Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 39 NÚ er ennþá einu sinni komin til umræðu hvaða leið á að fara til að greiða úr umferð á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar. Það virðist vera ljóst að gatnamótin anni ekki umferð um þau í um klukkutíma á hverjum morgni og svo aftur síðdegis. Töfralausnin er að útbúa þarna mis- læg gatnamót á þrem- ur hæðum. Þessi lausn á að greiða úr umferð og auka umferðarör- yggi. Mislæg gatnamót hafa verið á teikniborð- inu í áratugi. Af ein- hverri ástæðu hefur orðið einhvers konar múgsefjun fyrir þess- ari framkvæmd og engir aðrir kostir kom- ið til greina. Mig lang- ar að leggja í þessari grein fram rök fyrir annarri leið. Nokkrar ástæður eru fyrir því að fara ekki (a.m.k. á þessari stundu) út í að útbúa mislæg gatnamót á þessum stað. Helstu ástæður eru:  Erfitt er að koma mannvirkinu fyrir.  Þau eru dýr og færa hluta vandans yfir á aðliggjandi gatna- mót.  Sundabraut og Hlíðarfótur munu minnka álag á gatnamótunum.  Framkvæmdin er flókin og mun valda miklu umferðaröngþveiti. Aðrar leiðir koma til greina og er eðlilegt og sjálfsagt að skoða þær. Fyrst má spyrja sig hvort vanda- málið sé í raun alvarlegt? Ég bý í Lindahverfi í Kópavogi og keyri á hverjum morgni (á háannatíma) í Stakkahlíð í Reykjavík. Þessi akstur tekur mig alla jafna á bilinu 12–16 mínútur, saman borið við 9–12 mín- útur utan háannatíma. Allt í lagi, þetta lítur öðruvísi út gagnvart þeim sem búa uppi í Breiðholti eða austan Elliðaár. En mig langar að benda á að þeir hafa úr fjórum leiðum að velja til að komast niður í miðbæ Reykja- víkur (nema þeir sem eru að fara í Háskóla Íslands). Þeir sem þurfa að fara Miklu- brautina hafa líklega áttað sig á að umferðarteppan byrjar oftast ekki fyrr en kemur að því að gatan þreng- ist úr þremur akreinum í tvær. Fram að því gengur þetta ágætlega. Það eru gatnamót Lönguhlíðar og Miklu- brautar sem ekki anna umferðinni. Fyrir mig sem ek inn Stakkahlíð, eru metrarnir frá Kringlumýrarbraut að Stakkahlíð seinlegasti hluti leið- arinnar. Mislæg gatnamót munu ekki breyta þessu nokkurn skapaðan hlut. Næsta leið og sú, sem mér sýnist vera ætlunin að prófa, kostar sáralít- ið, fellur vel að núverandi mann- virkjum, er ekki íþyngjandi fyrir að- liggjandi götur og gatnamót og gefur kost á mjög góðri stjórnun umferðar á mun stærra svæði. Hvaða lausn er þetta? Að setja upp fjögurra fasa um- ferðarljós í stað þriggja fasa á gatna- mótum þar sem umferðarþungi er mikill (bæði á Miklubraut og þver- götum). Í því felst að setja sjálfstæð beygjuljós í allar akst- ursstefnur. Með þessari aðgerð mun flæði um- ferðar batna umtals- vert. Það er mín skoðun að breyting umferðarljósa muni skila mun betri niðurstöðu en mislæg gatnamót. Vissulega mun árekstrum ekki fækka eins mikið, en það eru fleiri atriði sem þarf að skoða. Þegar valið er á milli tveggja eða fleiri kosta er mik- ilvægt að setja niður hvaða atriði það eru sem nota á við mat á þessum kostum og hve mikið hvert atriði vegur í slíku mati. Ég sé fyrir mér að þau atriði sem skipta máli séu (vægi innan sviga): kostnaður (25%), umferðarflæði (20%), umferðaröryggi (20%), umhverf- isröskun (10%), skipu- lagsferli (10%) og fram- kvæmdartími (15%). Næst er að gefa hverj- um þætti fyrir sig ein- kunn og reikna síðan vegið meðaltal. Þetta hef ég gert í meðfylgj- andi töflu (einkunnir eru á skalanum 0 til 10). Hér er að sjálfsögðu um huglægt mat mitt að ræða. Niðurstaðan virðist vera nokkuð afgerandi. Fjögurra fasa umferð- arljós fá þokkalega 1. einkunn, með- an mislæg gatnamót fá falleinkunn. Nú segja einhverjir, að vægi atriða sé ekki sanngjarnt. Allt í lagi. Skoð- um næmni niðurstöðunnar fyrir breytingu á nokkrum þáttum, með því að breyta vægi umferðaröryggis í 40% og lækkum síðustu þrjú atriðin í 5% hvert. Meðaleinkunn verður 7,4 fyrir ljósin og mislæg gatnamót hækka í 5,65. Munurinn er ennþá mikill ljósunum í hag. Það góða við fjögurra fasa umferð- arljósin, er að þau má setja upp með stuttum fyrirvara og prófa í nokkur ár á meðan skipulagsferlið