Morgunblaðið - 04.10.2004, Page 25

Morgunblaðið - 04.10.2004, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 25 MINNINGAR Hann hafði geysilegt líkamsþrek og úthald og var tveggja manna maki, hvort heldur var til líkamlegra eða andlegra starfa. Að því varð ég marg- sinnis vitni. Á vettvangi lögfræðinnar liggur eftir hann mikið og vandað fræði- starf. Þar ber hæst doktorsrit hans „Um eignarnám“, er hann lauk árið 1970. Er hér um tímamótaverk í ís- lenzkri lögfræði að ræða, er lengi mun standa og verða vitnað til. En vinur minn hafði ekki einasta yfirburðaþekkingu á sviði eignarrétt- arins. Þekking hans var mjög almenn og víðfeðm í fræðigreininni. Þá var hann betur að sér á sviði mannrétt- inda en nokkur annar maður, sem ég þekki. Í sem stytztu máli má segja, að hann hafi verið spakvitur í lögum. Til einskis manns sótti ég oftar lagaráð en hans. Hygg ég að fáir lög- fræðingar hafi notið jafn almenns trausts og virðingar í sinni stétt eins og Gaukur Jörundsson. Þá var hann einnig vinsæll meðal lögfræðinga. Það þarf sérstaka mannkosti til að vera hvort tveggja í senn, vinsæll og virtur. En þannig var því farið um Gauk. Þó var Gaukur í eðli sínu dulur og viðkvæmur í lund og hélt sér nokkuð til baka. Ekkert var fjær honum en að trana sér fram, en hann var fastur fyrir, eins og klettur, ef því var að skipta. Allt að einu var sótzt eftir honum til vandasamra ábyrgð- arstarfa, því að honum var treyst um- fram flesta menn aðra. Þannig þótti sjálfsagt að skipa hann fyrstan manna til að gegna embætti umboðs- manns Alþingis, þegar það var stofn- að árið 1987. Mótaði hann það emb- ætti farsællega og hefir af því hlotizt mikil réttarbót í þessu landi. Gaukur átti sæti í Mannréttinda- nefnd Evrópu frá 1974 til 1999 en eft- ir það í Mannréttindadómstól Evr- ópu, þar til um síðustu áramót, er hann fékk leyfi frá störfum sakir veikinda þeirra, er nú hafa orðið hon- um að aldurtila. Ég starfaði sem lögfræðingur hjá Mannréttindanefndinni árin 1979– 1982 og fylgdist þá grannt með störf- um nefndarinnar. Sumir nefndar- menn töluðu oft og lengi. Aðrir gættu hófs í þeim efnum og þannig var vin- ur minn Gaukur. Hann talaði sjaldan, en þegar hann tók til máls var hann jafnan stuttorður og gagnorður. Var grannt hlýtt á það, sem hann hafði fram að færa, enda naut hann óskor- aðs trausts meðal nefndarmanna sakir þekkingar og réttsýni. Veit ég að svo var einnig eftir að hann fluttist yfir í Mannréttindadómstólinn, þá Mannréttindanefndin var lögð niður. En Gaukur var ekki bara merkur lögfræðingur og skyldurækinn emb- ættismaður. Þeir sem þekktu hann gerzt vissu, að hann var einstakur húmoristi. Ekki þannig, að hann segði sögur, heldur skaut hann eld- snöggum og óvæntum tilsvörum á hárfínu augnabliki, þannig að menn veltust um af hlátri. Ég veit ekki, hvort margir þekktu þessa hlið á Gauki, því að hann var dulur og hleypti mönnum ekki inn á sig. Hann var ekki allra. Til þess að skynja rétt manninn Gauk Jörundsson þurfti maður að þekkja hann afar náið. Gaukur var sveitamaður í beztu merkingu þess orðs og var mikið náttúrubarn að upplagi. Hann hafði gaman af veiðiskap fyrr á árum. Fór- um við oft saman á skytterí, þegar