Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 53

Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 53
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 53 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ Byrjendanámskeið: Hefst 27. september og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20—23. Allir geta lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að komast af stað. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa - lærðu grunn- inn í Standard-kerfinu og skemmtu þér í góðum félagsskap. Framhaldsnámskeið: Hefst 29. september og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20—23. Allir spilarar kannast við samræður af þessu tagi: - þú hnekkir spilinu með því að skipta yfir í tígul í öðrum slag, makker. - og hvernig átti ég að vita að þú værir með ás og kóng í tígli: Það er staðreynd að vörnin er erfið. Og þótt aldrei verði hægt að vita fyrir víst að „rétt sé að spila tígli í öðrum slag“ þá hjálpar mikið að beita nútímalegum varnarreglum. Á fram- haldsnámskeiði Bridsskólans er varnartæknin skoðuð ítarlega, en þar er líka farið vel yfir Standard sagnakerfið og spila- mennsku sagnhafa. Örugg leið til skjótra framfara. Þú getur komið ein (einn) eða dregið makker með. Kennari á báðum námskeiðum er Guðmundur Páll Arnarson, Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37, í Reykjavík. BRIDSSKÓLINN Námskeið á haustönn hefjast 27. og 29. september Menningarhátíð Félags eldri borgara í Borgarleikhúsinu 9. október 2004 kl. 14.30 Húsið opnað kl. 13.30 Jónas Dagbjartsson og Jónas Þórir sjá um tónlistina í anddyri leikhússins fyrir sýningu. DAGSKRÁ: Margrét Margeirsdóttir, formaður undirbúningsnefndar býður gesti velkomna. Ávarp, borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, setur hátíðina. Söngfjelagið, Kór FEB í Reykjavík ásamt Graduale futura barnakór úr Langholtskirkju, við undirleik Hólmfríðar Sigurðardóttur, stjórnendur: Kristín Pjetursdóttir og Bjarney I. Gunnlaugsdóttir. Ljóðalestur, Matthías Johannessen, skáld, les eigin ljóð. Leiklestur, Félagar úr leikfélaginu Snúð og Snældu, Hugleik og Leikfélagi Kópavogs flytja leikritið „Hægara um að tala, en í að komast“, eftir Unni Guttormsdóttur sem einnig er leikstjóri. Hlé Einsöngur og dúett, Jóna Fanney Svavarsdóttir sópran og Erlendur Elvarsson tenór, Richard Simm leikur með á píanó. Jólakleinur, einþáttungur eftir Þórunni Guðmundsdóttur, leikstjóri Þorgeir Tryggvason, leikarar úr leikfélaginu Hugleik flytja. Revían í den, Guðrún Ásmundsdóttir leikari flytur. Þjóðdansar, danshópurinn Sporið úr Borgarfirði ásamt undirleikurum og söngvurum. Söngfjelagið, Kór FEB, Ragnar Bjarnason syngur einsöng með kórnum, Hólmfríður Sigurðardóttir leikur undir á píanó og Kjartan Jónsson á gítar, stjórnandi: Kristín Pjetursdóttir. Kynnir Helgi Seljan, Miðaverð kr. 1.500 Sala aðgöngumiða er hafin í Borgarleikhúsinu, sími 568 8000 og á skrifstofu FEB, Faxafeni 12, 108 Reykjavík, sími 588 2111, fax 588 2114, netfang: feb@feb.is LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og mynd- um. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar:  Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. Mannleg samskipti. Skyndihjálp og skipulag.  Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds- nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00. Heimasíða: www.menntun.is Martha Jensdóttir kennari. Tvö íslensk leikverk, Selló-fón eftir Björk Jak-obsdóttur og Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson, eru frumsýnd í dönskum leikhúsum í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Mammut-leikhúsið frum- sýnir Englabörn 23. september, í leikstjórn Bente Kongsbøl, en Sellófón var frumsýnt í gær- kvöldi í Hippodromen-leikhúsinu, í þýðingu og leikstjórn Charlotte Bøving, sem hefur búið á Íslandi um tíma. Varla er hægt að hugsa sér ólíkari leik- verk, og Dönum því sýndar góðar andstæður úr íslensku leikhúsi síðustu ára. Í Sellófón er staða nútímakon- unnar á framabraut og í einkalífi skoðuð í gamansömu ljósi, meðan Englabörn er alvarlegt drama um fjölskyldu, þar sem kynferðislegt ofbeldi hefur sýkt samskipti for- eldra og barna. Bæði verkin vöktu mikla at- hygli hér heima, og þess að vænta að Dönum líki ekki síður. Bæði hafa verkin reyndar verið á nokkru flandri, og verið kynnt og sýnd á erlendri grund.    Egill Heiðar Anton Pálsson erungur leikstjóri og leikari sem haslað hefur sér völl á Norð- urlöndunum undanfarin misseri. Hann vinnur nú að uppsetningu á vegum Listaháskólans í Helsinki á þýska leikritinu Electronic City eftir Falk Richter. Sýningin er hluti af listahátíð sem verður í Helsinki í janúar og ber yf- irskriftina Norden nu möter Eur- opa. Egill Heiðar var einn fjög- urra norænna leikstjóra sem valinn var til að leikstýra verki að eigin vali eftir evrópskan sam- tímahöfund á þessari hátíð. Er líklegt að uppfærsla Egils Heið- ars hjá Borgarleikhúsinu í Stokk- hólmi vorið 2003 á Arabískum nóttum eftir annað ungt þýskt leikskáld, Roland Shcimmelphen- nig, hafi opnað honum ýmsar dyr enda vakti sú sýning verðskuld- aða athygli. En áður en að því kemur verð- ur Egill Heiðar í sviðsljósinu í Kaupmannahöfn þar sem hann er að hefja æfingar í byrjun október á nýju leikverki eftir sig og tvo aðra unga leikhúslistamenn, Sim- on Boberg dramatúrg og Martin Eriksson leikmyndahönnuð. Þre- menningarnir hafa verið fengnir til að vinna sýningu inn í Túrb- ínusalinn, nýtt svið Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, og er frumsýning fyrirhuguð 19. nóvember. Verkið ber titilinn Galskab og er byggt á hug- myndum franska heimspekings- ins Foucoult og sérstaklega riti hans Madness and the Age of Reason. Egill Heiðar er einn af þremur ungum leikstjórum sem hafa verið ráðnir að Túrb- ínusalnum næstu þrjú árin og eiga að taka þátt í að móta þá leiklist sem þar verður í boði. „Þetta er auðvitað frábært tæki- færi og skemmtilegt að geta unn- ið samkvæmt eigin hugmyndum að leiklistinni, “ segir Egill Heið- ar.    Nú líður að því að byggingunýs óperuhúss í Kaup- mannahöfn ljúki, en fyrsta frum- sýning þar verður 26. janúar. Í gær birtist í Berlingske Tidende grein um öll þau undur og stór- merki sem gefur að líta í nýja óp- eruhúsinu, en greinarhöfundur, Lotte Bichel, segir það verða frumlegasta óperuhús heims, um leið og það verður stærsta óp- eruhús á Norðurlöndunum. Kostnaður við framkvæmdina hefur tvöfaldast frá því sem áætl- að var, enda hvergi til sparað að gera húsið sem glæsilegast úr garði. Þekktir listamenn hafa verið fengnir til hönnunar og skipulagningar á rými og inn- viðum. Í þeirra hópi er Ólafur Elíasson myndlistarmaður, sem hefur gert þrjá ljósaskúlptúra sem hanga í fimm hæða forsal óperuhússins. Arkitekt að herleg- heitunum er Henning Larsen, og þykir byggingin nú þegar hafa sett mark sitt á borgina sem eitt sterkasta kennileiti hennar við höfnina. Þá má þess geta að ann- ar Íslendingur verður í sviðsljós- inu í orðsins fyllstu merkingu þegar húsið verður formlega tek- ið í notkun, en það er Kolbeinn Ketilsson óperuöngvari, sem mun deila aðalkarlhlutverkinu í Aidu eftir Verdi, með ekki óþekktari stjörnu en Roberto Alagna. Íslenskt í dönskum leikhúsum Ljósmynd/Rune Feldt-Rasmussen Ljósaverk Ólafs Elíassonar í dönsku óperunni séð frá gólfi. ’Frábært tækifæri ogskemmtilegt að geta unnið samkvæmt eigin hugmyndum. ‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.