Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kammermúsíkklúbburinn var stofnaðurárið 1957, með það að markmiði að fáfærustu hljóðfæraleikara sem völ er áhverju sinni til að flytja kamm-
ertónlist, nánar tiltekið tríó, kvartetta og kvin-
tetta. Hefur klúbburinn starfað óslitið síðan og
hefur hann einbeitt sér að flutningi strengja-
kvartetta, en það tónlistarform er talið gera
hvað mestar kröfur til flytjenda. Mikið er til af
strengjakvartettum og hefur klúbburinn beitt
sér fyrir því að flytja verk eftir helstu meist-
arana.
Klúbburinn hefur til þessa notið fjárhagslegs
stuðnings hjá ríki og Reykjavíkurborg en að
stærstum hluta byggir hann tilveru sína á fé-
lögum sem greiða árgjöld í upphafi starfsársins.
Að sögn Guðmundar W. Vilhjálmssonar, stofn-
anda og formanns Kammermúsíkklúbbsins, hef-
ur framboð á tónlist aukist gífurlega á und-
anförnum árum og víða má heyra kammertónlist
flutta. Þetta segir Guðmundur jákvæða þróun
og ekki síst að þakka vel menntuðum og frjóum
tónlistarmönnum. Um leið sé þó mikilvægt að
viðhalda Kammermúsíkklúbbnum sem nauðsyn-
legum burðarás við að koma kammertónlist á
framfæri, en tónleikar klúbbsins eru að jafnaði
fimm á hverju starfsári.
Í því skyni að viðhalda kraftinum í starfi
klúbbsins hefur verið ákveðið að efna til sér-
staks átaks til að fjölga í klúbbnum og bjóða
nýjum áskrifendum inngöngu á tilboðskjörum.
Fyrstu tónleikar klúbbsins eru í kvöld klukk-
an átta í Bústaðakirkju og segir Guðmundur
mikið lagt upp úr metnaðarfullu verkefnavali
fyrir árið. „Á fyrstu tónleikunum verður spil-
aður afskaplega ljúfur Haydn-kvartett. Síðan
kemur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem
heitir Heimsókn. Það hefur ekki verið leikið hér
áður. Þá verður leikinn Píanókvartett númer
þrjú í c-moll eftir Johannes Brahms,“ segir Guð-
mundur. „Við erum að reyna að ná fleiri fé-
lögum í klúbbinn. Þetta er sæmilega stór klúbb-
ur en starfið er dýrt. Reyndar er það góður
árangur hjá okkur að um sjötíu og fimm prósent
tekna fara í að borga listamönnum.“
Hver er helsti kostur kammertónlistar að
þínu mati?
„Hver er kosturinn við að lesa góð ljóð? Þetta
er nú oft þannig að tónskáldin sömdu sín kjarn-
mestu verk í strengjakvartettum. Á öðrum tón-
leikunum, í október, kemur hingað þýskur
strengjakvartett sem heitir Cuvilliés, sem hefur
komið hingað tólf eða fjórtán sinnum og finnst
gott að spila hér hjá okkur. Þeim finnst líka
gaman að því að fara út á land og spila, jafnvel
þó það komi ekki nema um fimmtán til tuttugu
manns. Þetta eru sannkallaðir Íslandsvinir.“
Tónlist | Kammermúsíkklúbburinn heldur fyrstu kammertónleika vetrarins
Kjarnmestu verk tónskáldanna
Guðmundur W. Vil-
hjálmsson er fæddur í
Skotlandi árið 1928.
Hann tók embættispróf
í lögfræði frá Háskóla
Íslands árið 1953.
Guðmundur var inn-
kaupastjóri hjá Loft-
leiðum og síðar for-
stöðumaður hjá
Flugleiðum en lauk þar
störfum árið 1995.
Guðmundur var einn af stofnendum Kamm-
ermúsíkklúbbsins árið 1957 og hefur alla tíð
verið afar virkur innan íslensks tónlistarlífs.
