Morgunblaðið - 04.10.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.10.2004, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLAND er eitt þeirra Evrópuríkja þar sem beitt er svokallaðri beinni skipunaraðferð við veitingu dómara- embættis við Hæstarétt. Einkum er beitt þrenns konar aðferðum við val á hæstaéttardómurum víða um heim, en auk skipunaraðferðarinnar má í öðru lagi nefna kosningaaðferð og í þriðja lagi blöndu af þessu tvennu. Samkvæmt lögum um dómstóla frá 1998 eiga níu dómarar sæti í Hæsta- rétti sem forseti Íslands skipar ótímabundið samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra. Í 3. mgr. 4. gr. dómstólalaganna segir að dómsmála- ráðherra skuli leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni um- sækjenda til að gegna því. Þessu er svipað farið í ýmsum nágrannalönd- um, en annars staðar er hæstarétti ekki ætlað neitt umsagnarhlutverk. Lávarðadeild fer yfir umsóknir Í Bretlandi, þar sem skipunarað- ferðinni er beitt, eru hæstaréttar- dómarar skipaðir af drottningunni að tillögu forseta lávarðadeildar þings- ins, en hann er næstráðandi á eftir dómsmálaráðherra. Það er á hendi forseta lávarðadeildar að fara yfir umsóknir með dómurum við réttinn þar sem lagt er mat á hæfni og hæfi umsækjenda áður en tillögu er skilað til drottningar. Í Bandaríkjunum er þessu ólíkt farið þar sem Bandaríkjaforseti kem- ur með tillögu til Bandaríkjaþings, sem kallar umsækjanda fyrir þingið. Fara þar fram eins konar yfir- heyrslur (hearings) og lagt mat á hæfni umsækjandans. Bandaríkja- forseti er bundinn af niðurstöðu þingsins varðandi hæfni dómaraefn- isins og getur ekki skipað í embættið fyrr en samþykki þings liggur fyrir. Sjaldgæft er þó að þingið synji tillögu forseta í þessum efnum. Danadrottning skipar í embætti Í Danmörku, þar sem skipunarað- ferð er við lýði, hefur hæstiréttur landsins töluvert mikið um ráðning- armál við réttinn að segja. Þar er skipunarvaldið á hendi drottningar sem skipar í dómaraembætti að til- lögu dómsmálaráðherra. Hins vegar fer í gang ákveðið ferli áður en að því kemur, því sérstöku skipunarráði er falið að meta umsækjendur og mæla með einum úr hópi umsækjenda til að sitja í dómi í fjórum dómsmálum. Að þeim loknum er frammistaðan metin af dómurum við Hæstarétt og komist hann í gegnum prófraunina er mælt með honum við ráðherra, sem skilar tillögu sinni um hann til drottningar. Þess má geta að í fyrrnefndu skip- unarráði eiga sæti þrír dómarar frá sínu dómstiginu hver, lögmaður og lagaprófessor og tveir ólöglærðir fulltrúar. Síðast var skipað í dómara- embætti við Hæstarétt Danmerkur 1. janúar sl. Í Hæstaréttinum sitja nítján dómarar, þar af fjórar konur. Skipunaraðferð er líka beitt í Nor- egi þar sem konungur skipar í emb- ætti að fenginni tillögu frá dómsmála- ráðherra. Hæstiréttur metur umsækjendur og skilar umsögnum til ráðherra. Ráðherra og konungur ráða valinu á endanum en leggja jafn- an mikið upp úr umsögnum Hæsta- réttar. Síðast var skipað í dómara- embætti 1. ágúst sl. Í dómi sitja nítján dómarar, þar af sex konur. Svipað fyrirkomulag er í Finn- landi, en þar kemur finnski hæstirétt- urinn með tillögur um dómara til for- seta Finnlands sem skipar í embættið eftir að hafa ráðfært sig við dóms- málaráðherra og ráðherraráð. Í Sví- þjóð er það