Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 12
12 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sigríður Anna Þórðardóttir tók við sætiumhverfisráðherra í ríkisstjórn Ís-lands á miðvikudag. Hún hafði setiðrúman sólarhring í embætti þegarMorgunblaðið átti við hana viðtal.
Þrátt fyrir skamma ráðherratíð þekkir hún
mæta vel til umhverfismála eftir langa þingsetu
og að hafa stýrt umhverfisnefnd Alþingis frá því
í fyrra. Sigríður Anna var fyrst spurð að því
hvaða verkefni hún teldi vera brýnust í um-
hverfismálum hér á landi um þessar mundir.
„Mér finnst mjög brýnt að fylgja eftir nátt-
úruverndaráætlun sem samþykkt var á Alþingi
í vor sem leið. Hún er fyrsta áætlun sinnar teg-
undar sem litið hefur dagsins ljós hér á landi,“
segir Sigríður Anna. Hún segir mikið óunnið
samkvæmt áætluninni, meðal annars það sem
viðkemur málefnum þjóðgarða. Þar á meðal
stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli, sem Siv
Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra,
kynnti 12. september síðastliðinn.
„Það kemur í minn hlut að ganga frá stækkun
Skaftafellsþjóðgarðs og reglugerð sem verður
sett í kjölfar áformanna um stækkunina. Þegar
hún er tilbúin verður gengið formlega frá
stækkun Skaftafellsþjóðgarðs.“ Sigríður Anna
telur að jafnvel geti orðið af því nú í nóvember.
„Síðastliðið vor var skilað skýrslu þar sem
settar voru fram hugmyndir um Vatnajökuls-
þjóðgarð, norðan Vatnajökuls. Menn sjá fyrir
sér í framtíðinni Vatnajökulsþjóðgarð sem nái
frá strönd til strandar. Alveg frá þjóðgarðinum í
Skaftafelli og norður í Öxarfjörð, meðfram Jök-
ulsá á Fjöllum. Þetta viðfangsefni blasir við og
þarf að vinna úr þeim hugmyndum sem þegar
hafa verið settar fram.“
Aðspurð segir Sigríður Anna að ekki sé kom-
in tímaáætlun um stofnun Vatnajökulsþjóð-
garðs. Meiri tíma þurfi til að vinna úr hugmynd-
unum áður en hægt verður að tímasetja hana.
Meðal mála sem langt er komið að undirbúa í
umhverfisráðuneytinu er endurskoðun skipu-
lags- og byggingalaga. Sigríður Anna segist
eiga von á að frumvarp að nýjum skipulags-
lögum ásamt nýjum byggingalögum verði tilbú-
ið síðar á þessu ári. Ef til vill verði hægt að
leggja það fyrir Alþingi öðru hvorum megin við
næstu áramót. Aðspurð sagðist Sigríður Anna
ekki vera reiðubúin til að greina frá nýmælum í
frumvarpinu á þessu stigi málsins.
Virkjanir og rammaáætlun
Virkjanir á hálendi Íslands hafa vakið hörð
mótmæli og ekki hægt að segja að eindræg sátt
hafi ríkt um þau mál. Uppi eru áform um frekari
framkvæmdir á hálendinu, má þar nefna veit-
ingu Skaftár í Langasjó, virkjun í Skjálfanda-
fljóti og bryddað á virkjun Jökulsár á Fjöllum.
Hvað segir umhverfisráðherra um þessi áform?
„Menn eru að varpa fram ýmsum hugmynd-
um og mörg þessara áforma eru á algjöru frum-
stigi. Mikilvægast er að það sé unnið mjög vel
og nákvæmlega að öllum undirbúningi. Síðast-
liðinn vetur var tilbúinn fyrsti hluti Ramma-
áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
Það er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að ljúka
vinnu við rammaáætlunina á þessu kjörtímabili.
Þarna er verið að leggja mat á virkjunarkosti og
þeir bornir saman hvað varðar hagkvæmni, um-
hverfisáhrif og fleiri þætti. Þetta er mikilvæg
vinna og nauðsynleg til að hægt sé að forgangs-
raða virkjanakostum af skynsemi.“
Sigríður Anna telur brýnt að hafa slíkar
rannsóknir í höndunum þegar teknar eru
ákvarðanir í svo stórum málum sem hafa mikil
áhrif jafnt á atvinnulíf þjóðarinnar og náttúr-
una.
