Morgunblaðið - 19.09.2004, Side 11
vegna hlutafjáraukningar og voru
lánin sérstaklega tryggð með
skuldabréfum á hluthafana. Hall-
varður hafi því getað komizt að sömu
niðurstöðu og Sakadómur þremur
árum síðar og tekið ákvörðun um að
ekkert tilefni væri til ákæru.
Þegar ég spyr Lárus, hvort hann
telji að Hallvarður hafi hunzað bréfið
og hvers vegna hann hafi þá kosið að
horfa framhjá þessum upplýsingum,
horfir hann stundarkorn út um
gluggann á gróskumikil trén í garð-
inum.
„Ég veit það ekki,“ segir hann svo.
„Mér er það algjörlega hulin ráð-
gáta, eins og fram kemur í skýrsl-
unni.“
Lárus segir, að menn hafi almennt
talið það fjarstæðu, að Hallvarður
myndi fara með ákæruvaldið í mál-
inu, þar sem hann er bróðir Jóhanns
Einvarðssonar, þá bankaráðsmanns
í Útvegsbankanum. Enda fór svo að
Hæstiréttur dæmdi 4. júní 1987
Hallvarð vanhæfan til að sækja mál-
ið vegna setu bróður hans í banka-
ráðinu og ákærum á hendur stjórn-
endum Útvegsbankans og Hafskips
var vísað frá dómi.
„Það er svo mál út af fyrir sig,“
segir Lárus, „að þetta augljósa van-
hæfi Hallvarðs lengdi erfið málaferli
á hendur okkur mikið á annað ár.“
Ákæra Hallvarðs kom tveimur
dögum eftir stofnfund nýs Útvegs-
banka; Útvegsbanka Íslands hf., en
gert hafði verið ráð fyrir því að allt
starfsfólk ríkisbankans yrði endur-
ráðið til hins nýja banka. Starfsfólkið
var allt endurráðið, nema banka-
stjórarnir fjórir, sem sættu ákæru;
Ólafur Helgason, Halldór Guðbjarn-
arson, Lárus og Axel Kristjánsson,
aðstoðarbankastjóri, en Matthías
Bjarnason taldi sér ekki fært vegna
ákærunnar að óska eftir því að
bankastjórarnir yrðu endurráðnir.
„Þar með var ég búinn að missa
bæði mannorðið og vinnuna,“ segir
Lárus.
– En vonina?
„Nei. Ég missti hana aldrei, þótt
mikið gengi á.“
Eiginkona Lárusar, Guðrún Jóns-
dóttir, á leið framhjá okkur og ég
spyr hana, hvort þessi mál hafi ekki
haft áhrif á aðra í fjölskyldunni?
„Við lifðum öll í þessum skugga,“
svarar hún og brosir. „Þetta er tími,
sem maður vill helzt gleyma.“
„Það tók mest á að sjá börnin
ganga í gegnum þetta,“ segir Lárus.
„Ég man þegar yngsta dóttir okk-
ar kom utan úr búð eftir að hafa séð
forsíðu Helgarpóstsins með ákær-
unni á hendur föður hennar,“ segir
Guðrún. „Það var henni ólýsanlegt
áfall.
Auðvitað reyndum við að halda
okkar striki. En líf fjölskyldunnar
var einhvern veginn undirlagt af
þessum ósköpum, meðvitað og ómeð-
vitað.
Ég skynjaði líka að framkoma
fólks við okkur breyttist.“
– Efaðist þú aldrei um sakleysi
hans? spyr ég Guðrúnu.
Hún horfir fast í augu mér um leið
og hún segir:
„Nei. Ég vissi alltaf að hann var
saklaus. Það var mitt haldreipi.“
Önnur ákæra, ekki betri
Nýr saksóknari í Hafskipsmálinu,
Jónatan Þórmundsson, lét rannsaka
ýmsa þætti upp á nýtt. Lárus segir,
að þeir fyrrverandi stjórnendur Út-
vegsbakans hafi bundið vonir við það
að með þessari síðari rannsókn kæmi
í ljós að fyrri ákærur hefðu verið
ástæðulausar. „Ég var að vona að
hann færi betur í saumana í mála-
tilbúnaðinum gegn okkur og félli þá
frá því að ákæra.“
En Lárusi og félögum varð ekki að
þeim vonum, að málið væri búið hvað
þá snerti. Jónatan Þórmundsson gaf
11. nóvember 1988 út ákæru á hend-
ur þeim bankastjórum og bankaráði
sem stjórnuðu bankanum, þegar
Hafskip varð gjaldþrota.
„Þetta högg var eiginlega hálfu
þyngra en það fyrra. Og var það þó
alveg nóg,“ segir Lárus.
