Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Glæsileg gjöf
fylgir öllum lúxus-andlitsböðum
í september eða á meðan birgðir endast
Láttu dekra við þig á næstu snyrtistofu
Reykjavík og nágr.
Dekurhornið Faxafeni 14, 108 Rvík S. 567 7227
Paradís Laugarnesvegi 82, 105 Rvík S. 553 1330
Spa Fegurð Laugavegi 96, Rvík S. 511 6660
Snyrtistofan Ágústa Hafnarstræti 5, Rvík S. 552 9070
Snyrtistofa Díu Bergþórugötu 5, 101 Rvík S. 551 8030
Snyrtistofa Helen Hrolfsson Kleppsvegi 150, Rvík S. 865 8161
Snyrtistofan Rós Engihjalla 8, 200 Kóp. S. 554 0744
Snyrtistofan Lipurtá Staðarbergi 2-4, Hafn. S. 565 3331
Snyrtistofan Þema Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafn. S. 555 1938
Landið:
Snyrti- og nuddstofan Spes Suðurgötu 10, Sandgerði S. 423 7953
Snyrtistofa Jennýjar Lind Borgarbraut 3. S. 437 1076
Snyrtist. Mánagull Aðalstræti 21-23, Bolungarvík S. 456 7590
Snyrtist. Betri líðan Geislagötu 14, Akureyri S. 462 4660
Snyrtistofa Ragnheiðar Dynskógum 4, Egilsstöðum S. 471 1331
Heilsa og útlit Álaugarvegi 7, Höfn S. 487 2474
Snyrtistofa Löllu Heilsust. NLFÍ, Hveragerði S. 483 0273
Snyrtistofa Ágústu Hilmisgötu 2a, Vestmeyjum S. 481 2268
Um 6.000 hand-slökkvitæki meðhaloni eru í um-
ferð á Íslandi, en frá síð-
ustu áramótum hefur verið
bannað að nota þessi
slökkvitæki við slökkvi-
starf. Þau eru nú flokkuð
sem hættulegur úrgangur
og ber að skila.
Dagur ósonlagsins var á
fimmtudag, 16. september,
en Sameinuðu þjóðirnar
hafa efnt til hans síðastliðin
ár og minnst þess að árið
1987 var Montreal-bókunin
undirrituð. Alls rituðu 50
þjóðir undir bindandi
samning um að vernda
ósonlagið með því að draga
úr notkun klórflúorkolefna
og halona, en þeim hefur nú fjölgað
í 190. Montrealbókunin og fram-
kvæmd hennar hefur orðið fyrir-
mynd annarra alþjóðlegra samn-
inga um lausn á umhverfisvanda,
t.d. Kyoto-bókunarinnar.
Heiðrún Guðmundsdóttir, um-
hverfis- og líffræðingur og sér-
fræðingur hjá Umhverfisstofnun,
segir að með aðgerðum sem gripið
var til í kjölfar undirritunar Mont-
real-bókunarinnar hafi tekist að
draga verulega úr notkun ósoneyð-
andi efna, ósoneyðandi áhrif hafi
minnkað um 80%. Eyðing óson-
lagsins veldur því að útfjólubláir
geislar sólar komast að yfirborði
jarðar en aukin útfjólublá geislun
eykur tíðni húðkrabbameina og
blindu af völdum gláku. Alvarleg-
ustu áhrifin eru þó uppskerubrest-
ur, veiklað ónæmiskerfi manna og
dýra og einnig hefur hún skaðleg
áhrif á svifið í sjónum.
Montreal-bókunin markaði að
sögn Heiðrúnar upphafið að því að
ósoneyðandi efni voru bönnuð,
fyrst freonefni, sem m.a. voru í
brúsum með ýmsum efnum, þá
voru kælimiðlar bannaðir, en þeir
voru m.a. í ísskápum „síðan hefur
smátt og smátt tekið gildi bann
efna sem eyða ósonlaginu, síðast
slökkviefnið halon. Það er ýmislegt
gert til að stoppa losun þessara
efna,“ sagði Heiðrún en að hennar
mati hefur framkvæmd samnings-
ins verið vel heppnuð.
