Morgunblaðið - 04.10.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 04.10.2004, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 9 FRÉTTIR ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Dragtir, teinóttar, einlitar Stærðir 38-56 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. g Z-brautir og gluggatjöld Faxafen 14 • 108 Reykjavík • Sími 525 8200 • z@z.is Gluggatjaldadagar 20% afsláttur af öllum efnum aðeins þessa viku  STEINUNN Kristjánsdóttir varði hinn 28. september 2004 dokt- orsritgerð sína í fornleifafræði við Háskólann í Gautaborg. And- mælandi var dr. Anders Andrén, prófessor við Há- skólann í Lundi. Í einkunnanefnd sátu dr. Britt- Mari Näsström, dr. Auður Magn- úsdóttir og dr. Lars Ersgård. Aðalleiðbeinandi var dr. Kristian Kristiansen, prófessor í Gautaborg. Ritgerðin ber heitið The Awaken- ing of Christianity in Iceland. Dis- covery of a Timber Church and Graveyard at Þórarinsstaðir in Seyðisfjörður og fjallar um kristni- töku Íslendinga út frá sjónarhóli fornleifafræðinnar. Niðurstaða rit- gerðarinnar er sú að kristni hafi borist til Íslands með óskipulögðum og tilviljanakenndum hætti fyrr og í ríkari mæli en ætla má af rituðum heimildum, enda sú mynd sem þar er dregin fram tengdari uppbygg- ingu kirkjunnar sem stofnunar. Grunnur ritgerðarinnar byggir á fornleifarannsóknum sem fram fóru á Geirsstöðum í Hróarstungu árið 1997 og Þórarinsstöðum í Seyð- isfirði árin 1998–1999. Í ritgerðinni er kristnitakan skoðuð sem langt og flókið ferli og byggt á skiptingu þess í tilviljanakennda útbreiðslu kristni (infiltration), trúboð (mission) og uppbyggingu kirkju (organization). Elstu kristnu minjar á Þórarins- stöðum eru frá því fyrir kristnitöku. Kirkja var byggð þar með norrænni tækni en munir og grafsiðir benda til kristinna áhrifa sunnan af Bret- landseyjum og Evrópu. Rannsóknirnar á Geirsstöðum og á Þórarinsstöðum voru unnar fyrir fjárstyrki úr Rannís og NorFA. Steinunn vann auk þess ritgerðina að hluta til við Háskólann í Ósló vegna styrks, sem norska ríkið veitti Íslendingi til náms í fornleifafræði, í tilefni af 1000 ára afmæli kristni árið 2000. Steinunn Kristjánsdóttir er fædd á Patreksfirði 13. október 1965 og ólst upp í Barðastrandarhreppi. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum á Ísafirði árið 1986, lauk fil. kand. gráðu í fornleifafræði við Háskólann í Gautaborg árið 1993 og fil. mag. gráðu í greininni við sama skóla árið síðar. Steinunn starfar nú við fornleifarannsóknir á Skriðu- klaustri í Fjótsdal með aðstöðu í ReykjavíkurAkademíunni. For- eldrar Steinunnar eru Valgerður Kristjánsdóttir húsmóðir og Krist- ján Þórðarson fyrrv. oddviti og bóndi á Breiðalæk á Barðaströnd. Steinunn á tvö börn, Sigurhjört Snorrason nema í Verslunarskóla Íslands og Helgu Valgerði Snorra- dóttur nema í Kvennaskólanum í Reykjavík. Doktor í fornleifa- fræði SJÓBIRTINGSÁRNAR í Vestur- Skaftafellssýslu hafa yfirleitt gefið vel í haust og þar tínast nú upp þessir árlegu risafiskar sem jafnan krydda tilveru veiðimanna þar eystra. Nú síðast veiddist t.d. 16 punda sjóbirtingur í Geirlandsá. Falur Helgi Daðason veiddi stór- fiskinn í Geirlandsá, en birtingurinn, sem var hængur, tók spón í Ármót- unum, þar sem lækurinn Stjórn rennur út í Geirlandsá. Hollin í Geir- landsá hafa gert það mjög gott lengst af í haust og algengt að þau séu að taka á milli 20 og 30 fiska. Veiði hefur einnig verið með besta móti í Fossálum á Síðu og þar veiddi Kristján E. Jónsson nýverið 15 punda birting á spón í hyl númer 14. Frá því er greint á vefsíðu SVFK, að hugsanlega sé þar á ferðinni stærsti sjóbirtingur sem veiðst hef- ur í Fossálum fyrr og síðar. Ofangreindir 15 og 16 punda birt- ingar eru þó ekki þeir stærstu sem veiðst hafa á vertíðinni, áður var kominn a.m.k. einn 16 punda úr Tungufljóti og í sumar veiddust einn og sama daginn 18 og 19 punda birt- ingar á Hólmasvæðinu í Skaftá. Og ekki má gleyma 23 punda ferlíki sem veiddist í Litluá í Kelduhverfi í vor, en það er stærsti birtingur ver- tíðarinnar 2004, a.m.k. ennþá, en síðustu ánum verður lokað 20. októ- ber. Risabirtingar fyrir austan Falur Helgi Daðason með 16 punda sjóbirting sem hann veiddi í Geirlandsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir dökkgráum Renault Megane Scenic með númerið AX-865, en bifreið- inni var stolið í Keflavík um klukk- an 14 á laugardag. Að sögn lög- reglu brá ökumaður sér í heimsókn í hús við Vatnsnesveg í um 20 mín- útur og skildi lyklana eftir í henni. Þegar hann ætlaði að aka á brott var bifreiðin horfin. Þeir sem telja sig búa yfir upplýs- ingum um bifreiðina eru vinsamleg- ast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400. Lögregla lýsir eftir bifreið Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.