Morgunblaðið - 04.10.2004, Side 20

Morgunblaðið - 04.10.2004, Side 20
20 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að geta sannarlega ekki allir státað af því að hafa orðað kveðjuna sem ætlað var að vera skilaboð mann- kynsins til íbúa geimsins, ef ein- hverjir væru, á því augnabliki er maður steig fyrst fæti á tunglið. En það getur James C. Humes, prófessor í sagnfræði við ríkishá- skólann í Colorado, sem var hér á landi fyrir helgi en hann starfaði á sínum tíma sem ræðuritari fyrir Richard Nixon, forseta Bandaríkjanna 1969–1974. Það var dag einn árið 1969 sem Nixon bað Humes um að semja fyrir sig stutt ávarp. „Ég vil að þú skrifir orðin sem við setjum á veggskjöldinn sem tunglfararnir okkar skilja eftir á tunglinu,“ sagði Nixon við Humes. Og ræðuritarinn lagði höfuðið í bleyti. Eftir nokkra stund birtist hann með þessi orð, sem prýða veggskjöld sem um aldur og ævi verður fyrsta merki mannaferða á tunglinu: „Hér stigu menn frá plánetunni jörð fyrst fæti á tunglið í júlí 1969. Við komum í friði í nafni alls mannkyns.“ Humes segir í samtali við Morgunblaðið að barna- börnunum hans finnist það ógurlega merkilegt að afi þeirra skuli hafa samið orð sem rituð séu í stein á tunglinu. Sposkur á svip bætir Humes þessu svo við: „Ég sagði líka einhvern tímann fyrir löngu að þó að ég liti alls ekki út eins og kvikmyndastjarna þá gæti ég huggað mig við það að ég gæti boðið ungum stúlkum í kvöldverð, drukkið með þeim flösku af góðu víni og síðan sagt við þær: Sérðu blessað tungl- ið, ég skrifaði á tunglið.“ Naut þess að vinna fyrir Nixon Humes var hér á landi fyrir helgi og flutti þá tvo opinbera fyrirlestra á vegum Samtaka um vestræna samvinnu (SVS), Varðbergs, Stofnunar stjórnsýslu og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Politicu, félags stjórnmálafræðinema við HÍ. Humes hefur skrifað fjölda bóka, m.a. nokkrar um Winston Churchill og um William Shakespeare. Hann kennir við ríkisháskólann í Colorado, sem fyrr segir, en getur státað af því að hafa verið ræðuritari hjá fimm forsetum Bandaríkjanna, Dwight Eisenhower, Nixon, Gerald Ford, Ronald Reagan og George Bush eldri. Og þó er Humes ekki nema 69 ára gamall. Humes er ekki aðeins fróður með eindæmum um sögu Bandaríkjanna heldur kemur á daginn að hann er prýðileg eftirherma. Meðan á viðtali hans við Morgunblaðið stendur bregður hann sér gjarnan í gervi þeirra sem hann er að vitna til; best nær hann þó Churchill og Nixon, Slóttuga Dick [e. Tricky Dick] eins og gárungarnir kölluðu hann. Og Nixon stendur enda næst hjarta Humes af þeim forsetum sem hann þjónaði í Hvíta húsinu. Hann segist átt náin samskipti við Nixon og sé enn í góðu bandi við dóttur hans. „Ég naut þess að vinna fyrir Nixon. Hann á auðvelt með að blanda geði við fólk,“ segir Hu sem yfirgaf Hvíta húsið 1972 og fór til starfa ríkisráðuneytinu bandaríska, „en hann var hlý ur á vitsmunalegan máta.“ Humes segir Nixon ávallt hafa tekið virkan ræðuskrifunum. Gerald Ford og George Bush aldrei breytt orði í ræðunum sem hann hafi sk fyrir þá. Nixon hafi hins vegar sífellt verið að með hugmyndir að breytingum og endurbótum „Hann var eins og prófessor við háskóla. Mað ekki best eftir þeim sem gaf háar einkunnir e mann aldrei vinna fyrir þeim, maður man hin eftir þeim sem segir: þú getur gert betur. Þannig var Nixon og ég naut þess. Hann va að storka manni til að gera enn betur. Og svo hann sífellt að horfa til framtíðar; hugsandi u hvernig mætti umbylta samskiptunum við Kín svo framvegis.