vegna mislægra gatnamóta heldur áfram. Ef reynslan er ekki eins góð og gerð er krafa um, þá hafa í mesta lagi ein- hverjar milljónir farið í súginn. Verði reynslan góð, hafa sparast milljarðar á milljarða ofan í kostnað við mislæg gatnamót ekki bara á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar heldur einnig á öðrum gatnamótum. Þennan pening má t.d. nota til að hækka bætur almannatrygginga eða lækka skatta. Mislæg gatnamót – ekki eina lausnin Marinó G. Njálsson skrifar um umferðarmál Marinó G. Njálsson ’Það góða viðfjögurra fasa umferðarljósin, er að þau má setja upp með stuttum fyr- irvara og prófa í nokkur ár á með- an skipulags- ferlið vegna mis- lægra gatnamóta heldur áfram. ‘ Höfundur starfar við öryggis- og ákvörðunarráðgjöf og er með masters- og verkfræðigráðu í að- gerðarannsóknum frá Stanford- háskóla, mgn@islandia.is.                             !"#$"% & ' (    *  +   ,   -   %   .  .    ,      /             % ,0   .  %  - ,       1 .  2 - ,         ,  % +     !   (   3        ,     -      % .   .  ,              ,     4 5   /  +   '  % '        5    *    %             %  +%   5%   +%     3  /     6 +        -       1      " !   # (  $      %      5      '   % !   & 2  $ 7 +1    +  %  .        ,%  +1 4  %      ,% /   % ,     5 .   '   % !    * )  . % $ 8    %       %         2 ,  %9    %. -      '   % !   & '    / .6       %   .       .6   . -,      .   7  .-   .6     .%  .  -     ,   1    :  ;   5  +  -%      +    %        #( !   )(    % !    SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Framnesvegur 62 opið hús Mjög falleg 113 fm íbúð á tveimur efstu hæðunum í þessu fallega og nýlega húsi. Á neðri hæðinni er rúmgóð stofa með vestursvölum, stórt eldhús, og gestasnyrting. Á efri hæð eru 3 stór svefnherbergi, alrými og flísalagt baðherbergi. Beykiparket á gólfum. Þvottahús í íbúð. Mikið útsýni. Stæði í bílskýli fylgir. Stutt í grunnskóla, verslun og alla þjónustu. Verð 18,5 millj. Björn og Sigrún sýna íbúðina í dag, sunnudag frá kl. 15 - 17. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Andarhvarf - glæsilegt útsýni. Nýjar sérhæðir Valhöll var að fá í sölu nýjar glæsilegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir með sérinngangi af svölum í á frá- bærum stað við Þórðarsveig. Mjög velskipulagðar íbúðir sem afhendast fullfrág. án gólfefna m. vönd- uðum innr. og flísal. baðherb. Stæði í bílskýli fylgir íbúðum. Hús afh. fullfrág. að utan og eins öll sam- eign og bílastæði. Stærðir 3ja herbergja íbúða eru frá 88 - 109 fm og verð er frá 15,3 - 17,9 millj. 4ra herb. íbúðir eru frá 125-128 fm : Verð 18,9 millj. Í öðru húsinu er sérinng. af svölum og í hinu húsinu er lyfta. Traustur bygg.aðili GÁ byggingar . Lítið á www.nybyggingar.is Þórðarsveigur Glæsilegar 3ja og 4ra herb. með stórum stofum Þórðarsveigur 16-18 Frábær staðsetning Vorum að fá í einkasölu nýjar 135 fm glæsilegar sérhæðir í 2ja íbúða húsum ásamt bílskúrum ca 25 fm á fráb. útsýnisstað. Mjög gott skipulag, 3 rúmgóð svefnherb. Sérinngangur. Sérhiti. Íbúðirnar afhend- ast fullfrág. að innan án gólfefna. Sérlóð fylgir íb. neðri hæðar en góðar svalir efri hæðum. Traustur og vandvirkur byggingaraðili Pétur og Kristinn ehf. Verð neðri hæðar er 24,3 millj. fullfrág. íb. með bílskúr. Verð efri hæðar er 24,5 millj. fullfrág. íb. m. bílskúr. Möguleiki á mjög hagstæðri fjármögnun léttir kaup á þessum glæsiíbúðum. Lítið á www.nybyggingar.is Í einkasölu glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir á góðum stað í Grafarholtinu. Íbúðirnar afh. fullbúnar án gólfefna og með stæði í lokuðu bílskýli. Þriggja herb. íb. 87 fm með stæði í bílskýli, verð frá 14,2 m. Fjögurra herb. 97 fm með stæði í bílskýli, verð frá kr. 15,6 m. Í öðru húsinu er sérinng. af svölum og í hinu húsinu er lyfta. Allar nánari uppl. hjá sölumönnum. Verð frá 14,2 millj. á 3ja og 15,6 millj. á 4ra. Traustur byggaðili Breki ehf. Sjá einnig www.nybyggingar.is Þórarinn M. Friðgeirsson lögg.fasteignasali /sölumaður. Gsm 899 1882

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.