Morgunblaðið - 19.09.2004, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jónasína Bjarna-dóttir fæddist á
Alviðru í Dýrafirði
11. september 1908.
Hún lést á Höfða,
heimili aldraðra á
Akranesi, 26. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar Jónasínu voru
Bjarni Sigurðsson, f.
27. maí 1868, d. 3.
okt. 1951, og síðari
kona hans, Sigríður
Gunnjóna Vigfús-
dóttir, f. 16. sept.
1881, d. 1. nóv. 1964.
Bjarni hafði áður
verið kvæntur Rannveigu Mar-
gréti Sveinsdóttur frá Engidal við
Skutulsfjörð, f. 30. okt. 1880, hún
lést 25. júlí 1901, eftir fæðingu
dótturinnar Rannveigar Sigríðar,
f. 19. júlí 1901, d. 11. júní 1987,
síðar húsfreyju í Stóru-Sandvík í
Flóa.
Alsystkin Jónasínu voru þessi í
aldursröð: Sigríður Guðrún, f.
15.9. 1907, d. 23.1. 1996, Sigurður,
f. 27.8. 1909, d. 13.10. 1988, Guð-
mundur Jens, f. 17.10. 1910, d. 5.
6. 1991, Ólöf, f. 25.11. 1911, d. 8.6.
1998, Sæmundur Bjarni, f. 18.5.
1913, d. 25.12. 1944, Vigdís f. 14.6.
1914, d. 24.1. 1999, Jóhannes, f.
10.7. 1915, d. 1.9. 1972, Sig-
ur1augur, f. 16.10. 1916, d. 11.2.
1978, Jón, f. 29.9. 1917, d. 27.12.
1999, Vigfúsína, f. 2.11. 1918, hún
dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavík,
Ingibjartur, f. 1. 9. 1921, d. 19.12.
1981, Árný, f. 28.1. 1923, d. 22.9.
1957, og Ingibjörg, f. 22.9. 1926,
búsett á Gnúpufelli í Eyjafirði.
Vorið 1909 fluttist fjölskylda
Jónasínu að Minna-Garði í Dýra-
firði og þaðan að Fjallaskaga árið
1912, þar bjuggu þau til vorsins
1926, að þau fluttu
að Lambadal í sömu
sveit. Jónasína gift-
ist hinn 30. maí 1930
Þorsteini Böðvars-
syni, f. á Kirkjubóli í
Hvítársíðu 9.6. 1902,
d. 23. júní 1977. For-
eldrar hans voru
Böðvar Jónsson og
Kristín Jónsdóttir.
Bræður Þorsteins
voru Guðmundur
skáld og bóndi á
Kirkjubóli, f. 1.9.
1904, d. 3.4. 1974,
kona hans Ingibjörg
Sigurðardóttir, f. 20.4. 1911, d.
21.5. 1971, og Jón sem var elstur,
f. 5.6. 1901, d. 15.1. 1963, kona
hans Salvör Brandsdóttir, f. 22.2.
1905, d. 14.4. 1951. Börn Jónasínu
og Þorsteins eru þessi: a) Kristjan
Guðmundur, f. 20.10. 1933, kona
hans Guðríður Sveinsdóttir, f. 6.6.
1936, búsett í Reykjavík, þau eiga
einn son. b) Böðvar Ingi, f. 8.9.
1936, kona hans Ásrún Jóhannes-
dóttir, f. 23.10. 1950, búsett á
Þyrli, þau eiga þrjú börn og einn
fósturson. c) Bjarni Sigfús, f. 26.8.
1940, búsettur í Reykjavík, kona
hans Svanlaug Sighvatsdóttir, f.
4.12. 1942, skilin, þau eiga þrjú
börn. Einnig á Bjarni dæturnar
Steinunni, f. 1977, móðir hennar
er Helga Pálsdóttir, f. 1954, og
Herdísi Katrínu, f. 1979, móðir
hennar er Ágústa Baldursdóttir,
f. 1960. d) Sigríður Kristín, f.
10.10. 1943, maður hennar Örn B.
Hauksson, f. 15.10. 1941, þau eiga
tvær dætur og eru búsett á Hvols-
velli.