dómsmálaráðherra sem gerir tillögu um nýjan dómara en rík- isstjórnin fer hins vegar með skipun- arvaldið. Í Frakklandi deila þrjú embætti með sér skipunarvaldinu, þ.e. forseti lýðveldisins og forsetar þingsins. Hæstiréttur sjálfur kemur ekki að ráðningarmálum. Þingin kjósa dómara Í sumum Evrópulöndum er farin kosningaleiðin við að velja dómara inn í hæstarétt og á það við í löndum eins og Portúgal, Þýskalandi, Lett- landi, Króatíu, Ungverjalandi o.fl. Þing þessara landa kjósa dómara, oftast neðri deildir, en í sumum til- vikum báðar þingdeildir. Mismunandi er milli ríkja sem beita kosningaaðferðinni hvaða aðilar skila tillögum um umsækjendur um dómaraembætti. Í grófum dráttum má segja að tillögur komi ýmist frá forseta, þjóðþingunum eða Hæsta- rétti. Algengasta aðferðin við val á hæstaréttardómurum er þó blanda af kosningaaðferðinni og skipunarað- ferðinni og er þessi millivegur farinn í löndum eins og Spáni, Ítalíu, Aust- urríki, Armeníu, Rúmeníu o.fl. Þessi millivegur er þó ekki einhlítur því í ríkjum eins og Ítalíu og Úkraínu geta yfirvöld farið yfir í skipunaraðferðina eins og lýst var hér að ofan. Danski hæstirétturinn setur umsækjendur í fjögur próf og gefur umsögn Aðkoma dómstóla að ráðningarmálum mis- munandi milli landa UM einni og hálfri milljón króna var safnað á laugardag handa börnum Sri Rhamawati sem lést með vofveif- legum hætti fyrr á þessu ári. Að söfnuninni stóðu ýmsir aðilar, bæði vinir og vandamenn. Harpa Rut Hilmarsdóttir, einn forsvarsmanna söfnunarinnar, segir þegar verið bú- ið að safna 2,5 milljónum króna og því í það heila um fjórum milljónum. Peningarnir eru ætlaðir til kaupa á stærra húsnæði fyrir fjölskylduna, en þau eru átta talsins og búa nú í lítilli íbúð. Fólk getur lagt málefninu lið með því að hringja í símanúmer söfnunarinnar 900-5000 og dragast þá 1.000 krónur af símareikningi þeirra. Morgunblaðið/Golli Peningum safnað handa börnum Sri Rhamawati til húsnæðiskaupa SAMFYLKINGIN kynnti í gær væntan- lega tillögu til þings- ályktunar um innrásina í Írak þar sem lagt er til að Alþingi setji á fót rannsóknarnefnd til þess að kanna forsendur fyrir stuðningi Íslend- inga. Að henni standa jafnframt Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð. Er líka lagt til að Ísland verði tekið af lista hinna sjálfviljugu þjóða og að Alþingi lýsi því yfir að stuðningur við innrásina í Írak hafi verið mistök. Önnur tillaga til þingsályktunar frá Samfylkingunni fjallar um stofnun embættis talsmanns neytenda, sem ætlað er að styrkja stöðu neytenda á markaði. „Hún hefur verið fremur veik hér á landi og ljóst að við erum áratugum á eftir nágrannaþjóðum okkar í neytendavernd og í því að tryggja neytendarétt. Við viljum færa undir talsmann neytenda fram- kvæmd laga um óréttmæta við- skiptahætti og neytendavernd og löggjöf er lýtur að öryggi vöru og markaðsgæslu, sem nú er á tveimur stöðum í kefinu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. 