við vorum yngri. Einnig vitjaði ég stundum um laxanetin með honum og svo gerðum við kannski eitthvað annað á eftir. Þetta voru ógleyman- legar ánægjustundir. Þær eru nú liðnar og koma aldrei aftur. Né held- ur þeir tímar, þegar við hlýddum saman á Beethoven, Bach, Schubert og Mozart. Þá var gaman að lifa og manni fannst, að vor lífsins myndi aldrei taka enda. Í einkalífinu var Gaukur mikill lukkunnar pamfíll. Hann eignaðist yndislega og mikilhæfa konu, Ingi- björgu Eyþórsdóttur, sem var hans stoð og stytta í lífi og starfi. Þeim auðnaðist tvö börn, Guðrúnu og Jör- und, sem bæði eru lögfræðingar. Guðrún er nýbúin að ljúka doktors- prófi í lögum frá Lundi í Svíþjóð. Þau Gaukur og Ingibjörg voru afar gestrisin og miklir höfðingjar heim að sækja, hvort sem var í Kaldaðar- nesi eða annars staðar. Höfum við hjónin notið gestrisni þeirra, bæði heima og erlendis, sem við þökkum af alhug. En nú þegar lífshlaup Gauks vinar míns er á enda runnið og merkri ævi lokið er mér efst í huga þakklæti fyr- ir órofa vináttu hans, hjálpsemi og tryggð gegnum árin. Það er með hryggð og söknuði sem ég kveð aldavin minn, Gauk Jörunds- son, allt of fljótt. Við hjónin sendum Ingibjörgu og börnunum, Guðrúnu og Jörundi, barnabörnum og öðrum ástvinum Gauks innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um hinn góða dreng, Gauk Jörundsson, verða þeim hugg- un harmi gegn. Guð blessi minningu Gauks Jör- undssonar. Magnús Thoroddsen. Gaukur Jörundsson er í hópi ör- fárra manna sem mest áhrif hafa haft á mig á lífsleiðinni. Ég kynntist hon- um, þegar ég stundaði nám við laga- deild Háskóla Íslands, þar sem hann gegndi stöðu prófessors. Hann kenndi fjármunarétt, eignarrétt og veðrétt. Mynd hans stendur lifandi í huganum, þar sem hann stóð risavax- inn við kennarapúltið og mælti fram ræðu sína. Manni fannst honum ekki líða neitt of vel við kennsluna. Hann virtist vera svolítið feiminn, var ekk- ert fljúgandi mælskur og svitnaði stundum svolítið á enninu. Samt náði hann alltaf beint til okkar. Það voru einhverjir töfrar í persónunni sem heilluðu okkur öll. Hann var yfir- burðamaður í fræðunum en hafði jafnframt yfir að búa ríkri kímnigáfu, sem sló öllu við. Enginn maður á meiri þátt en hann í að hafa gert mig að lögfræðingi. Ég er viss um að hið sama geta margir aðrir nemendur hans sagt. Umfjöllun hans um ein- staka þætti í náminu var með þeim hætti að eftir sat. Til dæmis, þegar hann kenndi okkur um hefð. Kennsl- an var um miklu meira en hefðina. Hún var í reynd um kjarnann í að- ferðafræði lögfræðinnar. Þannig kenndi hann. Nálgun hans að við- fangsefnunum varð sú fyrirmynd sem eftir sat. Ég átti svo samskipti við hann, þegar ég var valinn til trúnaðarstarfa fyrir laganema og hann var í forystu við stjórnun lagadeildarinnar sem forseti hennar. Í margvíslegum sam- skiptum okkar á þessum árum varð til einhver sterkur þráður milli okk- ar. Sá þráður rofnaði aldrei. Hann styrktist frekar eftir því sem árunum fjölgaði. Hann fékk mig til kennslu við deildina fljótlega eftir að ég hafði lokið lagaprófi. Eftir á að hyggja get ég furðað mig á því trausti sem hann sýndi mér. Í traustinu fólst mikil hvatning til dáða. Ég lagði mig