Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 29 MINNINGAR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vélavörður Vélavörður óskast á 207 rúmlesta bát, sem gerður er út á snurvoðaveiðar frá Þorlákshöfn. Nánari upplýsingar gefur Kristjón í síma 868 9976 eða Hjörleifur í síma 893 2017. The European Free Trade Association is currently seeking, for its Secretariat in Brussels, Legal Secretary (n° 21/2004) The legal team of the EEA Co-ordination Unit is responsible for the overall supervision of EEA activit- ies and for servicing EFTA's advisory committees. As Secretary to and member of the legal team in the EEA Co-ordination Unit, the incumbent will update all legal documents including, Standing Committee information documents, and maintain the legal sections of the Extranet. The incumbent will in addition organise administrative files and records, distribute and archive legal documents and minutes of the Standing Committee and EEA Joint Committee and liaise with the EEA EFTA Member States and the European Commission. He/she will also prepare and assist with meetings of Subcommittee V and related groups, prepare, edit and distribute documents related to those meet- ings and carry out general secretarial and admin- istrative duties for the lawyers of the EEA Co-ord- ination Unit. Candidates for this position should have a comm- ercial diploma, high school education or equivalent and several years of experience of secretarial and administrative tasks preferably with a legal depart- ment of an international organisation or a law firm. Excellent knowledge of MS Office products (Word, XP, Excel and Power Point) and use of Internet/E-mail technologies. You need to have the ability to work in an organised manner on several projects simultaneously with attention to detail, accuracy and follow up, while remaining focused on the client. You should have an excellent command of written and spoken English. Those interested should consult our website at: http://secretariat.efta.int for the full announce- ment and must return a completed EFTA application form. Deadline for applications: 29 October 2004. Starfsmaður óskast Óska eftir starfsmanni til starfa við þjónustu- og sölustörf. Starfið fer að hluta til fram í verslunum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Bílpróf nauðsynlegt. Uppl. sendist á auglýsinga- deild Mbl. merktar A-16129 fyrir 8. okt. Starfskraftur óskast til starfa í heildverslun í Reykjavík. Almenn tölvukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar sendist á auglýsingadeild Mbl. merkt A-16130 fyrir 7. okt.  MÍMIR 6004100419 I  HEKLA 6004100419 IV/V  GIMLI 6004100419 III I.O.O.F. 19  1851048  0* ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is ar sem við áttum með þér. Þú varst alltaf svo glöð þegar við komum til þín í kleinur og kex. Eftir að þú flutt- ir á Höfða þá var það nammiskálin þín sem alltaf var full af einhverju gómsætu sem við kunnum svo vel að meta. Við söknum þín og kveðjum með þessu fallega ljóði. Sofðu rótt. Að ljósum perluskeljum á lífsins fjörusandi sér leika börnin fagran æskudag. Og dularfull er gátan sem draumur þeirra geymir en dýrðlegt þeirra bjarta sólskinslag. Svo stækka börn og þroskast er straumur tímans niðar og stærri leikir hrífa brjóstsins þel. Og tigin djúpsins alda sig teygir inn á sandinn og týnir þeirra hvítu perluskel. En gullintónar vaka og glaðir bernskuleikir ei gleymast langan, þungan ævidag. Og tigin lyftist aldan með tregaljóð í fangi sem texta við hið bjarta sólskinslag. (Guðfinna Jónsdóttir.) Vera Mjöll og Elka Sól. Elsku langamma Þóra. Okkur þykir mjög vænt um þig og við gleymum aldrei góða hafrakex- inu þínu og kleinunum. Og svo má ekki gleyma öllu gotteríinu í nammi- skálinni. Þú varst alltaf í svo góðu skapi og komst okkur alltaf til að hlæja. Við söknum þín og vonum að þér líði vel. Kærar kveðjur, Daisy, Heiður, Ingvar og Karen. Elsku frænka mín. Ég þakka þér af alhug allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu, lífið verður tómlegt án þín. Ég bið Guð að varðveita þig. Það voru orð að sönnu sem voru sögð við mig eftir andlát þitt. „Frá- bær karakter, mikil kona með mikla útgeislun.“ Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymd’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Þýð. Sig. Jónsson.) Elsku frænka, Guð veri með fjöl- skyldu þinni. Þín Fríða. Ég kveð elsku frænku mína, sem var móðursystir mín, með miklum söknuði. Það er margs að minnast, hún bakaði svo góðar kleinur. Einu sinni er ég kom til hennar sagðist hún vera að baka til útflutnings, þá hafði kona sem bjó erlendis komið til hennar og beðið hana að baka fyrir sig kleinur áður en að hún færi út aftur. Hún var alltaf svo létt, og stutt í húmorinn. Einu sinni sem oftar hringdi ég í hana (ég hringdi á hverj- um degi) og spurði frétta, sagðist hún þá hafa verið að innrita sig í Fjölbrautaskólann, þá 88 ára gömul. Svo ég hélt að hún væri að grínast, en aldeilis ekki. Hún fór að læra skrautskrift. Hún var mikil hann- yrðakona, málaði dúka og margt fleira. Aldrei fór málningin út fyrir munstrið, hún hafði svo styrka hönd. Hún hafði gaman af að ferðast. Hún fór með okkur Reimari til Nor- egs 1987. Þetta var alveg dásamleg ferð fyrir hana og okkur. Hún talaði oft um að sig langaði að fara aftur. Svo má ekki gleyma öllum jólunum og afmælunum hjá okkur, hún var alltaf númer eitt, alltaf var spurt: Kemur ekki frænka? Svo það verður tómlegt næstu jól og afmæli, en við minnumst hennar með söknuði. Hún varð 94 ára hinn 17. september síð- astliðinn, svo þetta var orðinn hár aldur, enda sagði hún að þetta væri orðið gott og hún yrði hvíldinni fegin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Kæri Venni og fjölskylda, megi Guð blessa ykkur og styrkja á þess- ari sorgarstundu. Inga Magnúsdóttir. Í dag kveðjum við Þóru frænku eða frænku eins og hún var oftast nefnd. Hún var eins konar klettur og kjölfesta fjölskyldunnar, svo ein- staklega hlý og alltumvefjandi manneskja. Hún fylgdist með öllum í stórfjölskyldunni, tók þátt í gleði okkar og sorgum og var svo einlæg- lega þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Ófáar voru sendingarnar til okkar, kassar fullir af kleinum, hafrakexi, brauði og kökum. Mestar áhyggjur hafði hún af því að við þyrftum að „snúast þetta fyrir hana“ og sækja góðgætið í Akra- borgina. Hún lífgaði upp á fjölskylduboðin enda eftirsótt í þau og húmornum hélt hún til hinsta dags og gantaðist jafnvel með veikindi sín, sagðist í sumar vera í vondum málum því hún gengi með eitthvað í maganum sem enginn vildi gangast við. Árum saman leigði Þóra íbúð hjá Guðrúnu Bjarnadóttur en þær voru vinkonur til margra ára. Kvartaði hún oft yfir leiguverðinu sem henni þótti allt of lágt en Gunna ófáanleg til að hækka. Meðan Þóra hélt heimili, nú síðast á Skólabrautinni, var það sjálfsagður fyrsti viðkomustaður ættingjanna enda var hún alltaf til staðar og vék ekki af bæ ef hugsast gæti að ein- hver liti inn. Margir komu til hennar daglega og átti Ingi frændi öruggt skjól hjá henni í áratugi. Þegar Þóra fluttist síðan á Dvalarheimilið Höfða launaði hann umhyggjuna með heimsóknum hvenær sem færi gafst. Heimsóknir Þóru til Reykjavíkur eru okkur minnisstæðar. Hún flutti með sér svo mikla glaðværð og ást og var okkur öllum upplyfting og hvatning. Okkur fannst jafnvel við- skiptin taka kipp þegar hún birtist. Þegar okkur fæddist dóttir árið 1980 kom ekki annað til greina en að skíra hana Þóru. Nú tuttugu og fjórum ár- um síðar, daginn áður en hún lést, kom nafna hennar með litla dóttur sína til að kveðja elsku frænku. Bros færðist yfir andlitið og hún kvaddi þær með orðunum „blessuð börnin mín“. Þannig munum við hana, þannig talaði hún ætíð um elsku drengina sína, systkinin á Vesturgötu 25 og vini og vandamenn sem studdu hana þar til yfir lauk. Guð geymi þig elsku frænka. Hjartans þökk fyrir allt, Leifur og Guðleif. Þóra frænka eins og hún var köll- uð, er nú látin. Hún var manneskja sem alltaf var eins, sama hvað árin liðu, þar til nú síðastliðið ár. Þá var aldurinn farinn að segja til sín en samt var hún alltaf með allt á hreinu. Þóra frænka var mér meira en bara frænka, mér fannst hún alltaf vera eins og amma mín þar sem föð- uramma mín, systir Þóru, lést áður en ég fæddist. Ég var skírð í höfuðið á Þóru og hélt hún mér undir skírn á 70 ára afmæli sínu. Þegar við fórum upp á Akranes daginn áður en Þóra lést voru ekki mikil svipbrigði á and- liti hennar, en þegar hún sá Birtu Maríu dóttur mína var eins og lifnaði yfir henni og hún brosti út að eyrum og sagði „blessuð börnin“, eins og hún sagði alltaf. Þær voru ófáar sendingarnar sem við fengum af hinum frægu Þóruk- leinum sem voru hennar aðalsmerki. Þóra var handlagin kona og var hin flinkasta að mála á styttur og dúka og fannst henni þetta þó alltaf svo ómerkilegt sjálfri. Elsku Þóra frænka, þakka þér fyr- ir allt. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert. Þín nafna, Þóra Leifsdóttir. Elsku besta frænka mín. Ég vil ekki trúa því að þú sért dá- in. Vildi óska þess að þetta væri ekki satt, ég sakna þín svo mikið. Þú og ég, við vorum svo góðar vinkonur, þú áttir svo mikið í mér og munt alltaf eiga. Við gátum spjallað um allt sem okkur lá á hjarta, hlegið og fíflast. Þú varst algjör perla, svo dugleg, kvart- aðir aldrei og vildir alltaf allt fyrir alla gera. Þú varst líka snillingur í bakstri og handavinnu, og það er bara örstutt síðan þú hættir að vinna í föndrinu á Höfða. Manstu öll bréfin sem við sendum hvor annarri þegar ég átti heima í Belgíu og Svíþjóð. Þú um nírætt og ég um tvítugt og við skrifuðumst á eins og sannar vinkon- ur. Þegar við vorum að taka til í dótinu þínu fann ég öll bréfin sem ég hafði sent þér. Þau voru í stóru um- slagi og á því stóð „Perlurnar mín- ar“. Mér þótti afskaplega vænt um að sjá þetta. Þú varst okkur systkinunum sem amma og við litum upp til þín. Þú varst alltaf hjá okkur á aðfangadag og flestalla hátíðisdaga. Hvernig verða jólin án þín? Þú varst ein af fjölskyldunni og áttir stóran hlut í hjarta okkar allra. Þú horfðir á alla fótboltaleiki í sjónvarpinu og fylgdist grannt með gengi ÍA og sérstaklega hvernig Doddi og Stefán stóðu sig í leikjunum. Alltaf varstu svo góð við alla og litlu krakkarnir dýrkuðu þig. Ef þú vissir hvað það er tómlegt án þín. Við sem hittumst á næstum því hverjum degi. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og allar okkar yndislegu stundir saman. Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl- skyldu þína í sorginni. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær. Og meðan húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros, þau aldrei, aldrei gleymast þitt allt, þitt bænamál og hvarms þíns tár. Hvert bros, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast þín ástarminning græðir lífs míns tár. Elsku frænka, ég mun aldrei þér gleyma. Þín Anna María. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Íris Þöll Hauksdóttir. HAUKUR NÍELSSON ✝ Haukur Níelsson, bóndi áHelgafelli í Mosfellssveit, fæddist í Reykjavík 13. desember 1921. Hann andaðist 27. ágúst síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Lágafellskirkju 9. september. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.