Guðmundur er kvæntur Guðbjörgu Vilhjálms-
son og eiga þau tvö uppkomin börn.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Reyndu að breyta til í dag og gera eitt-
hvað alveg nýtt. Lítil ferð á nýjan stað er
tilvalin, því þig vantar ævintýri og ögr-
un.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þetta er rétti dagurinn til að krukka í
leiðinleg smáatriði varðandi skuldir,
skatta, tryggingar og sameignir. Þá
veistu a.m.k. hvað er að gerast.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tunglið er beint á móti merkinu þínu í
dag og því ættu vinir að vera í uppáhaldi
hjá þér. Þú getur án efa lært eitthvað af
einhverjum í dag.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Taktu frá tíma í dag til að koma skipu-
lagi á hlutina og raða þeim í snyrtilega
bunka. Það þyrfti ekki nema klukku-
stund og þú yrðir mjög ánægð/ur með
árangurinn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú verður að skipuleggja afslappandi
skemmtun - núna! Daður, prakkarastrik,
bjánalæti, leikur með börnum eða góð
bíómynd ættu að nægja.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú einbeitir þér að heimili og fjölskyldu í
dag. Gott samtal við foreldri eða eldri og
reyndari manneskju yrði áhrifaríkt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Lítil ferð út í sveit myndi gleðja þig í
dag. Það væri líka fínt að spjalla við
systkini sín, fara í búðir eða á flóamark-
að, bæði kaupa og selja.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þetta er fínasti dagur fyrir verslunar-
leiðangur, því peningar eiga hug þinn
allan. Það er eitthvað sem þig langar að
kaupa, líklega tengt útivist eða menntun.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Tunglið er í merkinu þínu í dag. Af þeim
völdum ráða tilfinningarnar för. Þú vilt
þó ekki láta þær uppi og því ertu alltaf
hress á yfirborðinu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú verður að fá örlitla næðis- og kyrrð-
arstund í dag. Einvera og fallegt um-
hverfi munu endurnæra þig. Kveiktu á
kerti, láttu renna í bað og fáðu þér hvít-
vínsglas.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Samtal við góða vinkonu gæti reynst vel
í dag. Þú þarft að geta trúað einhverjum
fyrir þínum málum. En þú verður líka að
hlusta á aðra.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Tekið verður eftir öllu sem þú gerir í
dag. Passaðu þig á því. Þú ættir eigin-
lega að klæða þig fallega - ef þú ætlar að
hafa áhrif hafðu þá góð áhrif.
Stjörnuspá
Frances Drake
Meyja
Afmælisbörn dagsins:
Hafa mikil áhrif á fólk hvar sem þau
koma, því þau eru meðvituð um fram-
komu. Þau hreyfa sig glæsilega. Fram-
koma þeirra ber vitni um sterkt innra líf.
Tíska, skipulag og gott geðlag skipta þau
öllu og þau hafa fullkominn smekk. Þau
mega vænta einveru á árinu til að geta
lært eitthvað mjög mikilvægt.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 handsama, 4
kuldi, 7 minnast á, 8 tryllt-
ur, 9 víð, 11 lifa, 13
þroska, 14 hæfileiki, 15
bryggjusvæði, 17 viðauki,
20 púka, 22 segir ósatt, 23
selir, 24 harma, 25 skyld-
mennisins.
Lóðrétt | 1 lítils virði, 2
bor, 3 mjög, 4 óstelvís, 5
snákur, 6 geta neytt, 10
rándýr, 12 beita, 13 sterk
löngun, 15 óðalsbónda, 16
fallegur, 18 lagast, 19
nauts, 20 mannsnafn, 21
kjána.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 gloppótta, 8 rafts, 9 tíðar, 10 sóa, 11 skari, 13
Ránar, 15 bliks, 18 salat, 21 vot, 22 garða, 23 aftan, 24
hrokafull.
Lóðrétt | 2 lyfta, 3 passi, 4 óætar, 5 taðan, 6 hrós, 7 grár, 12
rok, 14 áma, 15 buga, 16 iðrar, 17 svark, 18 starf, 19 lítil, 20
tonn.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
85 ÁRA afmæli.20. september
verður 85 ára Ólöf
María Guðmunds-
dóttir, Bólstaðarhlíð
41, Reykjavík. Hún
tekur á móti gestum
sunnudaginn 19. sept-
ember kl. 15 í sal
þjónustumiðstöðvarinnar að Bólstað-
arhlíð 43.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
SÖNGHÓPURINN Reykjavík 5 heldur
tvenna tónleika í Salnum í dag, kl. 16:00 og
20:30. Á efnisskránni eru útsetningar
Manhattan Transfer og New York Voices
ásamt öðrum djassverkum. Tónleikarnir
verða hljóðritaðir.
Hópinn skipa fimm söngvarar, þau Krist-
jana Stefánsdóttir, Hera Björk Þórhalls-
dóttir, Gísli Magnason, Þorvaldur Þorvalds-
son og Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Hópurinn hélt sína fyrstu tónleika í maí
2004 og hefur haldið tónleika mán-
aðarlega síðan, m.a. í Turninum, Hafn-
arfirði, Norræna húsinu, Iðnó, og síðast á
Menningarnótt í Reykjavík.
Reykjavík 5 syngur mestmegnis djass-
standarda að hætti Manhattan Transfer og
New York Voices, og hefur sótt útsetningar
og fleira í smiðju þeirra. Með hópnum
starfa þeir Agnar Már Magnússon á píanó,
Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Róbert Þórhalls-
son á bassa og Eric Qvik á trommur. Þessa
dagana er sönghópurinn einnig að undirbúa
tónleika sem verða á lokadegi Jazzhátíðar
Reykjavíkur 2004, sem haldnir verða
sunnudaginn 3. október í Fríkirkjunni í
Reykjavík, og munu þar flytja ýmsa sálma í
skemmilegum djassútsetningum.
