Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gróa SigríðurÞorgeirsdóttir- Lawrence fæddist á Lambastöðum í Garði 13. september 1923. Hún lést á Englandi 14. júlí síð- astliðinn. Gróa Sig- ríður var dóttir hjónanna Helgu Jónínu Þorsteins- dóttur húsmóður sem ættuð var frá Finnsbæ í Gerðum og Þorgeirs Magn- ússonar útvegs- bónda frá Garðbæ í Garði. Gróa Sigríður ólst upp á stóru heimili á Lambastöðum í Garði, áttunda í hópi tólf systk- ina en af þeim eru nú sjö látin, þau eru: Helga, Þorsteinn, Guð- rún, Símon, Þorgeir, Einar og Gróa Sigríður. Eftirlifandi systkini Gróu eru: Magnea Rannveig, Guð- mundur, Rannveig, Guðmunda Krist- björg og Valgerður. Gróa giftist í ágúst árið 1942 Walter Lawrence. Börn þeirra eru a) Raymond Þorgeir, f. 1946, var kvænt- ur Guðrúnu Þor- björgu Steindórs- dóttur, d. 1988, þau eiga tvö börn, Gunnellu og Stein- dór, og b) Helga Mary, f. 1951, hún á tvo syni, Simon James Hughes og Lawrence Henry Hughes. Síðustu árin bjuggu Gróa og Walter á Suður-Englandi. Walt- er lést fyrir nokkrum árum. Minningarathöfn var haldin um Gróu í Útskálakirkju 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Gróu, hjónin Helga og Þorgeir, ólu börn sín upp að Lambastöðum. Eins og gefur að skilja var æði líflegt á Lambastöð- um og þurft hefur sterk bein til að koma svo stórum barnahópi á legg. Gróa naut hefðbundinnar barna- og ungmennafræðslu sinnar tíðar og fór ung út á hinn almenna vinnumarkað – hugur Gróu stefndi til frekara náms en bágur fjár- hagur gerði það að verkum að af því gat ekki orðið. Á uppvaxtarárum sínum flutti Gróa til Guðrúnar systur sinnar og starfaði á veitingastað í Reykjavík en það var einmitt þar sem hún kynntist manni sínum, Walter Lawrence, sem staddur var hér á landi með breska hernámsliðinu á stríðsárunum. Walter gekk inn í verslun með besta vini sínum, sá Gróu, og sagði „Þarna er konan sem ég ætla giftast.“ Gróa og Walter giftust í ágúst árið 1942. Skömmu eftir að þau voru gefin saman var Walter kallaður heim til Bretlands, þar sem honum var gert að taka þátt í innrásinni í Frakk- land árið 1944. Eftir að stríðinu lauk sneri hann síðan aftur til Ís- lands að sækja eiginkonu sína. Það voru mikil umskipti fyrir unga stúlku frá Íslandi að flytjast búferlum til Bretlands. En Bret- land var þá í sárum eftir langt og erfitt stríð og húsnæði var þar af skornum skammti. Gróa og Walter hófu því búskap hjá foreldrum Walters í Vestur-London. Þar fæddist þeim sonurinn Raymond Þorgeir árið 1946 og síðar árið 1951 eignuðust þau dótturina Helgu Mary. Gróa og Walter fengu síðar hús í sama sveitarfélaginu og bjuggu þar mest sína hjúskapartíð, eða í 50 ár. Þorgeir sonur þeirra fluttist hingað til Íslands árið 1967 og árið 1969 kvæntist hann Guðrúnu Þor- björgu Steindórsdóttur og eiga þau tvö börn, Gunnellu og Steindór. Helga Mary giftist og á tvo drengi. Afkomendur Gróu og Walters eru því alls 8 talsins. Heimili Gróu og Walters í Lond- on var vinsæll viðkomustaður margra ættingja og vina frá Ís- landi. Oftar en ekki var þá glatt á hjalla og þröng á þingi og stundum svo þröngt að krakkarnir sváfu í tjaldi en enginn kvartaði því við- mót þeirra hjóna einkenndist af gestrisni, hlýju og höfðingsskap í hvívetna. Gróa og Walter létu mik- ið til sín taka í félagi Íslendinga sem búsettir voru í London og ná- grenni og oft var gleði mikil undir dulnefninu saumaklúbbur. Gróa var mikil áhugakona um tónlist og söng í kór í mörg ár. Árið 1992 héldu Walter og Gróa gullbrúðkaup og þar safnaðist stór hópur vina og vandamanna