Morgunblaðið - 04.10.2004, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 11
FRÉTTIR
Kia Clarus W/G GLX
F.skráð. 01.2004. Ekinn 36.000 km.
Litur: Hvítur.
Verð: 990.000 kr.
Tilboðsverð: 690.000 kr.
Sangyong Musso Wagon
F.skráð. 08.2001. Ekinn 62.000 km.
Litur: Hvítur.
Verð: 2.190.000 kr.
Tilboðsverð: 1.890.000 kr.
Subaru Legacy W/G GL
F.skráð. 02.2004. Ekinn 64.500 km.
Litur: Blár.
Verð: 1.790.000 kr.
Tilboðsverð: 1.490.000 kr.
Mercedes Benz C 180
F.skráð. 07.1997. Ekinn 144.300 km.
Litur: Blár.
Verð: 1.290.000 kr.
Tilboðsverð: 990.000 kr.
ÚTSALA
www.toyota.is
framhaldKópavogurSími 570 5070 ReykjanesbærSími 421 4888 AkureyriSími 460 4300 SelfossSími 480 8000
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
26
02
7
1
0/
20
04
BETRI NOTAÐIR BÍLAR
Það verður mikið að gerast hjá Toyota Betri notuðum bílum í þessari viku.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til þess að eignast góðan bíl
á einstöku verði. Skoðaðu úrvalið á www.toyota.is eða komdu í heimsókn
á Nýbýlaveginn eða til umboðsmanna okkar á Akureyri, Selfossi og
í Reykjanesbæ.
TVEIR breskir flugáhugamenn
gerðu sér ferð hingað til lands í þeim
tilgangi að fara í flugferð með flug-
vél Landhelgisgæslu Íslands, sem er
ein af síðustu Fokker F27 „Friends-
hip“-flugvélum í notkun í heiminum.
Þeir félagar Peter Towey og Matt
Wise fóru í eftirlitsflug flug með
flugvél Landhelgisgæslunnar og
sögðu þeir ferðina vel heppnaða.
Þeir eru eins konar flugvélasafnarar
og ferðast stundum langar vega-
lengdir til þess eins að fá að fljúga í
gömlum farþegaflugvélum, sér-
staklega vélum af tegundum sem
þeir hafa ekki flogið í áður.
Towey viðurkennir að þetta sé
frekar óvenjulegt áhugamál en segir
að þetta sé þannig til komið að Wise,
sem er æskuvinur hans, hafi alla tíð
búið steinsnar frá Heathrow-
flugvelli, þar sem faðir hans vann og
þeir hafi í raun verið innan um flug-
vélar frá barnæsku. „Okkar áhuga-
svið hefur alltaf verið flugvélar í far-
þegaflutningum, sérstaklega eldri
gerðirnar. Það er ástæðan fyrir því
að við erum hér í dag, þessi flugvél,
Fokker 27-Friendship, er ein af
þeim fáu sem enn fljúga með far-
þega í heiminum. Ég veit að þetta er
ekki beint farþegaflugvél, en nógu
nálægt fyrir okkur,“ segir Towey.
Þeir félagar eru ekki flugmenn en
Towey fékk aðeins að prófa að
fljúga vélinni í fluginu og þeir fengu
að skiptast á að vera í flugstjórn-
arklefanum í flugtaki og lendingu í
gær. Þeir segja ferðina hafa verið
frábæra, flogið var vestur fyrir land,
lent á Ísafirði og flogið yfir Húnafló-
ann.
Towey segir vissulega heppilegt
að Landhelgisgæslan hafi verið með
svo gamla vél í notkun, en flugvélin
er byggð árið 1976 og kom hingað til
lands í nóvember það ár. Það var
talsverð fyrirhöfn að finna vél af
þessari gerð og segir Towey að
hann viti um eina vél í Hondúras,
aðra í Ástralíu, og hugsanlega ein-
hverjar í Pakistan og Lýbíu.
Wise heldur lista yfir eldri flug-
vélar sem hann hefur flogið með, en
þar má sjá yfir 40 tegundir, margar
af þeim flugvélar sem ekki eru leng-
ur í notkun í heiminum.
Áhugamenn um gamlar flugvélar hrifnir af Fokker-vél Gæslunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Peter Towey og Matt Wise ásamt áhöfninni. Frá vinstri: Birgir Björnsson,
Páll Geirdal leiðangursstjóri, Hafsteinn Heiðarsson flugstjóri, Magnús Ein-
arsson og Tómas Helgason flugmaður.
