Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 50
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Lalli lánlausi
© LE LOMOMBARD
ÞÚ ERT SVO GÓÐUR
KÖTTUR NALLI!
NALLI, MÁ ÉG NOKKUÐ EIGA
VIÐ ÞIG EITT ORÐ
ÞAÐ ER EINS GOTT FYRIR ÞIG AÐ
VERA EKKI BETRI KÖTTUR EN ÉG
EF ÞÚ VILT EKKI
ENDA Í RUSLINU
FRÆGI
TENNIS-
LEIKARINN
GENGUR INN
Á VÖLLINN
ÉG ÞOLI EKKI
ERFIÐAR UPPGJAFIR
NEI, ÉG ÞARF
EKKERT AÐ FARA
Í BAÐ! ÉG GET
HALDIÐ MÉR
HREINUM!
SJÁÐU! ÉG SLEIKI
MIG BARA TIL ÞESS
AÐ HREINSA MIG.
ÞETTA ER ÞAÐ SEM
HOBBES GERIR, ÉG
ÞARF EKKERT AÐ
FARA Í BAÐ!
KÆRAR
ÞAKKIR
ÓTRÚLEGT HVAÐ ÞÚ GETUR FITNAÐ
MIKIÐ DAGINN FYRIR PRÓF
ÞETTA ER ÁN EFA ÚT AF
ALLRI ÞEKKINGUNNI SEM ÉG
ÞURFTI AÐ INNBYRÐA
MEINARÐU EKKI AÐ ÞETTA
SÉ ÚT AF ÖLLUM SYND-
UNUM SEM ÍÞYNGJA ÞÉR
NEI, HVAÐ ER
ÞETTA? KANNSKI
BARA FLASA!
FARÐU
ÚT!!
MISKUNN! ÉG VAR FLEIRI DAGA
AÐ SKRIFA ALLA ÞESSA MIÐA
STUNDUM SPYR ÉG MIG,
HVORT ÞÚ LEGGIR EKKI
OF MIKLA VINNU Á ÞIG
FYRIR EKKI NEITT
SVONA ER ÞETTA ÞEGAR
MAÐUR STUNDAR
ÍÞRÓTTIR SEM ÞESSA
Dagbók
Í dag er sunnudagur 19. september, 263. dagur ársins 2004
Fréttamenn Íslenskaútvarpsfélagsins
eru fallnir í sömu
gryfju og starfsmenn
RÚV um árið – það er
að hætta allt í einu að
segja hlustendum sín-
um frá úrslitum leikja
í ensku knattspyrn-
unni, eins og að enska
knattspyrnan hafi ver-
ið lögð niður. Starfs-
menn RÚV gerðu
þetta þegar þeir
misstu ensku knatt-
spyrnuna yfir til Ís-
lenska útvarpsfélags-
ins um árið. Eftir
áratuga langa þjónustu við hlust-
endur, var þeirri þjónustu hætt. Þá
létu starfsmenn Íslenska útvarps-
félagsins óánægju sína og undrun á
þróun mála í ljós – skildu ekkert í
starfsmönnum RÚV frekar en aðrir
landsmenn. Nú hafa starfsmenn Ís-
lenska útvarpsfélagsins fallið í sömu
gryfjuna og starfsmenn RÚV á sín-
um tíma og af sömu ástæðum. Það er
eins og enska knattspyrnan sé ekki
lengur til eftir að Skjár einn fékk
réttinn til að sýna leiki í ensku úr-
valsdeildinni.
Víkverja finnst þessi hegðun væg-
ast sagt móðgun við hlustendur út-
varps- og sjónvarpsstöðvanna. Það
er eins og íþrótta-
fréttamenn Íslenska
útvarpsfélagsins haldi
að ær og kýr knatt-
spyrnuunnenda séu
sýningar á leikjum frá
Ítalíu og Spáni, en
þegar RÚV missti
sýningarréttinn á
ensku knattspyrnunni
varð þýska knatt-
spyrnan nafli al-
heimsins þar á bæ.
Eru starfsmenn
RÚV og Íslenska út-
varpsfélagsins svo
dómgreindarlausir,
að þeir telji að þeir
geti útilokað ensku knattspyrnuna,
sem er og hefur lengi verið ein vin-
sælasta íþróttagreinin á Íslandi, eins
og í mörgum öðrum löndum víðs
vegar um heim?
Hraðinn og spennan hefur gert
ensku knattspyrnuna svo vinsæla,
að leikir frá Englandi eru sýndir
beint um allan heim á laugardögum,
sunnudögum og mánudagskvöldum.
Víkverji telur – eða eins og gam-
alkunnur útvarpsmaður sagði: það
er næsta víst!, að Íslenska útvarps-
félagið myndi fjalla miklu meira um
ensku knattspyrnuna, ef Davíð
Oddsson, fyrrverandi forsætisráð-
herra, kæmi eitthvað nærri henni.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Borgarleikhúsið | Söngleikurinn sívinsæli Chicago kom aftur upp á fjalir
Borgarleikhússins í gærkvöldi eftir sumarfrí, en nokkrar sýningar eru
áformaðar í viðbót. Í kvöld klukkan sjö opnar Borgarleikhúsið upp á gátt og
býður öllum velunnurum til leikhúsveislu sem hefst klukkan átta. Þá munu
leikarar Leikfélags Reykjavíkur og dansarar Íslenska dansflokksins ásamt
nemendum leiklistardeildar Listaháskólans koma fram og kynna verkefni
vetrarins eins og þeim einum er lagið. Einnig mun hópur ungra leikstjóra
sem verða í samstarfi við Borgarleikhúsið í vetur koma fram. Brugðið verður
upp stuttum atriðum úr væntanlegum sýningum og sagt frá því sem fær
Borgarleikhúsið til að iða af lífi langt fram á næsta sumar. Einhverjir munu
sýna á sér óvæntar hliðar og von er á óvenjulegum sviðslistamanni sem stíga
mun sín fyrstu spor á fjölunum.
Allir eru velkomnir, en eftir kynningu verður boðið upp á kaffi og spjall.
Morgunblaðið/Eggert
Leikhúsveisla í kvöld
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir
Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur.
(Rm. 14, 22.)