til að samfagna þeim á þeim merku tíma- mótum. Síðustu árin bjuggu þau á Suð- ur-Englandi. Walter lést fyrir nokkrum árum. Það er alveg ljóst að Gróa Sig- ríður vissi hver fjársjóður hennar var, hún sáði umhyggju og kær- leika í líf ástvina sinna, eigin- manns, barna og samferðamanna og uppskar virðingu og ást afkom- enda sinna og vina sem kveðja hana með söknuði og trega. Þorgeir Lawrence. GRÓA SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR- LAWRENCE ✝ Eiríkur Óli Ólafs-son, fv. kaupmað- ur, Kirkjustíg 2, Eskifirði, fæddist á Eskifirði 30. júní 1924. Hann lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Huldu- hlíð á Eskifirði 12. sept. síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Jónínu Halldóru Guðjónsdóttur og Ólafs Hermannsson- ar. Eiríkur átti hálf- bróður, Gunnar, samfeðra og uppeldissystur, Fjólu. Eiríkur kvæntist Oddnýju Björgvinsdóttur frá Fáskrúðs- firði, f. 3.3. 1929, d. 10.12. 1974 og eignuðust þau sex börn. Þau eru: Guð- rún Björg (Búdda), f. 24.8. 1949, d. 13.8. 2002, Ólöf María, f. 7.4. 1951, Björgvin, f. 15.2. 1954, d. 31.12. 1990, Helga Ólena, f. 16.3. 1956, Árný, f. 12.9. 1960 og Lára Elísabet, f. 16.10. 1964. Fyrir átti Oddný dótturina Valborgu er ólst upp hjá móðurforeldrum á Fáskrúðsfirði. Barnabörn Eiríks eru 18 talsins og barnabarnabörn- in þrjú. Eiríkur verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á kveðjustund leita í huga manns minningar liðinna ára. Ferskasta minningin um Eika er frá sl. sumri, stuttu eftir áttræð- isafmælið hans er ég þurfti norður á Þórshöfn að sækja fisk, hringdi í Eika kvöldið áður og bauð honum með, við myndum leggja upp fimm með morgni. Hann var auðvitað tilbúinn á pallinum þegar ég kom og hefur efalaust verið það um nokkurn tíma því ekki lét hann bíða eftir sér. Þegar af stað var komið í rjómablíðu var byrjað að spjalla og hann tók að segja frá liðnum tímum eins og hann gjarna gerði ef við vorum einir og var honum þá tíðrætt um eiginkonu sína Oddnýju sem lést aðeins 45 ára frá manni og óuppkomnum dætrum. Þegar við vorum á leið til baka var ákveðið að stoppa á Vopnafirði og taka olíu. Meðan ég dældi fór hann inn og afgreiðslustúlkan bauð honum aðstoð sína, svaraði hann sposkur að hann myndi sjá til hvort „kallinn“ myndi ekki splæsa á sig pulsu. Þegar við kom- um aftur heim hafði verið sett upp rafdrifið rúm. Hann varð aldeilis montinn með rúmið og vildi hafa það með sér á Hulduhlíð. Eiki var mikill dýravinur og voru hundar í uppáhaldi. Þegar hann var fenginn að gæta hvolps- ins okkar var hann dekstraður, smurt og skorið ofan í hann kæfu- brauð og þótt Eiki væri allur blóð- risa í andliti eftir ærsl hvolpsins sagði hann að hann hefði verið agalega góður. Á áttræðisafmælinu þvertók hann fyrir að haft yrði fyrir sér, hann myndi vera að horfa á bolt- ann. Evrópukeppnin var þá í full- um gangi. Auðvitað bökuðu dæt- urnar og beið hans dekkað borð, það gladdi hann auðvitað. Það voru erfiðir tímar í fjölskyldunni þegar eiginkonan féll frá, tók þá Bakkus ráðin af Eika um skeið. Hann fylgdi tveimur börnum sín- um til grafar, Búddu, sem lést 53 ára og Björgvini, er lést 36 ára. Eiríkur stundaði ýmis störf til sjós og lands uns hjónin hófu verslunarrekstur. Síðar fór hann til sjós á Votaberg með Frissa tengdasyni sínum. Síðustu árin sem hann vann var hann í mót- tökunni í hraðinu og ökukennari í aukaverkum. Megi Eiríkur sigla fleyi sínu í örugga höfn. Einar Birgir Kristjánsson. EIRÍKUR ÓLI ÓLAFSSON Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.