Morgunblaðið - 04.10.2004, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 17
UMRÆÐAN
EKKI ER til heildarstefna í geð-
heilbrigðismálum hér á landi. Það
þarf að gera heildstæða stefnu fyrir
geðheilbrigðisþjónustu sem allra
fyrst. Ótal mörgu er ábótavant í
þessum efnum og mun ég nefna
nokkur atriði þar um. Tiltæk þarf að
vera geðheilbrigðisþjónusta fyrir
alla aldurshópa alls staðar á landinu.
Greining, meðferð, ráðgjöf, eft-
irfylgd og stuðningur við sjúkling og
aðstandendur þarf að vera aðgengi-
leg.
Koma þarf á fót lokaðri geðdeild
fyrir mjög alvarlega veika ein-
staklinga sem nú ráfa um götur án
úrræða. Veita þarf þeim sem öðrum
geðsjúkum markvissa meðferð við
hæfi. Efla þarf þjónustu inni á geð-
deildum eins og sálfræðiþjónustu og
sjúkraþjálfun líkt og veitt er á
Reykjalundi þar sem ríflega 300
manns bíða eftir meðferð. Efla þarf
stórlega meðferðarúrræði utan spít-
ala. Góð viðleitni í þá átt væri að
koma á laggirnar geðteymum á öll-
um helstu heilsugæslustöðvum á
landinu, sem sæti ættu í geðlæknir,
geðhjúkrunarfræðingur, fé-
lagsráðgjafi, sálfræðingur og iðju-
þjálfi. Slíkt teymi gæti fylgt eftir
fólki sem hefur átt við bágt geð að
etja og heimsótt fólk reglulega til að
veita því stuðning og ráðgjöf. Þetta
getur fyrirbyggt spítalainnlagnir og
verið endurhæfingar- og langtíma-
meðferðarúrræði.
Allveg fáránlegt er að Trygg-
ingastofnun skuli greiða niður geð-
læknisþjónustu en ekki sál-
fræðiþjónustu þegar sýnt þykir að
hin síðarnefnda skilar oft jafn góðum
eða betri árangri en lyfjameðferð
sem er áherslumeðferð hjá flestum
geðlæknum. Þannig er verið að ýta
fólki út í lyfjaneyslu sem stundum
væri vel hægt að komast hjá og ófáir
vilja ekki þiggja geðlyf. Ég eggja
heilbrigðisráðuneytið að hefja sem
fyrst formlegar og alvarlegar við-
ræður við Sálfræðingafélagið og
sýna sérstaka lipurð í samninga-
viðræðum svo ganga megi frá samn-
ingum sem allra fyrst. Þetta sparar
lyfjakostnað, eykur langvarandi ár-
angur meðferðar og minnkar ómæld-
ar þjáningar og vinnutap þeirra er
eiga við dapurt eða óstöðugt geð að
etja.
Geðheilbrigði þjóðarinnar fer
dvínandi almennt séð og við því þarf
að sporna með aðferðum eins og
góðu aðgengi að sálfræðiþjónustu.
Fólk á að geta valið milli lyfja-
meðferðar eða markvissrar og kerf-
isbundinnar sálfræðimeðferðar til að
ná heilbrigði.
Allir þjóðfélagshópar eiga að hafa
jafnan rétt til náms, líka geðsjúkir.
Hjálpa þarf geðsjúkum að auka við
menntun sína. Of margir flosna úr
námi vegna geðsjúkdóma t.d. vegna
mikils kvíða eða félagsfælni. Frá-
bært menntunartilboð hefur verið
búið til fyrir geðsjúka sem stjórnvöld
hafa klikkað á að styðja sem skyldi.
Þetta er Fjölmennt, samstarfsverk-
efni Geðhjálpar og Fjölmenntar, sem
á annað hundrað nýta sér í dag þrátt
fyrir krappan fjárhag Fjölmenntar.
Þetta nám býður upp á meiri sveigj-
anleika en almenna skólakerfið auk
þess sem nemendur eru alltaf í
smáum hópum. Sérhæfð menntun
eykur sjálfstraust og möguleika á
vinnumarkaði auk þess að koma í veg
fyrir niðurbrjótandi aðgerðarleysi
Gera þarf geðrækt á Íslandi miklu
hærra undir höfði. Geðrækt er for-
varnarstarf líkt og Umferðarstofa og
Tóbaksvarnaráð sinna á öðrum svið-
um. Berjast þarf af krafti gegn
þekktum áhættuþáttum geð-
sjúkdóma t.d. atvinnuleysi, fátækt,
ofneyslu áfengis og annarra vímu-
efna, ofbeldi, einelti, kúgun, van-
rækslu barna og misnotkun. Geð-
ræktin hér á landi hefur einn
starfsmann og einn starfsmaður er í
samstarfsverkefninu Þjóð gegn
þunglyndi. Þetta þýðir að op-
inberlega sinna tveir starfsmenn
geðræktarfræðslu hér á landi. Þetta
sér hver maður að er allt of lítið. Með
fræðslu ber fólk fyrr kennsl á ein-
kenni þegar geðheilsan lætur undan
og leitar sér fyrr hjálpar og þannig
má minnka eða koma í veg fyrir lang-
varandi veikindi.
Við manneskjur erum félagsverur
sem þýðir að við þrífumst best sem
hluti af hópi, getum sýnt samhygð og
hjálpsemi og að við berum okkur ótt
og títt saman við aðra. Algengt er að
geðsjúkir upplifi sig eina með sinn
geðsjúkdóm og loki sig af vegna upp-
lifunar á skömm og skorti á skilningi.
Þetta leiðir af sér að fólk dregur í
lengstu lög að leita sér aðstoðar.
Fordómar gera erfiðan geðsjúkdóm
enn erfiðari. Fólk á ekki að dæma sig
sjálft fyrir að vera geðsjúkt og aðrir
skyldu ekki dæma geðsjúka eða gera
þeim erfitt líf enn erfiðara. Sleppum
fordómum í garð geðraskaðra í anda
dagsins.
Ég hef sjálfur þurft að kljást við
félagsfælni og þunglyndi og skamm-
ast mín ekkert fyrir það. Þessi
reynsla hefur aukið þroska minn;
umburðarlyndi og víðsýni. Ég stofn-
aði sjálfshjálparhóp fyrir fé-
lagsfælna og tel hann vera einn að
lyklunum að mínum bata.
Um þessar mundir eru starfandi
eftirfarandi hópar hjá Geðhjálp
( www.gedhjalp.is): félagsfælni-
hópur, kvíðaröskunarhópur, einelt-
ishópur, geðhvarfahópur, þunglynd-
ishópur, borderlinehópur og
félagshópur ungs fólks. Ég hvet geð-
sjúka til að finna sér sjálfshjálparhóp
við hæfi eða íhuga að stofna slíkan
hóp til að fá stuðning. Í svona hópi
finnur maður að maður er ekki einn
með sitt vandamál og heyrir hvernig
aðrir takast á við það sama.
Gagnger tiltekt í geðheil-
brigðismálum er brýn
Elís V. Árnason
fjallar um geðhjálp ’Ég hef sjálfur þurft aðkljást við félagsfælni og
þunglyndi og skammast
mín ekkert fyrir það. ‘
Elís Vilberg Árnason
Höfundur er í stefnumótunarnefnd
Geðhjálpar.