„Það er auðvitað skylda okkar að nýta þessar
auðlindir á sjálfbæran hátt. Við þurfum að gera
það með varúð og horfa til framtíðar – í raun og
veru einnig til komandi kynslóða þegar slíkar
ákvarðanir eru teknar. Enginn veit betur en við,
sem búum í harðbýlu landi, hve brýnt það er að
nýta gæði náttúrunnar af virðingu og varfærni.
Ég legg áherslu á að náttúruvernd og nýting
auðlinda geta farið ágætlega saman. Mér finnst
hafa verið rík tilhneiging til að tefla þessu fram
sem andstæðum. Ég tel það af og frá að það
þurfi að vera svo. Öllum umsvifum mannsins
fylgja einhver áhrif. Það er ljóst að við verðum
að nýta auðlindir okkar. Það er mikilvægt að
það sé gert í góðri sátt. Til þess að við getum lif-
að góðu lífi í þessu landi þurfum við að nýta auð-
lindir vatnsafls og jarðvarma alveg eins og við
nýtum gæði hafsins og fiskistofnana og það sem
landið gefur af sér að öðru leyti.“
Umhverfisráðherra og ríkisstjórn
Umhverfisráðuneytið hefur verið gagnrýnt
fyrir að sýna virkjunaráformum of mikla und-
anlátssemi. Í stað fyrir að standa vörð um nátt-
úruna skrifi það upp á hverja fórnina á fætur
annarri. Er eitthvað til í þessu?
„Ég minni á Eyjabakkana,“ segir Sigríður
Anna. „Þau virkjanaáform, sem þar voru fyr-
irhuguð, voru harðlega gagnrýnd. Það varð ekki
úr þeim, fyrst og fremst vegna þess að gagn-
rýnin var mjög mikil og ekki hægt að ná þar
sáttum. Þess vegna var hugað að öðrum virkj-
anakostum.“
Lítur þú þannig á að embætti umhverfisráð-
herra sé að standa vörð um náttúruna? Er hann
talsmaður náttúrunnar í ríkisstjórn?
„Náttúruvernd er eitt af mikilvægum verk-
efnum sem falla undir umhverfisráðuneytið og
umhverfisráðherra talar sannarlega fyrir þeim
málum í ríkisstjórn. En umhverfisráðherra er
hluti af ríkisstjórninni. Hún setur sér sáttmála,
mótar markmið og stefnu í upphafi síns starfs.
Ríkisstjórnin er bundin af því samkomulagi.
Umhverfisráðherra hlýtur að vera bundinn af
því eins og aðrir ráðherrar.“
Sigríður Anna segist líta á náttúruvernd sem
mjög gildan þátt í starfsemi umhverfisráðu-
neytisins. „Þau áform sem við höfum verið að
ræða í náttúruverndaráætlun og málefnum
þjóðgarða eru mjög stórhuga áform um nátt-
úruvernd. Þau eru af stærðargráðu sem ekki
þekkist í öðrum Evrópulöndum. Skaftafells-
þjóðgarður, eftir stækkunina, verður til dæmis
einn og sér stærsti þjóðgarður í Evrópu.“
Nauðsyn að það ríki traust
Borið hefur á því að samtök náttúruverndar-
sinna beri ekki fullt traust til stjórnvalda í nátt-
úruverndarmálum. Þarf að efla þetta traust?
„Það hefur verið ágætt samstarf við náttúru-
verndarsamtök af hálfu ráðuneytisins og í gildi
samstarfssamningur milli þessara samtaka og
umhverfisráðuneytisins. Hann gengur meðal
annars út á að ráðuneytið styrki starfsemi
þeirra með fjárframlögum. Ég tel mjög mik-
ilvægt að þarna ríki traust samvinna og skiln-
ingur, jafnvel þó að menn séu ekki alltaf sam-
mála. Ég geri mér grein fyrir því að það koma
oft umdeild mál sem lúta að þessum málaflokki.
Þess vegna tel ég mjög mikilvægt að eiga góð
samskipti við náttúruverndarsamtök.“
Þarf að efla umhverfisvitund almennings?
