Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 57

Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 57 SÍÐASTA plata Nick Cave, Noct- urama, var hans versta á ferlinum, þar sem hann var orðinn einhvers konar grínfígúra af sjálfum sér. Stefnuleysið var auðheyranlegt og stundum hreint og beint vandræða- legt að hlýða á ósköpin. Það var eins og Cave væri búinn á því eftir hina stór- kostlegu The Boat- man’s Call. Á þessari plötu- tvennu hefur Cave, blessunarlega, snú- ið við blaðinu. En Cave hefur breyst og list hans virðist á breyttum for- sendum en áður. Efnið hérna er þannig til muna poppaðra en það sem hann hefur áður gert og það er meira eins og hann hafi náð tökum á því sem hann var að reyna með No More Shall We Part og Nocturama en að „gamli neistinn“ sé að nýju tendr- aður. Það er öruggt að ólíkar kyn- slóðir aðdáenda munu deila um gæði þessa nýjasta verks. Abbatoir Blues/The Lyre of Orph- eus nær þannig engan veginn upp í þær ísköldu hæðir sem meistaraverk eins og Your Funeral, My Trial, The Good Son eða The Boatmans Call náðu en er þó ein og sér afspyrnu góð plata. Það sem gerir tvennuna helst aðlaðandi er að hún er innblásin, hljómsveitin virðist í miklu stuði og Cave er einhvern veginn öruggari um sig. Þetta gengur allt saman mjög vel upp og er stórgóð útfærsla á hinum „nýja“ Cave. En sá gamli er dauður einhverra hluta vegna – Brotthvarf Blixa? Engin eiturlyf? Aldurinn að færast yfir? Segja má að „léttur“ Cave snari hér fram tveimur sterkum plötum en myrkrið ljúfa er greinilega að hverfa. Einn tvö- faldan, takk TÓNLIST Erlendar plötur Nick Cave – Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus  Arnar Eggert Thoroddsen ÞÝSKA fjölmiðlafyrirtækið Deutsche Welle fagnaði tíu ára af- mæli heimasíðu sinnar á dögunum með því að þýða hana á tungumálið klingonsku, sem ein þjóðanna í Star Trek sjónvarpsseríunni talar. Kem- ur þetta fram á heimasíðu Reuters- fréttastofunnar. Heimasíðuna má lesa á þrjátíu tungumálum og sagði fram- kvæmdastjóri Deutsche Welle, Erik Bettermann, að „samræður milli menningarheima næðu út fyrir mörk sólkerfis okkar“. Ekkert mál, eða „qay’be“ á kling- onsku, ætti að verða fyrir aðdáendur að skerpa á kunnáttu sinni í tungu- málinu með lestri heimasíðunnar. Klingoninn hugrakki, Worf, ásamt skipstjóran- um heiðvirða, Jean-Luc Picard. Tungumál | Heimasíða þýsks fjölmiðlafyrirtækis á klingonsku „Qay’be“ = „ekkert mál“ klingon.dw-world.de Michael Jack-son var vel fagnað þegar hann kom til dóm- húss í Santa Bar- bara í Kaliforníu til að fylgjast með yfirheyrslu yfir móður drengs, sem sakað hefur Jackson um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Jackson kom til dómhússins ásamt nokkrum ættingjum sínum og voru þau öll hvítklædd. Hann veifaði til aðdáenda sinna, sem biðu utan við húsið. Þetta verður í fyrsta skipti frá því málareksturinn hófst að Jackson og móðirin mætast augliti til auglitis en konan treysti Jackson áður fyrir börnum sínum og leyfði þeim að heimsækja hann í Neverland. Fyrir rannsóknarkviðdómi fyrr á þessu ári kallaði konan Jackson djöfulinn. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.