Morgunblaðið - 04.10.2004, Page 32

Morgunblaðið - 04.10.2004, Page 32
32 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú vilt koma vini þínum til hjálpar núna, eða ef til vill að hjálpa honum að hjálpa öðrum. Hvort sem er þá ertu uppfullur af samúð gagnvart minni máttar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú getur beitt áhrifum þínum í vinnunni gagnvart þeim sem valdið hafa til vernd- ar réttindum þeirra sem þú þekkir. Þú veist að það sem gert er á hlut eins er í raun gert á hlut allra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ímyndunarafl þitt er einkar fjörugt þessa dagana. Þú hugsar utan rammans og ættir að deila hugmyndum þínum með sem flestum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þig langar að koma fjölskyldumeðlimi til hjálpar í dag. Þú ert jafnvel tilbúinn að axla ábyrgðina að mestu leyti sjálfur enda ertu vel meðvitaður um að aðrir þarfnast hjálpar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert uppfullur af háleitum hugsjónum og rómantískum hugmyndum varðandi samband þitt við þína nánustu í dag. Forðastu samt sem áður setja ástvini þína á stall og mundu að þeir eru mann- legir rétt eins og þú. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú kannt að uppgötva nýjar aðferðir til að bæta fjárhaginn í dag og sérð vissu- lega líka nýjar leiðir til að eyða hagn- aðinum. Þú gætir þó líka sýnt af þér ör- læti og gefið féð til góðgerðarmála. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft tíma fyrir sjálfan þig fjarri öðr- um til að hugleiða málin og fá skýrari mynd af því hvar þú ert staddur í lífinu og hvert þú vilt stefna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einvera á vel við þig í dag. Þú þarft tíma til að hvílast og safna kröftum. Reyndu að forðast allar truflanir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki láta háleitar innri hugsjónir sann- færa þig um að ástvinir þínir séu annað en mannlegir. Þeir eru vissulega ein- stakir, en það ert þú líka. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Yfirmaður þinn eða einhver í valdstöðu kann að fara þess á leit við þig að þú sinnir góðgerðarmálum. Þú átt ekki eftir að iðrast þess að eyða örlitlum hluta tíma þíns öðrum til hagsbóta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er svo margt sem þig langar til að gera og fræðast um í dag. Þig langar að læra meira um veröldina í kringum þig, aðra menningarheima og annað fólk. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hjálp frá öðrum berst þér í dag og þú ert því aldrei þessu vant þiggjandi í stað þess að vera í hlutverki gefandans, sem er svo gjarnan staða fisksins. Stjörnuspá Frances Drake Vog Afmælisbörn dagsins: Eru heillandi raunsæismanneskjur og mun meira í þau spunnið en virðist í fyrstu. Á yfirborðinu eru þau félagslynd og þægileg í samskiptum en mun harðari undir yfirborðinu en virðast kann og láta ekki spila með sig. Þau ættu að beina at- hyglinni að sínum nánustu næsta árið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 veldur böli, 8 mannsnafn, 9 tölum um, 10 veðurfar, 11 aflaga, 13 út, 15 þvottasnúru, 18 kýr, 21 grænmeti, 22 berja, 23 aflöng, 24 hjónavígslu. Lóðrétt | 2 drukkin, 3 hornmyndun á húð, 4 nam, 5 grjótskriðan, 6 hæðir, 7 hneisa, 12 háttur, 14 spils, 15 slæman félagsskap, 16 vesæll, 17 rifa, 18 vand- ræði, 19 vel gefin, 20 úr- koma. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 slang, 4 hokur, 7 aldin, 8 öflug, 9 góm, 11 arða, 13 fata, 14 skæra, 15 bæli, 17 túli, 20 eta, 22 takki, 23 ungar, 24 rengi, 25 tórir.a Lóðrétt | 1 slaga, 2 andúð, 3 gang, 4 hröm, 5 kolla, 6 rugla, 10 ótækt, 12 asi, 13 fat, 15 bútur, 16 lokan, 18 úrgur, 19 iðr- ar, 20 eiri, 21 autt. Fundir Breiðfirðingabúð | Félag breiðfirskra kvenna heldur fund í kvöld kl. 20. Sér- stakur gestur er Þórhallur Guðmundsson miðill. Iðnó | Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands efnir til umræðufundar í Iðnó um hlutverk Sinfóníunnar í samtímanum. Frummælendur eru Arnþór Jónsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jónas Sen og Sig- fríður Björnsdóttir. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, smíði, útskurður kl. 13–16.30, fé- lagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 9–16 vinnustofan opin, kl. 9–16 bútasaumur, kl. 10–11 sam- verustund. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð. Kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 13–16.45 brids, kl. 15–15.45 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Opnað kl. 9, blöðin, rabb og kaffi á könnunni. Frjáls prjónastund. Pútt kl. 10–11.30, gangan kl. 10, félagsvist kl. 13.30, Gaflarakórinn æfing kl. 17. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13, kaffitár með ívafi kl. 13.30, línu- danskennsla byrjendur kl. 18, samkvæm- isdans framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gull- smárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Bókband kl. 10, kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11, ullarþæfing kl. 13, pílukast í Garðabergi kl. 13, tölvunámskeið 1. tími í Garðaskóla kl. 17. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9– 16, jóga kl. 9–11. Frjáls spilamennska kl. 13– 16. Fótaaðgerðir. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, þriðju- dag, sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9 fótaað- gerð, kl. 10 ganga, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 15 kaffi. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Brids í kvöld kl. 19 í félags- heimilinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 9.30–11.30 skrautskrift, kl. 11–12 leikfimi, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband og myndlist kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt, gler- bræðsla og frjáls spilamennska kl. 13. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Barnakórsæfing fyrir yngri hóp, 7–9 ára, alla mánudaga kl. 15:30 og eldri hóp, 10 ára og eldri, kl. 16:30. Grafarvogskirkja | Safnaðarfélag Grafar- vogskirkju heldur haustfund sinn í safn- aðarsal kirkjunnar kl. 20:00. Guðfinna Ey- dal sálfræðingur flytur fyrirlestur er hún nefnir: Hvað er sérstakt við miðjan aldur? Ólík staða kvenna og karla. Kaffiveitingar og fyrirspurnir. KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára kl. 17:30–18:30. Grensáskirkja | Foreldramorgunn alla mánudaga kl. 10–12, kaffi og rabb, fræðsla og leikur. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 og unglinga-Alfa er í kvöld kl. 19. Langholtskirkja | Kirkjuprakkarar, starf fyrir 7–9 ára börn mánudaga kl. 16–17 í safnaðarheimili Langholtskirkju. Umsjón hafa Ólafur Jóhann og Guðmundur Örn. Öll börn 7–9 ára velkomin. Fjölbreytt dagskrá. Laugarneskirkja | Kl. 18 opinn 12 spora fundur í safnaðarheimilinu. Vinir í bata. Kl. 20 tólfsporahópar koma saman í Laugar- neskirkju. (Gengið inn um aðaldyr kirkju að þessu sinni.) Kl. 20 fyrsti fundur Kven- félags Laugarneskirkju á nýju starfsári. Staður og stund http://www.mbl.is/sos VINAFÉLAG Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur opinn málfund í Iðnó í kvöld kl. 20 þar sem ætlunin er að ræða hlutverk hljómsveitarinnar í samtímanum. Leitað verður svara við spurningum sem vaknað hafa í umræðu um listræna stefnu hljómsveitarinnar á undanförnum vikum. Hvers konar tónlist á Sinfóníuhljómsveitin að spila? Hvert á að vera hlutfall þekktra verka og lítt þekktra? Hvert á að vera vægi íslenskrar tónlistar? Á hljómsveitin að laga sig að óskum áheyrenda eða fylgja sinni eigin menningarpólitík? Morgunblaðið/Kristinn Málfundur um hlutverk Sinfóníuhljómsveitarinnar Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. b3 Bg7 16. d5 De7 17. c4 c6 18. Bg5 bxc4 19. bxc4 Rc5 20. Rd2 Dc7 21. Rb3 Rfd7 22. Hc1 Rxb3 23. axb3 a5 24. Dd2 Hec8 25. h4 cxd5 26. exd5 a4 27. bxa4 Rb6 28. h5 Rxc4 29. Dd3 Dc5 30. Rf5 Bf8 31. hxg6 fxg6 32. Bb3 gxf5 33. Hxc4 Ba6 34. Dg3 Da7 35. Hc6 Dg7 36. Dh4 Bb7 Staðan kom upp í landskeppni Þýskalands og Ungverjalands sem lauk fyrir skömmu í Búdapest. Christ- opher Lutz (2.596) hafði hvítt í stöð- unni gegn Zoltan Gyimesi (2.618). 