Morgunblaðið - 04.10.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 04.10.2004, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF stjórnendur fyrirtækja og stofnana, sem bera ábyrgð á vernd upplýsinga og að móta og innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis, starfsfólk sem gegnir lykilhlutverki í að innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis og vinna samkvæmt því, tæknifólk sem kemur að tæknilegri útfærslu stjórnkerfisins, ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir áherslum og uppbyggingu staðlanna ÍST ISO/IEC 17799 og ÍST BS 7799-2 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis og mótun öryggisstefnu í fyrirtækjum og stofnunum. Skráning og nánari upplýsingar á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma 520 7150 Örugg meðferð upplýsinga Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 17799 Námskeið 13. og 14. okt. fyrir TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN lækk- ar vexti á verðtryggðum bílalánum hinn 11. október næstkomandi úr 7,0% í 6,0%. Þetta eru lægri vextir en hjá öðrum tryggingafélögum og fjármálastofnunum sem veita bíla- lán. Hjá Vátryggingafélagi Íslands og Sjóvá-Almennum tryggingum eru vextirnir 7,5%. Hjá fjármögn- unarleigunum eru vextirnir á bilinu frá 7,5% og upp í 7,8%, að því er fram kemur á heimasíðum þeirra. Í frétt á heimasíðu Trygginga- miðstöðvarinnar segir að lækkunin á verðtryggðum bílalánum félags- ins sé tilkomin vegna lækkunar á meðalvöxtum banka og sparisjóða á verðtryggðum lánum, samkvæmt tilkynningu Seðlabanka Íslands frá 27. september síðastliðnum. TM lækkar vexti af bílalánum                 !" "#$ %&  '  () "*%+#   #  +# +     ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI HÚSASMIÐJAN hefur keypt rekstur KB Byggingavara í Borg- arnesi. Stefnt er að því að afhend- ing rekstrarins fari fram um miðjan þennan mánuð. Í tilkynningu frá Húsasmiðj- unni segir að verslun KB í Borg- arnesi verði breytt í Húsasmiðju- verslun með stórauknu vöruúrvali og fjölbreyttri þjónustu en Húsa- smiðjan hefur á boðstólum yfir 80 þúsund vörutegundir í verslunum sínum. Verslunin verður sú átj- ánda í röð Húsasmiðjuverslana um land allt. Hún verður staðsett í verslunarhúsnæði KB Bygg- ingavara við Egilsholt. Að auki fylgir versluninni útisvæði og segir í tilkynningunni að Húsa- smiðjan muni nýta það til að stór- auka vöruframboð í timbri og annarri þungavöru til hagsbóta fyrir verktaka, fagmenn, sum- arbústaðaeigendur og aðra við- skiptavini á svæðinu. Sama vöruverð alls staðar Vöruverð í Húsasmiðjuverslun- inni í Borgarnesi verður það sama og í öllum öðrum verslunum Húsasmiðjunnar um land allt, segir í tilkynningunni. Allir átta starfsmenn KB Byggingavara munu halda störf- um sínum. Rekstrarstjóri versl- unarinnar verður Valdimar Björgvinsson, en hann hefur ver- ið rekstrarstjóri KB Bygginga- vara. KB hefur um áratugaskeið rek- ið byggingavöruverslun í Borgar- nesi en hættir nú þeirri starfsemi. Í tilkynningunni segir að KB muni áfram reka búrekstrarvöru- deild með sama sniði og verið hef- ur. Húsasmiðjan kaup- ir KB Bygginga- vörur í Borgarnesi ● LÍFEYRISSJÓÐUR starfsmanna rík- isins býður nú sjóðfélagalán með 4,3% föstum vöxtum frá 5 til 40 ára. Eftir sem áður verður boðið upp á lán með breytilegum vöxtum og eru þeir nú 4,33%. Heimilt verður að breyta vöxtum eldri sjóðfélagalána úr breyti- legum í fasta vexti. Ekki er gerð krafa um fyrsta veðrétt en veðsetning- arhlutfall má ekki fara yfir 65% af verðmæti eignar. Þá eru engin tak- mörk á fjárhæð sjóðfélagalána og heimilt er að greiða lán upp að hluta eða öllu leyti án kostnaðar hvenær sem er á lánstímanum. Lán LSR með 4,3% vöxtum ● GREININGARDEILD KB banka spá- ir 0,6% hækkun á vísitölu neyslu- verðs á milli september og október- mánaðar. Greiningardeild Landsbanka Íslands hefur einnig spáð 0,6% hækkun en Íslandsbanki spáir 0,5% hækkun en það er sama hækkun og mældist á sama tíma í fyrra. Spá 0,5–0,6% hækkun MINNSTAÐUR ● STJÓRN SPRON hefur samið við verðbréfafyrirtækið H.F. Verðbréf hf. um að það annist skráningu kaup- og sölutilboða stofnfjárbréfa og komi á samningum. Í tilkynningu segir að stjórn SPRON vonist til þess að við- skipti með stofnfjárbréf fari í þann farveg að stofnfjáreigendur geti vel við unað og að eðlileg verðmyndun eigi sér stað. Meðal helstu reglna um stofn- fjármarkaðinn eru að viðskipti með stofnfjárbréf á markaði séu háð sam- þykki stjórnar SPRON, engum sé heimilt að eiga 10% eða stærri virk- an hlut í SPRON án samþykkis Fjár- málaeftirlitsins, enginn megi fara með meira en 5% atkvæða í SPRON og að viðskipti með stofnfjárbréf lúti ekki sömu reglum og í kauphöll, heldur skuli þau fara fram á lokuðum markaði. Stofnfjármarkaður hjá H.F. Verðbréfum SÍMINN mun í október og nóv- ember auka hraðann á öllum ADSL-tengingum viðskiptavina sinna án þess að biðja þurfi um það sérstaklega. Þannig verður t.d. hraði ADSL-tengingar sem áð- ur var allt að 256 kb/s nú allt að 1024 kb/s og greiðist fyrir hana sama mánaðargjald, 2.500 krónur. Áætlað er að búið verði að stækka allar tengingar fyrir 1. desember nk. Þá býður Síminn upp á nýjan öryggispakka sem inniheldur vír- usvörn og eldvegg fyrir tölvur. Í tilkynningu segir að allur póstur sem fer um póstföng sem fylgja áskrift hjá Símanum sé undir eft- irliti. Hins vegar geti vírusar dreift sér um önnur netföng, um heima- síður o.fl. Panta má öryggispakk- ann á heimasíðu Símans. Síminn eykur hraða ADSL-tenginga ● VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ Vörður hef- ur opnað söluskrifstofu í Hag- kaupum í Smáralind og fást þar allar upplýsingar um heimilis- og bílatrygg- ingar félagsins. Sigurður Sveinsson, útibússstjóri Varðar á höfuðborgarsvæðinu, segir í tilkynningu að með þessu vilji Vörð- ur auka þjónustu við ört stækkandi hóp viðskiptavina á höfuðborg- arsvæðinu. Söluskrifstofur Varðar eru á Ak- ureyri og í Reykjavík en auk þess eru umboðsmenn starfandi í Bolung- arvík, á Akranesi, Hornafirði, í Kefla- vík, Þorlákshöfn og Hveragerði. Vörður í Smáralind ● LÍFEYRISSJÓÐUR Norðurlands lækkaði vexti sjóðfélagalána í 4,5% frá og með 1. október. Eiga vaxta- kjörin bæði við um ný og eldri lán. Jafnframt hafa hámarkslán hækkuð úr 4 milljónum króna í 6 milljónir auk þess sem veðhlutfall er rýmkað og er nú heimilt að veita lán sem nemur 65% af metnu markaðsvirði fast- eignar. Ekki er krafist fyrsta veðréttar til að sjóðfélagar njóti þessara kjara á lánunum. Samkvæmt milliuppgjöri Lífeyr- issjóðs Norðurlands fyrir fyrstu sex mánuði ársins var nafnávöxtun á árs- grundvelli 24,7% og raunávöxtun 18,7%. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam í júnílok 36,5 milljörðum króna og hafði hækkað um 4,1 milljarð frá ársbyrjun. Lífeyrissjóður Norður- lands lækkar vexti VESTURLAND Borgarfjörður | Sveitarfélögin fjög- ur í Borgarfirði, norðan Skarðsheið- ar, hafa gert samstarfssamning við eMax ehf. um uppbyggingu þráð- lauss breiðbandskerfis í sveitar- félögunum. Samningurinn felur það í sér að 95% heimila á svæðinu eigi kost á þjónustunni áður en ár er lið- ið og Borgarfjörður verður þá orð- inn best tengda svæði landsins, ut- an höfuðborgarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fyrirtækið eMax ehf. hefur unnið að uppbyggingu kerfisins í Borgar- firði á undanförnum mánuðum. Sveitarfélögin leggja nú fram ákveðin fjárframlög til uppbygging- arinnar. Stefán Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri eMax ehf., segir að það geri fyrirtækinu kleift að hraða uppbyggingunni og á móti geri sveitarfélögin kröfu um aukna út- breiðslu þjónustunnar. Þá geri samningurinn ráð fyrir að stofn- gjöld notenda verði lægri en annars hefði orðið. Að samningnum við eMax ehf. standa Borgarbyggð, Hvítársíðu- hreppur, Borgarfjarðarsveit og Skorradalshreppur. Samningurinn var undirritaður á Hvanneyri í fyrradag. Þráðlaust breiðbandskerfi nýtist sem burðarlag fyrir margs konar þjónustu, svo sem tengingar við Netið, til mótttöku útvarps- og sjón- varpssendinga og fyrir eftirlits- og öryggiskerfi. Er þjónustan að sögn Stefáns sambærileg við ADSL-net- þjónustuna en hún hefur ekki verið í boði utan þéttbýlisstaða. Stefán segir að notendur hafi tekið þjón- ustunni vel og séu töluverðar annir við að tengja. Hann tekur fram að það séu bæði bændur og eigendur sumarhúsa sem nýti þjónustuna. eMax ehf. hefur verið að byggja upp kerfi sitt víðar á landinu, svo sem á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði. Einnig í nokkrum smærri sveitarfélögum og sumarhúsahverf- um á Suðurlandi og þá með svip- uðum samningum við sveitarfélögin og gengið hefur verið frá í Borg- arfirði. Sveitarfélögin í Borgarfirði flýta upp- byggingu þráðlauss breiðbandskerfis Verður „best tengda“ svæði landsins Stykkishólmur | Það vekur athygli þegar ungar og dugmiklar konur hafa kjark og þor til að stofna fyr- irtæki á ekki stærri stað en í Stykk- ishólmi. Það á við þær Berglindi Þorgrímsdótttur og Írisi Sím- onardóttur. Þær vinkonur hafa opnað fullkomna líkamsræktarstöð í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Húsnæðið sem þær hafa til umráða er um 160 fermetrar og var áður notað undir framhaldsdeild við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ár er síðan hugmyndin kviknaði sem nú er orðin að veruleika. Þær notuðu tímann í fyrravetur og kynntu sér rekstrargrundvöll sam- bærilegra stöðva á landsbyggðinni. Eftir þá skoðun voru þær ákveðnar að halda áfram og klára dæmið. Þær keyptu inn ný tæki frá Techno- gym á Ítalíu. Síðan hafa þær sótt námskeið sem gefur þeim réttindi til að leiðbeina fólki í tækjunum. Í stöðinni eru tæki fyrir alhliða líkamsþjálfun, þar sem fólk á öllum allri getur fengið styrkingarverk- efni við sitt hæfi. Þær segja að tilkoma Framhalds- skóla Snæfellinga í haust hafi ráðið miklu í að þær fóru af stað. „Nú í fyrsta skipti sjáum við fram á það að unglingarnir 16 til 20 ára verða heima yfir veturinn og það er þessi hópur sem er duglegur að sækja líkamsræktarstöðvar til að efla þrek og heilsu.“ Berglind og Íris eru bjartsýnar á framhaldið. Þær segjast vilja búa í Hólminum og á þennan hátt eru þær að skapa sér atvinnu við það sem þær hafa áhuga á. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Íris Símonardóttir og Berglind Þorgrímsdóttir hafa stofnað nýja heilsu- ræktarstöð í Stykkishólmi, en bjartsýni og þor rekur þær áfram. Hólmarar í líkamsrækt Grundartangi | Íslenska járn- blendifélagið og starfsmenn þess hafa unnið markvisst að því að fækka vinnuslysum síð- ustu árin. Nú hefur sá frábæri árangur náðst að tvö ár eru lið- in frá því að slys varð sem leiddi til fjarveru starfsmanns félags- ins frá vinnu. Félagið og starfsmenn hafa náð þessum áfanga með skipu- lögðu starfi að öryggismálum, segir í frétt frá félaginu. Þar má nefna fræðslu, áherslu á þrif og góða umgengni á vinnu- staðnum, bættar merkingar, skráningu á því sem betur má fara og úrbætur. Árangrinum hefur verið fagnað á Grundartanga. Tvö slysalaus ár í járn- blendinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.