„Það kom í ljós að ákæra Jónatans
var ekki betur grunduð en fyrri
ákæran.
Hún var byggð fyrst og fremst á
skýrslu sérfræðinganefndarinnar og
annarri skýrslu, sem endurskoðandi
bankans gerði, en kom Hafskipsmál-
inu ekki við, eins og kom glöggt í ljós
í réttarhöldunum. Þá skýrslu mis-
túlkaði Þórður Ólafsson, forstöðu-
maður bankaeftirlitsins, en hann var
svo sannarlega á hálum ís í þessu
máli öllu.
Því miður lágu nýjar rannsóknir
um raunverulega fyrirgreiðslu bank-
ans á starfstíma okkar ekki til
grundvallar ákæru Jónatans."
Lárus segir þessi vinnubrögð hafa
komið ákæruvaldinu í koll. Fimmta
júlí 1990 var sýknudómur kveðinn
upp yfir stjórnendum Útvegsbank-
ans. Tveimur dögum síðar sagði Jón-
atan Þórmundsson af sér sem sér-
stakur saksóknari í Hafskipsmálinu
og þremur dögum síðar var aðstoð-
armaður hans, Páll A. Pálsson, skip-
aður í hans stað; fjórði saksóknarinn,
sem kom að málinu.
Páll A. Pálsson ákvað að áfrýja
ekki sýknudómnum yfir stjórnend-
um Útvegsbankans. Þar með var
málaferlunum lokið og Lárus Jóns-
son og meðstjórnendur hans stóðu
uppi sem sannanlega saklausir
menn.
Augnablik þegar um allt er efast
„Ég á erfitt með að lýsa viðbrögð-
um mínum, þegar sýknudómurinn
var kveðinn upp og stöðvaði þessa
hroðalegu hringekju múgsefjunar-
innar.
Vissulega var ég glaður og feginn.
Það var ákaflega sérstakt að upplifa
það á Íslandi, að vera á vissan hátt
sekur þjóðfélagsþegn þar til sakleys-
ið sannast.“
– Efaðist þú aldrei í öll þessi ár?
„Nei. Ég var alltaf sannfærður um
það í hjarta mínu að við yrðum sýkn-
aðir.
Við stjórnendur bankans lögðum
nótt við dag í viðleitni okkar; „unnum
björgunarstörf“ af fremsta megni.
Bankastjórnin var einhuga í því
verki og bankaráðið studdi okkur
dyggilega. Við gjörþekktum allar að-
stæður og svo sannarlega kom eng-
um okkar til hugar, að við yrðum
taldir vanrækja skyldur okkar.
Við vorum því alltaf sannfærðir
um sýknu í málinu.
Auðvitað komu upp augnablik,
þegar ég efaðist um allt.
Ég hef lesið frásagnir þeirra, sem
lenda saklausir í einhverjum svona
hremmingum, að það jaðrar við að
þeir trúi hverju sem er. Ég skil þær
frásagnir vel.
Sem betur fer brotnaði ég aldrei.
Bognaði kannski. Ég þurfti oft að
stappa í mig stálinu. En ég náði alltaf
að rétta úr mér aftur. Ég á líka góða
fjölskyldu, sem stóð með mér, hvað
sem á dundi.
Ég vissi alltaf, að við höfðum ekki
gerzt sekir um vanrækslu. Til hins er
að líta, að engin fordæmi voru fyrir
því að þeir sem stýra opinberum
fjármálastofnunum séu taldir sekir
um brot á hegningarlögum, þótt til
taps komi vegna gjaldþrota við-
skiptavina.
Það hafa margir opinberir sjóðir
tapað meiru fé en Útvegsbankinn
tapaði í Hafskipsmálinu. Miklu
meiru. Þegar upp var staðið tapaði
Útvegsbankinn um 250 milljónum
króna á gjaldþroti Hafskips. Árið
1990 töpuðu opinberir sjóðir og rík-
isbankar einum og hálfum milljarði
króna.
Þetta sýnir líka í hnotskurn
hversu einstök aðförin að okkur
stjórnendum Útvegsbankans var.“
– En hvað með Hafskip? Því hefur
verið haldið fram, að það hafi í raun
ekki verið gjaldþrota.
„Hefði okkur tekizt að selja félagið
í rekstri, eins og við reyndum svo
mjög, má ef til vill halda því fram að
það hefði forðað félaginu frá gjald-
þroti.
En af slíkri sölu varð ekki. Hama-
gangurinn í þjóðfélaginu kom í veg
fyrir það.
Skipafélagið jók hlutafé sitt í árs-
byrjun 1985 en tapaði nær fjórfaldri
þeirri upphæð á síðustu starfsárum
sínum og áframhaldandi taprekstur
var fyrirsjáanlegur.