allan fram og enginn vafi er á því að hon- um á ég mest að þakka, hvernig lífs- hlaupið byrjaði og þróaðist svo áfram í heimi lögfræðinnar. Ég get með stolti sagt, að hann hafi verið ein- hvers konar faðir minn í lögfræðinni. Það er ekki öllum gefin sú gæfa að geta lagt af stað undir leiðsögn slíks manns sem Gaukur var. Hann var ekki bara meðal allra fremstu ís- lenskra lögfræðinga fyrr og síðar, heldur var hann einnig ríkulega met- inn að verðleikum erlendis vegna starfa sinna hjá Mannréttindastofn- unum Evrópu. Svo urðum við góðir vinir. Hann vann mikið erlendis á vettvangi Mannréttindanefndar og síðar Mannréttindadómstóls Evrópu. Á sumrin reyndu þau Ingibjörg að vera eins mikið og þau gátu austur í Kald- aðarnesi. Við Kristín heimsóttum þau þangað á hverju sumri, oft með börnin okkar með okkur. Þá var margt skrafað. Um lögfræðina, stjórnmálin og hvað eina annað sem upp kom. Það var alltaf gott að koma og ræða við Gauk. Kannski vegna þess að hann var svo hlýr maður og góður hlustandi. En ekki síður vegna athugasemda hans og afstöðu, sem ávallt var svo heil og laus við öll und- irmál og erindrekstur. Eftir að hann veiktist áttum við tíðari samskipti en fyrr. Hvílíkur styrkur það var sem hann sýndi gagnvart veikindum sínum. Mér dettur í hug, að líklega kemur per- sónuleiki manna aldrei betur í ljós en þegar þeir heyja slíka baráttu við sjúkdóm, sem Gaukur háði síðustu tvö árin eða svo. Allan tímann hélt hann virðingu sinni og reisn óskertri. Kannski voru þetta, þegar á allt er litið, stærstu stundirnar í lífi þessa stórbrotna manns. Aldrei heyrðist hann kvarta eða kalla eftir með- aumkun annarra. Fyrir rúmu ári, eftir að hann veikt- ist, gerðist ég svo djarfur að biðja hann að lesa fyrir mig handrit að lít- illi bók um lögfræði sem ég hafði skrifað. Út úr því fékk ég skarpar at- hugasemdir og hvatningu, sem var mér ómetanleg. Jákvæð hvatning frá þessum manni hefur alla tíð verið mér næg vísbending um að ég væri á réttri leið. Lífsförunautur Gauks var Ingi- björg Eyþórsdóttir. Það var varla hægt að hugsa sér annað án hins. Hún hefur núna misst mest. Líka Guðrún og Jörundur og þeirra fólk. Við Kristín og fjölskyldan sendum þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessari kveðjustund. Hjá þeim öll- um stendur nú eftir minningin sem hann skilur eftir sig. Í henni felast ómetanleg verðmæti, sem ekki verða frá þeim tekin. Jón Steinar Gunnlaugsson. Í dag verður Gaukur Jörundsson kvaddur hinstu kveðju. Baráttu sína við illvígan sjúkdóm, sem að lokum bar hann ofurliði, háði Gaukur af æðruleysi og hetjuskap eins og hans var von og vísa. Kynni okkar Gauks hafa varað í tæpa tvo áratugi og met ég þau mjög mikils. Í kjölfar þess að hann var skipaður umboðsmaður Alþingis hafði hann frumkvæði að samstarfi og tengslum hins nýja embættis og Ríkisendurskoðunar, en báðar sinna stofnanir þessar eftirliti á vegum Al- þingis. Leiðir okkar lágu einnig sam- an hjá Evrópuráðinu í Strassborg en þar sat hann um áratugaskeið í mannréttindanefnd ráðins og 1998 var hann skipaður dómari við Mann- réttindadómstólinn. Á þessu tímabili var ég einn af endurskoðendum Evr- ópuráðsins og átti gjarnan erindi til