Morgunblaðið - 04.10.2004, Side 7

Morgunblaðið - 04.10.2004, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 7 FRÉTTIR „Ég held að menn ættu að fara mjög varlega í að segja að fækk- un áhorfenda í kvikmyndahúsum eða samdráttur í útleigu á mynd- böndum stafi af niðurhali. Ég held að menn verði þá að hafa fleiri ár undir,“ segir hann. Í raun séu mjög skiptar skoð- anir á því hver áhrifin séu á sölu á kvikmyndum og tónlist. Því hafi m.a. verið haldið fram að dreifing á Netinu valdi því að auðveldara sé fyrir byrjendur í tónlist- arbransanum að koma sér á framfæri. Sala á erlendum geisladiskum hrapaði um 100.000 eintök milli áranna 1999 og 2000. Næstu ár dró enn úr sölu en síðustu tvö ár hefur hún aukist á nýjan leik. Ragnar segir erfitt að segja til um hvað valdi þessum samdrætti árið 2000. Hugsanlega hafi kaup um Netið þá aukist en einnig geti verið að aukin sala á DVD- diskum hafi orðið til þess að draga úr kaupum á geisladiskum. RÉTTHAFAR á myndefni munu á næstunni birta auglýsingar þar sem hamrað verður á þeim boðskap að ólöglegt sé að sækja kvikmyndir á Netinu sem þangað eru settar með ólögmætum hætti. „Þú myndir ekki stela bíl og þú myndir ekki stela úr búð en að stela af Netinu er það sama, þú brýtur lög,“ segir Hallgrímur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri SMÁÍS, Samtaka myndrétthafa á Íslandi. Hallgrímur segir mikilvægast að umræða skapist um þessi mál hér á landi og með aðgerðum ríkislög- reglustjóra hafi henni heldur betur verið hleypt af stað. Hann vonast til þess að þeir sem hafa deilt kvik- myndum á Netinu nái þessum skila- boðum, ef ekki verði þeir a.m.k. varaðir við og beðnir um að láta af þessum brotum. Ef það gangi ekki verði fleiri kærðir til lögreglu. Spurður um hvaða gögn liggi að baki mati samtakanna um að þau verði fyrir hundraða milljóna tjóni á ári vegna ólöglegrar niðurhaln- ingar á Netinu segir hann að erfitt sé að henda reiður á því. Þetta hljóti að byggjast á mati hverju sinni. Meðal þess sem hann nefnir er minni aðsókn að þeim kvikmynd- um sem hafa verið um nokkurn tíma í sýningum erlendis áður en þær eru frumsýndar hér á landi og minni útleigum hjá myndbandaleig- um. Hinir sleppa líklega Þeir félagar í nethópnum Ásgarði sem ekki voru handteknir í aðgerð- um ríkislögreglustjóra á þriðjudag verða að öllum líkindum ekki ákærðir fyrir brot á höfundarlög- um, a.m.k. ekki í bili. Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi ríkislögreglustjóra, sem hefur umsjón með rannsókninni, segir að lögregla líti svo á að hún þurfi að leggja hald á tölvurnar til að hægt sé að höfða mál. Það sé hins vegar líklegt að mennirnir hafi komið tölvum sínum undan þannig að lögregla komist ekki í þær. Næstu skref í rannsókninni verða þau að innihald tölvanna verður skoðað og skráð. Ekki þarf þó að skoða hverja einustu skrá heldur er látið nægja að taka stikkprufur. Ef ágreiningur rís um innihaldið verð- ur þó alltaf hægt að kanna það nán- ar. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær var það lykilatriði í rannsókn lögreglu að hún hafði að- gang að notandanafni eins úr hópn- um og gat þar af leiðandi fylgst með samskiptum hans. Helgi Magnús segir að ekki hefði þurft dómsúr- skurð til þess. Samkvæmt lögum hafi lögregla leyfi til að gera leit í húsi sem opið er almenningi og hún telji að þau lög nái til þessa brots. Netið sé öllum opið og ekki skipti máli þó að í þessu tilfelli sé um að ræða lokaðan hóp um 100 manna. Meint ólögleg dreifing um Netið Auglýsingum beint gegn niður- hali kvikmynda Í ÁRSSKÝRSLU umboðsmanns barna eru birt nokkur erindi frá börnum sem leita svara og ráða hjá umboðsmanni. Svohljóðandi fyrirspurn barst frá 15 ára stúlku: „Má unglingur flytja af heimili sínu þótt hann sé ekki orðinn 18 ára (sjálfráða)?“ Í svari umboðsmanns kemur m.a. fram að foreldrar ráða dval- arstað/búsetu barna sinna til 18 ára aldurs. Þó bendir umboðs- maður á að í barnalögum segi að foreldrum beri að hafa samráð við barn sitt áður en persónu- legum málefnum þess er ráðið til lykta og skal þá m.a. tekið tillit til þroska barnsins. Þetta þýðir að þegar barn hefur náð ákveðnum þroska, er eðlilegt að taka mið af óskum þess, sér- staklega um mikilvæga þætti í lífi barnsins, eins og búsetu. Þetta breyti þó ekki því að endanleg ákvörðun er hjá foreldrum. Of hátt í strætó Svohljóðandi fyrirspurn barst frá tveimur 12 ára stúlkum: „Okkur vinkonunum finnst barnagjald í strætó vera of hátt og að barnagjald ætti að gilda fyrir öll börn. Hvað finnst um- boðsmanni barna um það?“ Umboðsmaður segist í svari sínu sammála stúlkunum og segir m.a. í svarinu að hann hafi oft bent ráðherrum, alþingismönn- um, Flugleiðum og bíóhúsunum á það misræmi sem er varðandi greiðslur hinna ýmsu útgjalda vegna barna yngri en 18 ára. Í lögum um umboðsmann barna standi að einstaklingur sé barn fram að 18 ára og sama standi í Barnasáttmála SÞ. Í ýmsum öðr- um lögum og reglum er hins veg- ar miðað við annan aldur. Bendir umboðsmaður stúlkunum á að snúa sér Reykjavíkurráðs ung- menna sem hefur sent tillögu um þetta mál til Borgarráðs Reykja- víkur. Má unglingur flytja að heiman?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.