Útför Jónasínu fór fram frá
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 6.
mars.
„Um héraðsbrest ei getur að
hrökkvi sprek í tvennt“ sagði einn
ljóðasnillinga okkar, þegar hann
minntist aldraðrar ekkju, sem þræl-
að hafði látlaust frá barnsaldri til elli-
ára og lengstaf við kröpp kjör. Þessi
orð komu í huga þegar systir mín
Jónasína lést hinn 26. febrúar sl. Jón-
asína kvaddi eins og hún hafði lifað,
æðrulaus, falleg og hljóðlát. Hún var
aðeins á áttunda ári þegar foreldrar
okkar urðu að lána hana til snúninga
og til að passa börn inná sveit, því
heimili þeirra var Fjallaskagi yst við
útnesgjögur, löng og ógreið leið til
næstu bæja, oft strangir sjóar, þar
sem björgin skulfu og klettaskorurn-
ar supu hveljur við hamagang úthafs-
bárunnar. Það átti raunar við um öll
elstu systkinin, að þau urðu að fara í
lengri eða skemmri tíma, jafnóðum
og þau gátu eitthvað gert, á aðra bæi,
til að vinna uppí greiða eða smá-
skuldir og líka til að létta á fóðrum
heima, því oft var knappt um mat-
föng. Daglegt líf snerist um að kom-
ast af. Enginn sem alinn er upp við
þægindi og velsæld nútímans getur
sett sig í spor fátækra og barn-
margra leiguliða snemma á síðustu
öld. Fjölskyldan var dugnaðarfólk,
vel verki farið og eftirsóttur vinnu-
kraftur. Systkinin voru misjafnlega
heppin með húsbændur eins og geng-
ur. Jónasína var ekki heppin með
sína fyrstu vist. Þó hún hefði þá lífs-
reglu að tala aldrei illa um nokkra
manneskju, og bera alltaf í bætifláka
ef eitthvað gekk úrskeiðis hjá sam-
ferðafólkinu, vissi ég að sú lífsreynsla
sem hún varð fyrir átta ára telpu-
kornið í sinni fyrstu vist, fylgdi henni
til hinstu stundar.
Jónasína og Þorsteinn maður
hennar hófu búskap í Grafardal í
Skorradalshreppi vorið 1930 ásamt
Jóni bróður Steina og konu hans Sal-
vöru Brandsdóttur. Þetta var örreyt-
iskot, hátt yfir sjó og úrleiðis, þangað
lágu aðeins götutroðningar, en þetta
var eina jarðnæðið, sem fáanlegt var í
sýslunni á þessu vori og þau urðu að
kaupa jörðina, hún fékkst ekki til
leigu. Það var tekið til hendinni við að
rækta, byggja og breyta, og með tím-
anum varð Grafardalur myndarlegt
býli. Langur og strangur hefir vinnu-
dagurinn verið og mörg ljón í veg-
inum. Jón kom í búið með fulla salt-
kjötstunnu sem hann þurfti að flytja
með sér á hestakerru ofan úr Hvít-
ársíðu en vegarslóðinn var svo erf-
iður yfirferðar að það þurftu tveir
menn að ganga meðfram kerrunni,
sinn hvors vegar, til að styðja við
farminn svo tunnan ylti ekki af og
matbjörgin færi til spillis. Og þegar
byggt var, þurfti að flytja allt bygg-
ingarefni á reiðingshestum, meira að
segja mölin í steypuna, var skröpuð
saman meðfram ánni, sett í poka og á
klakk og reidd heim, því öngva steyp-
umöl var hægt að nálgast á annan
hátt. Fjölskyldurnar strituðu enda-
laust það var svo harðbýlt þarna.
þegar Jónasína fór alfarin úr Dýra-
firði vorið 1930 fór hún með bróður
sinn Ingibjart tæpra níu ára, með sér
til snúninga og ég sem þetta skrifa lá
grenjandi af sorg og söknuði út undir
kálgarðsvegg, var hugguð með því að
hann kæmi aftur um haustið. En það
liðu samt tæp tíu ár þar til við systk-
inin hittumst aftur.