Strassborgar. Þrátt fyrir að erill og tímaskortur hafi einkennt heimsóknir mínar og Alberts Ólafssonar, samstarfsmanns míns, var það ætíð tilhlökkunarefni að fá tækifæri til að hitta þau hjónin Gauk og Ingibjörgu og njóta sam- vista við þau. Gaukur var mjög ver- aldarvanur maður, greindur og skemmtilegur, gæddur hárfínni kímnigáfu, auk þess að vera orðlagð- ur sælkeri. Því var ekki ónýtt að fá að njóta leiðsagnar hans, hvort sem hún laut að staðháttum, menningu, mat eða víni því, sem ræktað er í hér- uðunum í grennd við Strassborg. Á sínum tíma bundust við sammælum um að er starfsskyldum okkar beggja í þessari borg lyki skyldum við eyða saman nokkrum dögum í þessum hluta Frakklands. Vegna veikinda Gauks gátum við því miður ekki látið þessi áform rætast. Gaukur starfaði víða á langri starfsævi. Má þar nefna störf hans sem prófessors við lagadeild HÍ, dómara og umboðsmanns Alþings hér heima og síðan störf hans hjá Evrópuráðinu. Starfsferill Gauks ber glöggt vitni um einstakan afreks- mann á sviði lögfræði, sem naut ómældrar virðingar og trausts sam- starfsmanna sinna hvar sem hann starfaði. Þrátt fyrir mikinn starfsframa bæði hér heima og erlendis er því ekki að leyna að störf bóndans voru Gauki ætíð hugleikin. Hann átti sér þann draum að fá að eyða ævikvöld- inu við bústörf og önnur hugðarefni á heimili sínu frá æsku í Kaldaðarnesi. Slíkt átti hann svo sannanlega skilið eftir svo erilsama starfsævi. Það er sárt til þess að vita að honum auðn- aðist ekki að láta þennan draum sinn rætast. Um leið og ég kveð vin minn og óð- alsbóndann í Kaldaðarnesi, Gauk Jörundsson, með virðingu og þökk- um votta ég Ingibjörgu, börnum þeirra og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Sigurður Þórðarson. Dr. Gaukur Jörundsson var ofur- menni í lögvísindum og ómælt þyngdar sinnar virði á því sviði. Var hann þó þéttur á velli og þéttur í lund. Þetta er svo alkunna að ekki þarf að tíunda. Daginn sem Gaukur dó póstlagði ég afmælisbréf til hans í Kaldaðarnes óvitandi um andlát hans þá um nótt- ina, en hann hefði orðið sjötugur 24. september. Hann fékk því ekki að vita af því bréfi hvern hug ég ber til hans. Í bréfinu segir m.a. efnislega: Það var þyngri þraut en tárum taki að frétta um veikindi þín. Það var reiðarslag. Svona stór og sterkur maður á ekki að þurfa að þola slíkt á haustkvöldi ævinnar, hugsar maður. Ég var alltaf „á leiðinni“ til þín á höf- uðbólið en uppburðarleysi réð að ég treysti mér ekki einn. Þétt handtakið verður því að bíða um sinn. Ég verð ætíð stoltur af því að þú treystir mér til kennslu fyrir þig í rannsóknarleyfi árið 1978–79 en frá lagadeild hef ég ekki horfið síðan. Þú varst því örlaga- valdur í lífi mínu. Það var líka þér að þakka að ég þurfti ekki að kenna „á nóttunni“, eins og þú orðaðir það um fyrirlestrahald kl. 8 á morgnana! Gaukur var sannkallaður sveitar- höfðingi og mikið hefði ég viljað gefa fyrir að sjá hann í hátíðarbúningi sýslumanns. Heimsókn til hans á sveitasetrið var lífsnautn. Svo veitull var hann að jafnvel rómverskir keis- arar myndu blikna í samanburði. Einn daginn í Kaldaðarnesi var Ingi- björg búin að þekja stóra matarborð- ið eins og hendi væri veifað með franskri