Úðabrúsar voru bannaðir á Ís-
landi 1989, klórflúorkolefni, cfc,
sem m.a. var í ísskápum, voru
bönnuð árið 1993 og ári síðar, þeg-
ar EES-samningurinn tók gildi,
var tekin upp reglugerð sem bann-
aði notkun ósoneyðandi efna, en
enn var heimilt að flytja inn endur-
unnin efni. Árið 1997 gekk í gildi
bann við að setja upp og smíða nýj-
an búnað með ósoneyðandi efnum
sem og að flytja þau inn til lands-
ins. Tveimur árum síðar var svo
sett reglugerð þar sem mönnum
var gert að taka niður slökkvikerfi
sem innihélt halon. „Það var bann-
að að flytja inn handslökkvitæki
með haloni árið 1993, en ekkert var
gert, tækin sem voru í notkun voru
aldrei innkölluð. Fólk er því enn
með slík tæki inn á heimilum sínum
og þau eru líka í einstaka fyrir-
tækjum,“ sagði Heiðrún. Hún
sagði mikinn kostnað við að eyða
efninu og engir sjóðir til í landinu
til að mæta kostnaði við að eyða
haloni, en slíku var til að dreifa
varðandi kælimiðlana.
Um 6.000 handslökkvitæki með
haloni eru enn í umferð hér á landi.
„Þetta er mikið magn,“ sagði Heið-
rún, en hún hvetur fólk til að skila
tækjunum inn til spilliefnamóttöku
sveitarfélaganna. Einstaklingar
geti skilað slíkum tækjum sér að
kostnaðarlausu en fyrirtæki þurfi
að borga um 700 krónur fyrir hvert
kíló, tækið í heild er vigtað þannig
að kostnaður við skil þess getur
numið nokkur þúsund krónum fyr-
ir hvert tæki. Halon er öflugasta
ósoneyðandi efnið sem þekkist og
er t.d. 200 sinnum öflugra en kæli-
miðillinn sem mest er notaður í
fiskiskipaflotanum. „Við höldum að
fólk geri sér alls enga grein fyrir
því hvað það er með í höndunum.
Þessi tæki voru keypt í miklu magi
fyrir röskum áratug og þau dreifð-
ust víða um landið. Þetta er í raun
ekkert annað en hættulegt efni
sem bannað er að nota.“
Heiðrún sagði Íslendinga eiga
sinn þátt í losun ósoneyðandi efna
þrátt fyrir að notkunin hafi dregist
saman undanfarin áratug. Enn eru
flutt inn til landsins yfir 60 tonn af
slíkum efnum til notkunar á kæli-
og frystikerfi í fiskiskipaflotanum
og hefur innflutningur aukist síð-
astliðin fjögur ár. „Þetta er mjög
slæmt, því við höfum, eins og aðrar
þjóðir, skuldbundið okkur til að
draga úr innflutningi á þessum efn-
um. Það er neikvætt að sjá í op-
inberum skýrslum að við höfum
aukið okkar innflutning á þessum
efnum þegar dregið hefur úr hjá
öðrum þjóðum,“ sagði Heiðrún.
Skýringar á aukinni notkun efn-
anna sagði hún m.a. þær að kerfin
leka, þá eru efnin seld um borð í út-
lend skip án þess að vera skráð
sem útflutningur. Fram til ára-
móta 2002–2003 var hægt að fá
endurgreitt spilliefnagjald, en það
hefur lækkað úr 98 krónum í 2,50,
„þannig að mönnum finnst enginn
akkur í því lengur að fá endur-
greitt, þetta eru smáaurar“.
Eins nefndi Heiðrún að ný skip
með stórum frysti- og kælikerfum
hefðu verið tekin í notkun hér á
landi.
Fréttaskýring |17 ár liðin frá undirritun
samningsins um verndun ósonlagsins
Notkun efn-
anna minnkað
um 80%
Þróunarlöndin verða verst úti
Skila ber handslökkvitækjum með haloni til
spilliefnamóttöku sveitarfélaganna.
Enn eru 6.000 halon-
slökkvitæki í notkun
Þróunarlöndin verða verst úti
vegna aukinnar útfjólublárrar
geislunar, en þar er ósonlagið
þunnt af náttúrulegum ástæðum.
