Morgunblaðið - 19.09.2004, Side 16
16 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Alls kyns stórskemmtileg-ar uppákomur á Sól-heimum í Grímsnesiundanfarin sumur hafavakið athygli lands-
manna og margir hafa lagt land und-
ir hjól til þess að sjá og heyra af eigin
raun hvað fram fer á Sólheimum.
Drjúgan þátt í því að vekja athygli á
þessari starfsemi á Edda Björgvins-
dóttir leikkona.
„Ég er ein af fjölmörgum lista-
mönnum sem í gegnum tíðina hafa
verið starfandi á Sólheimum, mun-
urinn er hins vegar sá að ég tók að
mér að vera líka fjölmiðlafulltrúi fyr-
ir staðinn (PR-manneskja),“ segir
Edda.
„Þetta var á erfiðum tíma fyrir
Sólheima og því beindi ég sviðsljós-
inu að öllu því gleðilega sem þar var
að gerast. Starfsemin á Sólheimum
var beinlínis lögð í einelti um þetta
leyti. Vegna þessa hlutverks míns
varð ég mjög áberandi tengd Sól-
heimum þótt ég sé í raun ekkert
meira tengd staðnum en aðrir þeir
listamenn sem hafa unnið þar í tím-
ans rás.“
En hvernig hófst þetta allt saman?
„Forsagan er hin gamla hefð –
Svartapétursmótið á Sólheimum.
Það mót sá lengi um einn af „vernd-
arenglum“ Sólheima, Svavar Gests
tónlistarmaður, blessuð sé minning
hans. Arftaki hans var Bryndís
Schram. Ég var svo ljónheppin að
hún flutti til Bandaríkjanna eftir að
hafa stjórnað þessum opnu spilamót-
um í stuttan tíma og ég var beðin um
að taka við af henni, sem ég tel mikla
gæfu fyrir mig. Í kjölfarið var ég
beðin að leikstýra verki sem frum-
sýnt var sumardaginn fyrsta árið
2002, en fyrir slíkum leiksýningum
er 73 ára hefð. Fyrsta slíka sýningin
var frumsýnd á eins árs afmæli Sól-
heima, þeirri sýningu leikstýrði Rud-
olf Noah, eiginmaður og lengi sam-
starfsmaður Sesselju Sigmunds-
dóttur.“ Sesselja stofnaði Sólheima,
vistheimili og vinnustofur fyrir fatl-
aða, árið 1930 í félagi við Barnaheim-
ilisnefnd Þjóðkirkjunnar og byggði
starfsemina á kenningum Rudolfs
Steiner. Enn í dag eru Sólheimar
reknir undir þessum sömu merkjum.
Notum slagara, hippasöngva
og atriði úr leik- og söngverkum
„Af því að ég varð þessi „talsmað-
ur“ þá hef ég verið í miklu sambandi
við fjölmiðla undanfarin ár. Þegar ég
hafði leikstýrt þessu vorverki stofn-
uðum við sumarleikhús og þá varð ég
meira viðloðandi á Sólheimum en
aðrir leikstjórar sem þar hafa verið.
Þann 1. júní hafa undanfarin þrjú
sumur farið af stað sumarleikverk
sem eru blanda af ýmsum verkum,
einkum er þar um söngverk að
ræða,“ segir Edda.
„Við notum m.a. gamla slagara,
hippasöngva, atriði úr gömlum leik-
ritum og söngleikjum. Verkefnavalið
verður að miðast við að ekki þurfi að
læra utan að óeðlilega mikið. Það er
aðeins hluti af hinum fötluðu sem á
Sólheimum dvelja sem geta lært ut-
an að. Margir eru hins vegar læsir og
vel staddir miðað við að þeir eru fatl-
aðir. Um 40 þroskaheftir einstak-
lingar búa á Sólheimum af 100
manna samfélagi þar. Allir eru þarna
á jafnréttisgrundvelli og leikfélagið
byggir á sömu lögmálum, þar eru að
störfum fatlaðir sem ófatlaðir á öll-
um aldri. Þetta gerir leikfélagið á
Sólheimum einstakt í heiminum. Ég
hef að leiðarljósi að þeir sem fatlaðir
eru séu í forgrunni, beri uppi sýning-
arnar og meira reyni því á þá. Þetta
gerir ég með því m.a. að láta fleiri en
einn leika sama hlutverkið, þá eru
kannski þrír sem bera uppi sama
hlutverkið, fatlaðir og ófatlaðir, í
sömu sýningunni. Í Latabæ voru t.d.