„Mér finnst Íslendingar vera sér mjög með-
vitaðir um þau gæði sem felast í því að búa á Ís-
landi. Það eru ekki margar þjóðir sem eru jafn-
stoltar af landinu sínu og við. Þess vegna held
ég að við skiljum mjög vel nauðsyn þess að um-
gangast náttúruna af varúð og gæta þess að
spilla henni ekki. Hins vegar tel ég að við getum
gert heilmikið í því að bæta umhverfisvitund.
Það sést vel ef við göngum um götur Reykjavík-
ur eða skoðum umgengni í miðbænum um helg-
ar. Einnig í sambandi við sorphirðu og flokkun.“
Akstur utan vega hefur verið töluvert í um-
ræðunni. Eru áform uppi af hálfu ráðuneytisins
um að stemma stigu við honum?
„Akstur utan vega finnst mér vera mál sem
við eigum að taka mjög föstum tökum. Það get-
ur ekki gengið að fólk umgangist landið af þeirri
óvirðingu sem í slíkri hegðan felst. Nefnd er að
störfum sem meðal annars er falið að koma með
tillögur til úrbóta.“
Eru ráðgerðar einhverjar aðgerðir til að
draga frekar úr mengun frá samgöngutækjum,
ekki síst bílum?
„Við þekkjum öll vetnisstrætisvagnana í
Reykjavík og Sorpa hefur verið að framleiða
metangas til að knýja bíla. Það er heilmikil
hreyfing á þessum málum um allan heim. Ný-
lega kom sendinefnd frá Bandaríkjunum til að
kynna sér orkumál hér á landi. Það sýnir vel að
þar eru menn að velta því fyrir sér hvað sé hægt
að gera til að bregðast við mengunarvandanum
og nýta aðra orkugjafa en bensín og olíu.“
Nýlega var haldin hér ráðstefna norrænna
matvælaráðherra þar sem matvæli og lífsstíl
bar á góma. Verða þessi málefni áberandi?
„Já, það er ég viss um. Þetta lýtur að neyt-
endavernd og öryggi matvæla. Það er ákaflega
mikilvægt fyrir okkur að þessir hlutir séu í lagi.
Það hefur til dæmis vakið athygli erlendis
hvernig okkur hefur tekist að ná tökum á cam-
pylobacter-sýkingum í matvælum. Þetta kom
upp hér á landi og er landlægt alls staðar í
kringum okkur. Erlendis er horft til aðferðanna
sem við beittum í þeirri baráttu og náðum góð-
um árangri.“ Sigríður Anna telur að einnig þurfi
að fylgjast vel með því sem er að gerast varð-
andi fæðubótarefni og ýmislegt fleira þessu
tengt. Hún segir að mikið hafi verið fjallað um
þessi mál í Evrópu og á Norðurlöndum. Sú um-
ræða snertir okkur með beinum hætti.
„Það berst mikið af EES-málum hingað í
ráðuneytið. Um 40% af EES-gerðum (reglum
og samþykktum) sem við þurfum að ganga frá
hér á landi snerta umhverfismál.“
Veiðibann á rjúpu
Forveri þinn tók mjög umdeilda ákvörðun
um veiðibann á rjúpu. Það vakti athygli að und-
irstofnanir ráðuneytisins, Náttúrufræðistofnun
og Umhverfisstofnun, greindi á um réttmæti
þeirrar ákvörðunar. Hefur þú ákveðið hvað þú
gerir varðandi rjúpuna?
„Nei, það hef ég ekki gert. Ég mun skoða
þessi mál og fara vandlega yfir þau. Ég er ekki
reiðubúin á þessari stundu að segja neitt af eða
á,“ segir Sigríður Anna.
Voru ekki rjúpur á jólunum þegar þú varst að
alast upp á Siglufirði?
„Nei, ekki á Siglufirði og það var svolítið
merkilegt. Heima hjá mér voru mjög oft endur
eða gæs á jólaborðinu. Ég er alin upp við að
neyta fuglakjöts og ekki síst sjófugla. Faðir
minn, Þórður Þórðarson, var svo sannarlega
veiðimaður, bæði sjómaður og skytta í bestu
merkingu þess orðs. Hann fór að veiðum af mik-
illi varfærni. En frá því ég fór sjálf að búa hef ég
alltaf haft rjúpur í jólamatinn, þegar ég hef haft
tök á að ná í þær.“
Sigríður Anna segist ekki reiðubúin að upp-
lýsa hvenær ákvörðunar hennar er að vænta.
