Morgunblaðið - 19.09.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.09.2004, Qupperneq 40
UMRÆÐAN 40 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁ ER komið enn einu sinni að því að semja við okkur sjómenn. Við komum til með að boða til verkfalls og ríkisstjórnin bannar verkfallið. Svona hefur þetta verið í tæp 10 ár og leyfi ég mér að full- yrða að engin félög hafa eldri kjarasamn- ing byggðan á frjálsum samningum. Það hefur í langan tíma verið skoðun mín að það eigi að leggja niður sjómannafélögin eins og þau eru starf- rækt í dag, þau eru ekki í takt við tímann eins og sjá má á ár- angri síðasta áratugar. Ég veit að stóran þátt í því á núverandi rík- isstjórn verkfallsbanna sem hefur aftrað frjálsum samningum. Þá virð- ist mér þvergirðingsháttur beggja samningsaðila vera áberandi sem og jafnvel persónuleg óvild. En aðal- ástæðuna tel ég vera fjölbreyttari fiskveiðiflota í dag en áður fyrr, svo og mjög svo mismunandi kvótastaða útgerða. Þannig að sjómannafélögin verða að semja fyrir svo miklu fjöl- breyttari flota og útgerðarmynstur, sem hafa svo mjög mismunandi hagsmuni. Ég hefði viljað sjá sjómanna- félögin breytast í þá veru að sérhæfa sig í ákveðnum útgerðarmynstrum, þ.e.a.s. sér fyrir frystitogara o.s.frv. Þannig teldi ég að betur mætti ná fram samningum sem væru til hags- bóta fyrir báða aðila í hverjum út- gerðarflokki um sig. Einnig er nauð- synlegt að gera megi vinnustaðasamninga fyrir hvert skip því sumar útgerðir eru betri en aðrar og þeir sem vilja og geta borgað eða gert betur við sitt starfsfólk eiga að fá að semja um það. Því það getur verið hagur skipverja á einu skip að fórna einu fyrir annað, sem þegar upp er staðið gefur betur fyrir það einstaka skip. Nú kann það að hljóma einkennilega í eyrum einhverra að greinarhöfundur sem er sjómaður vilji að 10% frystiálag sé tekið af á því skipi sem hann er á. En ástæðan er einmitt sú að í því tilfelli er það hagur skipverja og eyk- ur launatekjur töluvert. Útgerðafélagið Tjaldur (nú Brim) sem gerði út gaml- an togara sem orðinn var lúinn og vistarverur allar dimmar og þreyttar og vinnuaðstaðan léleg, ákvað að kaupa nýlegt skip til áframhaldandi grálúðuveiða. Það að kaupa miklu öflugra skip og vistlegra með það að markmiði að gera vinnuaðstöðu sem fullkomnasta og þægilegasta fyrir starfsmenn gefur skipverjum mögu- leika á töluverðum kjarabótum, vegna þess að hægt er að fækka í það minnsta um 4 menn. Útgerðin vill á móti þessari fjárfestingu fá 10% frystiálag fellt niður, en rök þeirra eru ekki einungis vegna fjárfesting- arinnar heldur einnig það að um heil- frystingu er að ræða, en ekki flaka- frystingu. 10% frystiálagið kom inn í kjarasamninga þegar farið var að frysta flök úti á sjó og álagið varð miklu meira á sjómenn miðað við ís- fisk. Einhvern veginn festist þetta álag á alla frystingu, einnig heilfryst- ingu, en í sumum tilfellum eins og á grálúðufrystingu er þetta aukna álag á sjómenn ekki til staðar auk þess sem hægt verður að minnka álagið enn meira vegna tæknivæðingar. Þessi rök get ég alveg skilið, en sjómannafélögin segja nei, 10% af er kjararýrnun. En þetta er ekki rétt hjá þeim og með sömu þvermóðsku- legu afstöðu eru þeir að rýra kjör mín eins og sjá má á eftirfarandi út- reikningi. Hlutur úr hverri 1.000.000 miðað við 24 í áhöfn með orlofi og frystiá- lagi, eins og kjarasamningar gera ráð fyrir þ.e.a.s eins og sjómannafélögin vilja. Hlutur með olíuhlutdeild 70,00% 700.000,00 Skiptaprósenta 31,50% 220.500,00 Fjöldi í áhöfn 24,00 Samtals hlutur 9.188,00 Frystiálag 10,00% 919,00 Orlof 10,17% 1.028,00 Samtals 11.135,00 Hér er það aftur á móti eins og út- gerðin er tilbúin að gera þetta. Hlutur úr hverri 1.000.000 miðað við 20 í áhöfn með orlofi. Hlutur með olíuhlutdeild 70,00% 700.000,00 Skiptaprósenta 30,50% 213.500,00 Fjöldi í áhöfn 20,00 Samtals hlutur 10.675,00 Frystiálag 0,00%0 