fjórar Stínur símalínur, tveir voru
Hallur hrekkjusvín og fimm Stirðar
Sollur o.s.frv. Með þessu móti
blómstra þeir fötluðu.
Við höfum heilt íþróttaleikhús
undir sýningarnar, sem Reynir Pét-
ur, frægasti Sólheimamaðurinn,
safnaði fyrir á sínum tíma með Ís-
landsgöngunni 1985. Þar er hið hefð-
bundna leikhús rekið en einnig erum
við með kaffileikhús í kaffihúsinu
Grænu könnunni, sem er gamalt
gróðurhús – yndislegt kabarettleik-
hús. Í Sesseljuhúsi er svo hægt að
vera með smærri leiksýningar.“
En hvað um fjármálahliðina?
„Þetta flokkast undir áhugaleik-
félag. Bandalag íslenskra leikfélaga
á að styrkja þessa starfsemi eins og
aðrar sýningar en þar stöndum við á
Sólheimum höllum fæti. Bandalagið
miðar við mínútufjölda við styrkveit-
ingu en það er ekki leggjandi á stór-
an hluta okkar fólks að halda uppi
tveggja tíma leiksýningu með hléi.
Við erum sorgmædd yfir þessu og
finnst þetta óréttlátt, þarna er um
fatlað fólk að ræða; þetta þyrfti að
leysa.“
Liggur við að Sólheimar
hafi verið lagðir í einelti
Hefur verið gott samstarf við yf-
irvöld hvað snertir starfsemi Sól-
heima?
„Tekist hefur ágætt samstarf við
sveitarfélagið Árborg. Við fengum
styrk og starfrækt hafa verið nám-
skeið fyrir sveitarfélagið. Í sumar
var líka skrifað undir samstarfs-
samning milli Sólheima og félags-
málaráðuneytis. Ég tek hatt minn of-
an fyrir félagsmálaráðherra sem lét
verða sitt fyrsta verk að kynna sér
ofan í kjölinn starfsemi Sólheima og
útbjó „skotheldan“ samning sem all-
ir eru sáttir við. Þetta er mjög af hinu
góða því ef satt skal segja ríkti um
skeið nokkur „fýlupokastemning“
hvað Sólheima snerti. Það liggur við
að segja megi að Sólheimar hafi um
tíma verið lagðir í einelti. Það er
raunar ekki í fyrsta skipti sem starf-
semin á Sólheimum hefur orðið til-
efni slíks. Sesselja Sigmundsdóttir
sætti einskonar einelti með sína góðu
stofnun á árum áður. Sumir segja að
þetta séu álög, að álfarnir og dverg-
arnir í Stóra-Ási og Litla-Ási séu
alltaf að berjast og þess vegna sé allt
þetta neistaflug – skemmtileg skýr-
ing!
Mér finnst starfið, sem unnið er á
Sólheimum, stórkostlegt, einstakt í
heiminum, þetta litla þorp sem er
hluti af Ecovillage alheimssamfélag-
inu.
Þegar mest var um málefni Sól-
heima fjallað las ég aldrei sann-
gjarna gagnrýni um starfið sem þar
er unnið. Ég er enn í áfalli vegna
þess hvernig um þetta góða starf var
skrifað og rætt. Í ljósi þessara skrifa
skoðaði ég mjög vel allt sem á Sól-
heimum er gert og komst að þeirri
niðurstöðu að um lygaáburð væri að
ræða, þegar sagt var að um óheið-
arleika væri að ræða og peningar
væru hafðir af fötluðum. Ég las
skýrslur ríkisendurskoðunar og fór
ofan í saumana á forsögunni og
komst að þeirri niðurstöðu að þarna
væri um einelti að ræða. Ef einhvers
staðar er verið að gera góða hluti fyr-
ir fatlaða þá er það á Sólheimum.
