Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BESTA VERÐIÐ? Það er gaman að eyða peningum en það er líka gaman að spara Sá sem gerir hvort tveggja hefur tvöfalda ánægju af peningunum.. FjÁRMÁL HEIMILANNA . . . . - Ný hugsun í heimilisrekstri " Auka frjálsar ráðstöfunartekjur heimilisins " Greiða hratt niður skuldir " Fjárfesta í sparnaði óháð skuldastöðu " Meta áhrif viðhorfa og hegðunar á fjármálin Námskeið þar sem kennt verður að: Námskeiðsgögn og 3 mánaða frí áskrift að heimilisbókhaldi og veltukerfi sem er fljótvirk aðferð til að greiða niður skuldir. Upprifjunarnámskeið eftir 6 mánuði. Innifalið í námskeiðinu er: Næsta Námskeið: Skráning: Staður: Leiðbeinandi: Skoðaðu heimasíðuna www.spara.is Það borgar sig ! ÞúÞú átt nóg af peningum. Finndu þá! 12. og 14. október kl 18:00 - 21:00 16. og 18. nóvember kl 18:00 - 21:00 www.spara.is eða í síma 587 2580 Háskóli Íslands, stofa 101 í Odda Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur HÚS & HEIMILI LANDSVIRKJUN, sem er í eigu ríkisins (50%), Reykjavík- urborgar (45%) og Akureyrarbæjar (5%) hefur mikilsverðu hlutverki að gegna sem eigandi nánast allra vatnsaflsvirkjana landsins, auk Kröfluvirkjunar. Þannig framleiðir Landsvirkjun yfir 90% þeirrar raf- orku, sem framleidd er í landinu. Ætla mætti af ofanskráðu að miklu gilti fyrir Landsvirkjun að njóta trúverðugleika og trausts þjóð- arinnar, eigenda fyr- irtækisins. Ímyndaráróður Núverandi forstjóri Landsvirkjunar hef- ur greinilega til- einkað sér nútíma tækni í að skapa fyr- irtækinu jákvæða ímynd gagnvart almenningi, með endalausum aug- lýsingum um boð til að heimsækja orkustöðvarnar, þar sem boðið er upp á veitingar og listviðburði. Til viðbótar kemur árlegur og vel aug- lýstur stuðningur við Þjóðminja- safnið. Hlutverk Landsvirkjunar Telst eðlilegt að forsvarsmenn Landsvirkjun taki mjög einhæfa afstöðu í hápólitísku deilumáli um atvinnuþróun í einstökum lands- hlutum, undir því yfirskini að verið sé að ráðast í mjög arðbært verk- efni? Forsvarsmenn Landsvirkj- unar fullyrða að þeirra hlutverk sé ekki að efla atvinnulíf í einstökum landshlutum, heldur ráðast í sem ábatasamastar framkvæmdir hverju sinni. Lá í því sambandi ekki beinast við að undirbúa bygg- ingu Urriðafoss- og Núpsvirkjunar til að mæta fyrirsjáanlegri þörf ál- bræðslanna í Straumsvík og Hval- firði? Samkvæmt nýútgefinn yf- irlýsingu Landsvirkjunar um markmið, er boðað hlutverk Landsvirkjunar að bjóða við- skiptavinum sínum bestu lausnir í orkumálum og tryggja með því nú- tíma lífsgæði. Þessu markmiði er lýst í nýopnaðri vefsíðu samstarfs- hóps Landsvirkjunar og Alcoa, www.sjalfbaerni.is Kárahnjúkavirkjun – efna- hagsleg áhrif Erlendum sérfræðingum, sem greinarhöfundur hefur haft sam- band við, ber saman um að þeim sé ekki kunnugt um nokkurt annað land, efnahagslega samanburð- arhæft við Ísland, sem léti sér detta í hug að bjóða orku á jafn stórlega niðurgreiddu verði og í til- felli Kárahnjúkavirkjunar. Fullyrð- ingar æðstu stjórnenda Landsvirkjunar um að þeir væru nokkuð öruggir um endanlegan virkjunarkostnað við Kárahnjúka, hafa frá upphafi ekki virst trú- verðugar. Um að ræða lang stærstu og flókn- ustu framkvæmd sem ráðist hefur verið í á Ís- landi. Þar ber hæst, annars vegar risastíflan við Kárahnjúka, sem ef af verður, mun verða stærsta stífla sinnar tegundar í Evrópu og með allra hæstu stíflum sinnar tegundar í heiminum. Hins vegar nærfellt 70 km. löng neðanjarðargöng (sam- svarar vegalengdinni Reykjavík- Borgarnes um Hvalfjarðargöng). Þeir sérfræðingar sem skoðað hafa þessar áætlanir, undrast mjög hversu umfangsmikil og flókin og þar með kostnaðarsöm og óviss framkvæmdin er á orkueiningu. Þó að 690 MW teljist risavaxin virkjun á íslenskan mælikvarða, er um hreina smávirkjun að ræða í al- þjóðlegum samanburði. Kárahnjúkavirkjun – umhverfisleg áhrif Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kára- hnjúkavirkjun, álbræðslan í Reyð- arfirði og línulagnirnar þar á milli, flokkist undir að verða “sjálfbærar! Hvert eru menn komnir í hug- arspunanum? Einna helst má líkja þessu við “hrollvekju“ Georgs Or- wells, 1984, þar sem öllum hug- tökum var snúið á haus. Tilgang- urinn helgaði þar meðalið. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa frá upphafi reynt að gera sem minnst úr neikvæðum áhrifum væntanlegra virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka á umhverfið. Um- hverfisstofnun var á öndverðu máli og úrskurðaði gegn verkefninu sakir viðamikilla neikvæðra um- hverfisáhrifa. Þessum úrskurði var síðan snúið við af fyrrverandi um- hverfisráðherra, sem samþykkti framkvæmdina með margvíslegum skilyrðum. Í kjölfarið voru síðan gerðir samningar við nýjan aðila, Alcoa, í miklu flaustri og afleitri samningsstöðu í aðdraganda al- þingiskosninga, þar sem Fram- sóknarflokkurinn hafði heitið íbú- um Austurlands að þetta mál yrði knúið í gegn fyrir kosningar. Af- staða til Kárahnjúkavirkjunar varð aldrei að kosningamáli á landsvísu. En hvað segja fulltrúar Lands- virkjunar nú um þessi óleystu vandamál ? Verkfræðingurinn sem hefur verið falið að finna lausn á fokvandamálunum úr Hálslóni, segir að um sé að ræða að hindra fok á 100 tonnum af leir úr lón- stæðinu (samsvarandi 2-3 “bú- kolluhlössum“!), þegar vatnsstaðan er hvað lægst á vorin og fram eftir sumri! Náttúrufræðingar þeir sem unnu að umhverfismati vegna fyr- irhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar áætla að leirfok, á vorin við aust- anvert Hálslón verði gríðarleg, sem illgerlegt verði að hefta. Þetta samsvarar að 50 – 60 þúsund tonn af leir nái að fjúka yfir Vest- uröræfin í átt til Fljótsdalshéraðs, ár hvert. Þar með myndi auðn blasa við stórum hluta þeirra gróð- ursælu heiða, sem fyrrverandi um- hverfisráðherra kynnti sem mögu- lega viðbót við væntanlegan Vatnajökulsþjóðgarð. Treystum við aðilum, sem bera ekki meira skyn- bragð en að framan greinir? Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Al- coa, segir Sveinn Aðalsteinsson, er að lýsa því yfir að Kárahnjúka- virkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“! Trúverðugleiki Landsvirkjunar Sveinn Aðalsteinsson fjallar um Landsvirkjun og virkjunar- framkvæmdir fyrir austan ’Nýjasta útspil Lands-virkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kára- hnjúkavirkjun, ál- bræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“! ‘ Sveinn Aðalsteinsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÍSLENSKAR konur berjast fyrir bættri stöðu sinni. Þær hafa tekið slaginn og þær ætlast ekki til þess að þær njóti neinna forréttinda. En þær krefjast þess að þær njóti jafns réttar á við karla. Þær biðja ekki um að hlutur kvenna verði alls staðar hnífjafn hlut karla, heldur hafa þær áratugum saman miðað við að jafnrétti næðist með því að hlutur annars hvors kynsins væri ekki minni en 40% sem víðast, ekki síst í æðstu embættum. Þegar Framsókn- arflokkurinn valdi hvaða ráðherra yrði felldur úr ríkisstjórn urðu viðbrögðin hörð vegna þess að Siv Friðleifsdóttir var felld með fullt hús stiga. Hún uppfyllti öll skilyrði sem hing- að til hefur verið miðað við þegar (karl)ráðherra er valinn. Hún er úr stóru, ráðherralausu kjördæmi, hafði mik- ið kjörfylgi í síðustu kosningum, gegnir háttsettu trúnaðarembætti fyrir flokkinn sem ritari og hefur reynslu sem þingmaður og ráðherra – þótt vissulega hafi hún verið umdeild sem slík – en það er önnur saga. Þegar kom að henni var karlaklíkan skyndilega búin að breyta forsend- unum. En ungur karlmaður, sem ekki uppfyllti nein af fyrrgreindum skilyrðum, hélt ráðherraembætti sínu. Og enn einu sinni hljóta íslenskar konur að mótmæla skipun dómara við Hæstarétt Íslands þar sem ráð- herra gætti ekki lögbundinna jafn- réttissjónarmiða. Í dag sitja tvær konur í Hæstarétti af alls níu dóm- urum og hefði ráðherra því borið að skipa konu dómara að þessu sinni, hefði hann viljað fara að jafnrétt- islögum, enda var í hópi umsækj- enda kona sem var talin að minnsta kosti jafn hæf og aðrir umsækj- endur. En þar breytast forsendur líka eftir hentugleikum hverju sinni. Síðast, þegar skipa átti náfrænda forsætisráðherrans dómara, þá þurfti skyndilega (karl)mann með reynslu af Evr- ópurétti, af því frænd- inn hafði eitthvað stúd- erað hann. Núna vantaði skyndilega (karl)mann með reynslu af lögmanns- störfum. Í bæði skiptin voru þessar „hæfn- isforsendur“ ákveðnar eftir að umsókn- arfrestur var liðinn. Jafnrétti verður ekki náð nema konur eigi raunverulega möguleika á að fá áhrifastöður sem losna þar sem karlar eru í miklum meirihluta fyr- ir. Jafnréttislög eru virt að vettugi þegar ekki er fylgt þeirri reglu. Konur eru helmingur þessarar þjóðar og þær eru ekki vanhæfari helmingurinn, eins og oft mætti ætla af umræðu (karl)manna. Hve- nær skyldi koma að því að (karl) menn telji þörf fyrir sjónarmið hæf- ustu kvenna og þeir hætti að skipta um skrár þegar kemur að kon- unum? Skipt um skrár Margrét Sverrisdóttir skrifar um jafnrétti kynjanna Margrét Sverrisdóttir ’Jafnrétti verð-ur ekki náð nema konur eigi raunverulega möguleika.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og varaform. Kvenréttindafélags Íslands. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.