Jónasína var komin yfir nírætt
þegar hún sagði mér hvernig kvíði og
eftirvænting toguðust á í sál hennar
þegar þau þrjú, ungu hjónin og snún-
ingastrákurinn létu hestana þræða
götuna fram Grafardalinn, en þar átti
heimili hennar eftir að standa í fjöru-
tíu og sjö ár. Samlyndi fjölskyldna
þeirra bræðra var ákaflega gott alla
tíð og alltaf þótti sjálfsagt að hlaupa
undir bagga ef einhver átti erfitt. Í
bókinni Borgfirskar æviskrár, bls.
306, er falleg frásögn um drenglyndi
Grafardalsfjölskyldunnar og hljóðar
sagan svo. „Þegar Eiríkur í Bakka-
koti stóð einn uppi eftir konumissinn,
skiptust Grafardalskonurnar á um að
dvelja í Bakkakoti til þess að annast
börnin. En ekki gat það lengi gengið,
því átta voru börnin heima hjá þeim,
fjögur hjá hvorum hjónum. Ekki
vildu þau Grafardalshjón láta hjálp-
ina niður falla heldur tóku til sín öll
fjögur börnin til viðbótar hópnum,
sem fyrir var. Og ekki ætla þau hjón
að skila hópnum af sér, fyrr en faðir
þeirra getur fengið einhverja aðstoð
til þess að annast börnin. Hér var
ekki um frændsemi að ræða, heldur
aðeins hinn óeigingjarna bróðurkær-
leika“. Frásögn þessi er upphaflega
komin frá Kristleifi á Stóra Kroppi.
Hjálpsemi og fórnarlund voru sterkir
þættir í fari Jónasínu. það kom einnig
í hennar hlut að styðja við börn sinn-
ar ágætu svilkonu, því Salvör dó 1951
frá hópnum sínum. Og hún Sína hélt
áfram eftir mætti að hlú að þeim sem
höllum fæti stóðu alveg fram á sinn
síðasta dag. Sonurinn Böðvar sem
lengi hafði verið stoð og stytta við bú-
skapinn í Grafardal, tók við jörðinni
og bjó með þeim um hríð en þegar
hann var kominn með konuna sína
Ásrúnu og fjölskyldan stækkaði,
byggðu Þorsteinn og Jónasína sér
pínulitið hús sem þau kölluðu Garðs-
horn. Þorsteinn lést aðeins 75 ára og
að okkur fannst alltof snemma. Hann
var hinn prýðilegasti drengur, glað-
sinna, fluggreindur og vel hagmælt-
ur. Útför hans fór fram í kyrrþey, og
var kerinu með ösku hans fundinn
staður í hvílu Jóns bróður hans uppi í
Hvítársíðunni.
Fjölskyldan frá Grafardal flutti í
Þyril árið eftir, þaðan var hægara að
koma börnunum í skóla og þar var
auðveldara með félagsleg samskipti.
Jónasína staldraði ekki lengi þar við,
en flutti sig til Akraness. Þar var ekki
setið auðum höndum, heldur tekið til
við allskonar handavinnu, hagleikur-
inn var henni í blóð borinn. Hún var
skýr í hugsun og stálminnug og
þarna fór hún að skrifa niður upplýs-
ingar um systkini sín, jafnóðum og
nýr einstaklingur bættist við í ein-
hverri fjölskyldunni var mánaðar-
dagur, kyn og nafn, samviskusam-
lega skráð, það þurfti stundum símtöl
og eftirgangsmuni til að fá þessar
upplýsingar réttar, en það hafðist.
Það eru mörg hundruð nöfn komin i
þessa skrá, sem frænka hennar
Helga Sigríður, setti í tölvutækt form
og er merkileg heimild um ættanna
kynlega bland. Á Akranesi dvaldi
hún allmörg ár, eða þar til þrekið til
að sjá um sig sjálf var búið, þá fór hún
inn á Öldrunardeildina á Höfða, þar
var hún til hinstu stundar vafin um-
hyggju og hlýju, og er mér, fyrir
hönd allra aðstandenda, bæði ljúft og
skylt að þakka þeim sem þar vinna
aldeilis frábæra þjónustu.