Ástæðan er ekki sú að notkun
efnanna sé meiri í þessum lönd-
um, heldur að iðnríki heims hafa
áratugum saman losað þúsundir
tonna af ósoneyðandi efnum út í
umhverfið, m.a. halon, klórflúor-
kolefni og vetnisklórflúorkol-
efni.
maggath@mbl.is
BÆJARSTJÓRN Austur-Héraðs
mótmælir hugsanlegri færslu þjóð-
vegar 1 af Skriðdal og um Breiðdals-
heiði yfir í Fagradal og um Fáskrúðs-
fjarðargöng og Suðurfirði. Var
samþykkt ályktun á fundi bæjar-
stjórnar þar sem „...bæjarstjórn skor-
ar á þingmenn og samgönguyfirvöld
að standa gegn slíkum hugmyndum,
enda eru þær í andstöðu við þá stefnu
sem viðhöfð hefur verið að þjóðvegur
1 sé ávallt stysta hringleið um landið.
Slík breyting minnkar ekki þörf fyrir
varanlega vegagerð og breiðari brýr í
Skriðdal. Öryggi vegfaranda á þeirri
leið verður ekki bætt með því að færa
til númer þjóðvega, því staðreyndin
er að allur megin þungi umferðarinn-
ar velur sér stystu leið milli áfanga-
staða, eins og kom í ljós þegar vegur
yfir Öxi var lagfærður“, segir í álykt-
un bæjarstjórnar Austur-Héraðs.
Jafnframt var samþykkt að koma á
fundi með sveitarstjórn Austur-
byggðar hið fyrsta, þar sem leitað
verði nánari skýringa og upplýsinga
um afstöðu sveitarstjórnar Austur-
byggðar.
Hugmyndum um tilfærslu
þjóðvegar 1 mótmælt
AF 98 umsækjendum sem þreyttu
inntökupróf í Lögregluskóla ríkisins
féllu 32 á þrekprófum og þrír stóðust
ekki íslenskupróf. Í fyrra féllu um
27% á þrekprófunum þannig að fall-
kandítatarnir voru heldur fleiri en
venja er til.
„Ég held að við verðum að skella
skuldinni á ástandið á fólkinu,“ segir
Gunnlaugur Snævarr, yfirlögreglu-
þjónn og formaður valnefndar Lög-
regluskólans. Hann bendir á að lög-
reglustarfið reyni talsvert á þol
manna og styrk og því sé ekki annað
hægt en að gera kröfur um gott lík-
amsástand. Prófin séu raunar ekki
ýkja erfið og líklega auðveldari en
annars staðar á Norðurlöndunum.
Af þeim 150 sem sóttu um skóla-
vist töldust 124 vera hæfir en aðeins
98 mættu í inntökuprófin, 20 konur
og 78 karlar. Gunnlaugur segir alltaf
eitthvað um að menn sem útilokað sé
að taka inn í skólann sæki um, m.a.
menn með langan sakarferil.
Nefndin mun velja 20 hæfustu um-
sækjendurna úr hópnum og munu
þeir hefja nám við Lögregluskólann í
janúarbyrjun 2005.
Þriðjungur
féll á þrek-
prófum
UM 65% meira seldist af kindakjöti í
júlí í ár en í sama mánuði í fyrra.
Í ágúst var söluaukningin rúm
30% og sala síðasta ársfjórðung jókst
um tæp 39% miðað við sama tímabil
árið 2003. Í tilkynningu frá Markaðs-
ráði kindakjöts segir að birgðaaukn-
ing hafi verið á kindakjöti undanfar-
in tvö ár. „En þar sem salan hefur
farið langt fram úr björtustu vonum
eru birgðir kjöts frá fyrra ári langt-
um minni en menn gerðu ráð fyrir og
birgðastaða í lok ágúst orðin ásæstt-
anleg. Þessi góða sala ber þess vitni
að bændur eru að framleiða úrvals-
vöru sem sannast best á sérstaklega
góðri umfjöllun og viðtökum á er-
lendum mörkuðum en útflutningur á
dilkakjöti inn á dýra markaði erlend-
is hefur gengið mun betur en áætlað
var,“ segir í tilkynningunni.
Salan fram
úr björtustu
vonum
♦♦♦
Farvel Frans.