Því fór sem fór, þegar ekki var
hægt að selja viðskiptasamböndin
með sölu á félaginu í rekstri.“
– Kom til álita að leita eftir skaða-
bótum, þegar sýknudómurinn hafði
fallið?
„Við skrifuðum ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar, sem sat
1989-91, en Jóni Sigurðsson fór með
bankamálin í henni, og óskuðum eftir
viðræðum um bætur fyrir meðferð-
ina á okkur.
Svarið var stutt og laggott: Nei!
Það yrði ekki gert öðruvísi en að við
sæktum það fyrir dómstólum.
Við ræddum við marga lögfróða
menn um okkar rétt. Þeir töldu
ákæruvaldið hins vegar hafa svo
rúmar heimildir, að við gætum ekki
sótt bótarétt á þeim forsendum, að
ákæra hefði verið óþörf.
Í annan stað gátum við ekki hugs-
að okkur að fara í skaðabótamál. Til
þess vorum við orðnir of þreyttir á
málaferlum. Okkur fannst einfald-
lega komið nóg.“
Hvað ef …?
– Hefur þú velt því fyrir þér, hvert
lífshlaup þitt hefði orðið, ef þú hefðir
ekki farið í Útvegsbankann?
„Stjórnmálin eru engin hæginda-
stóll. En auðvitað hefði allt annað
orðið upp á teningnum, ef ég hefði
haldið þar áfram. Nú eða farið eitt-
hvað annað en í Útvegsbankann.
Ég hef svo sem hugleitt það. En
það þjónar ekki miklum tilgangi,
þegar ákvörðunin er tekin, að hugsa
ef þetta og ef hitt.
Út af fyrir sig lít ég á lífshlaup mitt
sem geysilega reynslu sem mann-
eskja.
Og þegar ég sit hérna núna er ég
hreint ekki viss um að ég vildi vera
án þessarar reynslu, þótt hún hafi
verið dýru verði keypt. Maður verð-
ur bara einhvern veginn öðruvísi
maður á eftir.“
– Betri maður?
„Það skal ég ekki segja. Mér líður
að minnsta kosti ekki illa. Ég á til
dæmis betra með að setja mig í spor
þeirra sem verða fyrir óréttlæti og
ofsóknum. “
– Er þessi skýrsla nú einhvers
konar uppgjör af þinni hálfu?
„Ekki rifja ég þessa hluti upp af
hefndarhug. Ég hata ekki nokkurn
mann.
Ég á heilmikil gögn um þetta mál.
Mér fannst rétt úr því sem komið var
að taka saman heildstæða skýrslu
um staðreyndir málsins, gera auðvit-
að hreint fyrir mínum dyrum um leið
og skrifa mig frá þessari reynslu.
Setja síðan góðan punkt á eftir!
Eiginlega ætlaði ég skýrsluna
upphaflega vinum og vandamönnum
í tilefni sjötugsafmælis míns í fyrra.
En svo finnst mér hún eiga erindi
víðar.
Hún getur kennt mönnum að læra
af þeim mistökum og því offorsi sem
einkenndi Útvegsbankaþátt Haf-
skipsmálsins og þannig stuðlað að
því, að við búum við betra réttarríki
eftir en áður.“
rannsóknaaðilum og bankaeftirliti og dómhörku alþingismanna og fjölmiðlafári, sem hann segir hafa kynt undir múgsefjun í landinu.
í mig stálinu
Bankastjórn Útvegsbankans síðustu starfsár hans; Reynir Jónasson aðstoðarbankastjóri, Ólafur Helgason bankastjóri, Lárus Jónsson bankastjóri, Halldór Guð-
bjarnarson bankastjóri og Axel Kristjánsson aðstoðarbankastjóri. Þeir voru allir ákærðir í tvígang, nema Reynir, sem hafði ekki með höndum málefni Hafskips.
Fjórmenningarnir voru allir sýknaðir í Sakadómi Reykjavíkur 5. júlí 1990 og 17. desember það ár ákvað sérstakur saksóknari að áfrýja ekki þeim dómi.
freysteinn@mbl.is
’Skýrslan getur kennt mönnum að læraaf þeim mistökum og því offorsi, sem
einkenndi Útvegsbankaþátt Hafskips-
málsins, og þannig stuðlað að því, að við
búum við betra réttarríki eftir en áður.‘
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 11
Skýrsla Lárusar Jónssonar; Út-
vegsbankaþáttur Hafskipsmáls-
ins, er birt í heild með frétt á
fréttavef Morgunblaðsins; mbl.is
Skýrslan á Netinu