Orlof 10,17% 1.086,00 Samtals11.761,00 Mismunur úr hverri milljón er því 626,00 kr. þannig að áætluð kjarabót sem þetta gæti skilað hverjum skip- verja sem rær annan hvern túr er um 219,100 á ári, fyrir ekki miklu meiri vinnu, miðað við 700 milljóna afla- verðmæti. Mér er spurn, er þetta kjararýrn- un eða kjarabót? Eiga félögin ekki að vinna að hagsmunum umbjóðenda sinna eða er það markmiðið að halda öllum niðri. Eigum við ekki að fá að njóta þess að þetta skip er gert út á grálúðu, eða á að halda kjörum okkar niðri af því að sjómannafélögin þurfa að berjast við lélega útgerð með lé- legt skip og lítinn kvóta. Ég krefst þess að fá að njóta þess að ég vinn hjá góðri útgerð sem hefur bætt kjörin með betra skipi og að- búnaði, vinnuaðstöðu svo og loforði um aukna tæknivæðingu í vinnslu. Að sjálfsögðu vill hún fá eitthvað í staðinn fyrir þann kostnað sem hlýst af, og það er frystiálagið sem að framan greinir. Er það kannski markmið sjó- mannafélaganna að halda niðri end- urnýjun fiskiskipa og stoppa alla tæknivæðingu? Er betra að gera gamla skipið út og hírast þar við verri aðbúnað, verri vinnuaðstöðu og jafnvel lægri laun? Ég geri þá kröfu til sjómannafélaganna að samþykkja að taka af 10% frystiálagið í okkar til- felli og færa okkur kjarabót. Kjararýrnun eða kjarabót? Arnljótur Arnarson fjallar um kjarasamninga sjómanna ’ Er það kannski mark-mið sjómannafélaganna að halda niðri endurnýj- un fiskiskipa og stoppa alla tæknivæðingu? ‘ Arnljótur Arnarson Höfundur er sjómaður. Vegna rífandi sölu að undanförnu óskum við eftir öllum gerðum og stærðum atvinnuhúsnæðis á skrá nú þegar. Erum að vinna fyrir öll sterkustu fasteignafélög landsins. Hafðu strax samband ef þú vilt selja Uppl. í gsm 846 2792 Atvinnuhúsnæði Sími 595 9000 Franz Jezorski hdl/lgf. Davíð Í dag er opið hús í Logafold 80, stórglæsilegu og frábærlega vel staðsettu einbýlishúsi með sam- þykktri aukaíbúð. Alls er húsið um 350 fm og stend- ur innst í botnlanga með mikil og góð græn svæði fyrir aftan húsið. Eignin er öll vel viðhaldin og í góðu ástandi, skemmtilegur garður með hlöðnu útigrilli fyrir gas og kol, hellulögð verönd og bílastæði, góð garðgeymsla. Gólfefni á íbúðunum er flísar, einnig á svölum. Alls eru gefin upp 12 herbergi í íbúðunum samtals þannig að þetta er sannarlega eign sem býður upp á mikla möguleika. Ásett verð 48 millj. SÖLUMENN KLETTS TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Miðað við ásett verð og ef tekin eru full lán hjá banka á þessa eign til 25/40 ára. Miðað við það lán sem kemst á eignina með 4,2% vöxtum fást um 38,4 millj. Það sem eftir stendur er því 9,6 millj. Greiðslubyrði á mánuði með lágmarkskostnaði er því um 206.784 eða 167.155 miðað við lengd. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-17 LOGAFOLD 80 - GRAFARVOGI SAMÞYKKT AUKAÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ 5. og 6. hæð í lyftuhúsi í Austurstræti 17 til leigu Hentar vel undir skrifstofu- og aðra atvinnustarfsemi. Gott útsýni og frábært umhverfi í miðbænum. 560 fm getur leigst í einu lagi eða hlutum. Upplýsingar í síma 699 6810. Þrúðvangi 18, 850 Hellu, s. 487 5028, 487 5228. Eyjafjöll — Landspilda Til sölu er 24 hektara landspilda úr eyðibýlinu Hörðuskála undir Austur-Eyjafjöllum. Landið, sem liggur skammt frá þjóðvegi nr. 1, er grasgefið og hentar vel til beitar. Útsýni er afar fallegt. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu Fannbergs ehf. Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Í þessu virðulega húsi í hjarta miðbæjarins er til sölu um 300 fm hæð og kjallari. Neðri hæðin er um 146 fm sem er góð skrifstofu- hæð. Kjallarinn, um 153 fm, er með mikilli lofthæð og er innréttaður sem íbúð og vinnustofa. Sérinngangur í kjallarann. Þetta er eign sem býður upp á ýmsa möguleika. V. 36,5 m. 6261 GRÓFIN - MIÐBÆR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.