Morgunblaðið - 19.09.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.09.2004, Qupperneq 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 31 Um reynslu Evruþjóða af evrunni Fundarboð Þriðjudaginn 21. september, kl. 12:00 - 13:15 flytur dr. Paul van den Noord, deildarstjóri í hagfræðideild OECD, erindi ,,Um reynslu Evruþjóða af evrunni" í sal 132 í Öskju, náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands. Í erindinu reifar Paul van den Noord kosti og galla evrunnar og hvað aðildarríkin þurfa að gera til að njóta ávinnings af henni. Paul van den Noord er á Íslandi í boði Samtaka iðnaðarins og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Gylfi Magnússon dósent og Þorsteinn Þorgeirsson, hag- fræðingur SI, kynnir framsögu- erindið og ræðumann. Erindið verður flutt á ensku og fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir Paul van den Noord hefur starfað við hagfræðideild OECD frá 1989. Sem deildarstjóri ber hann ábyrgð á árlegri skýrslu OECD um þróun efnahagsmála á Evrusvæðinu, sem nú nær til tólf ESB ríkja. Á starfsferli sínum hefur hann öðlast víðtæka reynslu af greiningu efna- hagsmála og veitt aðildarríkjum OECD, þ.á.m. Ástralíu, Belgíu, Írlandi, Hollandi, Noregi, Finnlandi og Bretlandi, ráðgjöf um stjórn efnahagsmála. Áður en hann gekk til liðs við OECD starfaði hann sem ráðgjafi og lektor í þjóðhagfræði við Háskólann í Amsterdam, þar sem hann hlaut doktorsgráðu. Paul van den Noord nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir sérþekkingu og framlag sitt á sviði hagstjórnar. Gylfi Magnússon Þorsteinn ÞorgeirssonPaul van den Noord Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða glæsilega helgarferð til Vínarborgar í 3 nætur þann 19. nóvember í beinu flugi frá Íslandi á hreint ótrúlegum kjörum. Kynnstu þessari höfuðborg lista og menningar um leið og þú nýtur toppþjónustu fararstjóra Heimsferða sem kynna þér borgina og lystisemdir hennar. Frábær hótel í boði. Munið Mastercard ferðaávísunina 40 viðbótarsæti • Beint flug Verð kr. 29.990 Flug og skattar. Verð kr. 39.990 Flug, hótel, skattar, hótel Ananas, 4 stjörnur, 3 nætur. Verð kr. 43.890 Flug, hótel, skattar, hótel Renaissance, 5 stjörnur, 3 nætur. Glæsileg helgarferð til Vínarborgar 19. nóvember frá kr. 29.990 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is Madrid er ein fjörugasta og fjölskrú›ugasta borg Evrópu og i›ar af mannlífi nótt sem n‡tan dag. Frábært skemmtanalíf, spennandi verslanir, menning og listir – Madrid er borg fyrir flig. Madrid Borgin sem kann að lifa 7.–10. okt. Beint leig uflug netverð á mann í tvíb‡li á Hotel Gran Versalles. Flugsæti: 29.900 kr. – skattar innifaldir. 44.980* kr. Ver›dæmi: * Innifali›: Beint flug, skattar, gisting m/morgunver›i í 3 nætur og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Ferðir til og frá flugvelli, 1.700 kr. fram og til baka. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 59 01 0 9/ 20 04 „FÓLK drepur frekar en að finna fyrir skömm,“ segir Kathleen Brooks, sálfræðingur frá Bandaríkj- unum, og áréttar mikilvægi þess að fólk hlúi að sínu innra barni. Brooks hélt nýlega fyrirlestur í Stígamótum en hún kom hingað til lands á vegum aðstandenda fræðsluverkefnisins Blátt áfram sem miðast að því að fræða fólk um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Brooks er með starfsemi í San Diego þar sem hún vinnur með sjálfshjálparhópum, leiðir hug- leiðslu, býður upp á ýmis meðferð- arúrræði og stjórnar eigin útvarps- þætti í gegnum Netið. Í 25 ár hefur hún starfað með fólki sem hefur lifað af kynferðislegt ofbeldi en sjálf var hún beitt slíku ofbeldi af föður sínum og afa. Hugurinn grefur niður minningar Brooks segir sérlega mikilvægt að treysta líkama sínum og tilfinning- um en ekki bara huganum eða minn- ingum. „Hugurinn grefur niður minningar og býr til sögur til þess að lifa af misnotkun sem líkaminn og til- finningarnar vilja ekki gleyma,“ seg- ir Brooks og bætir við að hjá ungum börnum skorti flæði milli vinstra og hægra heilahvels sem gerir það að verkum að þau geta ekki nýtt sér þær upplýsingar sem þau safna sam- an. „Þau hafa ekki sama skilning á hlutunum og við sem fullorðin eru. Þau geta t.d. ekki endilega skilið á milli orsakar og afleiðingar. Vandinn er sá að tilfinningalegur þroski barna er ekki virtur. Fullorðna fólkið hunsar oft tilfinningar barna og refs- ar þeim jafnvel fyrir þær. Börnin læra þá að bæla tilfinningar sínar því ást og athygli foreldra er barninu mikilvægust.