gæsalifur, svissneskum osti, austurrísku brauði, þýskri skinku og eðalvínum sælkerans. Hallar hús- bóndinn sér þá makindalega aftur í stólnum við borðsendann og segir við konu sína með blíðu brosi: Ætlarðu ekki Ingibjörg mín að gefa mannin- um almennilega að borða; hann er allur að koma til í þvermálinu! Sagt er að Jesús hafi gengið á vatninu. Hvort sem satt er eða ekki get ég vitnað um mann sem setið hef- ur á vatninu, sem er auðvitað ólíkt þægilegra. Svo bar við í einni heim- sókn með Stefáni Má vini okkar að Gaukur fór á bátskelinni sinni að vitja um net í Ölfusá. Hann var í skot- heldu úlpunni, vestislaus. Þegar fjær dró landi var ekkert lengur að sjá en höfuð Gauks upp úr úlpunni á vatns- fletinum og ekki borð fyrir báru. Ég mun aldrei skilja hvernig hann komst til baka, auðvitað með bátinn fullan af laxi! Þessi minning stendur mér svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum að helst vil ég halda að minn kæri vinur sé enn að vitja um á straumvatni ei- lífðarinnar þar sem mætast himinn og haf. Björn Þ. Guðmundsson. Það er hverjum manni drjúgt veganesti á lífsleiðinni að hafa notið handleiðslu góðs kennara, hvað þá af- burðakennara eins og Gauks Jör- undssonar. Það urðu vatnaskil við lagadeild Háskóla Íslands þegar Gaukur Jörundsson réðst þar til starfa. Sú var tíðin að mannréttind- um var lítill gaumur gefinn að frá- töldum gömlum kennisetningum eignarréttar og prentfrelsis. Já, mannréttindaákvæði stjórnarskrár- innar höfðu í raun takmarkað lög- fræðilegt gildi og hent var grín að þeim laganemum og lögmönnum sem til þeirra vísuðu í lögfræðilegum úr- lausnum. Með Gauki komu einnig fram ný viðhorf í stjórnsýslurétti og réttarfari. Nú rúmum 30 árum síðar er staðan gjörbreytt. Mannréttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar hafa verið endurskoðuð og skipa þann tignar- sess sem þeim ber í stjórnskipun landsins og stjórnsýsluhættir og réttarfar hafa tekið stakkaskiptum öllum til hagsbóta, ekki síst lögmönn- um í þjónustu við almenning. Gaukur átti afar drjúgan hlut að þessari þró- un, bæði með kennslu-, fræða- og dómarastörfum, þótt margir aðrir hafi komið að verki. Kemur nafn Þórs Vilhjálmssonar fyrst í huga minn en hann kom til starfa við laga- deildina á sama tíma og Gaukur. Kennslustundir Gauks Jörundssonar eru ógleymanlegar. Ég sé hann enn fyrir mér við kennslupúltið í öllu sínu veldi, fræðandi, gagnrýninn, jákvæð- an, vel máli farinn og leiftrandi skemmtilegan, með allt litróf kennsl- unnar á valdi sínu. Kennslustundir hans voru sóttar af einskærum áhuga og kappsemi og tekist á við raunhæf verkefni hans af sömu elju. Og Gauk- ur uppskar sannarlega eins og hann sáði til í kennslunni. Gaukur var að sama skapi rækt- arsamur og vinfastur. Enn er mér í fersku minni höfðingleg veisla í Osló vorið 1975 sem hann hélt lögfræðing- um í framhaldsnámi þar. Hann tók á sig krók til að heilsa upp á okkur. Það voru fagnaðarfundir. Hann var sam- ur við sig fyrir nokkrum árum í Strassburg þegar lögmenn heim- sóttu Mannréttindadómstól Evrópu. Svo vildi til að Gaukur var sömu helgi og heimsókn lögmannanna stóð í „fact finding mission“ á Kýpur á veg- um dómstólsins en kom til