Eineltið beindist ekki síst að Pétri
Sveinbjarnarsyni, sem er forgöngu-
maður um það sem gert er á Sól-
heimum, það er gjarnan svo að slíkar
„jarðýtur“ sem Pétur er í starfi eru
umdeildar, rétt eins og var með Sess-
elju á sínum tíma. En árásirnar á
þetta góða fólk eru mjög ósanngjarn-
ar.“
Er haldið fast í kenningar Rudolfs
Steiner á Sóheimum?
„Já, það er haldið fast í þær en að
vísu hefur slegið í og úr eftir því
hverjir hafa verið framkvæmdastjór-
ar. En það hafa í megindráttum verið
hafðar að leiðarljósi kenningar
Steiners og hið vistvæna samfélag.“
Upplognar sögusagnir
um samfélagsþjónustu
Það hefur flogið fyrir að Edda
Björgvinsdóttir sé alflutt að Sól-
heimum – er það rétt?
„Ég er starfs míns vegna á Sól-
heimum á sumrin að mestu leyti en
sögusagnir um dvöl mína á Sólheim-
um hafa verið á röngu róli, svo ekki
sé meira sagt. Raunar eru sögusagn-
ir um Sólheima yfirleitt stórkostlegt
rannsóknarefni. Ég heyrði þá sögu
að ég væri ekki aðeins flutt að Sól-
heimum heldur hefði ég verið dæmd
þangað í samfélagsþjónustu vegna
þess að annaðhvort hefði ég ekið
drukkin eða orðið eitthvað annað á.
Þessar sögusagnir eru þó ekki al-
þýðuskýring heldur hluti af eineltinu
sem ég áður nefndi. Það er oft
ástæða til að rannsaka hvaðan rætn-
ar og upplognar kjaftasögur koma. Í
þessu tilviki var um hreint skemmd-
arverk að ræða. Þegar ég kom til
sögunnar, og beindi af öllum kröftum
ljósinu að því góða og sérstaka verki
sem á Sólheimum er unnið, þá spratt
upp „óvinaher“ sem sagði sem svo að
óeðlilegt væri að „þessi fræga kerl-
ing“, skuli vera að skrifa um Sól-
heima, þar sem fram fer „glæpa-
starfsemi“, er hún ekki bara að
„afplána eitthvað“. Þessar sögur eru
upplognar og settar af stað til þess
að vinna starfseminni á Sólheimum
ógagn.
Á Sólheimum hef ég lært margt
um tilfinningar og samskipti
Ég vil ekki nefna nein nöfn en það
eru heilu félögin sem starfa að mál-
efnum fatlaðra sem hafa haft ekki
aðeins horn í síðu Sólheima heldur
hafa „rekið rýtinginn í bak“ starf-
seminnar þar. Þaðan koma allar
þessar sögur um að ekki sé allt með
felldu um hvernig fjármagni sé ráð-
stafað á Sólheimum. Ég veit að þetta
eru upplognar sakir vegna þess að ég
hef sjálf skoðað þessi mál.“
Eru sýningarnar á Sólheimum vel
sóttar?
„Já, sannarlega. Það kostar ekk-
ert inn á sýningarnar en við erum
með kaffisölu sem stendur undir
kostnaði að töluverðu leyti og svo lét-
um við ganga bauk fyrir frjáls fram-
lög. Þannig höfum við getað keypt
ljós og kastara. Um hverja helgi var
eitthvað að gerast og fólk streymdi
að úr sumarbústöðum, frá höfuð-
borgarsvæðinu og víðar. Þess ber að
geta að allir skemmtikraftar sem
koma fram á Sólheimum leggja okk-
ur lið í sjálfboðavinnu.“
En nú er sumarið liðið og Edda
„komin í bæinn“ – hvað er nú á döf-
inni?
