Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 41

Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 41
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 41 Dansnámskeið hefst mánudaginn 20. sept. n.k Kenndir verða gömludansarnir, sérdansar ofl. kl. 20 - 21 byrjendur kl. 21 - 22 framhald kr. 6.000.- Barna- og unglinganámskeið hefst þriðjudaginn 21. sept. Kenndir verða gömludansarnir ásamt íslenskum og erlendum þjóðdönsum ofl. kl. 17.30 - 18 3 - 5 ára kr. 3.000.- kl. 18 - 18.45 6 - 8 ára kr. 4.500.- kl. 18.45 - 19.30 9 - 12 ára kr. 4.500.- kl. 19.30 - 20.15 unglingar kr. 4.500.- Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14 A LÆRIÐ AÐ DANSA! TAKIÐ ÞÁTT Í DANSINUM! Þjóðdansar verða á fimmtudögum kl. 20 Dansaðir verða þjóðdansar frá ýmsum löndum. Aðgangur ókeypis. Opið hús verður á miðvikudögum kl. 20.30 Við dönsum gömludansana annan hvern miðvikudag. Aðgangur kr. 600.- kvöldið. Upplýsingar og skráning í síma 587 1616 og 567 5777 Kennt er í sal félagsins Álfabakka 14Upphafið er rakið tilgreinar, sem breskilögfræðingurinn Pet-er Benenson ritaðihinn 28. maí árið 1961 í Lundúnadagblaðið The Obser- ver, og bar yfirskriftina „Hinir gleymdu fangar“. Kveikjan að þessu skrifi var handtaka og fang- elsun tveggja portúgalskra náms- manna, sem það eitt höfðu til saka unnið að lyfta glösum og skála til handa frelsinu. Nú beið þeirra fyr- ir athæfið sjö ára refsivist á bak við lás og slá. Í umræddri blaða- grein, sem vakti gríðarlega athygli um alla jörð, hvatti Benenson les- endur til að skrifa þarlendum yf- irvöldum og mótmæla þessari fá- sinnu. Og viðbrögðin urðu sterk. Í júlí kemur saman fólk úr Eng- landi, Bandaríkjunum, Belgíu, Frakklandi, Írlandi, Sviss og Þýskalandi og ákveður að stofna alþjóðlega hreyfingu til varnar skoðana- og trúfrelsi. Skrifstofa er opnuð í Mitre Court í Lundúnum, mönnuð sjálfboðaliðum. Fyrstu hóparnir verða formlega til á Eng- landi, í Frakklandi, Hollandi, Ítal- íu, Sviss og Vestur-Þýskalandi. Og á miðju ári 1962 höfðu myndast rit- hópar í enn fleiri löndum. Síðar á því ári hannaði Diana Redhouse, ein úr téðum hópum, merkið, sem upp frá því hefur verið ásjóna sam- takanna, logandi kerti umvafið gaddavír. Um áratug síðar eru hóparnir orðnir meira en 1.000 talsins og starfa í 28 löndum, og fimm árum eftir það 1.874, í 33 löndum. Núna eru hóparnir um 7.500, félagarnir rúmlega 1,5 milljónir, í yfir 160 þjóðlöndum og landsvæðum, og koma úr öllum stéttum þjóðfélags- ins, og stjórnmálaskoðanir þeirra og trúarbrögð eru ólík. Amnesty International (en nafn- ið merkir „alþjóðleg sakarupp- gjöf“) horfði í byrjun og vann ein- ungis út frá 18. og 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna. En þar segir: Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar. Í þessu felst frjálsræði til að skipta um trú eða játn- ingu og enn fremur til að láta í ljós trú sína eða játningu, einir sér eða í félagi við aðra, opinberlega eða einslega, með kennslu, tilbeiðslu, guðsþjónustum og helgihaldi. Hver maður skal frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Felur slíkt frjálsræði í sér réttindi til þess að leita, taka við og dreifa vitneskju og hug- myndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra. Síðar voru kvíarnar færðar út og tekið að berjast fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum, hvað sem þau annars nefndust. Svo er enn í dag. Hið nýjasta er, að hinn 5. mars 2004 lögðu samtökin upp í herferð til að binda enda á helsta mannréttindahneyksli okk- ar tíma, ofbeldi gegn konum. Íslandsdeild samtakanna varð til á fundi í Norræna húsinu 15. september 1974, eftir kynningu hjónanna Sigrúnar Sigurjóns- dóttur og Franks Veneklaas, sem búsett voru og eru í Rotterdam í Hollandi. Á upphafsárunum voru skjólstæðingar deildarinnar hér aðallega samviskufangar, en 30 ár- um síðar eru flestir ofsóttir vegna þjóðernis, uppruna, félagslegrar stöðu eða litarháttar. Á www.amnesty.is segir m.a.: Amnesty International er óháð öllum stjórnvöldum, stjórnmálastefnum, efna- legum hagsmunum og trúarbrögðum. Samtökin hvorki styðja né eru andsnúin nokkrum stjórnvöldum eða stjórn- málakerfi, né styðja þau endilega við- horf þeirra einstaklinga, sem eru við- fang mannréttindabaráttu samtakanna. Þetta er m.ö.o. einfaldlega spurning um kærleika til náung- ans, þess sem að ósekju er beittur ofbeldi af ráðandi öflum í ættlandi sínu og þannig kúgaður og lítils- virtur. Þessi merku alþjóðasamtök hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 1977. Þau hafa á rúmlega 40 ára tímabili komið að málum um 45.000 einstaklinga. Að endingu er bæði rétt og skylt að minna á hvatningu Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty Int- ernational, á 30 ára afmælinu á dögunum, en þar ritaði hún orðrétt í Morgunblaðið: Amnesty International þrýstir á yf- irvöld og vopnaða hópa sem brjóta mannréttindi og við krefjum yfirvöld um framfylgd við mannréttindaákvæði. Rannsóknir og aðgerðir samtakanna fletta ofan af brotum, sem reynt er að fela. Mörg mál taka langan tíma og á stundum virðist hægt miða, enn ljóst er að aðgerðir Amnesty International tryggja að fórnarlömb mannréttinda- brota gleymast ekki og sú vissa getur veitt birtu inn í líf sem umlukið er myrkri. Amnesty International eru sjálfstæð, óháð samtök og taka ekki á móti op- inberu fé til starfsins. Starfsemin bygg- ist á framlögum félaga og þannig er sjálfstæði samtakanna tryggt. Hver fé- lagi í Amnesty International velur sjálf- ur hvernig hann vill styðja samtökin. Þeir sem hafa tíma og áhuga taka þátt í ýmsu aðgerðastarfi sem í boði er, aðrir kjósa að styðja samtökin fjárhagslega. Allur stuðningur styrkir samtökin til að þrýsta á stjórnvöld og aðra sem brjóta mannréttindi. Hver sá sem gerist félagi í Amnesty International leggur sitt af mörkum til að opna fangelsisdyr og bjarga fólki frá pyndingum og aftökum. Aðgerðir samtakanna leiða oft á tíðum til almennra mannréttindaúrbóta í lönd- um þar sem mannréttindum hefur verið ábótavant. Einnig vinna samtökin mik- ilvægt eftirlitsstarf með framfylgd mannréttinda. Á þessum tímamótum er fólk hvatt til að ganga til liðs við sam- tökin og stuðla þannig áfram að öflugu starfi í þágu fórnarlamba mannréttinda- brota. Kúgun sigurdur.aegisson@kirkjan.is Íslandsdeild Amnesty International átti 30 ára afmæli í nýliðinni viku, 15. september. Af því tilefni fjallar Sig- urður Ægisson í dag um þessi virtu og mik- ilvægu alþjóðasamtök, sem í rúma fjóra áratugi hafa barist í þágu fórn- arlamba mannréttinda- brota.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.