Morgunblaðið - 19.09.2004, Side 29

Morgunblaðið - 19.09.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 29 Tillitssemi er eiginleiki semmörgum finnst minna um í samfélaginu en áður var og styðj- ast þá væntanlega fremur við til- finningu en rannsóknir eða mæl- ingar. En hvað er tillitssemi og hvers vegna er hún á undanhaldi að margra mati? Það má t.d. segja að tillits- semi sé sú við- leitni að hugsa um hagsmuni annars fólks jafnframt því að huga að sínum eigin hags- munum og láta þá hafa forgang sem verr eru sett- ir. Hvað langt fólk gengur í þess- um efnum er mjög misjafnt og lík- lega bæði háð upplagi og uppeldi. Þegar ég var fimm ára og í sveit var ég beðin að fara út og klemma ullarsokka á girðingu með stórum klemmum. Ég hafði þá fáum skyldustörfum að gegna og varð mjög glöð og stolt þegar mér var falið þetta verkefni. Veðrið var blítt og sól skein í heiði. Ég skundaði nú fram í forstofu með nokkra vel undna sokka í fötu og klemmurnar ofan á þeim. En ein- mitt þegar ég ætla að snarast út heyri ég sagt: „Æ, Guðrún litla, hjálpaðu mér nú að tína saman naglana, ég missti þá úr boxinu.“ Þetta mælti blindur maður, þá á áttræðisaldri, sem bjó á heimilinu og fékkst mikið við smíðar, var reyndar listasmiður þrátt fyrir fötlun sína. En ég gerði mér enga grein fyrir sérstöðu þessa manns né heldur áttaði ég mig á erf- iðleikum blinds manns við að tína saman fjölmarga nagla af for- stofugólfi. Hugur minn var allur bundinn við hið mikla verkefni – að klemma fallega sokkana á girð- inguna á hlaðinu. „Ég skal gera þetta á eftir, núna er ég að fara út að klemma sokka,“ svaraði ég léttri og vin- samlegri röddu og flýtti mér út með sokkana. Verkefnið gekk ágætlega, sokkarnir komust á girðinguna í nokkuð fallegri röð fannst mér og ég fór að svo búnu inn aftur til að segja frá þrekvirki mínu. En varla var ég komin inn úr dyrunum þegar mér mætti fóstra mín á bænum sem sagði mér strangri röddu að heyra sig aðeins inni í eldhúsi. Þegar þang- að kom sagði hún mér nokkuð hvasslega að þetta skyldi ég aldrei láta henda mig aftur á lífsleiðinni, – að neita blindum manni um greiða sem þennan. „Hann er blindur Guðrún mín, hann sér ekki sólina eða grasið og getur ekki tínt upp nagla eins og þú, sem hefur heil augu,“ sagði fóstra mín. „Já, en ég ætlaði að gera þetta á eftir, þegar ég væri búin að klemma sokkana,“ sagði ég. „Það er ekki nóg, í tilvikum sem þessu á fólk að sýna tillitssemi og hugsa fyrst um þann sem minni máttar er, hann er blindur ekki þú, þess vegna átt þú að hjálpa honum strax og gera svo það sem þú vilt og þarft að gera.“ Þannig hljóðaði boðskapurinn sem innrætti mér fyrir lífstíð hvað rétt væri í þess- um efnum. Ég hef aldrei gleymt þessari ádrepu og er reyndar mjög fegin að hafa fengið hana á þeim tíma sem hugur minn var lítt mótaður. Þetta atvik kenndi mér að taka tillit til þeirra sem minna mega sín. Það þarf sem sagt að kenna börnum tillitssemi, ef það er ekki gert þá vita þau ekki hvað þetta hugtak þýðir. Ef upplag þeirra er ekki þeim mun betra þá vita þau ekki lengi vel að þeim beri að hugsa um hag þeirra sem minni máttar eru og sumir skilja aldrei að hagsmunir þeirra eigi ekki ávallt að vera í fyrirrúmi. Slíkt fólk fær venjulega það sem það vill en fær samt sjaldnast það sem flestir þrá heitast, einlæga vináttu og kærleika þeirra sem feta lífs- brautina með þeim. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er tillitssemi á undanhaldi? Ég skal gera þetta á eftir! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is VERÐ FRÁ 12.240 KR. FYRIR 5 TÓNLEIKA, eða 2.040 kr. á mánuði í sex mánuði í sætaröð 21–28 og 14.280 kr. í sætaröð 1–20 eða 2.380 kr. á mánuði í 6 mánuði sé greitt með Visa kreditkorti. 23. & 24. SEPTEMBER Það besta af hvíta tjaldinu 28. & 29. OKÓTBER Töfrar óperunnar og tónaljóðsins 5.-8. JANÚAR Vínartónleikar 17. & 18. MARS Galdrar og goðsagnir 6. & 7. MAÍ Philharmonic Rock Night Græna áskriftarröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands er ferðalag vítt og breitt um heim tónlistarinnar, frá háklassík til poppsins og allt þar á milli. Fáðu þér áskrift að öruggu sæti og betra verði hjá Sinfóníuhljómsveitinni í vetur. Gallabuxur, kjól og hvítt TÖFRAHEIMURTÓNLISTARINNAR aðeins 2.040 kr. á mánuði Græn tónleikaröð Einsöngvari: Gary Williams. „Einn besti sveiflusöngvari Breta fyrr og síðar“ – Times Einsöngvari: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. „Er á leið á vit mikilla afreka“ – Independent Það sem Íslendingum finnst skemmtilegast að hlusta á. Einleikari: Liene Circene. „Einhver besti píanóleikari sem hér hefur komið fram“ – Jónas Sen Modest Mússorgskíj, Deep Purple, Gustav Mahler, Pink Floyd, Led Zeppelin og Queen. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SINFONIA.IS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN FYRSTUTÓNLEIKARERU ÁFIMMTUDAG SÍÐASTA INNRITUNARVIKA Innritun í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni: www.gitarskoli-olgauks.is eða í skólanum á innritunar- tíma, en innritað er alla virka daga kl. 14:00 til 17:00. Einnig sendum við upplýsingabækling. ww w.g itar sko li-o lga uks .is Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 G A U K U R – G U T E N B E R G Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is 588-3630 588-3730

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.