Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 45 Hjartans kveðjur og þakklæti til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar kæra bróður og mágs, NJÁLS GUÐMUNDSSONAR byggingafræðings frá Böðmóðsstöðum, Vesturhúsum 2, Reykjavík. Ólafía Guðmundsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Árni Sigfússon, Valgerður Guðmundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ingimundur Einarsson, Fjóla Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Erlendsdóttir, Herdís Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigtryggsson, Hörður Guðmundsson, María Pálsdóttir. Kæru ættingjar og vinir. Okkar hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, SOFFÍU MAGNÚSDÓTTUR, Skúlaskeiði 20, Hafnarfirði. Einnig viljum við þakka læknum og starfsfólki á deild 11-E Landspítala við Hringbraut, heima- hlynningu og líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Björgvin Steinþórsson, Margrét Björgvinsdóttir, Stefán H. Jóhannesson, Þórdís Björgvinsdóttir, Stefán I. Guðmundsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs bróður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA STEFÁNSSONAR bifreiðarstjóra, Víðinesi, áður til heimilis á Hringbraut 109. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Víðinesi. Guðrún Stefánsdóttir, Auður Stefánsdóttir, Ágústa Stefánsdóttir, Rakel Björg Ragnarsdóttir, Katrín Einarsdóttir, Ragnar Valur Björgvinsson, Fríður Sólveig Hannesdóttir, Sigríður Helgadóttir, Guðjón Ingi Eiríksson, Brynja Helgadóttir, Bergsteinn Gunnarsson, Helga Helgadóttir og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls ástkærs föður okkar, afa, langafa og langalangafa, HAUKS NÍELSSONAR bónda, Helgafelli. Níels Hauksson og fjölskyldur, Marta Hauksdóttir og fjölskyldur, Helgi Sigurðsson og fjölskylda. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður og ömmu, SIGRÚNAR SKARPHÉÐINSDÓTTUR, Stóragerði 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Skógarbæjar fyrir einstaklega góða umönnun. Sigríður Magnea Njálsdóttir, Björgvin Þ. Valdimarsson, Sigrún Ósk Björgvinsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir. Kæru vinir. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra VILHJÁLMS S. V. SIGURJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun í gegnum langvinn veikindi viljum við færa læknunum Þorsteini Gíslasyni, Jóni Högna- syni, Birni Guðmundssyni og Eiríki Jónssyni. Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins eru færðar sérstakar þakkir fyrir hlýja umönnun og vinarþel sem styrkti okkur á erfiðum stundum. Innilegar þakkir fær sr. Hjörtur Magni Jóhannsson fyrir stuðning og alúð. Guð blessi ykkur öll. F.h. aðstandenda, Erla Bergmann Danelíusdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Akralandi 3, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti, laugardaginn 11. september. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 20. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Blindrafélagið. Sigríður Sigurðardóttir, Erla Jónsdóttir Stensby, Hilmar Jónsson, Helga Guðjónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Sigurjón Einarsson, Guðmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA DAVÍÐSDÓTTIR, Grenilundi 19, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi laugardaginn 11. september. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 22. september kl. 13.30. Baldur Þorsteinsson, Bryndís Baldursdóttir, Davíð Þorsteinsson, ömmu- og langömmubörn. Hún hét Vera og var mamma mín. Ég kynntist henni þegar ég var að vaxa en þá var ekki mikið um pen- inga og þurfti því að fara vel með allt. Það kunni mamma svo undrun þætti mörgum í dag. Það fer ekki hjá því að það hitnar um augun þegar maður minnist hennar. Hún eignaðist ekki ísskáp fyrr en á fimmtugsafmælinu sínu 1963, samt man ég ekki til að það skemmdist hjá henni matur, þar var allt skipulagt áður en til innkaupa kom. Hún saumaði allt á okkur krakk- ana og sjálfa sig og það gerði hún venjulega á nóttinni því þá var svo gott næði sagði hún mér síðar. Hennar aðalsmerki var gæska og æðruleysi. Hún tók öllu því sem upp kom á lífsleiðinni með stillingu og leysti úr því með þeim hætti að sem best gagnaðist öllum og svo hló hún og þá sléttaðist úr öllum misfellum sem hugsanlega voru eftir. Það var svo skrítið að þegar hún hló sem kátast þá táraðist hún líka. Það er hugsanlega vegna þess að hún vissi að það er svo skammt á milli hamingju og óhamingju. En óhamingju átti hún aldrei, aðeins mismunandi auðvelt líf. Minninga- brotin eru mörg og sum þannig að þau skilur enginn nema við mamma. En það er gaman að minnast hennar þegar hún var ung kona að sjá um heimili og leika sér við börnin sín. Ég man fyrst eftir mér á Þórsgöt- unni og það var einhverju sinni að hún hafði bakað fallega litla tertu og ég var einn í eldhúsinu og beit í kantinn á henni. En um leið sá ég að hún var ekki eins jöfn og falleg og áður, í henni var nú skarð. Ég ákvað að naga hana bara jafnt allan hring- inn, þá yrði hún aftur jöfn og falleg. Þegar mamma kom svo úr þvotta- húsinu fór hún að hlæja, en sagði svo: Nei, hefur nú litla músin komist í tertuna mína? Ég varð allshugar feginn og sagði langdregið fegin- samlegt jaá og nú var ég laus allra mála þar sem músin var orðin söku- VERA INGIBERGS- DÓTTIR HRAUNDAL ✝ Vera Ingibergs-dóttir fæddist í Reykjavík 31. des- ember 1913. Hún lést 20. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grensás- kirkju 30. júlí. dólgurinn. En þá spyr mamma; heldur þú að músina langi ekki í meira? Ég var í hálf- gerðum vandræðum með svarið því mér fannst það ekkert snið- ugt að fara að gefa músinni af þessari fínu köku sem mig langaði svo mikið í. En ég þurfti ekkert að svara því mamma var búin að skera góða sneið og setja á disk fyrir mig og mjólkurglas með, þetta var góður dagur. Það var erfitt með húsnæði í Reykjavík þegar ég var barn og við áttum heima við Hólmsá, ofan Sel- áss og neðan Geitháls. Hún var ekki líkamlega stór hún mamma en hún var enginn aukvisi og hún sótti allt vatn í Hólmsá í fötum, hvernig sem viðraði, því vatnslögn var engin í húsinu. Það var kynt með kolum en byggt sem sumarhús og því kalt á vetrum þó að það væri fallegt á góð- um sumardegi. Það man ég að hún táraðist stundum á þessum tíma, af hverju vissi ég ekki og veit ekki enn. Pabbi átti hesta þegar við vorum þarna uppfrá og gekk stundum illa að ná þeim en mamma þurfti ekki annað en að kalla einu sinni á Sörla, þá sneri hann umsvifalaust við og kom til hennar. Ég fór tiltölulega snemma að heiman og var á öðru landshorni í um þrjátíu ár. En einhverju sinni er ég átti leið til Reykjavíkur með flug- vél þá labbaði ég frá flugvellinum og upp í Stóragerði 14. Þegar ég var að nálgast heimilli foreldra minna, sá ég gamla konu standa í norðan gjól- unni með innkaupapoka við ljósin hjá Austurveri, bíðandi eftir leyfi sér til handa að ganga yfir. Og það kemur grænt og hún gengur yfir með innkaupapokana sína en fer nú ekki svo rösklega sem forðum með vatnsföturnar. Hún er hugsi þarna á gangi með pokana sína, en það birtir yfir og brosið kemur svo heillandi og hlýtt þegar hún sér mig. Ég tek af henni innkaupapokana og segi að það sé rofi við staurinn sem flýti fyrir grænu ljósi. Já, já, ég veit allt um það, en þetta blessaða fólk er svo mikið að flýta sér að ég er ekkert að tefja það. Við litla eldhúsborðið hennar mömmu ræðum við flýtinn og stressið og hef ég þar einhver orð um. Hún lítur á mig yfir kaffibollann með eilítið kankvísu augnaráði og spyr; ert þú nokkuð að flýta þér? Hrólfur Hraundal. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.