hefðu ekki verið til-
búnir að launa pólitískan stuðning Ís-
lands með óbreyttu ástandi í Kefla-
vík. „Til dæmis hafði stuðningurinn
við stríðið í Írak engin áhrif á ákvörð-
un Bandaríkjamanna um að draga
orrustuþoturnar til baka á síðasta
ári,“ sagði hann. „Það þurfti beina
íhlutun framkvæmdastjóra Nató,
Robertsons lávarðar, og harðort svar
frá Davíð Oddssyni forsætisráðherra
til Bush forseta til að fallið væri frá
ákvörðuninni tímabundið. Utanríkis-
ráðuneytið undir stjórn Powells var
öndvert við það þegar kalla átti þot-
urnar brott á sjöunda og tíunda ára-
tugnum án áhrifa eða jafnvel vilja, að
því er virðist, til að koma í veg fyrir
það af pólitískum ástæðum.“
Hugmyndir um samstarf í
efnahags- og orkumálum
Í fyrirlestri Vals kom fram að
Bandaríkjamenn beittu nú öðrum að-
ferðum, sem ætlað væri að sefa
bandamenn þeirra á Íslandi og færa
heim sanninn um að draga þurfi úr
hernaðarviðbúnaði vegna breyttra
herfræðilegra aðstæðna. Fundi Bush
og Davíðs í Hvíta húsinu hefði verið
ætlað að endurvekja traust og varn-
armálaráðuneytið réði ekki lengur
gangi mála. Bandarísk stjórnvöld
orði það svo að nú vilji þau „útvíkka“
samskiptin með því að einbeita sér að
öðrum tvíhliða málum á borð við sam-
starf í efnahags- og orkumálum, til
dæmis með því að ýta undir fjárfest-
ingar einkafyrirtækja á borð við álr-
isann Alcoa eða setja peninga í þróun
nýrra orkugjafa á borð við vetni.
„Varnarmálaráðuneytið hefur sýnt
slíkum verkefnum áhuga og senni-
lega á samstarf í þessum efnum sem
leið til að bætta upp fyrir áætlanir
sínar um að kalla mestallt herliðið frá
Íslandi,“ sagði hann. „Grundvallar-
málin eru hins vegar óleyst og mig
grunar að ekki muni nægja að tengja
eftirgjöf Íslendinga efnahagssam-
starfi eins og Bush stjórnin virðist nú
stefna að. Sennilega er það pólitískt
ógerlegt fyrir Davíð Oddsson að gefa
eftir afgerandi afstöðu sína í þotu-
málinu. Minnsti vottur af efnahags-
legum og pólitískum skiptum að
hætti kalda stríðsins yrði aðeins til að
veikja málstað hans.“
Í niðurstöðum sínum sagði Valur
að þrátt fyrir það að hernaðarlegu
mikilvægi Íslands væri ekki lengur
fyrir að fara og Ísland reiddi sig nú í
auknum mæli á Evrópusambandið,
bæði pólitískt og efnahagslega, hefði
ekki orðið breyting á því hvernig Ís-
lendingar skilgreindu öryggisstefnu
sína. Lögð væri áhersla á sambandið
við Bandaríkin, en kreppan í sam-
skiptum ríkjanna 2003 sýndi veiluna í
þessari nálgun: „Davíð Oddsson var
tilbúinn að leggja allan varnarsamn-
inginn undir – og þannig óhjákvæmi-
lega að opna fyrir evrópska varnar-
möguleika – þótt hann á sama tíma
gagnrýndi öryggisstefnu Evrópu-
sambandsins þrátt fyrir að Ísland
væri þáttur í henni.“
Hin fræðilega skilgreining á „ör-
yggissamfélagi“ er samkvæmt Karli
Deutsch háð því að tvö eða fleiri full-
valda ríki verði hvert öðru háð vegna
sífellt nánari samskipta, sem muni
leiða til alþjóðlegs- eða milliríkjasam-
félags, sem byggist á sameiginlegum
hugmyndum og gildum og fjölþætt-
um samskiptum á borð við varnar-
samstarf, viðskipti, flutninga fólks
milli þeirra, ferðamennsku og menn-
ingar- og menntasamstarfi. Valur
sagði að samkvæmt skilgreiningu
Deutsch mætti segja að Ísland væri á
fyrsta stigi þess að koma á „öryggis-
samfélagi“ við Evrópusambandið,
bæði vegna efnahagslegra tengsla og
þátttöku í alþjóðlegum friðarverkefn-
um.
Þarf víðtækari skuldbindingu
en fjórar orrustuþotur
„Íslenskir ráðamenn hafa undan-
farna áratugi gætt þess að jafnvægi
væri á milli pólitískra og efnahags-
legra hagsmuna í Evrópu og öryggis-
hagsmuna gagnvart Bandaríkja-
mönnum. Í heiti þessa erindis spurði
ég hvort komið væri að endalokum
hins bandarísk-íslenska „öryggis-
samfélags“. Það náði að þróast á tím-
um kalda stríðsins, en hefur greini-
lega dregist saman þannig að nú er
aðeins um að ræða það sem kalla má
hreina bandalagapólitík. Ýmis skil-
yrði „öryggissamfélags“ vantar, til
dæmis hernaðarlegt mikilvægi Ís-
lands, umfangsmikinn efnahagsþátt
(þar er Evrópa nú aðsópsmest), og
hæfnina til að bæta upp fyrir tap
hernaðarmikilvægis með pólitískum
stuðningi. Samkvæmt kenningunni
er það að leysast upp, eigi að end-
urnýja það þarf til mun víðtækari
pólitíska og efnahagslega skuldbind-
ingu af beggja hálfu en fjórar orr-
ustuþotur,“ sagði Valur Ingimundar-
son.
Valur Ingimundarson sagnfræðingur fjallaði um varnarmál og samskipti Íslands og Bandaríkjanna
Samband
ríkjanna
brothætt og
staðnað
Morgunblaðið/Þorkell
Valur Ingimundarson sagnfræðingur fjallaði um varnarmál í fyrirlestri í Norræna húsinu í gær.
Valur Ingimundarson sagnfræðingur
telur að kreppa sé í samskiptum Bandaríkj-
anna og Íslands og víðtækari skuldbindingu
þurfi til en samkomulag um fjórar
orrustuþotur eigi að blása í þau nýju lífi.