“ Kennir fólki að fullorðnast Brooks bendir á að þegar barn fær þau skilaboð að tilfinningar þess séu slæmar líti það svo á að það sjálft sé slæmt. „Ef misnotkun bætist ofan á þetta er vandinn mikill. Vinna mín gengur út á að kenna fólki að verða fullorðið.“ Brooks segir að það að vera ábyrg fullorðin manneskja byggist á fjórum þáttum. Í fyrsta lagi vilji fullorðin manneskja læra og menntast. Í öðru lagi vilji hún vera hreinskilin og sannsögul. „Börn læra mjög ung að ljúga en ef þú heldur áfram að ljúga verður þú alltaf með fólk í kringum þig sem þú getur ekki treyst. Fullorðin manneskja lýgur ekki til þess að láta öðrum líða vel eða til þess að fá samþykki annarra.“ Brooks segir að í þriðja lagi taki full- orðnir ábyrgð á eigin andlegri heilsu og hafi vilja til þess að byggja sjálfa sig upp og breyta rétt. Í fjórða lagi segir Brooks að fullorðin manneskja myndi sambönd og tengsl sem ein- kennast ekki af meðvirkni eða ábyrgðarleysi. „Fullorðin mann- eskja tekur ekki ábyrgð af öðrum sem þeir eiga að bera sjálfir en er samt fær um að sýna umhyggju.“ Leika sér án vímuefna Brooks segir mikilvægt að fólk hlúi vel að sínu innra barni. Hún hef- ur þróað tólf spora kerfi til þess að kenna fólki að hugsa vel um sitt innra barn en til þess að auðvelda þá vinnu notast hún við dúkkur eða bangsa. „Dúkkan eða bangsinn stendur fyrir þitt innra barn og hjálpar þér að upplifa það aðskilið frá sjálfri/ sjálfum þér,“ segir Brooks og bætir við að það sé sérlega mikilvægt að hlusta á barnið, vernda það, leyfa því að tjá tilfinningar sínar og leika sér án þess að til þess þurfi einhvers konar vímuefni. Kathleen Brooks sálfræðingur Mikilvægt að hlúa að sínu innra barni Kathleen Brooks Doktorsvörn við læknadeild Háskólans DOKTORSVÖRN fer fram í lækn- isfræði við læknadeild Háskóla Ís- lands þriðjudaginn 21. september. Þá ver Ólafur Baldursson læknir doktorsritgerð sína, Starfsemi og gerð stjórnein- ingar í klór- íðjónagöngum slímseigju. And- mælendur eru David Sheppard, prófessor í lífeðl- isfræði við há- skólann í Bristol, og Hákon Hákonarson, læknir og vísindamaður hjá Íslenskri erfða- greiningu. Stefán B. Sigurðsson, for- seti læknadeildar, stjórnar athöfn- inni sem fer fram í Hátíðasal, Aðalbyggingu og hefst klukkan 14. Ritgerð Ólafs lýsir niðurstöðum rannsókna á jónagöngum (e. cystic fibrosis transmembrane conduct- ance regulator, CFTR) sem flytja klóríð-jónir í gegnum þekjufrumur í lungum, meltingarfærum, húð og víðar. Stökkbreytingar í göngunum valda arfgengum og alvarlegum sjúkdómi er nefnist slímseigja (e. cystic fibrosis). Hann kemur hvað harðast niður á lungnastarfsemi, en lungnabilun er helsta heilsuvá sjúk- linga með slímseigju. Við rannsóknir Ólafs var beitt aðferðum sameinda- líffræði, prótínefnafræði og raflífeðl- isfræði til þess að skýra hvernig klóríðjónagöngin opnast og lokast. Slík þekking gæti leitt til þróunar lyfja- eða genameðferðar við þessum skæða sjúkdómi. Þegar hefur birst grein um genameðferð sem byggð er á niðurstöðum ritgerðarinnar. Leiðbeinandi er Michael J. Welsh, prófessor í lífeðlisfræði og lyflækn- ingum við University of Iowa og for- stöðumaður hjá Howard Hughes Medical Institute. Hann hefur verið í fararbroddi í rannsóknum er bein- ast að flutningi vatns og jóna gegn- um þekjuvef lungna, jónagöngum og genameðferð við slímseigju. Þor- geirsson prófessor, sviðsstjóri lyf- lækningasviðs I á Landspítala- Háskólasjúkrahúsi, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor í líf- fræði, Magnús Jóhannsson, prófess- or í lyfjafræði, og Stefán B. Sigurðs- son, prófessor í lífeðlisfræði og forseti læknadeildar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.