Jónasína Bjarnadóttir og Þor-
steinn Böðvarsson voru jafnlynd og
samlynd hjón og lánsamar mann-
eskjur. Hvorugt þeirra gat á upp-
vaxtarárunum aflað sér þeirrar
menntunar sem hugur og hæfileikar
stóðu til en þau komu sér upp traustu
og góðu heimili þar sem börnin uxu
úr grasi og þau voru góðir uppalend-
ur, fróð, heilsteypt og umhyggjusöm.
Þau eiga stóran hóp vel gerðra af-
komenda. Í bréfi sem ég fékk eitt
sinn frá Steina, lýsti hann ögn dag-
legu ferli fjölskyldunnar og segir þar
um eitt barna sinna. „Í þessum dreng
sé ég svo marga eiginleika sem mér
falla vel í geð.“ Ég hef oft hugleitt
þessa setningu, hvað er dýrmætara
en að sjá eitthvað gott og fagurt í fari
afkomenda sinna.
Jónasína systir hefur nú lokið sinni
jarðvist, og ef marka má kenningu
Biblíunnar um að látnir lifi, sem við
drögum ekki í efa að sé rétt, þá hafa
Grafardalshjónin nú náð saman aft-
ur. Blessuð sé minning þeirra, þökk
fyrir samfylgdina.
Afkomendunum og öllum þeirra
ástvinum sendi ég kærleikskveðjur.
Ingibjörg Bjarnadóttir.
JÓNASÍNA
BJARNADÓTTIR
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar móður minnar, tengda-
móður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
VALGERÐAR ÖNNU EYÞÓRSDÓTTUR,
(Lóu),
Melabraut 10,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknardeildar Landakotsspítala
fyrir einstaka umönnun.
Hafdís Eiríka Ófeigsdóttir
og aðstandendur.
Innilegar þakkir til þeirra sem voru viðstaddir
athöfn sem fram fór í Útskálakirkju föstudaginn
6. ágúst um móður okkar, ömmu og lang-
ömmu,
GRÓU S. ÞORGEIRSDÓTTUR-LAWRENCE.
Þorgeir Lawrence og fjölskylda,
Helga M. Hughes og synir.
Ástkær eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur
og frændi,
GUÐBJÖRN SIGFÚS KRISTLEIFSSON
sjómaður,
Asparfelli 4,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi föstudaginn 10. september, verður
jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju þriðju-
daginn 21. september kl. 13.30.
Ósk Reykdal Árnadóttir,
Alex Guðbjörnsson, Davíð Árni Guðbjörnsson,
Tinna Guðbjörnsdóttir, Kristleifur Trausti Guðbjörnsson,
Kristleifur Guðbjörnsson, Margrét S. Ólafsdóttir,
Gunnar Ó. Kristleifsson, Þrúður Finnbogadóttir,
Unnur S. Kristleifsdóttir, Arnar Þ. Ingólfsson,
Hanna M. Kristleifsdóttir
og systkinabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GESTUR GUÐMUNDUR ÞORKELSSON,
Suðurgötu 72,
Hafnarfirði,
sem andaðist sunnudaginn 12. september á
líknardeild Landspítalans í Kópavogi, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
21. september kl. 13.30.
Kristinn Gestsson, Sigríður Gröndal,
Ásta Gestsdóttir, Garðar Þorsteinsson,
Gunnlaugur Gestsson, Hulda Haraldsdóttir,
Helena Rut Gestsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓHANNES INGIBJÖRN ÓLAFSSON
fyrrv. forstjóri Dósagerðarinnar,
Einimel 3,
Reykjavík,
sem andaðist laugardaginn 11. september,
verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn
21. september kl. 13.30.
Ingveldur Valdimarsdóttir,
Sigurlína Jóhannesdóttir, Donald Ingólfsson,
Ingveldur Jóhanna Donaldsdóttir, Hallgrímur I. Valberg,
Kristín Donaldsdóttir, Guðmundur Hansson,
Jóhannes Ingibjörn Donaldsson, Elísabet Eggertsdóttir,
Elín María Donaldsdóttir
og langafabörn.
www.mosaik.is
LEGSTEINAR
sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði