Morgunblaðið - 04.10.2004, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 13
MINNSTAÐUR
Mercedes Benz 200 E
F.skráð. 10.1994. Ekinn 184.000 km.
Litur: Silfur.
Verð: 900.000 kr.
Tilboðsverð: 590.000 kr.
Alfa Romeo 156 S/D T
F.skráð. 02.2004. Ekinn 16.900 km.
Litur: Rauður.
Verð: 2.100.000 kr.
Tilboðsverð: 1.690.000 kr.
Kia Sportage
F.skráð. 08.2001. Ekinn 70.000 km.
Litur: Blár.
Verð: 1.140.000 kr.
Tilboðsverð: 690.000 kr.
Hyundai Accent H/B L
F.skráð. 01.1998. Ekinn 58.000 km.
Litur: Rauður.
Verð: 390.000 kr.
Tilboðsverð: 190.000 kr.
450.000
www.toyota.is
kr. afsláttur
Allt að
framhaldKópavogurSími 570 5070 ReykjanesbærSími 421 4888 AkureyriSími 460 4300 SelfossSími 480 8000
BETRI NOTAÐIR BÍLAR
Það verður mikið að gerast hjá Toyota Betri notuðum bílum í þessari viku.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til þess að eignast góðan bíl
á einstöku verði. Skoðaðu úrvalið á www.toyota.is eða komdu í heimsókn
á Nýbýlaveginn eða til umboðsmanna okkar á Akureyri, Selfossi og
í Reykjanesbæ.
VESTURLAND
Borgarnes | Símenntunarmiðstöðin á Vest-
urlandi er fimm ára á þessu ári og er rækilega
búin að festa sig í sessi. Hún var stofnuð með
það í huga að auka menntun í dreifðari byggð-
um landsins og að henni standa menntastofn-
anir, sveitarfélög, stéttarfélög og fyrirtæki á
Vesturlandi. Núna þegar haustönnin er að
hefjast segja þær Inga Sigurðardóttir fram-
kvæmdastjóri og Svava Svavarsdóttir skrif-
stofustjóri að þátttaka í námskeiðum sé góð,
mun betri en á vorönninni, og er yfirfullt í
nokkur námskeið.
Símenntunarmiðstöðin er með skrifstofu í
Borgarnesi og auk þeirra Ingu sem er í fullu
starfi og Svövu sem er í hálfu starfi er Ingi-
björg Stefánsdóttir nýlega tekið við sem ráð-
gjafi í hálfu starfi, en það er ný staða hjá Sí-
menntunarmiðstöðinni. Hennar starf felst í að
fara í fyrirtæki og gera þarfagreiningu. Fyr-
irtækin geta í rauninni leigt þannig fræðslu-
stjóra í tímabundin verkefni. Inga segir að fyr-
irtækin mættu vera duglegri við að nýta sér
þessa þjónustu.
Dekur, línudans og
háskólanám í hjúkrun
„Vinsæl námskeið hjá okkur núna eru dek-
urnámskeið fyrir konur, grunnámskeið í tölvu-
notkun, línudans, flókanámskeið, námskeið
fyrir starfsfólk dvalarheimila aldraðra, nám
fyrir ófaglært starfsfólk í leikskólum og skól-
um á Snæfellsnesi og í Dölum, svo dæmi séu
tekin. Eglunámskeið í samstarfi við Land-
námssetur og Snorrastofu er vinsælt líka.
Hins vegar er viðamest námskeið í svæð-
isleiðsögn um Vestfirði og Vesturland,“ segir
Inga. „Við höfum áður reynt að halda svona
námskeið en ekki tekist því við náðum ekki til-
skildum fjölda þátttakenda. Nú ákváðum við
að fara í samstarf við Fræðslumiðstöð Vest-
fjarða og þannig náðum við nægri þátttöku.
Byrjað er á grunnámi en síðan verður lögð
áhersla á Vestfirði og Snæfellsnes og á loka-
önninni verður farið í aðra hluta Vesturlands.
Þetta er þriggja anna nám og er sambærilegt
náminu í Leiðsöguskóla Íslands enda haldið í
samstarfi við hann.“
Fjölbreytt námskeið eru í boði, en fram-
boðið er misjafnt eftir stöðum. „Hlutverk Sí-
menntunarmiðstöðvarinnar er að efla símennt-
un og fullorðinsfræðslu og styrkja tengsl
atvinnulífs og menntastofnana. Starfið byggist
á áhuga og hugmyndum frá einstaklingum og
fyrirtækjum á Vesturlandi. Fólk hefur sam-
band við okkur ef það fær hugmynd að nám-
skeiði á sínu svæði og við finnum út hvort hægt
sé að verða við óskum þeirra. Stundum koma
líka hugmyndir frá fólki sem er tilbúið að halda
námskeið. Oft sér fólk námskeið auglýst á öðr-
um stöðum og fer fram á að sama námskeið sé
haldið í heimabyggð þess.“
Símenntunarmiðstöðin hefur verið tengilið-
ur milli fólks á svæðinu og háskóla. Nú eru 16
nemendur í fjarnámi á Akranesi, í hjúkrun við
Háskólann á Akureyri. Einnig eru leikskóla-
kennarar í fjarnámi, nemendur í við-
skiptafræði í Stykkishólmi og Búðardal. Þá
eru nemendur á Akranesi og Borgarnesi í fjar-
námi í íslensku við Háskóla Íslands.
Gott samband við fólk og fyrirtæki
„Miðstöðin hefur aðgang að skólahúsnæði
og tölvuverum um allt Vesturland, einnig að
fjarkennslubúnaði á fimm þéttbýlisstöðum
sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjöl-
breytt nám. Sveitarfélögin hafa verið afar já-
kvæð og hafa þau keypt búnað og útvegað lín-
ur og greitt götu nemendanna,“ sagði Inga.
Mikilvægur þáttur í starfinu er sambandið
við fólkið, að sögn Ingu. „Símenntunarmið-
stöðvarnar eru stofnaðar af grasrótinni og það
þarf að viðhalda því formi. Það koma engar til-
skipanir frá okkur sem stjórnum þeim. Við
skráum allar hugmyndir upp á töflu og síðan
er unnið út frá þeim. Einnig þurfum við að
fylgjast með nýjungum. Mér finnst sífellt
fleiri, bæði fyrirtæki og einstaklingar, hafa
samband. Gott dæmi um slíkt er að fjarnámið í
hjúkrun var sett á fót eftir að okkur bárust
undirskriftalistar frá áhugasömum þátttak-
endum og frá Sjúkrahúsinu á Akranesi sem
vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa. Núna
þurfum við að efla heimasíðuna og helst að
koma upp hugmyndabanka þar. Annars nýtist
hún ágætlega, því fólk skráir sig á námskeið í
gegnum hana og með tölvupósti.“
Áhugi á námskeiðum Símenntunarmiðstöðvarinnar sem hefur fest sig í sessi
Þarf að viðhalda
grasrótarstarfinu
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Undirbúa námskeið Þátttaka er góð í fjölbreyttum námskeiðum Símenntunarmiðstöðvarinn-
ar. Hér eru Svava Svavarsdóttir skrifstofustjóri og Inga Sigurðardóttir framkvæmdastjóri.
TENGLAR
...................................................................
www.simenntun.is
asdish@mbl.is