Segist þurfa tíma til að skoða rjúpnamálið. En
hvað um nýtingu annarra villtra fugla og dýra.
Þarf að skoða þau mál nánar?
„Það liggja fyrir tillögur frá nefndum sem
voru að störfum um veiðar á mink og ref og út-
breiðslu þessara stofna. Mér finnst mjög mik-
ilvægt að við höfum góðar upplýsingar um
þessa stofna sem hægt er að byggja á við
ákvarðanir um veiðar á þeim. Þó er ólík afstaða
til minka og refa. Tilkoma minksins í íslenskri
náttúru var umhverfisslys, en refurinn á hér
sinn þegnrétt. Það þarf hins vegar að halda hon-
um í skefjum.“
Munt þú beita þér fyrir auknum greiðslum til
sveitarfélaga vegna eyðingar á ref og mink?
„Ég mun taka þau mál til skoðunar.“
Loftslagsbreytingar og hafið
Hvað um þátt Íslands í umhverfismálum á
heimsvísu, til dæmis varðandi loftslagsbreyt-
ingar og verndun hafsins?
„Við erum búin að fullgilda Kyoto-bókunina
og munum standa við okkar hlut. Það verður
unnið heilmikið í þessum efnum hér í ráðuneyt-
inu í vetur. Eins verður farið yfir framkvæmd
stefnu ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun í
vetur. Hvað varðar loftslagsbreytingar þá er
verið að gera mjög stóra úttekt á loftslagsbreyt-
ingum á vegum Norðurskautsráðsins, þar sem
Ísland gegnir formennsku. Í ráðinu starfa sam-
an átta þjóðir, Bandaríkin, Kanada og Rússland
auk Norðurlandanna fimm. Á ráðherrafundi
ráðsins, sem haldinn verður hér á landi í nóv-
ember, verða niðurstöður þessara rannsókna
formlega lagðar fram. Ég vænti þess að þá verði
einnig rætt hvernig sé skynsamlegt að bregðast
við þróuninni. Einnig verður haldin mjög viða-
mikil ráðstefna um loftslagsbreytingar í
Reykjavík í nóvember. Þar verður fjallað um
efni þessarar skýrslu. Þessir fundir eru síðustu
verkefni Íslendinga í formennskutíð okkar, síð-
an taka Rússar við formennsku í Norðurskauts-
ráðinu næstu tvö árin. Auk þess höfum við unn-
ið með öðrum þjóðum í norrænni samvinnu, á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna, innan OECD
og víðar að þessum málum.“
Hvað varðar málefni hafsins bendir Sigríður
Anna á fyrirliggjandi stefnu ríkisstjórnarinnar í
þeim málum, sem samþykkt var árið 2003. Um-
hverfisráðuneytið og önnur ráðuneyti sem
koma að málinu vinni eftir þeirri stefnumörkun.
„Síðastliðinn vetur var og samþykkt ný löggjöf
um vernd gegn mengun hafs og stranda. Nú er
verið að semja ýmsar reglugerðir í kjölfarið á
þeirri lagasetningu. Þetta eru mál sem skipta
gríðarmiklu fyrir okkur Íslendinga. Við höfum
beitt okkur mjög á erlendum vettvangi í þessum
efnum og munum halda því áfram.“
Fyrst sjálfstæðismanna
Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrst úr hópi
sjálfstæðismanna til að setjast í stól umhverf-
isráðherra og finnst það heilmikil tímamót.
„Þetta sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn vill
beita sér í þessum málaflokki og leggja ríka
áherslu á hann. Ég hlakka til að takast á við þau
mikilvægu málefni sem eru til umfjöllunar hér í
umhverfisráðuneytinu og mun gera mitt besta
til að sinna þeim. Þau skipta svo óendanlega
miklu máli fyrir velferð þjóðarinnar.“
Með virðingu og varfærni
Sigríður Anna Þórðardóttir
er fyrst sjálfstæðismanna til
að gegna embætti umhverf-
isráðherra. Guðni Einarsson
ræddi við Sigríði Önnu um
það sem efst er á baugi í
umhverfismálum.
Morgunblaðið/Kristinn
„Ég legg áherslu á að náttúruvernd og nýting auðlinda geta farið ágætlega saman,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra.
gudni@mbl.is