Ekki margar eftir í heiminum
NÝ lög um varnir gegn mengun hafs
og stranda sem tóku gildi 1. október,
gera yfirvöldum í fyrsta sinn kleift
að taka völdin af skipstjórum á van-
búnum skipum ef hætta er á að þau
valdi mengunarslysi. Aukinn réttur
til íhlutunar af þessu tagi í tengslum
við bráðamengun er með því helsta
sem nýju lögin fela í sér.
Um er að ræða meginlagaramma
um allt það sem lýtur að mengunar-
vörnum sjávar og stranda, hvort
sem um er að ræða ofan af landi eða
frá skipum. Setning laganna er eitt
af þeim skrefum sem stjórnvöld hafa
tekið í því skyni að skilgreina ábyrgð
almennings, atvinnureksturs, sveit-
arfélaga og opinberra stofnana varð-
andi umhverfismál sjávar. Undir-
búningur lagasetningarinnar hófst í
kjölfarið á strandi Vikartinds í Háfs-
fjöru árið 1997 en þar kom í ljós að
stjórnkerfið og viðbragðsaðilar voru
um margt vanbúnir slíku ástandi að
sögn Davíðs Egilsonar forstjóra
Umhverfisstofnunar.
Bannað að losa skólp
á hafnarsvæðum
Helstu nýmælin í lögunum varða
bann við losun skólps á hafnarsvæð-
um og innan netlaga, auknar kröfur
um móttökuaðstöðu í höfnum fyrir
skipaúrgang og gjaldtökuheimildir
þar að lútandi. Þá eru ákvæði um að
strönduð og sokkin skip verði fjar-
lægð og að gerð sé krafa um að
mengandi atvinnurekstur verði lát-
inn gera viðbragðsáætlanir. Þá
krefjast lögin að ákveðin mengandi
starfsemi sé með ábyrgðartrygging-
ar vegna hugsanlegra bráðameng-
unaróhappa og einnig eru lagðar
auknar skyldur á aðila varðandi til-
kynningar skipa um ferðir sínar, og
lögfest réttindi og skyldur allra sem
koma að bráðamengun. Þá gera lög-
in ráð fyrir að lagning sæstrengja og
sæsíma sé háð samþykki Umhverf-
isstofnunar.
Davíð Egilson segir nýju lögin
boða miklar breytingar í þessum
málaflokki en með auknum íhlutun-
arrétti stjórnvalda sé m.a. unnt að
grípa inn í atburðarás sem gæti ann-
ars leitt til bráðamengunar.
„Þetta felur í sér að við tilteknar
aðstæður er hægt að taka völdin af
skipstjóra og grípa inn í,“ segir
hann. „Ýmsar aðstæður geta leitt til
íhlutunar, t.d. þegar grunur er um
að vanræksla sé fyrir hendi.“
Það stjórnvald sem fengi aukinn
íhlutunarrétt í þessu sambandi er
Landhelgisgæslan sem nú er heimilt
að taka skip með valdi, en Davíð
minnir á að þennan rétt verði að
beita með varúð.
„Við getum t.a.m. hugsað okkur
skip með mikið af olíu um borð sem
lendir í vélarbilun og rekur að landi.
Skipstjórinn afþakkar aðstoð og vill
fá tækifæri til að koma skipinu í
gang, því hann veit að björgunar-
laun eru há. Við þessar aðstæður
væri hægt að grípa inn í og taka
skipið út.“ Einnig má nefna allskyns
önnur dæmi um beitingu þessa úr-
ræðis s.s. vegna vanbúinna skipa.
Reglugerðir endurmetnar
Til að mæta þeim breyttu aðstæð-
um sem skapast hafa við hin nýju
lög hefur farið fram endurmat á
reglugerðum sem eru settar með
stoð í lögum um mengun sjávar frá
1986. Þegar hefur verið hafist handa
við að endurskoða þær reglugerðir
sem fyrir eru og er einnig þörf á nýj-
um.
Auk þessa hefur Umhverfisstofn-
un opnað ítarlega og endurbætta
vefsíðu um málefni hafs og stranda.
Þar er finna fræðslu um ástand sjáv-
ar, alþjóðlegt samstarf varðandi
málefni hafsins og fleira.
Ný lög um varnir gegn mengun hafs og stranda veita yfirvöldum auknar heimildir til íhlutunar
Geta tekið völdin af skip-
stjórum ef stefnir í slys