Morgunblaðið - 19.09.2004, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 19.09.2004, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.baendaferdir.is s: 570 2790 K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A K Ö -H Ö N N U N /P M C Skemmtileg blanda af hollri hreyfingu og dekri. Gönguskíðasvæðið í Seefeld er fyrsta flokks, brautir samanlagt 250 km og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Hótel er í háum gæðaflokki. Þar er fjölbreyttur matseðill og þægileg herbergi. Örstutt er í glæsilega sundlaug, gufubað, sauna, hvíldar- herbergi og margt fleira. Gott jafnvægi milli hreyfingar og hvíldar, en fyrst og fremst ætlum við að hafa gaman af öllu saman. Göngu- 5. - 12. mars 2005 skíðaferð Fararstjóri: Íris Marelsdóttir sjúkraþjálfari. – gætt að heilsunni DÁVALDURINN Sailesh kemur fram á tveimur skemmtunum síðar í þessari viku, 24. og 26. september á veitingahúsinu Broadway. Sailesh fæddist á Fiji en ólst upp í Calgary í Kanada þar sem hann komst fyrst í kynni við dáleiðslu. „Ég fékk fyrst áhuga á dáleiðslu eftir að hafa verið dáleiddur sjálf- ur. Það var mikil lífsreynsla að vera dáleiddur en í kjölfarið tók ég til við að spyrja spurninga um dá- leiðslu og lesa mér til um hana. Síðar fór ég að vinna við sýningar hjá dávaldi þar sem ég starfaði á bak við tjöldin. Ég lærði mikið á því og varð betri og betri og að lokum ákvað ég að halda mína eig- in sýningu,“ segir Sailesh en hann stundaði um tveggja ára skeið nám við The American Institution of Hypnotherapy í Kaliforníu og út- skrifaðist þaðan með gráðu í dá- leiðslu. Sýningar Sailesh gengu vel í Kanada og í kjölfarið ákvað hann að færa út kvíarnar. Árið 2001 tók hann til við að sýna í Bandaríkj- unum og nú ferðast hann ellefu mánuði ársins með sýningu sína víðs vegar um heiminn. Kemst nær unga fólkinu „Ég byrjaði feril minn sem uppi- standari og því hafa sýningar mín- ar ávallt einkennst af kímni og því má segja að ég sé eins konar gríndávaldur,“ segir Sailesh og bætir því við að tónlistin skipi einn- ig stóran sess í sýningunni en um hana sér plötusnúðurinn Greg Kusiak. „Ég er ungur, tónlistin sem ég nota er vinsæl og í kjölfarið kemst ég eflaust nær unga fólkinu í dag en aðrir dávaldar. Sýningin er því frábrugðin sýningum annarra dá- valda en því hefur verið fleygt að þetta sé í senn erótísk, framandi og geggjuð sýning.“ Klipinn og sleginn Sagt er að engin sýning hjá Sail- esh sé eins. Hann sé ávallt með einhver ný brögð uppí erminni og nýja brandara. Þá séu viðbrögð fórnarlamba hans svo fjölbreytileg að útkoman verði aldrei sú sama. Dæmi um það sem á sér stað á sviðinu hjá Sailesh er að hann læt- ur karla halda að hann sé fönguleg kona. Aðspurður segist Sailesh hafa komist í hann krappan í kjöl- farið á slíkum kúnstum og verið klipinn og jafnvel sleginn af karl- mönnum sem hafi staðið í þeirri trú að hann væri föngulegur kvenmað- ur. „Þetta er þó allt í gamni gert og ég vara mig á því að hafa þetta á léttu nótunum og forðast að koma fólki úr jafnvægi,“ segir Sailesh og tekur það fram að sýningin sé ekki niðrandi fyrir þátttakendur. Annað atriði sem hefur vakið mikla lukku er þegar Sailesh lætur þátttakendur fá fullnægingu án mikillar fyrirhafnar, eða með því einu að snerta hendur viðkomandi. „Margir hafa viljað læra þetta af mér og þeir sem hafa séð maka sinn í slíku ástandi á sviðinu hafa komið upp að mér eftir sýningu og spurt hvort ég geti látið þetta ástand vara lengur en eina kvöld- stund. Þá hafa sumir sagt mér að ef þeir hefðu mína hæfileika væru þeir hættulegir,“ segir Sailesh og hlær. Af framangreindum lýsingum að dæma mætti ætla að fólk myndi verða miður sín eftir að hafa verið kallað upp á svið en Sailesh segir svo ekki vera. „Ég veit hvað ég kemst upp með og ef ég held að einhver muni fara hjá sér þá tek ég viðkomandi ekki upp á svið.“ Mikilvægt að fólk sé opið Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Sailesh heimsækir Ísland og tjáði hann blaðamanni að hann væri full- ur tilhlökkunar vegna ferðarinnar. „Ég hef heyrt að Ísland sé mjög fallegt land og fólkið ótrúlegt en ég hef aflað mér upplýsinga um næt- urlífið og er mjög spenntur,“ segir Sailesh en hann er hvergi banginn fyrir sýningar sína á Íslandi og býst ekki við að eiga í vandræðum með að dáleiða Íslendinga. „Þetta gæti verið erfitt í fyrstu en þeir sem eru ekki smeykir við dáleiðslu munu án nokkurs vafa verða stjörnur sýningarinnar. Ég er einungis umsjónarmaður hennar en þeir áhorfendur sem eru dá- leiddir eru hinar raunverulegu stjörnur. Ef sýningin gengur vel þá mun fólk eflaust verða ófeimnara í framhaldinu. Því beini ég þeim til- mælum til sýningargesta að þeir mæti með opnum huga en því opn- ari sem viðkomandi er fyrir dá- leiðslu þeim mun auðveldara er þetta. Ef fólk vill hins vegar ein- ungis koma og sjá sýninguna þá er það einnig gott mál en sýning- argestir mega búast við einhverju öðruvísi, ótrúlegu og spreng- hlægilegu á sýningunni. Ef fólk fer ekki út að sýningu lokinni með verk í maganum og kjálkunum sök- um hláturs þá hef ég misst marks.“ Sailesh ætlar sér að halda áfram að sýna eins lengi og hann hefur gaman af að koma fram. „Þetta er aldrei vinna, þetta er einungis skemmtun.“ Skemmtun| Dávaldurinn Sailesh væntanlegur „Erótísk, framandi og geggjuð sýning“ Sýningar dávaldsins Sailesh eru um margt frábrugðnar sýn- ingum annarra og „hefðbundnari“ dá- valda. Þórir Júlíusson ræddi við Sailesh um sérstöðu hans sem dá- valds og væntanlegar sýningar hér á landi. Sailesh vill láta kalla sig gríndávald því hann hóf feril sinn sem uppistandari. thorirj@mbl.is Sailesh verður á Broadway föstu- daginn 24. og sunnudaginn 26. september. Miðasala fer fram í Skífunni Laugarvegi 26. Sýningin er bönnuð innan 18 ára. Fréttasíminn 904 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.