“ Um endaloks Nixons og afsögn 1974 segir H að hann hafi auðvitað sjálfur fært andstæðing um vopnin í hendurnar með ofsóknaræði sínu hafi síðan ekki hikað við að nota þau. „En fles setar, rétt eins og flestir forstjórar stórfyrirtæ eru hugsjúkir með einum eða öðrum hætti. E sem hefur þann metnað að vilja verða forseti verið annað. Kennedy fékk hundrað konur í h sókn til sín í Hvíta húsið, og án þess að ég æt dæma það út frá siðferðilegu sjónarmiði þá te það vera merki um hugsýki. Sama má segja u Clinton, sem átti í ástarsambandi við lærling húsinu. Ford var að vísu ekki svona en almen ég að þetta eigi við um forseta. En hvað Nixon varðar þá var hann snjall m hann sýndi framsýni í utanríkismálum. Að mö leyti var hann hæfari en aðrir forsetar sem ég fyrir.“ Eisenhower alltaf í hlutverki hershöfðingjans Humes var ungur háskólanemi þegar hann tók að sér verkefni fyrir Eisenhower, sem var Bandaríkjanna 1953–1961. „Ég vil nú ekki ger mikið úr þeim störfum mínum. En ég fékk þó hitta Eisenhower og ég skrifaði síðar ræðuna Nixon flutti þegar Eisenhower dó.“ Humes segir að Eisenhower hafi alltaf kom sem fjögurra stjörnu hershöfðinginn sem han „Þegar hann talaði til þín þá varst þú óbreytt hann var yfirmaðurinn. En hann gat kveikt á anum fyrirvaralaust og skyndilega verið orðin og Stikilsberja-Finnur eins og ímynda mætti „Ég hef hitt alla þessa forseta en að hitta Churchill var eins og að hitta guð sjálfan,“ segir James C. Hum „Flestir forseta James C. Humes starfaði sem ræðuritari fyrir fimm forseta Band ríkjanna og hefur því ýmsar sögur að segja, auk þess sem hann er prýðileg eftirherma. Davíð Logi Sigurðsson hitti Humes þegar h var hér á landi fyrir helgi. STERKARI Í SAMEININGU Áhyggjur margra af sambandiBandaríkjanna og ríkja Evr-ópu voru til umræðu í frétta- skýringu í Morgunblaðinu í gær. Þar var jafnframt fjallað um þær áhyggj- ur, sem margir í Bandaríkjunum hafa af því að þrátt fyrir svipað mat á þeim ógnum, sem að hinum vestræna heimi steðja, séu Evrópuríkin ekki reiðubú- in að leggja nægilega mikið til eigin varna til að mæta hættunum. Í Bandaríkjunum furða margir sig á því að Evrópumenn telji að hægt sé að leysa öll vandamál í samskiptum ríkja með því að beita alþjóðalögum. Þeir segja sem svo; hvaða vit er í því að ætla að berja einræðisstjórnir til hlýðni með lagabókstaf, ef enginn er tilbúinn að beita valdi til að fram- fylgja lögunum? Bandaríkjamönnum finnst þeir iðulega settir í þá stöðu, nauðugir viljugir, að taka að sér hlut- verk alþjóðalögreglu. Þeir benda t.d. á að Evrópuríkin treystu sér ekki til að skakka leikinn í þjóðernisdeilunum á Balkanskaganum án þess að biðja Bandaríkin um hjálp. Á móti hafa Evrópuríkin áhyggjur af því að Bandaríkjamenn séu of byssuglaðir þegar að því kemur að leysa deilur í alþjóðamálum, láti ekki reyna nægilega á diplómatískar leiðir og hlusti ekki á ráð bandamanna sinna. Evrópuríkin geta bent á röð mistaka, sem Bandaríkin gerðu í Íraksmálinu, máli sínu til stuðnings. Það er hins vegar engin ástæða til neinnar Þórðargleði yfir því hvernig fyrir Bandaríkjamönnum er komið í Írak. Miklu fremur er nú ástæða til að Evrópuríkin leggi þeim lið við að koma ástandinu í landinu í öruggara horf. Öryggi bæði Bandaríkjanna og Evrópu veltur á því, hvað sem mönn- um kann að finnast um hina upp- haflegu ákvörðun um innrás í landið. Bezta leið Evrópuríkjanna til að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum er að líkindum að efla eigin getu til að beita valdi þegar þess þarf með til að framfylgja alþjóðalög- um og samþykktum alþjóðastofnana. Evrópumenn eiga að vita jafnvel og Bandaríkjamenn – og jafnvel öllu bet- ur – að stundum dugar ekki samn- ingaleiðin og friðkaup við einræðis- herra geta haft skelfilegar afleiðingar, eins og öllum ætti að vera ljóst sem þekkja aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Ef Bandaríkja- menn hafa trú á að gerðir fylgi orðum Evrópuríkjanna; en að tal þeirra sé ekki innantómt vegna þess að þau eigi í raun enga leið nema samningaleiðina vegna hernaðarlegs getuleysis, eru þeir líklegri til að hlusta á sjónarmið þeirra. Það tal, sem stundum heyrist í Evr- ópu, að álfan eigi að mynda „mót- vægi“ við Bandaríkin í alþjóðamálum, er varasamt. Evrópumenn, sem vilja leitast við að skapa „margpóla“ heim til að koma í veg fyrir ofurafl Banda- ríkjanna, gleyma því að það er lang- líklegast að mótvægið við Bandaríkin komi annars staðar að. Vaxandi efna- hags- og hernaðarmáttur ríkja á borð við Kína og Indland, auk kjarnorku- brölts ríkja víða um heim, mun skapa alveg nógu marga nýja „póla“. Við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir mismunandi skoðanir á stundum er það miklu fleira, sem sameinar Evrópu og Norður-Ameríku en sundrar. Sameiginleg lífsgildi og sameiginleg áherzla á lýðræði, mann- réttindi og markaðsfrelsi sameina þessa tvo heimshluta. Í heimi, þar sem nýjar ógnir eru á hverju strái, eru bandamennirnir sitt hvorum meg- in Atlantsála margfalt sterkari sam- einaðir en hvorir í sínu lagi. GLUGGI TIL ASÍU Flugleiðir tilkynntu á föstudag að ánæsta ári yrði hafið áætlunarflug til San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna. Í flugið verður notuð breiðþota af gerðinni Boeing 767, sem tekur 270 farþega og hefur flugfélagið aldrei áður notað slíka vél í áætlunar- flugi. Jafnframt var tilkynnt að fram- boð Flugleiða í áætlunarflugi yrði auk- ið um 20% og þessum auknu umsvifum fylgdi ráðning 80 til 100 starfsmanna, þar af líkast til nokkurra tuga flug- manna. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sagði þegar hann kynnti nýja áætlunarflugið til San Francisco að það byði upp á mikla möguleika, jafnt fyrir fyrirtækið sem íslenska ferðaþjónustu. Benti hann á að í Kaliforníu væri mikill áhugi fyrir Íslandi og Norðurlöndun- um, en til þessa hefðu Flugleiðir ekki haft þotur í áætlunarflugi, sem gætu flogið yfir á vesturströnd Bandaríkj- anna í beinu flugi, sem meðal annars væri mikilvægt vegna þess að banda- rískir ferðamenn vildu síður millilenda og sú tilhneiging hefði aukist eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Beint flug til San Francisco opnar fleiri möguleika eins og kom fram í máli Steins Loga Björnssonar, sem sagði að það myndi styrkja mjög sam- keppnisstöðu flugfélagsins á Norður- Atlantshafsmarkaðnum vegna þess að það myndi næsta sumar bjóða upp á langstysta ferðatímann milli Norður- landanna og Kaliforníu. Sagði hann að tækist vel til gæti beint flug til San Francisco myndað grundvöll fyrir beint áætlunarflug til Asíu. Hingað til hefur Norður-Atlantshaf verið vettvangur íslensks utanlands- flugs. Með hinum nýju áætlunum gæti opnast ný vídd í rekstur félagsins þar sem Kyrrahafið yrði vettvangur þess. Um þessar mundir er mikill hagvöxtur í heiminum. Búist er við því að hann verði 5% í heiminum öllum í ár. Vél- arnar, sem knýja þennan hagvöxt eru annars vegar bandarískir neytendur og hins vegar framkvæmdagleði í Kína, þar sem hagvöxtur hefur verið í kring- um 10% undanfarið ár. Í uppganginum þar hefur myndast vel stæður minni- hluti, sem er sagður sólginn í að ferðast. Undanfarinn áratug hefur fjöldi Kínverja, sem ferðast til útlanda, aukist um 15% á ári. Þá hefur japanskt efnahagslíf styrkst meira en búist var við undanfarið. Beint áætlunarflug til Asíu myndi einnig opna glugga þangað fyrir Íslendinga, jafnt þá sem vilja ferðast og þá sem eiga þar í viðskipt- um. Það mætti því ætla að um þessar mundir séu ýmsir möguleikar í Kyrra- hafsflugi fyrir flugfélög á borð við Flugleiðir. Afkoma Flugleiða hefur verið góð upp á síðkastið og hafa síð- ustu tvö ár verið þau bestu í rekstri þess síðan það var stofnað árið 1973. Almennt hefur afkoman í flugrekstri í heiminum hins vegar verið fremur slæm. Félagið stendur því að mörgu leyti betur að vígi en stærri og svifa- seinni flugfélög, sem eru að auki í þrengingum. Beint flug til vestur- strandar Bandaríkjanna er stórt skref í íslenskri flugsögu, með Asíuflugi yrði brotið blað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.