15 milljarða fjárfestingarátak Stefnuyfirlýsing í menntamálum er ennfremur á döfinni segir Björg- vin G. Sigurðsson. „Við leggjum fram undir yfirskriftinni „Framtíð- arskólinn“ sérstakt fjárfestingará- tak í öllum stigum menntakerfisins, þar sem markmiðið er að leggja 15 milljarða króna til menntakerfisins, umfram það sem ríkisstjórnin hefur áætlað til menntamála, á einu kjör- tímabili og síðan aftur á næsta kjör- tímabili þar á eftir. Við höfum reikn- að út að varanleg hagvaxtaráhrif af þessum fjárfestingum verði 1% og þegar þau komi fram að fullu muni tillögur Samfylkingarinnar um sér- stakt menntaátak geta aukið lands- framleiðslu á mann um 3–6%,“ segir Björgvin. Hann segir ennfremur að „meginfjármagnsaukningin í menntakerfinu hafi orðið á grunn- skólastiginu þar sem sveitarfélögin hafa unnið að einsetningu skólanna og varið til þeirra miklu meiri fjár- munum en ríkið gerði á sínum tíma.“ Í stefnuskrá Samfylkingarinnar eru meðal annars þau markmið að tekjustofnar sveitarfélaga verði auknir með samningum við ríkis- valdið og að gjaldfrjáls leikskóli verði undirbúinn í áföngum í sam- ræmi við þær auknu tekjur. Einnig er lagt til að endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75% og að 30% lána verði breytt í styrk, sé námi lokið innan ákveðins tíma. Þá er miðað að því að ríkið greiði tónlistarnám á framhalds- skólastigi, líkt og annað nám. Samfylkingin mun ennfremur leggja fram frumvarp til laga um að matarskattur verði lækkaður úr 14% í 7% af nauðþurftum. „Við teljum að sú skattalækkun komi þeim best sem hafa úr minnstu að spila og að jöfnunaráhrifin af henni verði mun meiri en af þeim áformum ríkis- stjórnarinnar, að lækka tekjuskatt um 1%,“ segir Össur Skarphéðins- son. Er áætlað að matarreikningur al- mennings muni með þessu lækka um ríflega fimm milljarða króna. Samfylkingin kynnir áherslur sínar í þingbyrjun Talsmaður neyt- enda og lækkun matarskatts Morgunblaðið/Golli Björgvin G. Sigurðsson, Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Þórunn Svein- bjarnardóttir á fréttamannafundi um þingmál og áherslur flokksins á komandi þingi. ARNBJÖRG Sveinsdóttir verður varaformaður þingflokks sjálfstæð- ismanna í stað Sigríðar Önnu Þórð- ardóttur sem tók nýlega við emb- ætti umhverfisráðherra. Einar K. Guðfinnsson er áfram formaður þingflokksins. Þar sem Sigríður Anna hefur tekið við ráðherradómi mun hún ekki verða fulltrúi í fastanefndum og öðrum nefndum á vegum þings- ins. Þingflokkurinn hefur því m.a. ákveðið að Guðlaugur Þór Þórðar- son verði formaður umhverfisnefnd- ar í stað Sigríðar Önnu. Þá kemur Arnbjörg Sveinsdóttir inn í um- hverfisnefndina í stað Sigríðar Önnu. Arnbjörg fer á móti úr alls- herjarnefnd og kemur Kjartan Ólafsson þangað inn í hennar stað. Drífa í utanríkismálanefnd Bjarni Benediktsson tekur sæti Sigríðar Önnu í heilbrigðisnefnd og við sæti hennar í Íslandsdeild þing- mannaráðstefnunnar um norður- skautsmál tekur Einar K. Guðfinns- son. Sigurður Kári Kristjánsson verður þar varamaður í stað Ein- ars. Drífa Hjartardóttir tekur sæti Árna Ragnars Árnasonar í utanrík- ismálanefnd, en hann lést í sumar. Sigurður Kári Kristjánsson verður varamaður í nefndinni í stað Drífu. Einar Oddur Kristjánsson verður formaður í sendinefnd þingsins hjá NATO í stað Árna Ragnars og Kjartan Ólafsson verður varamaður í stað Einars Odds. Þá tekur Kjartan Ólafsson sæti í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins í stað Einars Odds og Birgir Ár- mannsson verður varamaður í Evr- ópuráðinu í stað Árna Ragnars. Arnbjörg Sveinsdóttir vara- formaður þingflokksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.