„Minn ráðningartími á Sólheimum
er til 1. september og ég er því kom-
inn „í bæinn“. Um þessar mundir er
ég að ljúka við að gera við húsið mitt í
Hafnarfirði. Ég keypti þetta hús ný-
lega og það reyndist vera með faldar
rakaskemmdir sem ég er kófsveitt
við að gera við. Þetta er „stór biti“,
ég vinn margfalt til þess að standa
straum af þessum viðgerðum sem ég
vona þó að ég fái bættar að lokum.
Ég tek svo veturinn með trompi.
Leiklistin er mitt aðalstarf. Ég er að
fara af stað með Fimm stelpur.com á
Broadway. Verkið var sýnt í Austur-
bæjarbíói en nú ætlum við að endur-
uppfæra það á nýjum stað. Einnig er
ég að byrja að æfa einleik sem heitir
„Alveg brilliant skilnaður“. Þetta
verk, sem er eftir Geraldine Aron og
er ofboðslega fyndið, leikur Dawn
French í einleik á sviði í London um
þessar mundir og hefur slegið í gegn.
Þetta er efni sem höfðar til margra,
allar konur sem hafa upplifað skilnað
eða slit á sambandi ættu að geta
fundið samsvörun við sínar aðstæður
í þessu verki sem Þórhildur Þorleifs-
dóttir leikstýrir og Gísli Rúnar Jóns-
son þýðir. Loks er ég að halda nám-
skeið þar sem fólk lærir að koma
fram af sjálfsöryggi. Einnig held ég
fyrirlestra og námskeið af ýmsu tagi.
Síðast en ekki síst er ég að skrifa
verk um samskipti á vinnustað. Það
verða söngvar og húmor í þessu
verki en jafnframt tekist á við hinar
ýmsu hliðar mannlegra samskipta á
vinnustöðum þar sem alls kyns fólk
kemur saman. Þetta verður lítið leik-
rit með þremur leikurum sem farið
verður með á vinnustaði, ráðstefnur
og fleira.“
Hefur starfið á Sólheimum kennt
þér margt um mannleg samskipti?
„Já, mjög mikið. Við Íslendingar
eru námskeiðsglöð og það sem þarf
að gera til þess að bæta sig sem leik-
ari er að vinna „tilfinningavinnu“.
Fatlaða fólkið á Sólheimum kann
einstaklega vel að gefa kærleika. Það
gefur af einlægni og úthellir hjarta
sínu eins og börn – og góðir leikarar
verða að gera. Ef þeir eru nískir á til-
finningar sínar þá eru þeir ekki í góð-
um málum. Það hefur verið minn
besti skóli í þessum efnum að vinna á
Sólheimum. Ég hef öðlast meira
hugrekki til þess að fara í minn „til-
finningabanka“ – ég hef tekið stór-
stígum framförum hvað það snertir í
starfinu á Sólheimum.“
Sumar á Sólheimum
Sumarstarfið á Sólheimum í Grímsnesi hefur vakið
mikla athygli. Edda Björgvinsdóttir leikkona hefur
staðið þar fyrir leiksýningum og ýmsum uppákomum.
Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Eddu um þetta starf,
sem og stöðu Sólheima í umræðunni, en hún gegndi
stöðu fjölmiðlafulltrúa staðarins.
gudrung@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Edda Björgvinsdóttir leikkona.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Úr leikritinu um Sesselju Sigmundsdóttur sem Edda Björgvinsdóttir skrifaði og
flutt var á Sólheimum sumarið 2002, á 100 ára afmæli Sesselju.
Sólheimar í Grímsnesi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Árið 2002 var aldarafmæli Sesselju
H. Sigmundsdóttur, stofnanda Sól-
heima. Þess var minnst með opnun
Vistmenningarhúss sem ber heitið
Sesseljuhús.