Fimmrödduð ævintýraferð í Salnum
Leiklist
Borgarleikhúsið | Borgarleikhúsið býður til
leikhúsveislu í kvöld kl. 20. Leikarar LR og
dansarar Íslenska dansflokksins ásamt
nemendum Leiklistardeildar LHÍ koma fram
og kynna verkefni vetrarins. Brugðið verður
upp stuttum atriðum úr væntanlegum sýn-
ingum. Allir eru velkomnir.
Myndlist
Grensáskirkja | Sunnud. 19.sept. opnar Karl
Jóhann myndlistarsýningu í anddyri Grens-
áskirkju. Verkin eru m.a. unnin í olíu og egg-
temperu. Flest þeirra eru portret; fólk,
brauð, tré o.fl. Karl á að baki margar sýn-
ingar eftir útskrift frá Mynd&hand 9́3. Opið
10–15 alla virka daga og 11–13 sunnud.
www.karljohann.com.
Tónlist
Bústaðakirkja | Fyrstu tónleikar fertugasta
og áttunda starfsárs Kammermúsíkklúbbs-
ins verða í Bústaðakirkju á sunnudagskvöld
kl. 20. Verða þar fluttir strengjakvartettar
eftir Haydn og Þorkel Sigurbjörnsson auk
píanóverks eftir Brahms. Kl. 20–22.
Grand Rokk | Hvíldardagskvöld með Tom
Waits: Down By law (1986), Big Time (1988)
og óvænt efni. Hefst klukkan 20.
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Farið verður á Þingvöll
23. september, lagt af stað frá Lönguhlíð 3
kl. 12.30 og Bólstaðarhlíð 43 kl. 13. Kaffi-
hlaðborð í Þrastarlundi. Skráning og
greiðsla í síma 535 2760 og 552 4161 fyrir
21. september. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur
í Ásgarði, Glæsibæ í kvöld kl. 20. Caprí Tríó
leikur fyrir dansi. Námskeið í framsögn byrj-
ar 23. september.
Fréttir
Freemans | Nýr haust- og vetrarlisti Freem-
ans er kominn út og er hægt að panta
listann í síma 565 3900. Freemans hefur
gengið í gegnum endurskipulagningu og er
listinn orðinn stærri en fyrr. Þá er úrval af
skóm og rúmfatnaði í listanum.
Kínaklúbbur Unnar | Kínaklúbbur Unnar
heldur kynningu á 22 daga Kínaferð sem
farin verður 13. maí til 3. júní nk. M.a. er farið
til Beijing, Xian, Guilin, Shanghæ, siglt á Li
ánni og eftir Keisaraskurðinum. Kynningin
fer fram mánudaginn 20. sept. kl. 20, í Feng
Shui húsinu, Laugavegi 42b, inngangur frá
Frakkastíg.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Opið hús í Safnaðarheim-
ili sunnudag kl. 11.45–13.30. Kynning á vetr-
arstarfinu. Skráning á námskeið og í hópa.
Léttar veitingar. Kór Akureyrarkirkju syngur.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Brauðs-
brotning í dag kl 11.00. Ræðumaður Vörður
Leví Traustason.
Fyrirlestrar
Háskóli Íslands | Miðvikudaginn 22. sept. kl.
17.15–19 flytur Riley E. Dunlap, umhverf-
isfélagsfræðingur og prófessor, fyrirlestur
við Háskóla Íslands. Dunlap ræðir um að-
ferðafræðina á bak við mælingar á umhverf-
ishygð almennings, gildi slíkra mælinga o.fl.
Fyrirlesturinn fer fram í Odda, stofu 101.
MÁL og menning
hefur gefið út
verðlaunabókina
Strákurinn með
silfurhjálminn eftir
Hanne Kvist í þýð-
ingu Sigrúnar
Árnadóttur.
Fjallar bókin um
strákinn Jón, sem
eignast litla systur sem honum þykir
vænt um og leggur í ferðalag til að
bjarga henni þegar hún týnist.
Strákurinn með silfurhjálminn bar
sigur úr býtum í norrænni barnabóka-
samkeppni árið 1999.
Börn
ÚT ER komin ljóða-
bókin „Yfir hæð-
ina“ eftir Önnu S.
Björnsdóttur. Bók-
in skiptist í þrjá
kafla, Fjöll, Ham-
ingjuvegur og Und-
ir norðurhimni og inniheldur 28 ljóð.
Þetta er níunda ljóðabók Önnu, en
fyrsta bók hennar, „Örugglega ég“,
kom út árið 1988. Mynd á bókarkápu
er eftir Önnu G. Torfadóttur.
Ljóð