baka seint að kvöldi á síðasta degi heimsóknar okkar. Það aftraði honum ekki í að hóa saman nokkrum gömlum nem- endum sínum úr lagadeildinni að morgni brottfarardags til morgun- og hádegisverðar sem líður seint úr minni. Þar var hann jafn gjöfull sem fyrr og með ólíkindum skemmtilegur gestgjafi. Ég tel það gæfu mína að hafa átt Gauk að læriföður og notið vináttu hans og umburðarlyndis alla tíð. Hann er kært kvaddur af þakklæti og söknuði. Við Rannveig sendum Ingibjörgu og allri fjölskyldu Gauks einlægar samúðarkveðjur. Atli Gíslason. Einstaka samferðamaður greypist svo í undirmeðvitundina að mynd hans sindrar í þoku minninganna. Slíkur maður var Gaukur Jörunds- son. Það var að vísu óhjákvæmilegt að taka eftir honum þar sem hann gnæfði í mannhafinu höfðinu hærri en aðrir menn, heljarmenni að burð- um og andlegu atgervi. En það voru hvorki líkamsburðir né mikill lær- dómur sem skapaði Gauk þessa sér- stöðu, það var miklu fremur lítillætið, gleðin og frelsið sem hann bar með sér og hreif samferðafólkið úr grá- móðu hversdagsleikans. Gaukur Jörundsson ólst upp aust- ur í Flóa þar sem mófuglinn syngur og laxinn veður upp árnar. Þetta um- hverfi mótaði Gauk. Langdvalir í skóla, prófessorsstaða við Háskóla Íslands, embættisrekstur sem um- boðsmaður Alþingis og dómari við mannréttindadómstólinn í Strass- borg. Ekkert þetta náði að má upp- runann af Gauk Jörundssyni. Alla ævi bar hann með sér það frelsi sem hann ólst upp við og þoldi illa að finna að sér þrengt. Það var enda að hann fluttist aftur austur í Kaldaðarnes og dvaldi þar hvenær sem annir leyfðu. Í úlpu og stígvélum við laxveiðar á bökkum Ölfusár þar var Gaukur í sínu elementi. Þar var hann frjáls. Meðal ábyrgðarstarfa sem Gauk voru falin var seta í Yfirfasteigna- matsnefnd, og var hann formaður nefndarinnar frá 1972 til ársins 1987 er hann tók fyrstur manna við emb- ætti umboðsmanns Alþingis. Með- nefndarmenn Gauks allan þann tíma voru Guðmundur Magnússon pró- fessor og sá sem þetta ritar. Það var mikill skóli að vinna með Gauk. Þekk- ing hans á lögfræði, óbrigðul dóm- greind og sterk réttlætiskennd mót- aði starfið. Og félagsskapurinn, hann var hrein forréttindi. Smitandi húm- or Gauks gerði hvern fund að til- hlökkunarefni. Hann kunni ekki bara sögur af broslegum hliðum tilverunn- ar, heldur var hann sjálfur sjálfstæð uppspretta hárfínnar kímni. Hann hló ekki hátt en hann hló allur. Og við smituðumst og hlógum og héldum brosandi heim af hverjum fundi. Árið 1975 vorum við þremenningarnir skipaðir í gerðardóm um jarðhita- réttindi í Svartsengi. Þar var Gaukur að sjálfsögðu í forustu og leiddi það mál til þeirra farsælu lykta sem mörgum er kunnugt, enda hefur sá dómur mikið fordæmisgildi enn í dag. Þriggja vikna boðsferð okkar þremenninganna til að kynna okkur fasteignamat í Bandaríkjunum styrkti enn þennan félagsskap sem fyrir löngu hafði breyst úr samvinnu í vináttu. Við sem enn skipum Yfir- fasteignamatsnefnd söknum því vin- ar í stað. Gaukur Jörundsson var hamingju- maður í einkalífi. Eiginkonan, börn- in, ættaróðalið í Kaldaðarnesi, laxinn og mófuglarnir, allt var þetta hans SJÁ SÍÐU 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.