37. He3! f4 37. – Bxc6 var ófært vegna 38. dxc6+ og hvítu biskuparnir myndu veita svörtum náðarhöggið. 38. Hh3 Hab8 39. Bf6 Dg6 40. Bc2 e4 41. Dxf4 Bxc6 42. dxc6 Kf7 43. Bh4+ Ke8 44. Bxe4 Df7 45. He3! Be7 Ekki gat svart- ur tekið drottninguna þar sem eftir 45. – Dxf4 mátar hvítur með 46. Bg6#. 46. Bf5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Endurskoðun. Norður ♠ÁKD ♥K732 ♦G85 ♣G104 Suður ♠G97 ♥ÁG1084 ♦ÁD2 ♣D7 Fyrir um það bil tveimur vikum fengu lesendur dálksins það viðfangs- efni að spila fjögur hjörtu úr suðursæt- inu. Vestur tók ÁK í laufi og spilaði því þriðja. Sagnir voru uppgefnar og þar kom fram að vestur hafði passað í upp- hafi sem gjafari. Í því ljósi er ósennilegt að vestur eigi bæði tígulkóng og hjarta- drottningu til hliðar, svo mælt var með því að svína fyrst í tígli áður en afstaða væri tekin til hjartaíferðarinnar. Rök- rétt, en einfalt fyrir vana menn. Guðlaugur R. Jóhannsson sendi um- sjónarmanni tölvupóst og benti rétti- lega á að spilið væri meira spennandi ef ekki er vitað um punktastyrk vesturs. „Hvernig á þá að spila,“ spyr Guð- laugur og svarar sjálfur: „Suður hendir spaða í laufgosa og tekur hjartakóng. Ef báðir fylgja, held ég að best sé að spila spaða þrisvar. Ef austur trompar þriðja spaðann er yfir- trompað og þá er hjartað komið. Ann- ars er tígli hent í þriðja spaðann. Trompi vestur þann slag er hann enda- spilaður, nema hann hafi átt Dxx í trompi í upphafi. En fylgi báðir í þrjá spaða er trompi spilað og svínað fyrir drottningu ef austur fylgir. Þá er vest- ur endaspilaður hafi hann byrjað með Dx, en hafi austur ekki átt nema eitt hjarta, er ásinn tekinn og vestur send- ur inn með sömu niðurstöðu.“ Þetta er auðvitað allt rétt hjá Guð- laugi, enda vanur endurskoðandi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hlutavelta | Þessar brosmildu stúlk- ur héldu nýlega hlutaveltu á Sval- barðseyri til styrktar Rauða krossi Ís- lands og söfnuðust 1.700 krónur. Þær heita Guðrún Sveinsdóttir og Sunna Rae George. Morgunblaðið/Kristján JPV ÚTGÁFA hef- ur sent frá sér fjórar bækur um Ungfrúrnar eftir breska höfund- inn Roger Har- greaves en hann er einkum þekkt- ur fyrir bækur sínar um Herramenn sem notið hafa mikilla vinsælda. Þýðandi er Guðni Kolbeinsson. Bækur um Ungfrúrnar komu fyrst út í Englandi upp úr 1980 en þá hafði höfundurinn þegar slegið í gegn með Herramenn og var Ungfrúnum ekki síður tekið af lesendum. Bækurnar njóta enn gífurlegra vinsælda víða um heim enda má með sanni segja að efni þeirra sé sígilt og þær eigi alltaf erindi við nýja lesendur. Fyrstu Ungfrúrnar sem nú mæta til leiks eru: Ungfrú Heppin, Ungfrú Töfra, Ungfrú Stjarna og Ungfrú Þrifin. Börn endursögn Þrándar Thoroddsen ogGuðna Kolbeinssonar. Bækur um Herramenn komu fyrst út á íslensku fyrir um aldarfjórðungi og nutu mikilla vinsælda hjá íslenskum börnum. Þættir byggðir á sögunum voru sýndir í Sjónvarpinu. Einungis hluti bókanna komu út á sínum tíma en JPV útgáfa hefur endurútgefið þær síðustu miss- eri ásamt þeim bókum sem ekki hafa komið út áður á íslensku. Bækurnar njóta enn gífurlegra vinsælda víða um heim enda má með sanni segja að efni þeirra sé sígilt og þær eigi alltaf erindi við nýja lesendur. Herramenn- irnir sem nú mæta til leiks eru: Herra Skoppi, Herra Ómögulegur, Herra Há- vær og Herra Rugli. JPV ÚTGÁFA hefur gefið út fjórar nýjar bækur um Herramennina eftir breska höfundinn Rog- er Hargreaves í þýðingu og Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.